Morgunblaðið - 19.02.2015, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 19.02.2015, Blaðsíða 14
14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. FEBRÚAR 2015 Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Hnúfubakurinn sem merktur var með gervihnattasendi í Eyjafirði 10. nóvember í haust heldur enn striki sínu suður á bóginn. Merkið hefur reglulega sent upplýsingar um ferðir hvalsins í 101 dag og hef- ur dugað betur en slík merki hafa áður gert. Merkin festast misvel í dýrunum þegar þeim er skotið í þau og þau geta losnað í daglegu amstri þeirra. Hvalurinn hefur haldið mjög ákveðinni stefnu alla farleiðina og virðist stefna á austurhluta Karíba- hafsins, en þar eru þekktar æxlun- arstöðvar hnúfubaks. Enn á hann þó eftir um 500 sjómílur þangað, en ein sjómíla samsvarar 1852 metr- um. Lengst af hefur hvalurinn synt um 80-100 sjómílur á sólarhring. Undanfarna tvo sólarhringa virðist hann þó hafa hægt heldur á ferð- inni. Þannig ferðaðist hann „að- eins“ 60 sjómílur frá þriðjudags- morgni þar til í gærmorgun. Fyrst eftir að hvalurinn var merktur tók hann því rólega í Eyja- firði og víðar fyrir Norðurlandi. Þann 10. janúar hélt hann ákveðið í vesturátt og því næst út á rúmsjó og synti til suðvesturs vestan við Reykjaneshrygg. Á heimasíðu Haf- rannsóknastofnunar er talað um síðbúið ,,haustfar“. Suðurferð hnúfubaks 101 dagur að baki Grænland Ísland Kanada Bermúda Karíbahaf Ísland Karíbahaf 10. nóvember við Hrísey Í grennd við Bermúda 101 degi síðar Heldur enn strik- inu suður á bóginn  Hefur sent upplýsingar í 101 dag Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Meðvindurinn sem við höfðum í stélið á leiðinni heim var töluverð- ur. Þegar best lét var hraðinn 426 hnútar eða 790 km. á klukkustund,“ segir Jóhann Ingi Sigtryggson, flugmaður hjá Flugfélagi Íslands. Áhöfn á Dash-8 vél frá félaginu sló hraðamet á leiðinni Nuuk á Grænalandi og Reykjavíkur í fyrri- nótt, og fór þessa leið á 2:15 klst. Algengur flugtími á þessari leið er um þrjár klukkustundir, en þessi leggur er 800 mílur eða um 1.480 km. Jóhann Ingi segir að yfir Græn- landsjökli, þar sem flogið var í 25 þúsund fetum, hafi vindurinn verið 100 hnútar og á sundinu milli Grænlands og Íslands hafi bætt í vind og farið í 149 hnúta. Það jafn- gildir um 80 metrum á sekúndu. Bein lína á 65. gráðu Áður en farið var í loftið frá Reykjavík á mánudagskvöld reikn- uðu flugumsjónarmenn Flugfélags Íslands út hvernig vindar myndu blása á flugleiðinni. Sáu að vindur stóð beint af vestri, en segja má að leiðin milli þessara höfuðstaða Ís- lands og Grænlands sé bein lína á 65. gráðu norðlægrar breiddar. Þeir færðu því flugleiðina sem fara skyldi um 100 kílómetra norður fyr- ir þekkta leið – og þar með fyrir mesta vindstrenginn. Þetta reynd- ist rétt ákvörðun sem stytti flug- tímann um 20 mínútur frá því sem ella væri. Eigi að síður tók flugið 3:50 klst. sem er í lengra lagi. Úr því var hins vegar bætt á hinn veg- inn á leiðinni til baka. „Aldrei svo vitað sé hefur Nuuk- vélin verið jafn fljót í förum,“ segir Jóhann Ingi sem var flugmaður í áhöfn Kristjáns Jakobssonar flug- stjóra. Lent var í Reykjavík rétt fyrir klukkan þrjú aðfaranótt þriðjudagsins. Þá voru starfsmenn Reykjavíkurflugvallar búnir að ryðja og hreinsa brautir en þessa nóttina var hvasst í Reykjavík og töluverð ofankoma. Allt gekk vel en um borð voru um 20 farþegar og frakt. Um loftin blá Í vetur hefur verið nokkur hrær- ingur í lægða- og veðrakerfunum á Norður-Atlantshafinu og við slíkar aðstæður gerast stundum merki- legir hlutir í fluginu. Má í því sam- bandi geta þess að um miðjan mars í fyrra voru Jóhann Skírnisson flug- stjóri og áhöfn hans á Dash 8 að- eins 1:15 á heimleið til Reykjavíkur frá Kulusuk á austurströnd Græn- lands. Frá því meti var greint hér í Morgunblaðinu á sínum tíma – og ferðin frá Nuuk nú í byrjun vik- unnar hefur verið gerð að umfjöll- unarefni á vefsertinu groundspee- dreecod.com en þar er greint frá ýmsum þeim metum sem flugmenn víða í veröldinni slá í ferðum sínum um loftin blá. Slógu hraðamet í Grænlandsflugi  Voru 2,15 klst. á leiðinni frá Nuuk á Grænlandi til Reykjavíkur á Dash 8 frá Flugfélagi Íslands nú í vikunni  Náðu 790 km. hraða í meðvindi  Algengur flugtími er þrjár klst.  1.480 km. leggur Morgunblaðið/Sigurður Bogi Flugvél Dash-8 er mikið notuð í Grænlandsflugi FÍ, en verkefni þar í landi eru stór þáttur í umsvifum félagsins. Yfir vetr-ar- tímann flýg- ur Flug-félag Íslands tvisvar í viku til Nuuk. Lagt er upp frá Reykja- vík um kl. 20 að kvöldi og komið til baka síðari hluta nætur. Að sögn Inga Þórs Guðmundssonar, forstöðu- manns sölu- og markaðssviðs FÍ, er hugsunin með þessari flugáætlun sú að farþegar frá Grænlandi geti, strax eftir að komið er til Reykjavíkur, farið suður á Keflavíkurflugvöll og þaðan með morgunvélunum áfram til Evrópu, svo sem Kaup- mannahafnar, sem er strangt til tekið höfuðborg Grænlands. Þá er FÍ einnig með Græn- landsferðir til Kulusuk, Ilulissat, Narsuruad og Scoresbysund en tíðni ferða á þessa staða er breytileg frá einum tíma til ann- ars yfir árið. Áfram til Danmerkur TENGINGIN VIÐ NUUK Ingi Þór Guðmundsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.