Morgunblaðið - 19.02.2015, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 19.02.2015, Blaðsíða 11
Morgunblaðið/Ómar Eldmóður Hrafn H. Malmquist er formaður Félags Wikimedia-notenda á Íslandi og skrifar gjarnan greinar. það vill fá einhverja grunn- skilgreiningu á einhverju hugtaki eða fá upplýsingar. Þá fer fólk á Wikipediu í fyrsta stoppi,“ segir Hrafn. Hann segir að fólk treysti þeim upplýsingum nokkuð vel sem það fær af síðunni þó svo að flestir hafi það á bak við eyrað að gott er að hafa varann á þegar um opinn vef er að ræða. „Það er vitnað í heimildir þegar þörf er á en hvað sumt varðar þarf ekki að vísa í heimild til þess að sýna fram á,“ segir hann. „Það sem kemur inn á Wikipediu stendur þar og hver sem er getur breytt því. Hvað sem kemur þangað stendur þar til ein- hver vefengir það. Þangað til og ef.“ Lýðræðisleg uppbygging Það að hver sem er geti breytt og bætt þær upplýsingar sem á Wi- kipediu er að finna segir Hrafn að sé einfaldlega lýðræðislegt í eðli sínu. „Það er líka valdeflandi, svo ég noti nýtískulegt hugtak. En þetta lýsir því hvernig upplýsingatæknin er að breyta almennri þekkingu. Hún er ekki lengur pýramídalöguð þannig að það séu fræðimenn í fíla- beinsturni sem leyfa almúganum að njóta góðs af visku sinni heldur er þetta þekking sem við getum búið til og eigum öll saman. Þetta er verkfæri til þess.“ Hrafn líkir þessu við að vera með blokk með auðum blaðsíðum og penna á torgi niðri í miðbæ. „Hver sem er má skrifa og stroka út.“ Að viðhalda málinu Það má auðveldlega gera sér í hugarlund að hinn almenni íslensku- mælandi notandi kunni betur við að geta nálgast upplýsingar um allt á milli himins og jarðar á íslensku. „Það er nær manni og svo er þetta menningarlegt atriði og viðheldur bæði tungumálinu og menningunni,“ segir Hrafn H. Malmquist, formaður Félags Wikimedia-notenda á Íslandi. Það tekur sannarlega tíma að byggja upp alfræðirit á íslensku en það gengur vissulega. Tæplega 39.000 greinar eru til á íslensku Wi- kipediu og eru allt frá því að vera 200 slög upp í mörg þúsund orð. Það er ekki flókið að bætast í hóp eljusamra ritara Wikipediu því í raun er tækniþekking ekkert grundvallaratriði. Að kunna tökin á lyklaborði er sannarlega mikilvægt en aðalatriðið er að koma hinum ýmsu málum og staðreyndum að í þá sameign sem Wikipedia er. Allir eru velkomnir á 3. hæð Lands- bókasafnsins í dag klukkan 17 og fræðast nánar um málefnið eins og lesa má um hér til hliðar. Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon Kolakraninn Skip við bryggju í Reykjavíkurhöfn árið 1947 og yfir þeim gnæfir kolakraninn sem m.a. má lesa um í íslensku útgáfu Wikipediu. DAGLEGT LÍF 11 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. FEBRÚAR 2015 Nýr ŠKODAOctavia Scout 4x4 frá 5.840.000 kr. EITT SINN ŠKODA ÁVALLT ŠKODA Nýr ŠKODAOctavia Scout 4x4 hefur ótal kosti eins og sönnum skáta sæmir. Skynvætt fjórhjóladrif, háþróaðir öryggiseiginleikar og einstakt veggrip gefur þér framúrskarandi stjórn á bílnum. Það fer vel um farþegana og 610 lítra farangursrýmið tekur léttilega við öllum búnaðinum fyrir ævintýraferðina. Þannig er ŠKODA Octavia Scout. www.skoda.is Skemmtilegri lausnir Aukin þ ægindi Betra aðgengi HEKLA · Laugavegi 170-174 · Reykjavík · Sími 590 5000 · hekla.is Höldur Akureyri · Bílasala Selfoss · Bílás Akranesi · HEKLA Reykjanesbæ · Heklusalurinn Ísafirði Félag Wikimedianotenda á Íslandi mun í dag og fimmtu- daga næstu mánaði, í sam- vinnu við Framkvæmdanefnd um 100 ára afmæli kosninga- réttar kvenna, hittast á þriðju hæð Þjóðarbókhlöðunnar á milli kl. 17 og 19 og er ætlunin að þátttakendur bæti greinar sem fjalla með einhverjum hætti um kvenréttindi. Umfjöllunin þarf þó ekki að vera bundin við íslensk við- fangsefni né heldur kvenrétt- indi, frjálst er að mæta og fjalla um hvað sem er. „Við höfum verið með viku- lega fundi áður sem hafa gengið vel. Nú ætlum við að einbeita okkur að ákveðnu þema í tilefni af hundrað ára kosningaréttarafmæli kvenna á Íslandi,“ segir Hrafn. „Við erum búin að skipta sögu kvenréttinda á Íslandi niður í tímabil. Núna í febrúar er það frá landnámi til 1850. Hugmyndin er að fjallað sé um landnámskonur, konur í Ís- lendingasögum og stöðu þeirra. Það er samt ekki skil- yrði,“ segir Hrafn, formaður Félags Wikimedianotenda á Ís- landi. Tímabilin skiptast niður og í júnímánuði, þegar haldið verð- ur upp á 100 ára afmæli kosn- ingarréttar kvenna verður komið að tímabilinu frá 2000 til dagsins í dag í sögu kven- réttinda á Íslandi. Áhersla á kvenréttindi SÉRSTAKT ÞEMA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.