Morgunblaðið - 17.02.2015, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 17.02.2015, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. FEBRÚAR 2015 Mér er illskiljanlegt hvers vegna ráðherra sækir svo fast sérstaka útgáfu á náttúrupassa til heimildar til að skoða náttúruperlur þessa lands. Útgáfa þess konar passa, sem erfitt væri að falsa, mun tvímælalaust kosta drjúgan skilding. Mér kæmi ekki á óvart að slík kortaútgáfa gæti að lágmarki kostað 500 til 1.000 kr. stykkið, þar sem lítið einfalt tækifær- isafmæliskort kostar 300 til 500 kr. Miðað við að ein milljón ferða- manna kæmi til landsina árlega mundi þessi kortatilbúningur kosta árlega 500 til 1.000 milljónir króna. Ef passinn ætti að kosta 10 evrur, þ.e. 1.500 kr., gæti farið svo að þriðj- ungur til helmingur af tekjum pass- ans færi í að búa hann til. Annað er það að svona passi, sem gildir í þrjú ár, getur gengið frá manni til manns, þar sem hópar eru saman á ferð, hluti hópsins getur not- að passann einn daginn en hinn hluti hópsins næsta dag. Jafnvel gætu ferðamenn þegar þeir koma til síns heima boðið vinum eða kunningjum, sem þeir vita að ætla til Íslands, pass- ann sinn til afnota. Hætt er við að ýmis annar kostn- aður við svona passa, þ.e. sala hans, innheimta fjármuna af sölu hans, eft- irliti og öðru samfara þessari hug- mynd, yrði til þess að obbinn af þeim tekjum sem honum var ætlað að gefa færi í alls konar kostnað honum sam- fara. Það er athyglisvert að ennþá ligg- ur ekki fyrir nein fullmótuð fram- kvæmd á þessari hugmynd, sem er enn ein vísbending um óhæfni hennar. Þetta er því gjör- samlega óhæf hug- mynd til að ná því markmiði að skapa tekjustofn til verndar náttúruperlum lands- ins. Eina raunhæfa leið- in til að ná þessu mark- miði er að taka gjald af ferðamönnum um leið og þeir koma til lands- ins. Einfaldasta leiðin, eins og ég hef áður bent á, er að stimpla persónuskilríki hvers ferðamanns þegar hann kenur til landsins, vegabréf hans, öku- skírteini, farseðil eða önnur persónu- skílríki, sem stíluð eru á viðkomandi ferðamann. Löggæsluaðilar, tollverðir eða lög- reglumenn eru alltaf og alls staðar þar sem útlendingar koma til lands- ins. Það er einfaldast að þeir annist þessa framkvæmd og um leið inn- heimti það gjald sem stjórnvöld ákvæðu hverju sinni. Það þyrfti kannski að fjölga eitt- hvað löggæslufólki vegna þessa, en sá kostnaður sem það ylli yrði aðeins brotabrot af þeim kostnaði sem nátt- úrupassaruglið er. Á þingi er þegar byrjað að rífast um þessa ófullkomnu og óþörfu hug- mynd og finnst mér ótrúlegt að hlusta á þær umræður. Stjórnarliðar reyna að fegra þessa fáránlegu hug- mynd, en stjórnarandstaðan er engu betri og með hræsnisorðræðum talar hún um helgan rétt íslenskra rík- isborgara til að ganga án greiðslu um náttúru landsins. Fimm hundruð króna skattur á ári af hverjum íslenskum skattgreiðanda fyrir það að ná einum til einum og hálfum milljarði af útlendum ferða- mönnum er skítur á priki, jafnvel fyr- ir mig, ellilífeyrisþegann. Hækkun að meðaltali á hvern tekjuskattsgreið- anda yrði um 0,13%. Varðandi vandamál um samskipti við landeigendur þeirra staða sem teljast náttúruperlur þá eru þau smá- vægileg. Í fyrsta lagi eru 70 til 80% þeirra staða sem ferðamenn vilja skoða inn- an þjóðlendna eða í þjóðgörðum. Í öðru lagi er ég viss um að bændur, „landeigendur“, yrðu dauðfegnir að þurfa ekki að standa í því að inn- heimta gjald af ferðamönnum. Og í þriðja lagi er enginn lagalegur mun- ur á gjaldtöku af samfélagseign (rík- iseign) eða einkaeign, t.d. Ásbyrgi og Dettifossi annars vegar eða Kerinu og Dimmuborgum hins vegar. Í fjórða lagi geta bændur ekki stöðvað umferð um þjóðvegi landsins þar sem fegurð landsins sést út um bílgluggana. Og í fimmta lagi hefur ríkið áður tekið landskika eign- arnámi. Þingmenn ættu að skammast sín fyrir orðavaðal, hræsni og bull, því ég veit að allir sem þar sitja, hver og einn einasti, eru sammála um að eitt- hvað verður að gera varðandi þetta mál. Þar er hugmynd mín einföld, hag- kvæm og auðveld í framkvæmd til að afla tekna til að varðveita þær nátt- úruperlur, sem við eigum í landi okk- ar. Enn um náttúrupassa Eftir Hafstein Sigurbjörnsson » Í fyrsta lagi eru 70 til 80% þeirra staða sem ferðamenn vilja skoða innan þjóðlendna eða í þjóðgörðum. Hafsteinn Sigurbjörnsson Höfundur er eldri borgari. Rafmagnað samband við áskrifendur Þann 20. febrúar kemst einn heppinn áskrifandi Morgunblaðsins í samband við Volkswagen e-Golf. Vinnur þú straumabílinn? Þegar sól hefur brugðið sumri hér vestra, þá er að halda til haga þeirri arfleifð sem okkar maður skildi eftir sig hér í fjörðunum. Hann var sálusorgari af þeirri gerð sem séra Árni og þeir Þórbergur lýsa svo meistaralega í bók sinni. Hann notaði sím- ann mikið í sinni sálusorgun. Eins og til dæmis Ólafur Thors, sem einnig var meistari á sínu sviði. „Ég heyri betur í þér, góði,“ mun ekki hljóma oftar frá Vatnsfirði. Á héraðsfundi Ísafjarðarprófasts- dæmis, sem haldinn var á Hrafnseyri fyrir allmörgum árum, var að vanda ýmislegt á dagskrá, svo sem eins og starfsskýrslur sókna, skýrslur frá prestastefnu, kirkjuþingi og leik- mannastefnu. Reikningar sókna, kirkjugarða og héraðsnefndar, item tillögur ýmsar, þar á meðal tillögur biskupafundar um endurskoðun prestakalla í prófastsdæminu. Skemmst er frá því að segja, að einn maður „átti fundinn“ eins og stundum er komist að orði um þá sem brillera á samkomum og mannamót- um. Auðvitað síra Baldur í Vatnsfirði í Djúpi, fráfarandi prófastur. Skulu nú nefnd nokkur dæmi um það, þó slíkt sé auðvitað aðeins svipur hjá sjón miðað við að líta manninn tala í eigin persónu. Gamli presturinn skýrði frá því að nú færi hans tími bráðum að koma: „Ég fer nú að verða laus úr þessu holdi sem þjáir okkur og þjakar, sem betur fer, auk þess er ég slæmur í fæti.“ Rætt var um reikninga sókna og kirkjugarða og hvernig með ætti að fara í sambandi við endurskoðun, birtingu og samþykkt þeirra. Sagði þá fráfarandi prófastur: „Ég er nú búinn að láta samþykkja þessa reikninga í mörg ár án þess nokkur maður hafi séð þá.“ Síra Baldur sagði frá kristilegum fisksala á Suðureyri: „Í gær var ég boðinn í kvöldverð hjá séra Valdimar á Suðureyri, það er að segja, kvöldverðurinn var nú eiginlega á mínum vegum, því við gengum út í fiskbúð og hittum þar fisksalann og hann gaf mér laglega rauðsprettu. Það er gott að það er þó einn kristilegur fisksali til sem gefur fátækum.“ Hjá einum fundarmanna kom fram að Vatnsfjarðarprestakall hefði notið nálægðar skólans í Reykjanesi. Síra Baldur: „Það var alveg öfugt. Það fólk sem hér er statt veit þetta vel. Það var skólinn sem naut kallsins. Presturinn hefur hlaupið í skarðið. Þeir voru ekki allir heppilegir kennararnir sem þarna voru. Það er annað mál. Þetta vita allir menn.“ Undir lok fundarins var hinn orð- heppni klerkur hættur að standa upp þó hann þyrfti að tjá sig í nokkrum orðum: „Ég nenni nú ekki að standa upp lengur, gigtveikur og gamall. Það er náttúrlega ýmislegt sem maður upp- lifir, sem betur fer.“ Svo mörg voru þau orð. Víst er að mannlífið hér vestra verður ekki það sama eftir að þessi guðsmaður er horfinn af vettvangi. Sálusorgarinn séra Baldur í Vatnsfirði Eftir Hallgrím Sveinsson » „Ég fer nú að verða laus úr þessu holdi sem þjáir okkur og þjakar, sem betur fer, auk þess er ég slæmur í fæti.“ Hallgrímur Sveinsson Höfundur er bókaútgefandi og léttadrengur á Brekku í Dýrafirði. Móttaka aðsendra greina Morgunblaðið er vettvangur lifandi umræðu í landinu og birtir aðsendar grein- ar alla útgáfudaga. Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Kerfið er auðvelt í notkun og tryggir öryggi í sam- skiptum milli starfsfólks Morgunblaðsins og höfunda. Morgunblaðið birtir ekki greinar sem einnig eru sendar á aðra miðla. Kerfið er aðgengilegt undir Morgunblaðslógóinu efst í hægra horni forsíðu mbl.is. Þegar smellt er á lógóið birtist felligluggi þar sem liðurinn „Senda inn grein“ er valinn. Í fyrsta skipti sem innsendikerfið er notað þarf notandinn að nýskrá sig inn í kerfið. Ítarlegar leiðbeiningar fylgja hverju þrepi í skráningarferlinu. Eftir að viðkomandi hefur skráð sig sem notanda í kerfið er nóg að slá inn kennitölu notanda og lykilorð til að opna svæðið. Hægt er að senda greinar allan sólar- hringinn. Nánari upplýsingar veitir starfsfólk Morgunblaðsins alla virka daga í síma 569-1100 frá kl. 8-18.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.