Morgunblaðið - 18.02.2015, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 18.02.2015, Blaðsíða 10
10 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. FEBRÚAR 2015 Hágæða vörur og fyrsta flokks þjónusta. Kristín Heiða Kristinsdóttir khk@mbl.is Þau eru alveg frábær, létt ílund og til í sprell. Þau erualltaf til í að taka þátt í vit-leysunni með mér. Fyrir nokkru vorum við til dæmis að æfa lagið „Hvernig geturðu setið kyrr“, en við snerum textanum upp í „hvernig geturðu étið skyr“ og á tón- leikum mætti ég svo með skyr og tróð í tónleikagesti,“ segir Rósa Jó- hannesdóttir, stjórnandi hljómsveit- arinnar Plútó, sem æfir einu sinni í viku í Fjölmennt, símenntunarstöð fyrir fatlað fólk. Hljómsveitin var stofnuð fyrir 25 árum af Sigríði Hall- dórsdóttur í skóla sem hét Fullorð- insfræðsla fatlaðra en tilheyrir í dag Fjölmennt, og sumir meðlimir hafa verið með frá byrjun. Í Plútó eru þrír hljóðfæraleikarar, Theodór Karlsson sem spilar á gítar og stjórnar með Rósu, Haraldur Viggó Ólafsson, sem leikur á trommur, og Ingibjörg Rakel Bragadóttir slag- verksleikari. Sönghópurinn er skip- aður átta konum og einum karli og eru þar á meðal miklar söngdívur sem syngja stundum einsöng. Syngja alls konar lög Þegar blaðamann bar að garði á æfingu hjá Plútó var mikil stemning í hópnum enda verið að gera sér dagamun með þorraþema og girni- legur þorramatur á borðum. „Við höfum verið að æfa alls konar þorralög undanfarið um krumma og frost á fróni. Það er mjög skemmtilegt, en við syngjum líka alls konar önnur lög, bæði á ís- lensku og ensku. Við syngjum ABBA-lög og alls konar vinsæl lög og líka júróvisjónlög, gömul balllög og bara alls konar. Þú getur hlustað á lögin okkar á geisladiskinum okk- ar, hann heitir Ef þig langar,“ segja hinir síkátu meðlimir Plútós og bæta við að þau komi oft fram. „Við höfum verið að heimsækja elliheimili undanfarið og syngja fyrir gamla fólkið og það er rosalega gam- an, þau eru svo þakklát og syngja með okkur. Þau eru glöð að sjá okk- ur og vilja helst ekki sleppa okkur. Við höfum stundum spilað fyrir dansi á böllum og við komum fram á viðburðum hjá Þroskahjálp og Átaki, félagi fólks með þroskahöml- un, hvort sem það eru landsþing eða árshátíðir. Við erum danshljómsveit Hljómsveitin Plútó heldur uppi stuðinu Það gefur þeim mikið að sjá hvað fólk er ánægt sem þau spila og syngja fyrir. Og þau eru iðin við að koma fram, heimsækja gamla fólkið og láta það syngja með og spila líka fyrir dansi á ýmsum hátíðum. Hljóm- sveitin Plútó kann vel við að hafa nóg að gera. Flinkur Theodór Karlsson stjórn- ar ásamt Rósu og leikur á gítar. Stjórnandi Rósa setti upp skott- húfu úr sokkabuxum í tilefni þorra. Morgunblaðið/Ómar Sprell Sæunn hefur gaman af því að fara á hestbak og lék með þegar þau sungu hestalagið með Helga Björns.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.