Morgunblaðið - 18.02.2015, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 18.02.2015, Blaðsíða 22
22 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. FEBRÚAR 2015 ✝ Jón Jóhanns-son fæddist 4. ágúst 1949 á Kaldr- ananesi á Strönd- um. Hann lést 8. febrúar 2015 í Reykjavík. Foreldrar hans voru Jóhann Jóns- son, sjómaður, og Fjóla Loftsdóttir, símastúlka og verkakona. Jón var elstur fimm systkina. Systkini hans eru: Loftur Jóhannsson, eiginkona hans er Katrín Albertsdóttir. Inga Thorsson, eiginmaður hennar er Baldvin Thorsson. Halldór Jóhannsson, eig- Jóhann Jónsson, börn hans eru Viktoría Rós, Daníella Líf og Jökull Máni. Snædís Jónsdóttir, eig- inmaður hennar er Fannar Guð- mannsson Levy. Jón var húsasmiður að mennt og útskrifaðist með sveinspróf frá Iðnskólanum í Reykjavík. Hann starfaði lengst af sem húsasmiður og síðar sem sölu- maður hjá Byko. Jón var virkur félagi í Framsóknarflokknum og einn af stofnendum Rotary- klúbbsins í Mosfellsbæ. Hann var einnig fyrsti forseti klúbbsins og félagi allt til dánardags. Jón var virkur í starfi Parkinsonsamtak- anna og gegndi þar ýmsum störf- um. Útför Jóns verður gerð frá Grafarvogskirkju í dag, 18. febr- úar 2015, og hefst athöfnin kl. 11. inkona hans er Steinunn Harð- ardóttir. Víkingur Jó- hannsson, maki hans er Ágústa Rósa Finnlaugsdóttir. Jón giftist Sig- rúnu Björk Knaran Karlsdóttur 12. ágúst 1972 og áttu þau saman þrjú börn. Þau skildu 1999. Börn þeirra eru: Halldóra Guðrún Scales, eig- inmaður hennar er Robert A. Scales og börn þeirra eru Kara Björk, Robert Albert, Ryan Alex- ander, Roman Anton og Rúna Annell. Elsku pabbi. Við vonuðum að þessi dagur myndi ekki koma svona snemma og við fengjum meiri tíma fyrir ferðalög, mat- arboð, spilakvöld og allt það sem við gerðum saman. Minningarn- ar eru margar og yndislegar. Við gleymum aldrei danstímun- um heima, né tónlistinni sem var þér svo kær og hafði mikil áhrif á okkar tónlistaráhuga. Terturn- ar og spilin voru aldrei langt undan og kannski þótti þér svona gaman að spila vegna þess að þú vannst alltaf. Stríð- inn varstu líka, hafðir gaman af hurðasprengjum, vatnsstríðum og öðrum saklausum hrekkjum. Það gerði bara lífið skemmti- legra, svona eftir á alla vega. Heimilislífið var samt ekki alltaf dans á rósum. Við gátum verið dugleg að gera eitthvað sem þér mislíkaði og þú leyfðir okkur ekki að komast upp með. En þú passaðir líka upp á að láta okkur vita hvað þú varst stoltur af okkur systkinunum og hvað þér fannst við vera dugleg, hvort sem það var við vinnu, nám eða bara hluti í okkar daglega amstri. Þú varst líka ávallt tilbú- inn að rétta okkur hjálparhönd, sem og öðrum í kringum þig. Þú byrjaðir ungur að takast á við lífsins mótlæti en virtist allt- af getað fundið jákvæðu og skoplegu hliðarnar á öllu. Jafn- vel á þeim stundum sem þér leið sem verst, reyndir þú að láta okkur líða betur, t.d. með brönd- urum og gríni. Þú lést hvorki parkinsonsjúkdóm né krabba- mein stjórna lífi þínu og gerðir flest það sem þig langaði til, hvort sem það voru tjald-, sum- arbústaðar-, utanlandsferðir eða hvað það sem þér datt í hug að gera. Því meira sem einhver sagði að það væri eitthvað sem þú gætir ekki gert eða ættir ekki að gera, því ákveðnari varstu í að gera það. Þú beiðst ekki eftir aðstoð við neitt, held- ur gekkst bara í hlutina sjálfur. Hefur það nú sennilega eitthvað með þrjóskuna og ákveðnina að gera. Það var augljóst að þú ætlaðir ekki bara að leggjast niður og bíða. Þú lést þetta mót- læti sem þú bjóst við stóran hluta ævi þinnar ekki buga þig. Sjúkdómarnir reyndu ítrekað að draga þig niður en þú barðist til þrautar og reist alltaf upp aftur, oft á móti öllum líkum. Við söknum þín svo sárt en við huggum okkur við það að þú sért ekki lengur þjáður og vitum að þú verður ávallt með okkur í öllu því sem við tökum okkur fyrir hendur. Við dáumst að þeim styrk sem þú bjóst yfir og betri föður getum við ekki hugs- að okkur. Þú ert einstakur. Þú varst, ert og munt ávallt vera hetjan okkar. Einstakur er orð sem notað er þegar lýsa á því sem engu öðru er líkt, faðmlagi eða sólarlagi eða manni sem veitir ástúð með brosi eða vinsemd. Einstakur lýsir fólki sem stjórnast af rödd síns hjarta og hefur í huga hjörtu annarra. Einstakur á við þá sem eru dáðir og dýrmætir og hverra skarð verður aldrei fyllt. Einstakur er orð sem best lýsir þér. (Teri Fernandez) Við viljum þakka móður okk- ar, stjúpföður, ömmu, systkinum pabba og mökum þeirra, Annie, Valdísi, heilbrigðisstarfsfólki og öðrum vinum og vandamönnum sem hafa verið pabba innan handar í hans baráttu. Stuðning- urinn og félagsskapurinn var pabba og okkur ómetanlegur. Halldóra, Jóhann og Snædís. Nonni var elstur okkar systk- ina og þegar pabbi dó, langt um aldur fram, varð hann sjálfkrafa nokkurs konar höfuð fjölskyld- unnar ásamt mömmu. Hann að- stoðaði hana við að ala upp litlu rollingana. Hann gat verið strangur og lét okkur heyra það ef honum fannst ástæða til en bauð okkur svo kannski á rúnt- inn strax á eftir á Ramblernum, rauða og hvíta. Ramblerinn var í okkar augum með betri bílum enda með plötuspilara. Það var frábært að þjóta um holótta malarvegi með Creedence og Beach Boys á fóninum. Nonni var mikil félagsvera og naut sín best með fjölskyldunni og í góðra vina hópi. Hann var gestgjafi í húð og hár og þótti ekkert skemmtilegra en að bjóða til veislu. Þá var gjarna borinn fram einkennisdrykkur- inn – „Manhattan a la Nonni“, sem síðar fékk nafnið „skjálfti“ – á meðan beðið var eftir að urðaða lærið eldaðist. Þetta var einmitt gert á fertugsafmæli Nonna, sem haldið var á heimili þeirra, Nonna og Bjarkar, sem bjuggu þá á Hólmavík. Þar mættum við, nokkrir ættingjar og vinir, og fögnuðum tímamót- unum. Spilað var á gítar og sungið, misfyndnir brandarar (svona eftir á að hyggja) flugu í allar áttir eins og gengur en all- ir í svo góðu skapi að það kom ekki að sök. Þessi dagur var að miklu leyti tekinn upp á video og Nonni hefur síðan oft upp- lifað þennan dag fyrir framan sjónvarpið. Nonni hafði mjög gaman af að hlusta á tónlist og eignaðist snemma stórar og öflugar Pio- neer-græjur. Hann fylgdist vel með nýjasta rokkinu og naut þess að setja t.d. Led Zeppelin eða Uriah Heep á fóninn og skrúfa vel frá. Nonni gat verið stífur á sínu en var yfirleitt léttur í skapi og stutt í húmorinn. Hann vissi sínu viti og þótti fátt skemmti- legra en að sýna okkur systk- inunum – og öðrum ef því var að skipta – fram á hið rétta í hverju máli. Þrátt fyrir erfiða glímu sína við parkinson-veikina og krabbamein til margra ára, hélt Nonni andlegri reisn sinni allt til enda þó svo að líkaminn væri farinn að láta á sjá undir lokin. Jákvæðni og æðruleysi voru hans einkenni og hann lét ekk- ert stoppa sig þar til yfir lauk. Þegar Nonni var spurður „Hvernig hefur þú það Nonni“? var svarið alltaf það sama, allt fram á síðasta dag. „Ég hef það fínt – en þú?“ Fyrir hönd systkinanna, Halldór Jóhannsson. Minn kæri vinur, Jón, er dá- inn. Hann var hjartahlýr og góð- ur maður, var ætíð tilbúinn að hjálpa mér og öðrum. Jóni kynntist ég árið 1999 og höfum við ætíð verið góðir vinir síðan. Við fórum í mörg ferðalög innan lands og nokkrum sinnum erlendis. Ég var svo lánsöm að eiga með honum síðasta ævi- kvöld hans. Þá kom hann heim til mín við borðuðum saman, hlustuðum á góða hljómlist og að sjálfsögðu var spilastokkur- inn tekinn upp. Hann dó morg- uninn eftir heima hjá sér í faðmi tveggja barna sinna. Hann var húsasmiður að mennt og fékk ég að njóta þess þegar breytingar voru gerðar á minni íbúð, hann var mjög skipulagður og vissi nákvæmlega hvernig best væri að hagræða svo að íbúðin nýttist mér sem best. Það var honum þungbært að geta ekki lengur keyrt því að hann elskaði að keyra og ótal margt fólk fékk að njóta þess þegar hann var að skutlast á milli staða. Hann var búinn að vera sjúklingur í fjöldamörg ár en aldrei kvartaði hann um sína heilsu. Ég mun ætíð sakna hans. Hvíl í friði, elsku Jón. Ég votta öllum þeim sem þótti vænt um hann mína dýpstu samúð. Ég kveð þig, hugann heillar minning blíð, hjartans þakkir fyrir liðna tíð, lifðu sæl á ljóssins friðar strönd, leiði sjálfur Drottinn þig við hönd. (Guðrún Jóhannsdóttir) Þín vinkona Annie. Á engan er hallað þótt Jón Jóhannsson sé nefndur frum- kvöðull að stofnun Rótarýklúbbs Mosfellssveitar. Það var einmanalegt að flytj- ast búferlum í nýtt sveitarfélag á sínum tíma og Jón saknaði fólksins að heiman og félaganna í Rótarýklúbbnum í Ólafsvík, þar sem hann hafði verið félagi um hríð. Enginn slíkur klúbbur var starfandi í Mosfellssveit þegar Jón settist þar að. En starfandi umdæmisstjóri, Jón Gunnlaugs- son læknir, var áhugasamur um að bæta hér úr og saman lögð- ust þeir nafnarnir á árarnar. Öflugur bakstuðningur var auk þess til staðar í heimaklúbbi umdæmisstjóra á Seltjarnarnesi. Þar var félögunum metnaðarmál að fagna eigin 10 ára afmæli með því að verða móðurklúbbur félaganna í Mosfellssveit. Stofnfundur hins nýja rótarý- klúbbs var haldinn 17. mars 1981 og Jón Jóhannsson var nánast sjálfkjörinn í embætti forseta. Máltæki segir að miklu valdi sá er upphafinu veldur. Strax á fyrsta starfsári setti Jón mark sitt á klúbbstarfið og ým- islegt af því sem þarna var fitjað uppá hefur fylgt klúbbnum fram á þennan dag. Félagarnir og fjölskyldur þeirra fóru saman í helgarútilegu, þá fyrstu í Húsa- fellsskóg. Sá siður lifði í yfir 30 ár. Sett var á sérstakt konu- kvöld, sem nú heitir reyndar makakvöld, hátíðlegur jólafund- ur og vegleg árshátið. Farnar voru tvær vinnustaðaheimsóknir og þátttaka hafin í hinu fjöl- breytta alþjóðastarfi hreyfingar- innar með móttöku hóps ung- menna frá Texas. Dagskráin var kraftmikil og fjölbreytt, en hæfilega hátíðleg samt. Þarna var strax innleiddur sá hlýi siður, sem enn er í fullu gildi, að ljúka öllum fundum með því að fara saman með fjór- prófið, þessi mikilvægu einkunn- arorð okkar rótarýmanna. Hornsteinar rótarýstarfsins eru drengskapur, heiðarleiki og þegnskapur og þessa mannkosti reyndi Jón að rækta sjálfur og innræta félögunum. Hann var bæði frumkvöðull og leiðtogi en bjó jafnframt yfir ríkri réttlæt- iskennd og samfélagsvitund. Til marks um það er að strax á fyrsta ári efndi klúbburinn til skemmtidagskrár fyrir vistmenn á Reykjalundi. Það þróaðist síð- an á næsta ári í kaffisamsæti fyrir aldraða íbúa sveitarfé- lagsins í samstarfi við Kvenfélag Lágafellssóknar. Þrátt fyrir þungbær veikindi síðari ár sótti Jón fundi og tók þátt í starfinu af mikilli þraut- seigju allt fram undir það síð- asta. Hann var gerður fyrsti heiðursfélagi klúbbsins og einn- ig handhafi hinnar mikilsvirtu Paul Harris-orðu alþjóðahreyf- ingarinnar. Við rótarýfólk í Mosfellsbæ minnumst Jóns með hlýju og virðingu og biðjum aðstandend- um hans blessunar. Fyrir hönd félaga í Rótarý- klúbbi Mosfellssveitar, Ragnheiður Gunnarsdóttir, forseti. Kveðja frá Parkinson- samtökunum á Íslandi Jón var ógleymanlegur mað- ur. Ég man þegar hann kom á sinn fyrsta fund, sem var hald- inn í Bústaðakirkju með þáver- andi konu sinni. Þau voru bæði svo kát og glæsileg. Ég tók á móti þeim og sagði: „Það er naumast að þið eruð fín.“ „Já“, sagði hún, „það er svoleiðis að Jón gengur alltaf með hatt“. Hann var kallaður maðurinn með hattinn af félögunum. Jón var góður félagi Parkinsonsam- takanna, gekk í öll þau störf sem þurfti að leysa. Lengi var hann féhirðir samtakanna og leysti það vel af hendi, eins og allt sem hann gerði. Þegar við vorum komin í Áskirkju kom hann alltaf með glæsilegar veit- ingar, sem hann keypti í Mos- fellsbakaríi. Þau hjón og börnin þeirra bjuggu þá í Mosfellsbæ. Jón var alltaf kátur og kvartaði aldrei. Það er nóg að fá park- insonveiki sem er röð af ein- kennum, þó að maður fái ekki krabbamein í þokkabót. Þá er gott að eiga góða að, móður, bræður, börn og góða vinkonu. Jón var góður í að halda í hefðir, svo sem á jólafundum þá fengu allir kerti og kveiktu á þeim. Hin árlegi „Skjálfti“ á svölunum hjá Hrönn á sumardegi er nú hjá Önnu Rósu. Við kvöddumst vel þegar ég beið eftir bíl hjá Grand Hótel á þrjátíu ára af- mæli samtakanna, þá kom þessi elska og faðmaði mig vel og lengi, svo dóttur minni varð ekki um sel, en Annie stóð hjá. Eftir það höfðum við samband í síma, þá var hann á Rauðakrosshót- elinu í Ármúla og lét vel af sér þar. Öllum aðstandendum óska ég Guðs blessunar, Bryndís, f.v. upplýsingafulltrúi Parkinsonsamtakanna. Hvað er betra en að eiga góða nágranna og góða vini? Mér er þetta ofarlega í huga nú þegar hann Jón nágranni minn er farinn. Ég kynntist honum Jóni þegar hann kom í húsið þar sem ég bý og tókust með okkur góð kynni. Jón var nokkuð sérstakur maður og alltaf vel klæddur og oft með þennan fina hatt og í svörtum fínum frakka. Stundum kölluðum við hann manninn með hattinn okkar á milli. Fljótlega eftir að Jón kom gerði hann sig gildandi bæði í hússtjórn við alls konar viðhald og garðvinnu. Mætti mann fyrstur í garðinn á árlegum garðdegi og var að allan daginn. Mokaði tröppur ef snjóaði og saltaði svo allir gætu gengið upp án þess að detta. Það var þessi umhyggja fyrir náunganum sem var svo ein- kennandi fyrir Jón. Nokkur dæmi um þetta get ég nefnt og eitt er að hann kom með ráð til að hægt væri að loka póstlúgu svo ekki heyrust vind- hljóð og gnauð þegar austanátt- in skall á, annað að hann lagaði læsingar á útidyrum og vissi ráð við öllu. Jón hafði gaman af hitta fólk og mætti á alls konar mannamót og samkomur, fínn og reffilegur í svörtum jakka með hattinn. Fór til Spánar og naut þess að komast á sólarströnd. Jón flutti úr húsinu fyrir nokkrum árum sökum vanheilsu en hafði alltaf gaman af að frétta hvernig gengi þegar mað- ur hitti hann á ferðinni. Fyrir hönd allra í Laufenginu þakka ég góð kynni og einstaka hjálpsemi og votta aðstandend- um og ástvinum öllum okkar innilegustu samúðarkveðjur. Megi góður Guð vera með ykkur öllum. Veistu ef þú vin átt þann er þú vel trúir og vilt þú af honum gott geta. Geði skaltu við þann blanda og gjöfum skipta, fara að finna oft. (Úr Hávamálum) Katrín Þorsteinsdóttir. Jón Jóhannsson HINSTA KVEÐJA Afi var mikill og öflugur, maðurinn með hattinn, maður með spil. En hann var miklu meira en það. Hann var faðir, eiginmað- ur, bróðir og afi. Hann elsk- aði alla. Við öll elskum hann mjög mikið og hann mun alltaf vera í hjörtum okkar. Ég elska þig. Rúna Annell. Afi hann var vinur, afi, pabbi og margt fleira og hann var þekktur sem afi með hattinn. Hann var mjög góður maður og hann var mjög mikið í að spila. Afi við munum alltaf elska þig og aldrei gleyma þér. Jökull Máni. Elsku afi. Ég á eftir að sakna þín mjög mikið. É vildi óska að ég hefði kynnst þér betur. Ég mun elska þig allt mitt líf og þú átt þér stað í hjarta mér. Roman Anton. Àstkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, ÓFEIGUR HJALTESTED, Haukanesi 20, Garðabæ, er látinn. Útförin verður auglýst síðar. . Edda Ingibjörg Tryggvadóttir, Erna Hjaltested, Sigfús Sigmundsson, Stefán Hjaltested, Teresa Sukiasyan, Guðrún Hlín Hjaltested, Örn Steinar Marinósson, Nína Rut Eiríksdóttir, Sigríður Björk Marinósdóttir, Arnór Hans Þrándarson og barnabörn. Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, BOGI J. MELSTEÐ, Syðri-Brúnavöllum, Skeiðum, lést á Landspítalanum Fossvogi sunnudaginn 15. febrúar. Útförin auglýst síðar. . Kristín Bjarnadóttir, Helga Bogadóttir, Magnús Steinarsson, Jón Bogason, Þórhildur Una Stefánsdóttir, Bjarni Bogason, Þorbjörg Erlendsdóttir, Rúnar Bogason, Anna Guðbjörg Lárusdóttir, Steinar Ingi, Kristinn Thór, Bogi Örn, Hafsteinn, Gunnar Davíð og Kristín. Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, HERMANN KRISTINSSON, Hávegi 9, Kópavogi, lést á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð sunnudaginn 15. febrúar. Jarðarförin auglýst síðar. Sérstakar þakkir til starfsfólks Sunnuhlíðar. . Sigurlín Hermannsdóttir, Ingólfur Sigurjónsson, Rúnar Þór Hermannsson, Kristbjörg Hermannsdóttir, Ásta S. Karlsdóttir, afabörn og langafabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.