Morgunblaðið - 18.02.2015, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 18.02.2015, Blaðsíða 26
26 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. FEBRÚAR 2015 Ég stefni á að fara í siglingu í kvöld. Að vísu er ekki langt heldurút í Viðey en þá verður tendrað á friðarsúlunni í tilefni þessað Yoko Ono á afmæli í dag,“ segir María Björk Daðadóttir, spurð hvað hún ætli að gera á afmælisdaginn. Kveikt verður á frið- arsúlunni í tilefni af friðarhátíð sem verður haldin um allan heim um næstu helgi. „Kórinn sem ég er í, Léttsveit Reykjavíkur og í eru 120 konur, mun syngja ásamt fleiri kórum og barnakórum, alls 700 manns, á sunnudaginn á hátíðinni í Hörpu. Við munum syngja saman tvö lög, Love eftir John Lennon og To Be Grateful eftir Magnús Kjart- ansson, og munu kórar um allan heim einnig syngja á sunnudaginn. Kór Ísaksskóla tekur einnig þátt og 9 ára kórnemendur munu reynd- ar syngja þessi tvö lög í kvöld úti í Viðey.“ María Björk er einmitt kennari í Ísaksskóla og kennir 4. bekk sem er elsti bekkurinn í skól- anum og hún hefur kennt mörgum krökkunum frá því að þeir voru fimm ára. „Þetta eru fyrirmyndarkrakkar, algjörir snillingar og það verður mikill söknuður þegar þeir útskrifast úr skólanum nú í vor.“ Það hefur verið nóg um að vera hjá Léttsveitinni en kórinn er 20 ára og hélt afmælistónleika í Ráðhúsinu síðastliðinn sunnudag.„Svo fer að líða að vortónleikum kórsins. Af öðrum áhugamálum þá er það þetta týpíska, ég hef gaman af ferðalögum og gönguferðum, mínir uppáhaldsstaðir hér á höfuðborgarsvæðinu eru m.a. Heiðmörk og Vífilsstaðavatn, ég hef lítið gengið á fjöll en stefni hærra.“ Sambýlismaður Maríu Bjarkar er Óli Friðgeir Halldórsson rafvirki og börn þeirra eru Daði Freyr 22 ára, Halldór Skjöldur 20 ára og Bára Björk 7 ára. María Björk Daðadóttir er 50 ára í dag Á Ítalíu María fer í aðeins styttra ferðalag í kvöld en hún ætlar út í Viðey til að verða vitni að því þegar kveikt verður á friðarsúlunni. Tekur þátt í friðar- hátíð um helgina Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson,Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Akranesi Heiðrós Elektra Reykdal Helgadóttir fæddist 15. mars 2014 kl. 7.01. Hún vó 3.108 g og var 47 cm löng. Foreldrar hennar eru Védís Kara Reykdal Ólafs- dóttir og Helgi Ás Helgason. Nýr borgari S tefán Jón fæddist í Reykjavík 18.2. 1955 og varð á fyrsta ári eitt af Vogabörnunum þegar foreldrarnir fluttu í Skeiðarvoginn: „Þetta var litríkt og barnmargt hverfi, allir úti að leika og þvælst um allar koppagrundir. Ég lærði að lesa hjá sr. Árelíusi og gekk svo í Vogaskóla, spilaði hand- bolta með Ármanni í gamla bragg- anum á Hálogalandi og gleypti í mig allt sem stóð til boða í Sólheimadeild Borgarbókasafnsins. Auk þess varð ég fyrir því láni að komast í sveit á Máná á Tjörnesi nokkur sumur því ég þráði að um- gangast skepnur. Ég var í MT, hafði lítinn tíma til að læra vegna anna við félagslíf og íþróttir og varð fyrir vikið Ármaður skólafélagsins síðasta árið, 1975.“ Stefán Jón lærði fyrst bókmenntir og ensku í HÍ, lauk síðan BA-prófi í fjölmiðlafræði við Polytechnic of Central London 1979 og var þá jafn- framt fréttaritari RÚV í heimsborg- inni. Honum var boðin fréttamanns- staða hjá RÚV að námi loknu og stóð þar við í nokkur ár en hafði auk þess verið dagskrárgerðarmaður sjón- varps og útvarps. Hann fór í fram- haldsnám í Fíladelfíu í Bandaríkj- unum og lauk MA-prófi í boðskiptafræðum 1985. Stefán Jón var deildarstjóri Dæg- urmáladeildar RÚV og síðan dags- skrárstjóri Rásar tvö til 1992. Hann var nokkrum sinnum sendi- fulltrúi Rauða kross Íslands erlendis á árunum 1985-91, starfaði í Genf á vegum Rauða krossins og sinnti er- indisrekstri í Afríkulöndum. En hann ekki sagt sitt síðasta orð í fjölmiðlum, var dagskrárgerðar- maður við Stöð 2 1994, ritstjóri Dags-Tímans og síðar Dags 1996-99, sinnti ritstörfum, ráðgjöf og heimild- arþáttagerð og var rekstrarstjóri hjá Eddu – útgáfu 2000-2002. Stefán Jón fór svo í pólitík, varð borgarfulltrúi fyrir R-listann á ár- unum 2002-2007, varð formaður Stefán Jón Hafstein - 60 ára Okkar maður á toppnum Stefán Jón Hafstein og eiginkona hans, Guðrún Kristín Sigurðardóttir, með útsýni yfir Höfðaborg í Suður-Afríku í baksýn. Það fylgir þó ekki sögunni hvort þau gengu á tindinn eða tóku bara lyftuna. Brosmildur heimsborg- ari enn á faraldsfæti Við vatnsverkefni Stefán Jón og þrjár blómarósir í Norður-Namóbíu. Börn og brúðhjón Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum. Tunguhálsi 7 110 Reykjavík 554 1989 www.gardlist.is Trjáfelling og stubba- tæting FJARLÆGJUM LÍTIL SEM STÓR TRÉ OG TÆTUM TRJÁSTOFNA. Við búum yfir mikilli reynslu og frábærum tækjakosti þegar kemur að því að fella stór sem smá tré. Stubbatætarinn er svo frábær lausn til þess að losna við trjástofna sem standa eftir í garðinum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.