Morgunblaðið - 17.02.2015, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 17.02.2015, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. FEBRÚAR 2015 Í átta vikna ferðalagi blaðamanna Morgunblaðsins um hverfin í Reykjavík og sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu er fjallað ummannlíf og menningu, atvinnulíf og opinbera þjónustu, útivist og umhverfi og skóla og skipulag með sérstakri áherslu á það sem einkennir hvern stað. www.mats.is virði fólk aðstæður hvað annars,“ segir Jarek sem leigir húsnæði og aðstöðu í Hverafold af Stefáni Sand- holt sem lengi hefur verið athafna- maður í bakarísrekstri. „Stefán er okkur alltaf innan handar og rekst- urinn rúllar vel,“ segir Jarek sem selur vörur víða, meðal annars í Pólsku búðina í Breiðholtinu og aðr- ar slíkar. Erum raunar að koma vör- unum inn æ fleiri verslanir og salan eykst. Það skilar sér ef vinna er sett í hluti.“ Rétt eins og Jesús mettaði fólk- ið með brauði þá þarf fleira á disk- inn. Hverfiskaupmennirnir eru eins og Frelsarinn forðum. Í guðspjalli Matteusar segir frá því að Jesús bað fólkið um að setjast; gerði Guði þakkir og tók svo brauðið og út- deildi. Allir fengu brauð og fisk eins og þeir gátu í sig látið. Frelsarinn mettar Fiskbúðin Hafið Spönginni í Grafarvogi var opnuð sumarið 2013. Áður höfðu félagarnir Halldór Heið- ar Halldórsson og Eyjólfur Júlíus Pálsson rekið fiskbúð undir þessu nafni við Hlíðasmára í Kópavogi og farnast vel. Ákváðu því að færa út kvíarnar og nýttu tækifæri þegar hentugt húsnæði í Spönginni bauðst. „Við fengum fljúgandi start. Höfum sérstaklega lagt okkur eftir að vera með tilbúna fiskrétti, til dæmis blandaða grænmeti, hinu ýmsa kryddi, framandi meðlæti og svo framvegis. Mat sem hægt er að setja í ofninn og elda á skömmum tíma,“ segir Páll Pálsson sem stend- ur hina daglegu vakt í versluninni. Tilbúnir réttir og glæný flök „Fiskbúðir eru gjörbreyttar frá því sem áður var. Þverskorin ýsa, fín sem soðning, var áberandi í fisk- borðinu áður fyrr en nú fæst svo miklu meira,“ segir Páll sem er bróðir annars eiganda Hafsins, Eyj- ólfs Júlíusar. Páll segir að í fiskbúðarrekstri í íbúðarhverfi gildi – eins og raunar í öðrum atvinnugreinum – að hafa góð tengsl við viðskiptavini og þekkja þarfirnar. „Fólkið gerir kröf- ur um besta hráefnið og þeim viljum við standa undir. Við sækjumst eftir að kaupa línufisk sem er besta hrá- efnið og á uppboði fiskmarkaðanna um hádegi dag hvern vöktum við það sem kemur frá línubátunum,“ segir Páll og bætir við að fjöl- breytnin þurfi að vera ráðandi. Til- búnir réttir og glæný flök séu góð – en mörgum finnist mikil gæði felast í því að í Hafinu fáist alltaf súr hval- ur og sjósiginn fiskur að vestan, frá Drangsnesi. Matarsmekkur fólks sé ólíkur og svara verði óskum sem flestra. Morgunblaðið/Kristinn Sjávarfang Páll Pálsson við borðið í fiskbúðinni Hafinu sem er Spönginni. Morgunblaðið/Sigurður Bogi Hverafold Margt í pakkanum, til dæmis kjörbúð, bakarí, efnalaug og blóm.  Áætlað er búið verði að úthluta graf- arstæðum í Gufuneskirkjugarði, sem er í miðju Grafarvogshverfi, á næstu tveimur árum. Á heimasíðu kirkjugarð- anna kemur þó fram að grafið verður í frátekin stæði út alla öldina. Þar kemur einnig fram að garðurinn hafi verið vígður 16. júní 1980 og var Friðfinnur Ólafsson forstjóri jarðsettur þar fyrstur manna og er hann því vöku- maður garðsins. Frá árinu 1983 hafa mun fleiri verið jarðsettir í Gufunes- kirkjugarði en Fossvogskirkjugarði, en sá garður er nú útgrafinn. Gufunes- garður er á milli Húsahverfis og Rima- hverfis og er um þrjátíu hektarar að stærð. Í garðinum eru grafreitir fyrir fólk af ýmsum trúarbrögðum svo sem kristinnar trúar, búddatrúar, íslams- trúar og ásatrúar. Einnig er reitur fyrir þá sem standa fyrir utan trúfélög. Gufuneskirkjugarður að fyllast Vígður Garðurinn var vígður 1980.  Grafarvogsbúar eru ef til vill ekki allir meðvitaðir um þá skíðamögu- leika sem hverfið býr yfir en þar má finna fína brekku og skíðalyftu. Lyft- an er staðsett meðfram göngustíg sem liggur upp að Húsahverfi og er brekkan ætluð börnum og byrj- endum. Opið er virka daga frá klukkan 16 til 20 og 10 til 16 um helgar þegar veður leyfir. Það má meðal annars fylgjast með því hvort brekkurnar séu lokaðar eða opnar inni á fésbókarsíðu skíðasvæðanna eða á skidasvaedi.is. Skíðamöguleikar í Húsahverfi Ljósmynd/Reykjavíkurborg Skíði Lyftan er opin þegar veður leyfir. Davíð Már Stefánsson davidmar@mbl.is Íbúar í Grafarvogi leggja til hug- myndir fyrir 117 milljónir í hverfa- kosningunum Betri hverfi 2015. Þar á meðal er hundagerði á Gufu- nessvæðinu, áningarstaður fyrir botni Grafarvogs og margt fleira áhugavert. Þetta kemur meðal ann- ars fram á vefsíðu Grafarvogsbúa, grafarvogsbuar.is. Rafrænar íbúa- kosningar um hugmyndir að verk- efnum í hverfum Reykjavíkur verða haldnar dagana 17. til 24. febrúar næstkomandi. Heimild upp á 300 milljónir Þetta er í fjórða sinn sem slík- ar kosningar eru haldnar en hug- myndirnar að verkefnunum eiga íbúarnir sjálfir. Þeim var safnað saman í október á síðasta ári og bárust 690 hugmyndir frá íbúum sem var metfjöldi í hugmyndasöfn- un fyrir hverfin. Kosið verður á milli allt að tuttugu hugmynda í tíu hverfum borgarinnar. Á heimasíðu Reykjavíkur- borgar kemur meðal annars fram að allir þeir sem eiga lögheimili í Reykjavík og eru orðnir sextán ára geta tekið þátt í kosningunum. Til að komast inn á kosningavefinn verða íbúar að eiga Íslykil eða raf- ræn skilríki til auðkenningar og er nauðsynlegt að hafa slík auðkenni tiltæk áður en haldið er á „kjör- stað“ í tölvu eða spjaldtölvu. Alls hafa verið verðmerktar hugmyndir að verkefnum fyrir rúmlega 820 milljónir króna en fjárheimild hverfanna er um 300 milljónir á þessu ári. Í kosning- unum forgangsraða íbúar verk- efnum í sínum hverfum. Niður- stöður kosninganna eru bindandi fyrir Reykjavíkurborg. Ljósmynd/Christopher Lund Kosningar Íbúar Grafarvogs hafa eflaust ýmislegt til málanna að leggja. Grafarvogsbúar vilja hundagerði í Gufunesi  Með tillögur sem kosta 117 milljónir 0 KR. ÚTBORGUN AVIS bílaleiga sími 591 4000 – avis.is Losnaðu við vesenið með langtímaleigu AVIS Á R N A S Y N IR LANGTÍMALEIGA Langtímaleiga AVIS er þægilegur, sveigjanlegur og umfram allt skynsamlegur kostur þegar kemur að rekstri bifreiða. Í langtímaleigu fæst nýr eða nýlegur bíll, engin útborgun, tryggingar innifaldar, engin endursöluáhætta og ekkert vesen við dekkjaskipti, olíuskipti eða smáviðhald.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.