Morgunblaðið - 18.02.2015, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 18.02.2015, Blaðsíða 19
19 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. FEBRÚAR 2015 Vandað til verka Það er öruggast að skafa allan snjóinn vel af bílnum í þessu tíðarfari. Golli Mikil hollustuumræða fer nú um heimsbyggð- ina, menn krefjast upp- runa vottorða á mat- vælum og upplýsinga um hvernig með blessað dýr- ið var farið áður en það kom á diskinn. Dýra- velferð er stóra spurn- ingin og ungt fólk gerir nýjar kröfur og þing þjóðanna setja lög og reglugerðir gegn spill- ingu og dýraníði. Hér á landi eru nú uppi prédikarar sem gera lítið úr allri varúð og telja kjöt bara kjöt hvaðan sem það kemur. Þeir vilja ryðja burt öllum hindrunum og tollum hingað og segjast tala í nafni frelsis og réttlæt- isins. Ég var staddur á dögunum í mjög fjölmennri veislu þegar einum gestanna datt í hug að kalla yfirkokk- inn í salinn og spyrja hann hvaðan boli væri og hvort hann væri íslenskur? Gesturinn spurði svo kokkinn með glettni: „Baulaðu nú boli minn, hvaðan sem þú ert.“ Nú gerðust óvænt tíðindi, kokkurinn upplýsti að nautið hefði fæðst í Þýskalandi, verið flutt á unga aldri til Danmerkur, þar var boli strí- ðalinn og í fyllingu tímans fór hann með jafnöldrum sínum í mikið ferðalag og nú til Póllands, þar var honum slátr- að og síðan fluttur til Íslands og hér væri hann „lifandi“ kominn í blóðrauðu og fallegu nautakjöti. Svo bætti hann við „meira veit ég nú ekki um þetta holdanaut“. Hvort hann fékk sýklalyf, hormóna eða illgresisúðað kál af ökr- unum eða svipaða meðferð og íslenskur bolabróðir. Menn setti hljóða í veisl- unni og lífssaga bolans skemmdi mat- arlystina að nokkru því enginn átti von á svona skrautlegri ævi. Því er þessi saga hér sögð að það er réttlætiskrafa íslenskra bænda og ekki síður neyt- enda að sömu kröfur séu gerðar til matarins hvaðan sem hann kemur. Hvort þeir sem ala naut, svín eða kjúk- linga sem hingað koma, þá meðhöndli þeir dýrin eftir sömu reglum og við höfum sett okkar bændum. Hollur er heimafenginn baggi Hér ber að gera strangar upprunakröfur á allt innflutt kjöt og þó að þeir business- menn geri lítið úr allri varúð segja læknaprófessorar að sjúkdómar geti borist milli landa með hráu kjöti og lif- andi dýrum. Ísland telst nánast án allra sjúkdóma en því miður verður ekki sama saga sögð um sam- keppnislönd okkar. Nú berjast svína- bændur fyrir lífi sínu og herðir að kjúk- lingabændum, ætli t.d. innflutt svína- og kjúklingakjöt lúti sömu reglum og hér gilda um salmonellu og lyfjanotk- un? Hvers vegna var dönsku nautunum slátrað í Póllandi? Skyldi það snúa að launum slátraranna? Hvenær verður búskapur svo að verksmiðjum og hættir að vera búskapur vakandi fjölskyldu sem þekkir sín heimadýr og dekrar við þau? Við Íslendingar viljum afurðir frá búum þar sem dýravelferð er í heiðri höfð og tryggt er að afurðir dýranna séu án lyfja og af þeim stafi ekki smit- hætta. Ég þekki það að víða erlendis eru góðir bændur og örugg matvæli en samt skulum við gera strangar kröfur – það segir sagan okkur. Hér þarf að efla landbúnað allra búgreina og að sem mest sé framleitt í landinu sjálfu. Það er t.d. mikilvægt að styrkja og efla nautabúskapinn og til verði alvöru nautabændur. Hollur er heimafenginn baggi. Eftir Guðna Ágústsson »… kokkurinn upplýsti að nautið hefði fæðst í Þýskalandi, verið flutt á unga aldri til Danmerkur … Guðni Ágústsson Höfundur er fv. alþingismaður og ráðherra. „Baulaðu nú boli minn, hvaðan sem þú ert“ Allt ætlaði um koll að keyra þegar fréttir bár- ust af því að lögreglan og Landhelgisgæslan hefðu fengið vopn frá norska hernum. Látið var í veðri vaka að nú ætti að vopna almenna lögreglumenn og koma sjálfvirkum byssum fyrir í öllum bílum lög- reglunnar. Vígbúnaður lögreglunnar væri hafinn. Nokkrir þingmenn höfðu hátt enda einhverjir með „sérþekkingu“ á vopnum eftir áralanga reynslu af tölvuleikjum. Hávaðinn og moldviðrið skilaði ár- angri. Vopnunum var skilað og eftir stendur lögregla án nauðsynlegs búnaðar til að sinna hlutverki sínu; að tryggja öryggi borgaranna. Stundum virðist sem Íslendingum sé meinilla við að ræða mál af yfirvegun og án upphrópana. Þetta á ekki síst við um varnar- og öryggismál og uppbygg- ingu og skipulag löggæslunnar. Grunnskylda ríkisins Ein grunnskylda ríkisins er að tryggja innra og ytra öryggi borg- aranna. Með þátttöku í Atlantshafs- bandalaginu og varnarsamningi við Bandaríkin hafa íslensk stjórnvöld varið landsmenn gagnvart ytri ógn- unum. Lögreglan og Landhelgis- gæslan hafa sinnt innri vörnum. Samstarfið við Bandaríkin hefur visnað allt frá því að varnarliðið fór en á sama tíma hafa rússnesk stjórn- völd hafist handa við stórkostlega hernaðaruppbyggingu í Norður- höfum. Undir forystu Vladimírs Pútíns for- seta hafa útgjöld til hermála verið aukin verulega á sama tíma og ríki Atlantshafs- bandalagsins hafa dregið saman seglin. Stríðið í Úkraínu er ein birtingarmynd þess nýja tíma sem runninn er upp í Evrópu. Á sama tíma eflast öfga- sinnaðir glæpamenn sem kenna sig við íslam og ógna ekki aðeins löndum múslima heldur vega að grunngildum vest- rænnar menningar. Í öllu þessu umróti er mótuð þjóð- aröryggisstefna fyrir Ísland sem byggist á úreltu áhættumati frá árinu 2009. Allir sem fylgjast með fréttum átta sig á að aðstæður í heiminum hafa gjörbreyst og þjóðarörygg- isstefna sem byggist á úreltu mati mun ekki ná tilgangi sínum og jafnvel gefa almenningi falska örygg- iskennd. Vakna af værum blundi Atburðir síðustu vikna ættu að vekja okkur Íslendinga af værum blundi. Við getum ekki leyft okkur að trúa því að svipaðir atburðir og gerð- ust í París í janúar eða í Kaupmanna- höfn um liðna helgi, geti ekki gerst hér á landi. Geta íslensku lögregl- unnar til að takast á við slíka atburði er lítil – hún er „ófullnægjandi og óforsvaranleg“ svo vitnað sé til orða Jóns Bjartmarz, yfirlögregluþjóns hjá Ríkislögreglustjóra. Í stað þess að ræða efnislega um skipulag, þjálfun og nauðsynlegan búnað lögreglunnar hefur verið reynt að tortryggja allt og slá pólitískar keilur í leiðinni. Þetta kom berlega í ljós í umræðunum um vopnin frá norska hernum. Er nema furða þó að lögreglumenn segist langþreyttir á „því að vera alltaf að tala fyrir dauf- um eyrum um þessi mál“. Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglumanna, sagði í viðtali við Morgunblaðið í jan- úar síðastliðnum: „Þessu verður kannski best lýst með þeim orðum að það sé með hrein- um ólíkindum að lögreglan þurfi sí- fellt að vera að réttlæta tilvist sína innan samfélagsins til þess að sjá um þessi öryggismál sem varða borg- arana og landið í heild sinni.“ Og Snorri Magnússon bætti við: „Lögreglumenn eru ekki síður þreyttir á því að þurfa sí og æ að vera að réttlæta kaup á nauðsynlegum búnaði fyrir misvitrum mönnum, sem vitna í tölvuleiki til þess að fá ein- hverja innsýn í mál, sem verið er að fjalla um hverju sinni.“ Standast ekki kröfur Í yfirgripsmiklu erindi sem Ólöf Nordal innanríkisráðherra hélt á fundi Varðbergs um löggæslu og ör- yggismál fyrr í þessum mánuði, kom fram hve mikið verk er að vinna svo unnt sé að tryggja öryggi lands og þjóðar. Eitt af því sem ráðherra telur nauðsynlegt að ræða er stofnun þjóð- aröryggisdeildar líkt og erlendir sér- fræðingar lögðu til árið 2006. Þá var ekki hægt að ræða málið eða ná póli- tískri samstöðu vegna upphrópana og útúrsnúninga. Vonandi hafa þau voðaverk sem framin hafa verið í vinalöndum okkar síðustu ár, kennt hvernig ekki á að ræða um öryggis- mál þjóðar. Í tengslum við hugsanlega stofnun þjóðaröryggisdeildar er nauðsynlegt að smíða löggjöf um varðveislu gagna sem stenst alþjóðlegar kröfur. Ís- lensk lögregluyfirvöld hafa ekki að- gang að öllum nauðsynlegum upplýs- ingum vegna þess að regluverkið stenst ekki þær kröfur sem örygg- isstofnanir annarra landa gera. Ís- lendingar eru því berskjaldaðri en ella fyrir ógnunum hvort heldur er vegna hugsanlegra hryðjuverka eða skipulagðrar glæpastarfsemi. Með sama hætti verður ekki undan því vikist að móta stefnu varðandi forvirkar rannsóknarheimildir lög- reglu. Löggjafinn kemst ekki lengur hjá því að svara hvort og þá með hvaða takmörkunum slíkar heimildir verði veittar. Enginn sem hlustaði á erindi Ólaf- ar Nordal fer í grafgötur um að ráð- herrann mun beita sé af festu í að marka nýja stefnu og löggjöf. Op- inská og hreinskiptin umræða er nauðsynleg en gamalkunnur pólitísk- ur skotgrafahernaður mun engu skila. Allt kostar peninga Samhliða stefnumótun og nýrri lagaumgjörð verður að tryggja að lögreglan hafi allan nauðsynlegan búnað til að sinna skyldum sínum – allt frá skotheldum vestum til skot- vopna, sérútbúinna bifreiða og þjálf- unar. En jafnvel þetta allt er ekki nægjanlegt. Það er barnaskapur að telja að hægt sé að komast hjá því að fjölga lögreglumönnum og efla löggæslu verulega um allt land á sama tíma og landsmönnum fjölgar og fjöldi ferða- manna margfaldast. Samkvæmt árs- skýrslu Ríkislögreglustjóra voru 678 lögreglumenn starfandi á landinu ár- ið 2001. Þá voru Íslendingar liðlega 283 þúsund og innan við 250 þúsund ferðamenn sóttu landið heim. Árið 2013 voru fimm fleiri lögreglumenn að störfum en Íslendingar voru nær 322 þúsund og ferðamennirnir yfir 780 þúsund. Til að halda í við mann- fjöldaþróunina ættu lögreglumenn að vera a.m.k. 90 fleiri en þeir eru og til að mæta ferðamannasprengjunni enn fleiri. Ef við Íslendingar ætlumst til að lögreglan tryggi öryggi okkar verð- um við að gefa henni nauðsynleg verkfæri. Slíkt kostar peninga eins og annað. Þegar haft er í huga að við Íslendingar verjum aðeins um 0,03% af landsframleiðslu til varnarmála – margfalt minna en nágrannaþjóð- irnar – ætti svigrúmið að vera til staðar. Sá er þetta ritar getur a.m.k. bent á feitar matarholur sem má nýta í grunnskyldu ríkisins; að tryggja ör- yggi borgaranna. Að öðrum kosti verðum við bara fámenn berskjölduð þjóð. Eftir Óla Björn Kárason » Það er barnaskapur að telja að hægt sé að komast hjá því að fjölga lögreglumönnum og efla löggæslu veru- lega um allt land. Óli Björn Kárason Höfundur er varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins. Berskjölduð þjóð í Norðurhöfum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.