Morgunblaðið - 18.02.2015, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 18.02.2015, Blaðsíða 9
FRÉTTIR 9Innlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. FEBRÚAR 2015 Færeyingurinn Kári á Rógvi lést eftir skamma sjúkdómslegu aðfaranótt síðastliðins laugardags, 41 árs að aldri. Kári var prófess- or í lögum við Fróð- skaparsetur Færeyja og fyrrverandi lög- þingsmaður. Hann átti marga kunningja hér á landi, ekki síst frá þeim tíma sem hann vann að doktorsverkefni sínu við Háskóla Íslands. Kári á Rógvi var fæddur 4. maí 1973 í Þórshöfn, sonur Eyðun á Rógvi og Sunnevu Dalsgaard sem búa í bæ sem heitir Argir og er skammt frá Þórshöfn. Hann útskrifaðist sem lögfræð- ingur frá Kaupamannahafnarhá- skóla 1998, lauk meistaraprófi frá Háskólanum í Aberdeen í Skotlandi og varði doktorsritgerð sína við Há- skóla Íslands 2009. Hann varð fyrsti nemandinn sem hóf nám á nýrri doktorsnámsbraut við Háskóla Ís- lands eftir að hún var stofnuð haust- ið 2004. Kári var skipaður prófessor í lög- um við Fróðskaparsetur Færeyja 1. mars á síðasta ári en hafði kennt við setrið í meira en ára- tug, þar af sem lektor í sögu- og samfélags- deild frá 2008. Hann hefur einnig verið gestakennari við Há- skólann á Akureyri og fleiri erlenda háskóla. Hann bauð sig fram í kosningum til lög- þings Færeyja fyrir Sjálfstjórnarflokkinn á árinu 2008 og fékk mikinn stuðning. Hann var lögþingsmaður til 2011. Formaður Sjálf- stjórnarflokksins var hann frá október 2010 til nóvember 2011. Kári átti sæti í mikilvægum nefndum, bæði sem virtur lögfræð- ingur og fyrir Sjálfstjórnarflokkinn og hefur auk þess gefið út nokkrar bækur sem tengjast fræðunum. Hann átti fjölþætt áhugamál en útivist í færeyskri náttúru var þar ofarlega á blaði. Eftirlifandi kona Kára er Jóhanna á Rógvi, fædd Kristiansen, uppeldis- fræðingur og dvaldi hún mikið með honum hér á landi þegar hann var við nám í Háskóla Íslands. Börn þeirra þrjú eru Bragi, Brestir og Brindis. Andlát Kári á Rógvi prófessor og fv. lögþingsmaður VAKANDI!VERTU blattafram.is VERNDARI BARNA Í 10 ÁR 60% þolenda segja ekki frá kynferðislegu ofbeldi á þeim tíma sem það á sér stað eða fljótlega á eftir. Sími 511 8090 • www.yndisauki.is Partýbakkinn frá Yndisauka hentar við öll tækifæri Partýbakkinn inniheldur 4 tegundir af spjótum, kjúklingur satay, naut teriyaki, hörpuskel og baconvafinn daðla, tígrisrækja með peppadew. Bakkanum fylgja 2 tegundir af sósum. Veitingar fyrir öll tækifæri, stór og smá, fyrir einstaklinga og fyrirtæki. Markmið okkar er alltaf það sama, glæsilegar veitingar og ómótstæðilegt bragð. Persónuleg og góð þjónusta. • Engjateigur 5 • Sími 581 2141 • www.hjahrafnhildi.is Opið virka daga frá kl. 10-18 Laugardaga frá kl. 10-16 Vertu vinurokkará facebook LOKADAGAR ÚTSÖLU Aukablað alla þriðjudaga Viðar Guðjónsson vidar@mbl.is Meirihlutinn í borgarstjórn sam- þykkti að hefja undirbúningsfram- kvæmdir á Hlíðarendasvæði við Reykjavíkurflugvöll á borgarstjórn- arfundi sem lauk seint í gærkvöldi. Fulltrúar minnihlutans kölluðu eftir því að þess yrði beðið að Rögnu- nefndin kláraði að vinna álit sitt um flugvöllinn og þá hvort skynsamlegt væri að loka minnstu flugbrautinni á flugvellinum. Tillögu þess efnis var hafnað. „Mér finnst það vera ábyrgðar- leysi að ekki hafi verið gert áhættu- mat sem fylgir því að loka svokall- aðri neyðarbraut áður en deili- skipulag var samþykkt,“ sagði Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir, borgarfulltrúi Framsóknarflokks, á fundi borgarstjórnar í gær. Bentu fulltrúar minnihlutans á að umrædd flugbraut hefði verið óvenjumikið notuð að undanförnu vegna veður- farsaðstæðna. Framkvæmdavegur Á fundinum var samþykktur fyrsti áfangi í framkvæmdaleyfi á Hlíðar- endasvæði. Fram kom í máli Dags B. Eggertssonar að um væri að ræða framkvæmdaveg sem væri gerður til undirbúnings fyrir frekari fram- kvæmdir og hann myndi ekki hafa áhrif á minnstu flugbraut Reykjavík- urflugvallar. Ennfremur sagði hann að borgin gæti skapað sér skaða- bótakröfu yrði ekki staðið við gerða samninga við Valsmenn ehf. eða ef töf yrði á framkvæmdum. Isavia fékk fyrirmæli frá fyrrver- andi innanríkisráðherra, Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, fyrir rúmu ári um að hefja undirbúning þess að leggja af minnstu flugbraut Reykja- víkurflugvallar. Ráðherra tók þó skýrt fram að ákvörðun um hvort brautinni yrði lokað yrði byggð á til- lögum svokallaðrar Rögnunefndar. Hún hefur gefið það út að niðurstöðu sé að vænta í júnímánuði. Samkvæmt breytingum á deili- skipulagi frá því í nóvember á síðasta ári var íbúðum á Hlíðarendasvæði fjölgað úr 360 í 600. Þar er einnig gert ráð fyrir leikskóla í forbyggingu knatthúss á svæðinu. Morgunblaðið/Ómar Atkvæðagreiðsla Fulltrúar minnihlutans höfðu ekki erindi sem erfiði við atkvæðagreiðslu í borgarstjórn. Undirbúningsfram- kvæmdir geti hafist  Tillögu um að beðið verði eftir áliti Rögnunefndar hafnað Á fundi samráðshóps Rögnunefnd- arinnar í fyrradag var samþykkt bókun þar sem því er beint til Rögnu Árnadóttur að hún fái stað- festingu frá Isavia og Reykjavík- urborg á að tryggt verði að braut 06/24 verði ekki lokað, samanber bréf frá innanríkisráðuneytinu til Isavia hinn 30. desember 2013, þar sem segir m.a.: „Rétt er að ítreka að flugbrautinni skal þó ekki lokað eða aðrar ákvarðanir teknar sem leiða til þess að flugbraut 06/24 verði tekin úr notkun á meðan verk- efnastjórn sem nú starfar undir for- ystu Rögnu Árnadóttur.“ Í samráðs- hópnum eru fulltrúar frá Flugfélagi Íslands, Flugfélaginu Erni, Háskóla Íslands, Háskólanum í Reykjavík, Isavia, Landspítala, Flugmálastjórn, Akureyrarbæ, Egilsstöðum, Mý- flugi, Flugmálafélagi Íslands, Sam- tökum ferðaþjónustunnar og fleiri. Bókunin var í gær send til Rögnu Árnadóttur og allra borgarfulltrúa Reykjavíkur. Bókunin er svohljóðandi: „Í sam- komulagi um Rögnunefndinna segir m.a.: Afstaða ríkisvaldsins er að tryggja öryggi í innanlandsflugi með þeim hætti að næstu ár geti flugvöllur í Vatnsmýri sinnt því hlutverki sem honum er ætlað. Á öðrum stað í samkomulaginu segir m.a: Athugunin miðist m.a við lengri brautir, kjörlegu þeirra og aðra þætti sem ekki hafa komið til skoðunar í fyrri athugunum en stuðlað geti að góðri nýtingu vall- arins. Brautinni verði ekki lokað SAMRÁÐSHÓPUR RÖGNUNEFNDARINNAR SAMÞYKKTI BÓKUN Rafrænar íbúakosningar um verk- efni í hverfum Reykjavíkur hófust eftir miðnætti í gær, 17. febrúar, og standa til miðnættis 24. febrúar. Kosið er um allt að 20 verkefni í hverju af tíu hverfum Reykjavíkur og allir sem orðnir eru 16 ára og eiga lögheimili í borginni geta kos- ið. Til þess þarf rafrænt auðkenni eða íslykil. Úthlutað er 300 milljónum til að framkvæma verkefni sem íbúar hafa komið með hugmyndir að í hverfum borgarinnar og borgin skuldbindur sig til að framkvæma þau verkefni sem kosin eru. Morgunblaðið/Ómar Ráðhúsið Borgarbúar kjósa nú rafrænt. Íbúar Reykjavíkur kjósa rafrænt

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.