Morgunblaðið - 18.02.2015, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 18.02.2015, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. FEBRÚAR 2015 Morgunblaðið/RAX Dimmt í éljunum Vart sást á milli húsa í höfuðborginni síðdegis á mánudag. Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is „Tilfinningin er sú að veðrið undanfarið hafi verið í óhagstæðari kantinum,“ segir Trausti Jónsson veðurfræðingur, en tekur þó fram að eðlilegast sé að meta veðrið á grundvelli kennitalna heils mánaðar. „Þó svo að það komi 2-3 sæmilegir dagar á milli þá hafa hvíldardagarnir verið fáir, en það er svo sem til- breyting í þeim,“ segir Trausti. Umhleypingar ríkjandi Umhleypingar hafa ein- kennt tíðina að und- anförnu og ekkert lát virðist á. Á mánudag var mikið kóf á höf- uðborgarsvæðinu þó svo að ekki væri sér- staklega hvasst. Dimmt og víða blint í 4-5 stiga frosti í vestanátt sem ekki er mjög al- gengt, að sögn Trausta. Í gærkvöldi og í nótt var búist við hláku með hvassviðri og talsverðri úrkomu fram eftir degi í dag. Hlé verður væntanlega á fimmtudag og föstudag en síðan hvassviðri á laugardag og sunnudag og aftur á þriðju- dag með öllum fyrirvörum því veðurspár svo langt fram í tímann eru fljótar að breytast. Spurður hvernig hann skýri þessar sveifl- ur í veðrinu segir Trausti að aðstæður hafi verið nokkuð tilviljanakenndar. „Samt verð- ur að segjast að veðrahringrásin hefur verið töluvert röskuð fyrir vestan okkur í vetur og heimskautaloftið ekki verið á hefð- bundnum stað,“ segir Trausti. „Þeir í Ameríku hafa fengið að finna fyrir þessu með gríðarlegum kuldaköstum og snjókomu í Norðausturríkjunum og svo aft- ur miklum hlýindum lengst af í Alaska og á vesturströnd Bandaríkjanna í vetur. Jafnvel hafa kirsuberatré blómstrað í Vancouver.“ Erfitt tíðarfar til sjávarins Tíðarfar þótti líka leiðinlegt í janúar, en Trausti bendir á að einu stórviðrin í vetur hafi komið fyrir jól og norðanáhlaup hafi ekki gert síðustu vikur. Til sjávarins hafi verið erfitt tíðarfar í talsverðan tíma og það sama var uppi á teningnum í fyrravetur og gæftir lélegar. Veður var þó mjög ólíkt þá og ágætt lengst af á Vesturlandi. „Hvíldardagarnir hafa verið fáir“  Veðrið undanfarið í óhagstæðari kantinum  Veðrahringrásin töluvert röskuð fyrir vestan okkur Trausti Jónsson „Þó svo að það hafi verið hvítt á landinu flesta daga undanfarið hefur snjódýpt yf- irleitt ekki farið upp í neinar tölur sem heit- ið geti,“ segir Trausti Jónsson, veðurfræð- ingur. „Það hefur tekið upp og hreinsað alveg upp í tvígang. Núna er algeng snjó- dýpt 5-10 sentimetrar ef hún þá nær því. Mesta snjódýpt virðist vera í Fnjóskadal en á stöðinni í Vaglaskógi er 70 sm snjór. Það er athyglisvert að það er talsverður snjór í Bolungarvík, 37 sentimetrar, en hins vegar eiginlega ekki neitt á Hnífsdal. Á Hól- um í Dýrafirði er snjódýptin 25 sentimetrar, en enginn snjór er inni í Mjólkárvirkjun. Mjög víða er flekkótt jörð þó svo að þar mælist einhver snjódýpt.“ Mest snjódýpt í Vaglaskógi SNJÓ TEKIÐ UPP Í TVÍGANG Guðni Einarsson gudni@mbl.is „Ég var að koma frá Selfossi og sá birtuskilyrði sem mig langaði að ná,“ sagði Sverrir Þórólfsson, áhugaljós- myndari, sem var á leið til Reykjavík- ur síðdegis í fyrradag. Hann beygði inn í Heiðmörkina og sá þá fugl á flugi. „Fyrst hélt ég að þetta væri hrafn, svo stækkaði hann og þá gat þetta ekki verið annað en örn,“ sagði Sverr- ir. Haförninn settist á hraunnibbu og Sverrir komst nokkuð nálægt honum. Hann var með macro-linsu en ekki að- dráttarlinsu á myndavélinni en náði samt fínum myndum af erninum. Ungfuglarnir fara á flakk Kristinn Haukur Skarphéðinsson, sviðsstjóri dýrafræði hjá Náttúru- fræðistofnun Íslands, sagði að örninn í Heiðmörk væri ungur fugl á fyrsta eða öðru aldursári. Þetta var fyrsti haförninn sem hann frétti af í vetur á höfuðborgarsvæðinu. Hafernir á fyrsta ári dvelja venjulega á heima- óðalinu fram yfir áramót og jafnvel lengur. Þá fara þeir á flakk og geta þess vegna sést í öllum landshlutum, að sögn Kristins Hauks. „Þeir eru orðnir árvissir gestir í kringum Reykjavík og hafa sést við Elliðavatn og víðar. Yfirleitt standa þeir stutt við. Þeir sjást líka á Reykja- nesi, í Hvalfirði og fyrir austan fjall,“ sagði Kristinn Haukur. Í byrjun febrúar náðust ljósmyndir af fullorðnum haferni sem var að gæða sér á æti sem borið hafði verið út fyrir refi á Rangárvöllum. Fleiri ernir hafa sést á þeim slóðum í vetur, t.d. við Ytri-Rangá. Kristinn Haukur sagði að aðeins hefði borið á fullorðn- um haförnum utan aðal-útbreiðslu- svæðis hafarna á Vesturlandi. Gjarn- an er um að ræða kynþroska fugla sem ekki hafa helgað sér óðal. Þessir flökkufuglar snúa yfirleitt aftur til baka í heimahagana. Óðalsernir halda sig við óðal sitt árið um kring. Ekki er að sjá að gömul óðul arna á Suðurlandi séu aftur að komast í ábúð. Gömul óðul eru t.d. á vatnasviði Sogsins og Þingvallavatns. Ernir sjást á þeim slóðum á hverju ári. Kristinn Haukur sagði að ernir hefðu orpið á einum stað á Suðurlandi 2004. Þeir héldu sig við óðalið í tvö ár. Þá hafði það ekki verið setið frá því á fyrrihluta 20. aldarinnar. Fullorðið arnapar sást á liðnu hausti við ármót Stóru-Laxár og Hvítár, en ekki er vit- að um gamla varpstaði hafarna á þeim slóðum. Mögulega gæti arna- parið fundið sér óðal annars staðar á Suðurlandi. Kristinn Haukur sagði að allir arn- arungar sem hafa komist á legg und- anfarinn áratug væru merktir með litmerkjum á fótum. Kæmist fólk í tæri við fuglana og gæti lesið merkin væri hægt að átta sig á því hvaðan fuglarnir eru ættaðir. Ljósmynd/Sverrir Þórólfsson Kaupstaðarferð Ungur haförn var á ferð í Heiðmörk í fyrradag. Ernir eru árvissir gestir á höfuðborgarsvæðinu. Haförn í Heiðmörk  Hafernir eru árvissir gestir á höfuðborgarsvæðinu  Ung- ir ernir fara gjarnan á flakk og snúa síðan aftur á heimaslóðir Ljósmynd/Sverrir Þórólfsson Góðvegir landsins lengdust aðeins um 45 kílómetra á síðasta ári. Er það heldur minna en á árunum 2012 til 2013 sem þó voru sérstaklega lítil framkvæmdaár. Þarf að fara aftur til ársins 1979 til að finna ár þegar minna var lagt af bundnu slitlagi. Á korti sem birt er í Fram- kvæmdafréttum Vegagerðarinanr sést að smáspottar hafa verið lagðir bundnu slitlagi hér og þar um landið. Þeir lengstu virðast vera í Múlasveit á Vestfjörðum þar sem miklar sam- göngubætur eru komnar vel á veg, í Svínadal í Hvalfjarðarsveit og á Svínvetningabraut í Húnavatns- hreppi. Einnig hefur verið lagt á kafla í Meðallandi og Fellum á Fljótsdalshéraði. Aðrir kaflar eru mun styttri. Bundið slitlag er nú komið á 5.452 km af þjóðvegum sem eru alls 12.914 km. Enn er því meirihluti þjóðveg- anna með malarslitlagi og aðeins 42,2% með bundnu slitlagi. Ekki er útlit fyrir að meiri fram- kvæmdir verði í ár en í fyrra og því þokist verkefnið lítið fram á veg. Óvissa með Berufjörð Stór hluti af Hringveginum er lagður bundnu slitlagi. Hringveg- urinn, þjóðvegur nr. 1, miðast við Breiðdalsheiði. Þar eru enn eftir tæpir 33 km á möl og hefur ekki breyst síðustu ár. Ef farið er um suðurfirði Austfjarða er hægt að fara meginhluta hringsins á bundnu slitlagi. Aðeins vantar 7,7 km í botni Berufjarðar. Þar hefur staðið til í nokkur ár að laga veginn í tengslum við veginn yfir fjallveginn Öxi en ekki hefur fengist niðurstaða með það hvar vegurinn eigi að liggja um botn fjarðarins. helgi@mbl.is 35 ár eru síðan bundið slitlag lengdist minna  Enn er möl á 33 km á Hringvegi Morgunblaðið/Sigurður Bogi Slitlag Lítið lengjast góðvegirnir í þjóðvegakerfi landsins. Nýjum Landspítalaohf. (NLSH) hef- ur verið falið að hefja undirbúning útboðs á fullnaðarhönnun meðferð- arkjarna á lóð Landspítalans við Hringbraut. Einnig hefur félaginu verið falið að ljúka fullnaðarhönnun sjúkrahótels og bjóða út verk- framkvæmdir við gatna- og lóða- gerð sjúkrahótelsins ásamt bygg- ingu þess. NHLS var sett á laggirnar árið 2010 til að vinna að undirbúningi byggingu nýs Landspítala við Hring- braut. „Við síðustu fjárlagagerð tókst að tryggja fjármagn og okkur er því ekkert að vanbúnaði,“ sagði Kristján Þór Júlíusson heilbrigð- isráðherra, en ákveðið var að verja 945 millj- ónum króna til verksins. „Léleg- ur húsakostur er farinn að standa starfseminni fyr- ir þrifum en nú er tækifæri til að snúa vörn í sókn,“ sagði Kristján og bætti við að sérstök eftirvænting ríkti eftir því að framkvæmdir hæf- ust við Hringbrautina í sumar, enda hefði þeirra verið beðið lengi. laufey@mbl.is „Fjármagn tryggt og því ekkert að vanbúnaði“ Kristján Þór Júlíusson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.