Morgunblaðið - 18.02.2015, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 18.02.2015, Blaðsíða 30
30 MENNING MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. FEBRÚAR 2015 Réttarhálsi 2 • 110 Reykjavík Sími: 520 6666 • sala@rv.is • rv.is Rekstrarvörur – fyrir þig og þinn vinnustað RV skrifstofuvörutilboð Janúar - febrúar 2015 Ljósritunarpappír 5 x 500 bl. Frá 2.999 kr Bréfabindi 5cm eða 8 cm 398 kr Trélitir vatnslita, 24 stk. 698 kr Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Í dag klukkan 17 verður opnuð í sýn- ingarsalnum Harbinger, Freyjugötu 1, sýning Karlottu Blöndal myndlist- arkonu, Raddað myrkur, og þá kem- ur samnefnd bók hennar einnig út. Bókin inniheldur fundargerðir og önnur gögn Tilraunafélagsins í Reykjavík sem varðveist hafa, í yf- irfærslu og meðförum Karlottu. Aðr- ir þátttakendur við gerð bókarinnar eru Benedikt Hjartarson, Erlendur Haraldsson og Birna Bjarnadóttir. Tilraunafélagið í Reykjavík var fé- lagsskapur sem rannsakaði miðils- gáfur Indriða Indriðasonar á ár- unum 1905 til 1909. Bókin og sýningin marka lok rannsóknar Karlottu á Tilraunafélaginu í sam- hengi myndlistar. Í texta Hönnu Styrmisdóttir um verk Karlottu, segir að verk hennar hverfist um tvo meginþræði, annars vegar rannsókn á sambandi fólks við hið náttúrulega og áþreifanlega, og hins vegar rann- sókn hennar á hugmyndum um hið yfirnáttúrlega og óáþreifanlega. Verkin taka á sig margskonar form; teikninga, bókverka og málverka, en einnig gjörninga og umhverfisverka. Hanna segir að þau ögri oft hefð- bundnum skilyrðum myndlistar „og skilja hvorki eftir sig heimild né spor, en þegar heimild verður til er hún gjarnan huglæg; háð skynjun Karlottu á abstrakt ferli sem hún hrindir af stað í rannsókn sinni“. Myndlist um spíritisma „Þetta myndlistarverkefni hverf- ist um fundargerðir Tilraunafélags- ins í Reykjavík, ég vinn myndlistina út frá þessum gögnum,“ segir Kar- lotta og að þetta hafi verið fyrsta til- raunafélagið hér um spíritisma. „Ég var eitthvað að grúska og fann áhugaverða ljósmynd frá fund- arsal félagsins. Þá hófst rann- sóknin,“ segir hún. Á sínum tíma hafi félagsmenn ekki endilega trúað blint á samband við handanheima og var félagið stofnað til að rannsaka þessa hluti. „Margir efasemdarmenn sóttu fundina. Á þessum tíma vildi fólk kanna á einhverskonar vísinda- legan hátt þennan heim.“ Karlotta komst yfir gögnin árið 2007 og notaði þau fyrst við sýn- inguna Hreinskriftir sem hún setti upp í Listasafni Reykjavíkur, Hafn- arhúsi. „Ég er að yfirfæra Tilraunafélagið inn í heima myndlistar. Í Hafnarhús- inu umbreytti ég rými í Tilrauna- félagið og hér í Harbinger er búið að setja upp einskonar aðalfund með ársskýrslum í félaginu með gerð sýningarinnar. Alltaf er um að ræða yfirfæslu milli tveggja heima og hvað gerist við það, svo sem milli handanheima og raunheima okkar, eða heima myndlistar og okkar heima. Þar liggur minn áhugi.“ Inn á svið fræðanna „Myndlistin og þessir andlegu heimar eiga það sameiginlegt, að til að geta notið myndlistar eða and- legra heima þarf fólk að fara inn með opnum huga og langa til að upplifa; samþykkja fundinn við myndlistina eða andlega heiminn. Annars sér fólk ekkert og upplifir ekkert,“ segir hún. Það að nálgast heimildir, eins og gögn Tilraunafélagsins, undir for- merkjum listsköpunar, veitir eins- konar frelsi á annan hátt en ef aka- demískir fræðimenn væru að vinna með þær. „Svo sannarlega,“ segir Karlotta. „ég er ekkert feimin við að teygja mig inn á svið fræðanna sem mynd- listarmaður ef verkefnið stefnir í þá átt, það er ein leið af mörgum. Indr- iði var kallaður „millibilsmaður“, sem mér finnst fallegt því myndlist- armenn og þeir sem eru í tilrauna- starfsemi eru einmitt iðulega í eins- konar millibili. Einu sinni var tekin ljósmynd af Indriða sem sýndi hann baksa með eitthvert lak á priki og var hann gagnrýndur fyrir, en mér finnst þetta mjög merkileg og lýs- andi mynd og alls ekki rýra allt það sem gerðist í Tilraunafélaginu held- ur bæti hún við ákveðinni mennsku,“ segir Karlotta. Á sýningu hennar má sjá ýmislegt sem tengist Tilraunafélaginu en hún segir bókina þar í aðalhlutverki, með fundargerðum félagsins og textum meðhöfundanna en þau hafa rann- sakað félagið á akademískan hátt. Erlendur hefur til að mynda rann- sakað Indriða og Tilraunafélagið og er að gefa út bók um það í Bretlandi. „Ég yfirfæri fundargerðirnar beint og algerlega óritskoðað, með yfirstrikunum, opnum svigum og öllu slíku. Þá bæti ég við millikafla frá mér og loks er þriðji hlutinn textar hinna höfundanna.“ Steinunn M. Önnudóttir, sem er grafískur hönnuður og rekur Harbinger, setur verkið upp í samstarfi við Karlottu. Fólk leitar sannana Karlotta segir að Tilraunafélagið sé víða ennþá til, undir öðrum heit- um. „Á þessum tíma var Indriði einn rannsakaður í félaginu, tjóðraður niður í stól og sett yfir han net; allt til að hafa rannsóknina sem vísinda- legasta. Ég veit til þess að slíkir fundir eru enn haldnir, með nútíma- legri tækni, því enn vill fólk leita sannana á því sem við eigum erfitt með að skilja en skynjum mörg hver og upplifum. Þaðan má draga línu yf- ir í heima myndlistar og sýninga- rýmið sem einskonar „tilrauna- félag“, “ segir hún. Morgunblaðið/Kristinn Listakonan „Til að geta notið myndlistar eða andlegra heima þarf fólk að fara inn með opnum huga og langa til að upplifa; samþykkja fundinn við myndlistina eða andlega heiminn,“ segir Karlotta. Hún er hér á sýningunni. Færsla milli handan- heima og myndlistar  Karlotta Blöndal gefur út bók og opnar sýningu í dag Jo Nesbø kemur gjarnan meðsprengikrafti inn á bóka-markaðinn og Norðmað-urinn bregst svo sannarlega ekki með nýjustu bókina, Afturgöng- una eða Gjenferd eins og hún heitir á frummálinu. Enn einu sinni fer rann- sóknarlögreglumaðurinn Harry Hole á kostum og þeim sem ætluðu að taka það rólega í kjölfar jóla og áramóta er ráð- lagt að halda sig víðs fjarri þessari frábæru spennu- bók, því hún er hvorki uppbyggj- andi fyrir hjart- veika né við- kvæma. Ekki þarf að kynna norska höfundinn Jo Nesbø fyrir spennubókafíklum, því þeir bíða í röðum eftir hverri bók frá honum, en þetta er áttunda bókin í íslenskri þýðingu með Harry Hole í aðal- hlutverki. Sá sem hér slær á lykla- borðið hefur áður líkt Harry Hole við Jack Reacher, helstu söguhetju Lee Childs, og áréttar þá samlíkingu. Harry Hole er enda töffari af guðs náð, kallar ekki allt ömmu sína og tekst óhræddur á við þá sem hafa rangt við og beita viðbjóðslegum meðölum til þess að ná sínu fram. Í huga margra er Noregur draumalandið og Ósló hreinasta borg veraldar. Jo Nesbø dregur upp aðra mynd í Afturgöngunni. Þar virðist það hreinasta í höfuðborginni vera nýtt eiturlyf og gengi glæpamanna ganga hreint fram í baráttu um yf- irráðin í undirheimunum. Fólk í áhrifastöðum er einnig hreint á ann- an hátt en ætla má. Uppbygging sögunnar er vel gerð og spennan mikil. Höfundur lýsir vel myrkrahöfðingjum, fíklum, frama- poturum og ágjörnum mönnum, sem misnota stöðu sína. Auk þess spilar hann á viðkvæmar taugar og sýnir þannig Harry Hole ekki aðeins sem harðan nagla heldur mann sem er tilbúinn að gera hvað sem er til að vernda sína nánustu. Afturgangan er frábær spennu- bók, sem teygir anga sína víða, meðal annars til íslenska bandsins Sigur Rósar og Jónsa, þegar allt lék í lyndi hjá einni aðalpersónu sögunnar og hlutirnir voru eðlilegir. Höfundur dregur ekkert undan í lýsingum sín- um á soranum, er í senn harður og viðkvæmur, en slær líka á létta strengi með háði og spotti. Þýðing Bjarna Gunnarssonar ber þess merki að góður skilningur er á viðfangsefn- inu. Bókin er hin besta skemmtun en í lengra lagi. Morgunblaðið/Kristinn Nesbø „Uppbygging sögunnar er vel gerð og spennan mikil,“ segir m.a. í gagnrýni um Afturgönguna. Harry Hole töff- ari af guðs náð Glæpasaga Afturgangan bbbbm Eftir Jo Nesbø. Bjarni Gunnarsson þýddi. Kilja. 518 bls. JPV útgáfa 2015. STEINÞÓR GUÐBJARTSSON BÆKUR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.