Morgunblaðið - 18.02.2015, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 18.02.2015, Blaðsíða 24
24 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. FEBRÚAR 2015 ✝ Unnur Jóns-dóttir fæddist í Reykjavík 23. ágúst 1921. Hún lést á dvalarheim- ilinu Grund að morgni 5. febrúar 2015. Foreldrar henn- ar voru Jón Gríms- son, lengst af sjó- maður, f. í Keflavík 12.7. 1892, d. 5.8. 1977, og Lilja Guðríður Brands- dóttir, f. í Króki, Hraungerð- ishreppi 22.5. 1889, d. 25.6. 1959. Unnur var sjötta í aldursröð níu systkina. Hin eru: Að- syni, bifreiðasmið, 10. desember 1955, f. 29. september 1921, d. 7. nóvember 1978. Þau eign- uðust dótturina Margréti 21. mars 1957. Unnur og Þorkell slitu samvistir. Unnur starfaði einkum sem barnfóstra og í Prentsmiðjunni Eddu áður en hún gifti sig. Hún var mikil úti- vistarkona og hafði yndi af því að ferðast. Unnur var einlæg- lega trúuð kona og áhugasamur félagi í KFUK frá unglingsaldri. Oft var hún sjálfboðaliði sem ung kona í sumarstarfi KFUK í Vindáshlíð þar sem hún naut sín vel. Var hún alla tíð mikil Hlíð- armey. Þá var hún mikill og trúfastur kristniboðsvinur. Útför Unnar fer fram frá Hallgrímskirkju í dag, 18. febr- úar 2015, og hefst athöfnin kl. 13. alheiður Tryggva- dóttir, f. 10.11. 1912, d. 22.9. 1994; Guðný Jónsdóttir, f. 24.6. 1914, d. 25.7. 1918; Vigdís Ó. Jónsdóttir, f. 8.1. 1917, d. 12.10. 1996; Sigurður G.K. Jónsson, f. 23.3. 1918, d. 8.10. 1972; Jóhanna Jónsdóttir, f. 20.3. 1920, d. 11.6. 1973; Stefán G. Jónsson, f. 7.5. 1923, d. 4.1. 2000; Bragi Jónsson f. 9.10. 1925, d. 12.9. 2009 og Logi Jóns- son, f. 29.8. 1928, d. 11.8. 2006. Unnur giftist Þorkeli Páls- Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðasta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Okkur langar að minnast Unn- ar, frænku okkar, í fáum orðum. Unnur var sú fjórða yngsta í systkinaröðinni og átti þrjá yngri bræður. Hennar hlutskipti á æskuárum var að gæta yngri bræðranna. Þá ræktarsemi sýndi hún yngri bræðrum sínum einnig í veikindum þeirra til hinstu stundar. Fyrir það erum við þakk- látar. Unnur var góðum gáfum gædd, fylgdist vel með fréttum og hafði ákveðnar skoðanir á því sem fór úrskeiðis í þjóðfélaginu á síðustu árum og hvað betur mætti fara. Það er virðingarvert að fólk, sem komið er á efri ár, skuli hafa lagt til málanna eins og það hlýtur að hafa verið erfitt fyrir kynslóðina sem lagði grunn að því þjóðfélagi sem við þekkjum. Unnur var fús að svara spurn- ingum okkar um uppvaxtarárin og Lilju ömmu sem lést árið 1959, á árinu sem við fæddumst. Það er okkur mikils virði að hafa fengið innsýn í fjölskyldulífið og hafa t.d. getað kynnst ömmu okkar í gegn- um frásagnir Unnar. Það var mikill samhugur með þeim systkinum alla tíð og mikil ræktarsemi. Ef eitthvað bjátaði á voru allir boðnir og búnir að hjálpa. Unnur fór ekki varhluta af því í gegnum tíðina en hún átti alltaf athvarf hjá Viggu, systur sinni, sem segja má að hafi haldið systkinahópnum saman. Erum við þakklátar fyrir þær fjölmörgu minningar sem við geymum með okkur frá samverustundum fjöl- skyldunnar. Tvær minningar standa upp úr: Heimsókn til Eyrarbakka sumarið 2012 en þar hófu Lilja og Jón bússkap í Stígshúsi og þar fæddist Guðný, elsta dóttir þeirra sem lést aðeins fjögurra ára göm- ul. Hin minningin er frá síðsumri 2013 þegar við frænkurnar fórum á tónleika með Stuðmönnum í Laugardalsgarði, þar sem við hittumst oftast. Unnur var þá í hjólastól en lét ekki sitt eftir liggja að syngja með. Þannig var hún, mikil söngmanneskja og kunni að njóta líðandi stundar og góðrar tónlistar. Með þessum orðum kveðjum við Unni, elskulega og kæra frænku, og þökkum henni sam- fylgdina. Margréti, öðrum að- standendum og vinafólki vottum við einlæga samúð. Ásdís Bragadóttir, Lilja Guðný Friðvinsdóttir. Okkur langar til að minnast elsku Unnu okkar með nokkrum orðum. Unna, eins og við kölluð- um hana, var mikill fjölskylduvin- ur á okkar heimili. Hún kom oft og passaði okkur systurnar þegar við vorum litlar og var ein af okk- ar uppáhaldsbarnapíum. Hún var alltaf svo glöð og blíð og ávallt tilbúin að gera eitthvað skemmti- legt með okkur. Hún var sérstak- lega hláturmild og hafði skemmti- legan húmor. Hún hafði yndi af því að syngja með okkur og las ófáar bækurnar fyrir okkur. Hún var þolinmóð og hafði yndislega nærveru. Það var svo gaman að spjalla við hana um heima og geima og manni leið alltaf eins og hún hefði mikinn áhuga á því sem maður hafði að segja. Það var því afar auðvelt að láta sér þykja vænt um hana Unnu. Eftir því sem árin liðu og við þurftum ekki barnapíu lengur hittumst við sjaldnar, en við fundum hvað henni fannst gaman að fylgjast með okkur stækka og fullorðnast. Okkur fannst líka alltaf jafngam- an að hitta hana og fylgjast með því hvað þær mæðgur voru dug- legar að fara um hvippinn og hvappinn í litla sæta bílnum sín- um. Unna mun alltaf skipa sérstak- an sess í hjarta okkar systra og við minnumst hennar með mikilli hlýju og þakklæti. Heiðrún Ólöf og Margrét Jónsdætur. Unni kynntist ég í gegnum mágkonu mína Margréti, þá var hún komin yfir fimmtugt. Þær Margrét voru æskuvinkonur og héldu mikilli tryggð hvor við aðra alla tíð. Við fjölskyldan vorum samtím- is Unnu, eins og hún var kölluð, í Noregi 1974 og hún tók strax ást- fóstri við drengina okkar sem voru á öðru og þriðja ári. Það sama átti við um dætur okkar þegar þær fæddust. Börnin öll löðuðust að Unnu og fannst gott að hafa hana nálægt sér. Um ára- bil kom hún í einn dag í viku og gætti barnanna meðan mamman sinnti hugðarefnum sínum. Þetta voru tilhlökkunardagar hjá dætr- um okkar. Unna gaf sér tíma til að spjalla við þær og lesa bækur með þeim og fyrir þær. Unna hafði einstaklega góða nærveru og stutt var í hláturinn. Hún dvaldi hjá okkur fjölskyld- unni í nokkrar vikur þegar við bjuggum í Gautaborg. Þess tíma minnumst við með mikilli gleði. Unna naut þess að fara í göngu- ferðir um nágrennið, kíkja í búðir auk þess sem hún létti undir með ýmis heimilisstörf. Lífið fór ekki alltaf mildum höndum um Unnu og fékk hún sinn skammt af heilsuleysi sem varð til þess að ýmislegt fór öðru- vísi en hún vildi. En góða skapið, jákvæðni og ljúflyndi ásamt óbil- andi trú á Guð fleyttu henni í gegnum erfiðu tímabilin. Unna eignaðist eina dóttur, Margréti, sem var augasteinn móður sinnar. Hún hefur annast móður sína síðustu æviárin af ein- stakri hlýju og alúð. Unna hefði ekki getað verið svona lengi á eig- in heimili ef Margrétar hefði ekki notið við. Fallegra samband mæðgna er vart hægt að hugsa sér. Margrét var dugleg að ferðast með móður sína sem naut þess að skoða landið, en Unna naut þess að ferðast. Hún var ávallt tilbúin að aka henni á mannamót meðan heilsan leyfði. Það er stutt síðan ég hitti Unnu sem var þrotin að kröftum en stutt var í ljúfa brosið og hún lét ekki af að þakka fyrir allt það góða sem hún upplifði, „allir eru svo góðir við mig og mér þykir svo vænt um ykkur“. Það er gott að geta kvatt lífið með þessum hætti. Við fjölskyldan stöndum í þakkarskuld við þessa góðu konu sem kom inn í líf okkar með gleði, elskusemi og umhyggju. Blessuð sé minning Unnar Jónsdóttur. Inga Þóra Geirlaugsdóttir. „Hversu yndislegir eru bústaðir þínir, Drottinn hersveitanna. Sál mína langaði til, já hún þráði forgarða Drottins. Nú fagnar hjarta mitt og hold fyrir hinum lifanda Guði.“ (Sálm. 84. 2-3.) Já, hún Unna mín er komin heim í forgarða Drottins, þangað sem hún þráði að komast. Við Unna kynntumst fyrst í sumarbúðum KFUK í Vindáshlíð í Kjós. Skólasystir mín úr barnaskóla og kær vinkona, Bryndís Víg- lundsdóttir, vorum í stúlknaflokki þar endur fyrir löngu, 14-15 ára gamlar. Við gistum í tjaldi uppi í hlíðinni fyrir ofan skálana, og það gerði dvölina ennþá ævintýra- legri. Ein af starfsstúlkunum þar var hún Unna. Hún var þá nokkr- um árum eldri en við, en það kom ekki að sök. Mikil og góð vinátta varð á milli okkar þriggja, sem hefur enst fram á þennan dag. Okkur Binnu fannst eiginlega að hún Unna væri á svipuðu reki og við. Við gátum talað saman í einlægni og við gátum hlegið sam- an að öllu og engu. Það var svo merkilegt hvað hún gat komið inn í táningagleðina og hlátrasköllin, en líka inn í gleðina og tjáninguna í samfélaginu við Drottin Jesús, frelsara okkar og vin. Við vorum þarna í samfélagi við stóran hóp af stúlkum á okkar aldri og margar frábærar konur, sem luku upp orði Guðs fyrir okk- ur, en voru líka eins og stóru syst- ur okkar, sem við gátum talað við í einlægni. Unna var ein þeirra. Vinátta okkar Unnu hélst alla ævi. Sjálf þurfti ég að fara til Nor- egs, aðeins 17 ára gömul, mér til heilsubótar. Ég skrifaði mörg bréf til Unnu og Binnu, þetta ár sem ég dvaldi þar og sagði þeim frá öllu, sem gerðist þar. Dvölin þar endaði með því að Unna kom í heimsókn og fékk að gleðjast yfir svo mörgu með mér og vinum mínum þar. Mörgum árum seinna kom hún líka í heimsókn til Nor- egs, til okkar Benna, en þar var ég að vinna á sjúkrahúsi. Orðnar vel fullorðnar gátum við oft fengið hlátursköst saman út af öllu og engu, en líka talað í trúnaði um allt í lífi okkar. Unna eignaðist góðan mann, og eignuðust þau eina dóttur, Mar- gréti Þorkelsdóttur. Leiðir hjónanna skildi því miður, en dóttir þeirra varð móður sinni vernd og skjól allt til enda. Þær höfðu mikla gleði af því að ferðast saman, bæði utanlands og -innan, já í raun til síðustu stundar – eða dagsins áður en hún dó. Unna tal- aði oft um það, hvað hún ætti góða dóttur, sem bæri hana á höndum sér, og gat aldrei fullþakkað þá miklu gæfu. Ég þakka af öllu hjarta fyrir nær ævilanga vináttu. Elsku hjartans Unna mín, þú ert komin heim. Guði sé lof! Þín einlæg Margrét Hróbjartsdóttir og fjölskylda. Unnur Jónsdóttir Elskuleg vin- kona mín, Lára, er látin eftir stutt en erfið veikindi. Lára var yndisleg kona og hafði einstaklega fallegt bros og góða nærveru. Hún var róleg í fasi en samt ákveðin og fljót að rétta fram hjálparhönd þegar einhver þurfti á aðstoð að halda. Synir okkar Láru æfðu báðir og kepptu í samkvæmisdönsum frá unga aldri. Það var oft farið til útlanda í keppnisferðir og æfingabúðir og í einni slíkri ferð kynntist ég Láru. Með okkur þróaðist góð vinátta. Hún hjálpaði sumum strákunum að greiða á sér hárið og gera sig klára fyrir keppnir, sem hún gerði af einstakri natni og ná- kvæmni. Ég minnist þessara ferða með gleði í hjarta. Dans- inn var okkar sameiginlega áhugamál sem við gátum talað um endalaust. Sonur hennar lagði dansskóna á hilluna fyrir allnokkrum árum en sonur minn flutti utan til að læra meira um dans en hann varð Lára Sveinbergsdóttir ✝ Lára Svein-bergsdóttir (Dæda) fæddist 31. október 1956. Hún lést 31. janúar 2015. Lára var jarðsungin 10. febr- úar 2015. síðar atvinnudans- ari. Við Lára héld- um áfram að fylgj- ast með dansinum og fórum saman á keppnir hér heima til að hafa gaman af. Með árunum fækkaði þeim keppnispörum sem við þekktum frá fyrri tíð en við héldum áfram að mæta. Það var svo gaman að fylgjast með. Við tengdum þessar ferðir við góðan veit- ingastað á undan til að spjalla. Við rifjuðum upp gömlu dagana og hlógum að skemmtilegum uppákomum frá keppnisferðun- um, t.d. þegar strákarnir okkar voru að gleyma keppnisskónum, íþróttatreyjunni eða töskunni uppi á hóteli eða á æfingastað. Við gátum helgið að því síðar þótt það hefði ekki verið skemmtilegt þá. Þeir áttu auð- vitað að læra að passa sjálfir upp á æfingafötin. Fyrir nokkrum árum rædd- um við það að fara saman á „Stóru Blackpool“ keppnina en á hana hafði hvorug okkar far- ið. Úr þeirri ferð varð þó aldrei. Síðasta danskeppnin sem við Lára fórum á saman var „Lottó Open“ í nóvember síðast liðn- um. Þá var hún orðin mikið veik en samt ákveðin í að fara á keppnina. Hún ætlaði líka að koma með mér á keppni sem var núna í janúar en því miður leyfði heilsan það ekki. Lára sýndi mér mikla um- hyggju og hlýju á einum erf- iðasta tíma í lífi mínu. Ég þakka það. Ég mun sakna þess að fara á danskeppnir með henni, sakna þess að geta spjallað við hana um dans og allt milli himins og jarðar. Hvíl í friði, kæra vinkona, Guð geymi þig. Mínar innilegustu samúðar- kveðjur, elsku Ölli, Bergrún, Harpa, Jonni, ömmustelpurnar og aðrir vandamenn. Jófríður Guðjónsdóttir. Þarf vindurinn að sýna skilríki við dyrnar? Við hleypum blámanum inn og tölum við trén. Skuggarnir læðast skelfdir með veggjum, vörður með lykla hrekur lægðirnar burt. Einhver biður að heilsa norður í höfin þar sem fuglarnir flögra um hábjarta sali og minningar mætast við heiðgulan vegg. Úti svífur vængjaður tími, frá gegnsæjum bláma, að myrkvaðri strönd. Snjórinn í hlíðunum vaknar af svefni. Þegar fuglarnir fara verður dreggjunum skvett. Útlægur blámi bankar á glugga. Í sorta sofa þögul tré. (Einar Már Guðmundsson) Við geymum kærar minning- ar um hana Dædu í hjörtum okkar. Elsku Ölli, Bergrún, Harpa Lind, Jónatan og fjölskyldur, innilegar samúðarkveðjur við ótímabært fráfall yndislegrar eiginkonu, mömmu, ömmu og tengdamömmu. Birgir og Erla. Ég sendi þér kæra kveðju nú komin er lífs þíns nótt, þig umvefji blessun og bænir ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði nú sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því , þú laus ert úr veikinda viðjum þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast svo margt sem um hug minn fer, þó þú sért horfinn úr heimi ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir) Það er sárt að kveðja vin- konu og frænku. Það er erfitt er að koma orðum að tilfinn- ingum mínum þetta ljóð segir það sem ég hugsa. Innilegar samúðarkveðjur til elsku Ölla, Bergrúnar, Hörpu, Jonna og fjölskyldna. Ykkar missir er mikill. Kveðja Lára. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir og amma, JÓHANNA KJARTANSDÓTTIR ÖRVAR, Skildinganesi 23, Reykjavík, lést þriðjudaginn 3. febrúar á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund í Reykjavík. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey. Hjartans þakkir til starfsfólksins á Grund - V3. . Hanna Þóra Þorgrímsdóttir, Hrafnhildur Þorgrímsdóttir, Þorgrímur Þór Þorgrímsson, Elisabeth Saguar, Astrid E. Þorgrímsdóttir, Daníel Þór Þorgrímsson. Elskuleg frænka mín og systir, KRISTÍN SVEINSDÓTTIR, Háaleitisbraut 41, frá Ósabakka, Skeiðum, lést fimmtudaginn 12. febrúar. Útförin fer fram frá Selfosskirkju mánudaginn 23. febrúar kl. 13.30. . Auðbjörg Lilja Lindberg og systkini hinnar látnu. Að skrifa minningagrein Ekkert gjald er tekið fyrir birtingu minningagreina. Þær eru einnig birtar á www.mbl.is/minningar. Skilafrestur minningagreina er á hádegi tveimur virkum dögum fyrir útfarardag, en á föstudegi vegna greina til birtingar á mánudag og þriðjudag. Fjöldi greina í blaðinu á útfarardag ræðst af stærð blaðsins hverju sinni en leitast er við að birta allar greinar svo fljótt sem auðið er. Hámarkslengd minningagreina er 3.000 tölvuslög með bilum. Lengri greinar eru vistaðar á vefnum, þar sem þær eru öllum opnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.