Morgunblaðið - 19.02.2015, Page 1

Morgunblaðið - 19.02.2015, Page 1
F I M M T U D A G U R 1 9. F E B R Ú A R 2 0 1 5 Stofnað 1913  42. tölublað  103. árgangur  SÓLARSVÍTA MEÐ GRÍSKU YFIRBRAGÐI FALSKUR FISKUR Í SJÓ? YFIR 30 KVIKMYNDIR OG FJÖLBREYTTIR VIÐBURÐIR VIÐSKIPTAMOGGINN KVIKMYNDAHÁTÍÐIN STOCKFISH 90ÁRNI JOHNSEN 36 Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is Góðar bókanir í flugi og hótelgistingu fyrir sumarið benda til að met síðasta sumars verði að öllum líkindum sleg- ið. Þá komu yfir 500 þúsund ferða- menn til landsins í júní, júlí og ágúst, ef farþegar skemmtiferðaskipa eru meðtaldir. Þar sem Icelandair er skráð í Kauphöll Íslands gefur félagið ekki upp hve mikið sumarið er bókað en vísbendingu um aukna flugumferð má sjá í þeirri tilkynningu til Kaup- hallar á dögunum að sætaframboðið í sumar var aukið frá því sem áður hafði verið boðað. Félagið bætti við einni vél og verður alls með tuttugu og fjórar Boeing-vélar í áætlunar- fluginu. Var sex vikulegum ferðum bætt við í sumaráætluninni. Ice- landair hafði reiknað með að flytja 2,9 milljónir farþega á þessu ári en gerir nú ráð fyrir að fljúga með þrjár millj- ónir farþega yfir N-Atlantshafið. Hildur Ómarsdóttir, markaðsstjóri Icelandair-hótelanna, segir sumarið líta mjög vel út. „Við vorum með toppnýtingu síðasta sumar og það er ekkert sem gefur annað til kynna en að sumarið í ár verði einnig mjög gott,“ segir hún. Hótelnýting yfir vetrarmánuðina hefur einnig snaraukist. Sem dæmi þá eru hótelin í Reykjavík meira og minna fullbókuð þessa dagana, þó að engir stórviðburðir séu í gangi. Aðallega eru þetta almennir ferða- menn, m.a. Bretar og fólk frá Bene- lúx-löndunum sem hingað er komið með börnin í vetrarfrí. »6 og 26 Flug og hótel að fyllast í sumar  Stefnir í metsumar  Yfir hálf milljón ferðamanna kom síðasta sumar Morgunblaðið/Ómar Ferðamenn Ísland trekkir enn. Það er ekki einungis yngsta kynslóðin sem þykir gaman að klæða sig upp og bregða á leik í tilefni öskudagsins. Íbúar á Hrafnistu halda öskudags- skemmtun og klæða sig upp í tilefni dagsins og starfsfólkið fer í búninga og gantast við íbúana, sem kunna vel að meta uppátækið. »4 Tóku góðan snúning í tilefni dagsins Morgunblaðið/Kristinn Allar kynslóðir gleðjast á öskudag  Framleiðsla á laxi jókst um tæp 1.000 tonn á síðasta ári, fór úr 3.000 tonnum í tæp 4.000 tonn. Fjarðalax á Vestfjörðum stendur undir meginhluta aukningar- innar, eins og undanfarin ár. Laxinn hefur nú tekið við af bleikju sem mikilvægasti eldis- fiskurinn og með sama áfram- haldi nær laxeldið sömu hæðum í framleiðslu á allra næstu árum og var í síðustu laxeldisbylgju á ár- unum 2004 til 2006. Laxeldisfyrirtækin eru að bæta við og ný að hefja slátrun á þessu ári þannig að útlit er fyrir aukn- ingu í ár. Einnig er mikil gróska í eldi á regnbogasilungi og marg- faldaðist framleiðslan á síðasta ári, miðað við árið á undan. Stöð- ugur en hægur vöxtur er í fram- leiðslu á bleikju í landeldis- stöðvum. »50 Laxinn tekur for- ystu í fiskeldinu Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Fjarðalax Laxinn búinn undir ferðalag á erlendan markað, þar er eftirspurn mikil. Notendur Ferða- þjónustu fatlaðra héldu fjölmenn- an opinn fund í gær þar sem Stefán Eiríksson, sem leiðir neyð- arstjórn Strætó í málefnum ferða- þjónustunnar, sat fyrir svörum. Margir fundarmanna lýstu slæmri reynslu sinni af hinu nýja kerfi sem tekið var í notkun um áramótin. Tók fundurinn tvo tíma og svar- aði Stefán þar fyrirspurnum fund- armanna. »34 Hitafundur notenda ferðaþjónustunnar Stefán Eiríksson Baldur Arnarson baldura@mbl.is Töluverð eftirspurn er eftir leigu- íbúðum um land allt og gengur vel að leigja á svæðum sem þótt hafa erfið. Leiga til ferðamanna á þátt í því. Þetta segir Bjarni Þór Þórólfsson, framkv.stj. Leigufélagsins Kletts. Leigufélagið Klettur var stofnað fyrir um ári og leigir félagið út um 450 íbúðir um allt land. Eignirnar voru áður í eigu Íbúðalánasjóðs. „Við erum með eignir á svæðum sem gætu talist erfið til útleigu. Það er hins vegar ekki okkar reynsla. Það gengur almennt vel að leigja út eignir. Um 98% fasteigna Leigufélagsins Kletts eru í útleigu í dag,“ segir Bjarni Þór. Þær fáu eignir sem ekki eru í útleigu eru í viðhaldi eða auglýstar til útleigu. Um 35% af eignasafni Leigufélagsins Kletts eru á höfuðborgarsvæðinu og um 65% víðsvegar um landið. Frá fjölskyldum til ferðamanna Hann segir trúlegt að stóraukin eftirspurn ferðamanna eftir húsnæði hafi áhrif á þróunina. Að húsnæði sem áður hafi verið leigt fjölskyldum sé nú leigt ferðamönnum. Jón Gunnarsson, löggiltur fast- eignasali hjá Ásbergi fasteignasölu í Reykjanesbæ, segist fá nokkrar fyrirspurnir á dag um leiguhúsnæði. Eftirspurnin sé greinilega að aukast, m.a. vegna áhuga ungs fólks og fólks sem er búsett á höfuð- borgarsvæðinu á að leigja suður með sjó. Verulega hafi gengið á framboð af íbúðarhæfu húsnæði á svæðinu. Landsbyggðin er eftirsótt  Framkvæmdastjóri Kletts segir vel ganga að leigja íbúðir á „erfiðum“ svæðum  Hús leigð ferðamönnum  Höfuðborgarbúar sækja í leiguíbúðir suður með sjó Bjarni Þór Þórólfsson  Margir hafa komið að máli við eigendur Melabúðarinnar til að kanna hvort ekki væri hægt að opna fleiri slíkar. Með- al annars hafa borgaryfirvöld rætt við bræð- urna sem reka verslunina um möguleika á að opna hverfisbúðir í ýmsum hverfum borgarinnar en þeir hafa metið það svo að enginn rekstrargrundvöllur væri fyrir slíku. »ViðskiptaMogginn Margir sem vilja fleiri Melabúðir Það eru margir sem leggja leið sína í Melabúðina.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.