Morgunblaðið - 18.02.2015, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 18.02.2015, Blaðsíða 15
Í átta vikna ferðalagi blaðamanna Morgunblaðsins um hverfin í Reykjavík og sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu er fjallað ummannlíf og menningu, atvinnulíf og opinbera þjónustu, útivist og umhverfi og skóla og skipulag með sérstakri áherslu á það sem einkennir hvern stað. www.mats.is Miðað er við að bílarnir, hver á sinni áætlun, séu komnir á upp- hafspunkt um klukkan 6.30 og þá fer allt af stað. Einn af um 250 vagnstjórum „Við fáum vaktaplan sem gild- ir yfir heilt ár og oft er ég í Graf- arvogsferðum. Stundum á leiðum 6 og 18 sem fara úr Spönginni niður í bæ, 24 sem fer suður í Garðabæ og 26 í Árbæinn eða þá 31 sem er vagninn sem gengur innan hverf- is,“ segir Gunnar sem er einn um það bil 250 vagnstjóra. „Vagnarnir ofan að eru fjöl- setnir og margir hoppa úr við til dæmis skólana, Landspítalann og aðrar slíka staði enda er leiðakerf- ið á margan hátt hannað út frá þessum stofnunum og fólkinu sem þangað sækir. Og svo eiga margir líka leið í Grafarvoginn á morgn- ana, til dæmis nemendur og kenn- arar í Borgarholtsskóla. Niðri í bæ tekur maður eftir því að erlendum ferðamönnum í hópi farþega fjölg- ar; enda fá þeir gjarnan strætó- kort á hótelum og ferðast þannig um bæinn.“ Kann vel við mig undir stýri Um fimm ár eru síðan Gunnar hóf störf hjá Strætó. „Ég var at- vinnulaus í heilt ár og sótti um vinnu úti um allt, sendi meira að segja umsókn þegar vantaði um- sjónarmann fasteigna á Bessastöð- um. Jú, það hefði verið fínt að vera húsvörður hjá Ólafi Ragnari og Dorrit en í dag er ég stoltur vagn- stjóri,“ segir Gunnar sem um hríð var flotafulltrúi hjá Strætó – það er tengiliður milli bílstjóra og svo yfirstjórnar og verkstæðis. „Ég sagði mig frá því, það var of mikil skrifborðsvinna fyrir minn smekk. Ég vil vera úti á ferðinni og hitta fólkið þar sem ég finn svo vel hvað bros til þeirra sem eru daufir í dálkinn getur breytt miklu. Sólin fer aftur að skína og því kann ég svo ljómandi við að sitja undir stýri.“ Stopp Strætisvagnar í Spönginni, sem er í hjarta Grafarvogshverfis. ið inn í nemendahópinn,“ segir Kristinn. Kristinn tekur það einnig fram að Foldaskóli er svokallaður Grænfánaskóli. Grænfáninn er um- hverfismerki fyrir skóla sem allir skólar geta sótt um. Skólarnir fá þannig að taka þátt í verkefnum sem miða að því að efla vitund nemenda, kennara og annarra starfsmanna skólans um umhverf- ismál. Skólinn fær svo að flagga Grænfánanum að uppfylltum viss- um skilyrðum. Landvernd hefur umsjón með Grænfánanum á Ís- landi, en verkefnið er hluti af al- þjóðlega verkefninu Fee-Founda- tion for Environmental Education. „Það gæti farið svo að 10. bekkur muni njóta góðs af þessu pokaátaki. Það verður mögulega hægt að nota þetta sem fjáröflun vegna ferðar í vor,“ segir Kristinn að lokum. Morgunblaðið/Árni Sæberg Umsjón Vilborg Einarsdóttir, Kristinn Breiðfjörð og Hafdís Ragnarsdóttir. MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. FEBRÚAR 2015 JEPPADEKK Kletthálsi 3 | 110 Reykjavík | 540 4900 | www.arctictrucks.is Vönduð og endingargóð vetrardekk sem koma þér örugglega hvert á land sem er „Ég hef aldrei notað Grafar- vogshverfisbúa í sögur mínar, en það getur vel verið að þeir hafi séð sjálfa sig þar,“ segir Krist- ín Marja Bald- ursdóttir rithöf- undur. Hvað er þetta eiginlega með Grafarvog og skáld- in? Í sjónvarpsþætti fyrir nokkrum árum varpaði Egill Helgason fram þessari spurningu sem sennilega er ekki mjög auðvelt að svara. Oft hef- ur þó verið tiltekið að áberandi sé hve margir rithöfundar komi úr þessu hverfi. Hliðstæður þess gætu þá til dæmis verið höfundar þeir sem ólust upp í Vogunum í Reykja- vík og fyrir 60 árum eða svo var Hveragerði kallað skáldabær. Grafarvogsskáldin hafa verið Einar Már Guðmundsson, Gyrðir Elíasson, Ari Trausti Guðmundsson, Aðalsteinn Ingólfsson, Sigmundur Ernir Rúnarsson og Ragnar Ingi Aðalsteinsson. Þessi og fleiri áttu efni í bókinni Brúin út í Viðey sem kom út árið 2000. Skáldahópur þessi hafði sinn tíma – enda sumir fluttir á brott. En andinn lifir. „Ástæðan fyrir því að ég hef búið hér svona lengi í Grafarvogi, í 26 ár, er nálægðin við hafið og náttúruna. Hverfið er líka svo kyrrlátt, blóðið rennur ekki í fólki sem býr hér. Það hentar vel skáldum sem sífellt væla um næði. Hins vegar eru menn at- kvæðamiklir þegar kemur að ná- grannavörslu. Ég man eftir móður sem ætlaði eitt sinn að vökva blómin fyrir dóttur sína sem var í fríi er- lendis. Hún var rétt að taka lykilinn upp úr tösku sinni þegar nágranni stóð að baki hennar og spurði hvað hún væri að vilja inn í þetta hús? Mikið að hún var ekki spurð um skilríki,“ segir Kristín Marja. sbs@mbl.is Morgunblaðið/Sigurður Bogi Sögustaður Margir höfundar ljóða og sagna koma úr hverfinu við voginn. Á slóðum skálda  Andans fólk í úthverfinu  Reistu alda- mótabrú út í Viðey  Nálægð við náttúru Farþegar með Strætó á síðasta ári voru tæplega 10,3 milljónir en voru rúmlega 9,8 milljónir á árinu 2013. Þeir voru um 8,7 milljónir árið 2002 og fækkaði tals- vert á árunum þar á eftir og niður í 7,5 milljónir árið 2009. Það var svo um mitt það ár að taflið snerist við og síðan hefur þróunin öll verið upp á við. Skýr- ingar þessa eru sjálfsagt margar, en hagsýni eftir hrun er nærtæk ályktun. Fjöldi stórra fyrirtækja greiðir nú samgöngustyrki gegn því að starfsfólkið noti vistvænan samgöngu- máta, það er strætó, gangi eða hjóli. Í dag eru 133 fyrirtæki með samninga við Strætó með vísan til áð- urnefndra styrkja. Starfsfólk fær þá samgöngukort og er þeim fram- vísað við bílstjóra þegar stigið er upp í strætisvagna. Í dag eru korthafar 1.201 en voru 662 árið 2012. Aukningin er 45%. „Vetrarveður og færð hefur áhrif á stundvísi strætisvagna en við reynum að sjálfsögðu að halda okkar striki og þar eru vagnstjórar í lyk- ilhlutverki. Við höfum að undanförnu þó þurft að fella niður allmargar ferðir á landsbyggðinni vegna veðurs, ófærðar og annars,“ segir Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir, upplýsingafulltrúi Strætó. Samgöngukortin eru í sókn MIKIL FJÖLGUN FARÞEGA FRÁ ÁRINU 2009 Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir Kristín Marja Baldursdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.