Morgunblaðið - 18.02.2015, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 18.02.2015, Blaðsíða 1
M I Ð V I K U D A G U R 1 8. F E B R Ú A R 2 0 1 5 Stofnað 1913  41. tölublað  103. árgangur  VAGNSTJÓRINN SEM VILDI Á BESSASTAÐI FÆRSLA MILLI HANDANHEIMA OG MYNDLISTAR HLJÓMSVEITIN PLÚTÓ HELDUR UPPI STUÐINU KARLOTTA BLÖNDAL 30 SYNGJA ÖLL LÖG 10GRAFARVOGUR 14-15 Ljósmynd/Sverrir Þórólfsson Haförn Sést ekki oft í þéttbýlinu en ungir fuglar fara oft á flakk frá heimahögunum.  Ungur haförn var í Heiðmörk síð- degis í fyrradag og tókst Sverri Þórólfssyni áhugaljósmyndara að ná góðum myndum af honum. Kristinn Haukur Skarphéðins- son, sviðsstjóri hjá Náttúrufræði- stofnun, sagði að örninn í Heið- mörk væri á fyrsta eða öðru aldursári. Þetta var fyrsti haförn- inn sem hann frétti af í vetur á höf- uðborgarsvæðinu. Hafernir á fyrsta ári dvelja venjulega á heima- óðalinu fram yfir áramót og jafnvel lengur. Þá fara þeir á flakk. »4 Ungur haförn fór í kaupstaðarferð og kom við í Heiðmörk „Loðnan er loksins komin á hefðbundnar slóðir og er á fullri ferð í vesturátt. Það er ekki ástæða til annars en að vera bjartsýnn,“ sagði Jón Axelsson, skipstjóri á Álsey VE, í gær. Loðnuflotinn var þá að veiðum skammt undan Stokksnesi sem er skammt austan við Höfn og gangur virtist vera að komast í vertíðina. Nokkur skipanna fengu góðan afla þar í gær og í fyrradag. Gott veður var á miðunum í gærdag, en því hefur ekki verið að heilsa að undanförnu. Þeir sem rætt var við höfðu á orði að loksins væri loðnuvertíðin komin í farveg sem sjómenn þekktu, en frá áramótum hefur loðna nánast eingöngu veiðst víða úti af Norðurlandi. Hver dagur er dýrmætur á loðnuvertíðinni því ætla má að henni ljúki eftir um mánuð. aij@mbl.is »12 „Loksins komin á hefðbundnar slóðir“ Loðnuflotinn að veiðum úti af Stokksnesi og vel farið að veiðast Ljósmynd/Kristó Undir Stokksnesi Skipverjar á Álsey VE brasa við grunnnótina eftir gott kast í gærmorgun. Góður afli fékkst þar í gær og fyrradag.  Umhleypingar hafa einkennt tíðina að und- anförnu og ekk- ert lát virðist á. „Tilfinningin er sú að veðrið und- anfarið hafi ver- ið í óhagstæðari kantinum,“ segir Trausti Jónsson veðurfræðingur um tíðarfarið. „Þó svo að það komi tveir eða þrír sæmilegir dagar á milli hafa hvíldardagarnir verið fá- ir, en það er svo sem tilbreyting í þeim,“ segir Trausti. Spurður hvernig hann skýri þess- ar sveiflur í veðrinu segir Trausti að aðstæður hafi verið nokkuð til- viljanakenndar, en veðrahringrásin hafi verið „töluvert röskuð fyrir vestan okkur í vetur“. »4 Veðrið verið „í óhag- stæðari kantinum“ Viðar Guðjónsson vidar@mbl.is Meirihlutinn í borgarstjórn sam- þykkti að hefja undirbúningsfram- kvæmdir á Hlíðarendasvæði við Reykjavíkurflugvöll á borgarstjórn- arfundi sem lauk seint í gærkvöldi. Á fundinum setti Júlíus Vífill Ingvars- son, borgarfulltrúi Sjálfstæðis- flokks, fram þá tillögu að þess verði beðið að Rögnunefnd klári álit sitt um það hvort loka beri minnstu flug- braut Reykjavíkurflugvallar, svo- kallaðri neyðarbraut, áður en fram- kvæmdir hefjist. Meirihlutinn hafnaði tillögunni. Dagur B. Egg- ertsson borgarstjóri segir að einung- is sé um að ræða framkvæmdaveg utan fluglínu og hann trufli ekki um- rædda flugbraut. „Fátt í skipulagi Hlíðarenda hefur breyst á drama- tískan hátt frá því það var samþykkt árið 2010,“ sagði Dagur. »9 Bíða ekki eftir Rögnunefnd  Hefur ekki áhrif á neyðarbraut Morgunblaðið/Ómar Borgarstjórn Samþykkt var að veita framkvæmdaleyfi við Hlíðarenda.  „Því hljótum við að spyrja hvort það er mat forsætisráðherra að þessi launa- krafa Flóa- bandalagsins sé úr hófi og hvaða launatölu hann hefur þá í huga fyrir lægst laun- aða fólkið,“ segir Sigurður Bessason í opnu bréfi til forsætisráðherra sem birt er í Morgunblaðinu í dag, þar sem hann gagnrýnir orð forsætisráðherra á Viðskiptaþingi. „Við […] höfum tal- ið mikilvægt að stuðla hér að stöð- ugleika. En við sögðum það við gerð síðustu samninga að við ætl- uðum ekki að búa til stöðugleika fyrir aðra.“ »21 Spyr hvert mat forsætisráðherra sé Sigurður Bessason Hlutfall háskólamenntaðra meðal atvinnulausra hefur hækkað og þá sérstaklega hjá háskólamenntuðum konum. Þetta kemur fram í grein- ingu Ara Skúlasonar, hagfræðings í hagfræðideild Landsbankans. „Þetta er merkileg þróun og í and- stöðu við það sem maður gæti hald- ið, sérstaklega þegar horft er til þess að þátttaka kvenna á vinnumarkaði hefur aukist mikið,“ segir Ari. Atvinnulausu fólki með háskóla- menntun hefur einungis fækkað um 30% á sama tíma og atvinnulausum með grunnskólapróf hefur fækkað um 60% og fækkun fólks með iðn- menntun er um 70%. Atvinnulausum konum á höfuðborgarsvæðinu hefur fækkað um 43% en atvinnulausum konum með há- skólamenntun fækkaði minna eða um 24% frá 2010. Ari segir að það líti þannig út að erfiðara gangi að skapa störf fyrir háskóla- menntaða en aðra og gæti þetta einnig tengst niður- skurði hjá hinu opinbera þar sem störf hafi verið lögð niður sem ekki hafi verið komið á fót aftur. Hann veltir einnig fyrir sér hvort mark- aðurinn sé nægilega þróaður til að taka á móti öllu því fólki sem er að útskrifast með háskólagráður. »16 Ari Skúlason Færri störf fyrir háskólamenntaða  Menntaðar konur fá síður störf

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.