Morgunblaðið - 17.02.2015, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 17.02.2015, Blaðsíða 36
36 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. FEBRÚAR 2015 Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Gerðu þitt besta til þess að uppgötva eitthvað af þeim leyndardómum sem gefa líf- inu lit. Ef það gerist verða breytingarnar svo sannarlega til hins betra. 20. apríl - 20. maí  Naut Fylgdu eðlisávísun þinni jafnvel þótt aðrir eigi bágt með að skilja gjörðir þínar. Gott samtal við foreldri eða eldri og reyndari manneskju yrði áhrifaríkt. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Það virðist vera sama hvað fólk ger- ir þér, þú bregst við á þroskaðan hátt. Leitaðu ráða varðandi mikilvæg mál hjá ábyggilegum aðilum. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Óbreytt ástand virðist allt í lagi núna en þannig verður það ekki eftir tvær vikur. Dreifðu því áhættunni þannig að þú þurfir ekki að sitja uppi með sárt ennið. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Það gengur ekki að blanda saman léttúð frístundarinnar og alvarleika starfsins. Vertu því þolinmóður. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Sýndu varkárni í samskiptum við ókunnuga. Vendu þig á að svara skilaboðum strax. Með yfirvegun vinnur þú yfirleitt betur en með flani. 23. sept. - 22. okt.  Vog Þú getur tekið mjög skynsamlegar og hagnýtar ákvarðanir í vinnunni í dag ef þú heldur rétt á spöðunum. Hamingja er að hafa ást á því sem maður gerir. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Í dag mun þér reynast auðvelt að koma miklu í verk. Enginn er fullkominn og þá þú ekki heldur. Haltu ró þinni hvað sem á dynur. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Hlutirnir gerast hraðar í kringum þig en þér finnst þægilegt. Kauptu eitthvað sem fegrar heimili þitt og gerir það að nota- legri dvalarstað. 22. des. - 19. janúar Steingeit Það er gaman að leika sér en lífið hefur nú einu sinni fleiri hliðar. Velgengni annarra gæti komið sér vel fyrir þig um þess- ar mundir. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Hegðaðu þér eins og þú myndir gera ef þú hefðir engu að tapa. Vertu því ekk- ert að tvínóna við hlutina og gakktu hreint til verks. 19. feb. - 20. mars Fiskar Félagslífið er blómlegt um þessar mundir en þú ert ekki alveg viss hvers er krafist af þér. Kýldu á verkefni þótt ekki sé víst að allt gangi upp. Össur Skarphéðinsson gerðiHjálmari Jónssyni orð á laugardagskvöld, kvaðst hírast í kulda og trekki í höfuðborg stóra kaupfélagsins og vildi fá vísu undir svefninn. Hjálmar brást vel við: Vindarnir blása hlýir hér og heilsa með vinarþeli meðan í kulda Össur er úti í Brussuseli. Þrátt fyrir tíðarfarið er vorhugur í Davíð Hjálmari Haraldssyni á Leirnum: Bráðum gróa grös og laufgast tré, grær hver moldarblettur rónamiginn. Bráðum verður hækkað hlutafé í húsinu við Skólavörðustíginn. Símon Jón Jóhannsson segir frá því að fyrir utan gluggann þar sem hann kennir í Flensborg er hvamm- ur sem fyllist af fíflum á vorin. Hon- um varð litið út um gluggann eftir að hann las vísu Davíðs Hjálmars: Vonandi kemur bráðum betri tíð með blóm í ljúfum fífilbrekkuhvammi, um gráan vanga golan strýkur blíð og Guð mun senda okkur fullt af nammi. Síðan bætir Símon Jón við: „Ann- ars gekk ég eitthvert vorið með dætrum mínum og hundi upp að þessum hvammi einmitt þegar hann var þakinn fíflum og yngri dóttir mín sagði: „Vá, pabbi, sjáðu hvað er mikið af fíflum í Flensborg!“ Ég vissi það.“ Ármann Þorgrímsson segir að ef maður hugsi til þess hve algengt það sé á Íslandi að pólitískar stöður erf- ist vakni sú spurning hvort ætti að leyfa tilraunir með kynbætur á stjórnmálamönnum. Skoðum dæmi: Ef ég spái í æðstu þrjá aðeins bjálfa þar má sjá sjálfsagt fáir settu á svona kálfa eins og þá. Þessi vísa er vel kveðin og inn- rímið skemmtilegt. Hallmundur Kristinsson yrkir á Boðnarmiði: Drengurinn Olgeir frá Eyri, oftast kallaður Geiri, lokaða leið Léttfeta reið og þóttist maður að meiri! Sjálfsagt er að rifja upp þessa limru Jóhanns Hannessonar á þorra: Þegar hvergi fæst salt, kæst né sigið, né sést upp við bæjarvegg migið, þegar öll fæða er dóssett og alls staðar klósett, þá er örlagavíxlsporið stigið. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Af hlýjum vindum og fíflum í Flensborg Í klípu „ÉG ÞARF EKKI VIÐSKIPTARÁÐGJÖF ÞÍNA. ÞÚ ERT PABBI MINN. STARF ÞITT ER AÐ VERA FORELDRI.“ eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger „ÆTLARÐU EKKI AÐ HRINGJA Á FLUGVÖLLINN?“ Hermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... þegar öll fjölskyldan kemur saman. HVERNIG GENGUR? ALDREI VERIÐ BETRI! HAFÐUÞAÐ GOTT Í DAG ÉG GET EKKI VARIST ÞEIRRI HUGSUN AÐ ÉG ÆTTI AÐ VERA AÐ GERA EITTHVAÐ VARIST GRIMMAN HUNDINN AMLÓÐI, EFTIR ÞVÍ SEM ÞÚ VERÐUR ELDRI, REYNDU ÁVALLT AÐ SJÁ ÞAÐ BESTA Í FÓLKI... JAFNVEL ÞEGAR ÞÚ ÞARFT AÐ NOTA STÆKKUNARGLER! Víkverji hefur vanið komur sínar ílíkamsræktarstöðina World Class um nokkra hríð. Þykir honum gott að lyfta þungum lóðum til að létta andann, eins konar ying og yang. Ekki verður komist hjá því að taka eftir að snyrtimennska er í fyr- irrúmi hjá meirihluta kroppa- hristara. Raunar þarf Víkverji stundum að minna sig á að hann sé staddur í líkamsræktarstöð en ekki á kynningarkvöldi nýjustu baðfatal- ínu Sports illustrated. x x x Þar sem Víkverji er þver hefurhann haft lúmskt gaman af því að mæta í 12 ára gömlum bol merkt- um Viðskiptanetinu, gulnuðum stuttbuxum og í sitthvorum sokkn- um þegar hann mætir til orkulos- unar. Ólst hann upp við það að í íþróttunum skipti ekki máli hvernig þú lítur út heldur hvað þú gerir þeg- ar á hólminn er komið. x x x Þá hefur Víkverji ekki lagt það ívana sinn að hafa orð á klæða- burði fólks, enda ætti hver maður að klæðast því sem honum þykir þægi- legast óháð því hvað tískuguðirnir segja hverju sinni. Hér verður þó brugðið út af vananum. x x x Einhverju sinni var Víkverji aðpuða á hamstrahjóli þegar hon- um verður litið til manns á virðu- legum aldri. Var sá hinn sami vel í holdum og því sennilega mættur í ræktina til þess að minnka maga- málið, heilsunnar vegna. Ekki varð komist hjá því að taka eftir að spé- hræðslan var ekki að hrjá þennan mann þar sem hann gekk á hlaupa- bretti, íklæddur sundskýlu og stutt- um hlýrabol. x x x Eftir stutta stund mælti kauði, semvar þýskumælandi, við konu sína sem var á bretti honum við hlið: „Ich bin so heiß.“ Stuttu síðar fauk bol- urinn og stóð hann á sundskýlunni einni fata. Víkverji gat ekki annað en borið virðingu fyrri metnaði Þýsk- arans. Hann var mættur til að taka á því. víkverji@mbl.is Víkverji Hversu yndislegir eru bústaðir þínir, Drottinn hersveitanna. Sálu mína lang- aði til, já, hún þráði forgarða Drottins, nú fagnar hjarta mitt og hold fyrir hinum lifanda Guði. (Sálmarnir 84:2-3)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.