Morgunblaðið - 19.02.2015, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 19.02.2015, Blaðsíða 25
bíóið var troðfullt þetta kvöld. Eins og gefur að skilja var margt þjóð- þekkt fólk meðal gesta. Andlit sem maður hafði séð á myndum í blöð- unum. Sjónvarpið var ekki komið til sögunnar, það hóf útsendingar árið eftir. Þegar allir gestir voru komnir í sætin fengum við strákarnir að setj- ast í tröppurnar og fylgjast með tón- leikunum.“ Trommusóló Danny Barcelona „Það var góð stemning í salnum og auðheyrt var að hljóðfæraleikararnir skynjuðu það vel. Þeir léku hvert lag- ið á fætur öðru en ekkert bólaði á meistaranum sjálfum. Sérstaklega voru eftirminnileg trommusóló Danny Barcelona. Svona nokkuð hafði maður aldrei heyrt áður. Svo kom hlé. Eftir hléið hóf hljómsveitin leik að nýju og svo birtist meistarinn á svið- inu með trompetinn og hvíta vasa- klútinn. Maður fann áþreifanlega hrifningarbylgjuna sem fór um sal- inn. Louis Armstrong hafði ótrúlega útgeislun. Og svo byrjaði hann að syngja sinni rámu röddu og blása í trompetinn og stemningin var sem aldrei fyrr. Vel studdur af hljómsveit sinni flutti hann hvert lagið á fætur öðru, lög sem höfðu gert hann ódauð- legan. Hann lék á als oddi þetta kvöld. En svo kom að því óumflýj- anlega. Síðasta lagið á dagskránni og eftir mikið klapp héldu áheyrendur glaðir út í vetrarnóttina. Ég sá mér leik á borði og laumaðist inn í búningsherbergi listamannanna. Fékk eiginhandaráritun þeirra allra á forsíðu prógrammsins. Meistarinn sjálfur sat hinn rólegasti í búnings- herberginu og áritaði fyrir fólk. Reykti sígarettu þess á milli. Hann var enn kófsveittur eftir tónleikana og ég man að mér þótti hann svo al- varlegur í bragði. Var að velta því fyr- ir mér hvort hann væri bara svona léttur og kátur þegar hann stæði á sviðinu. Þegar ég skoða prógrammið eftir öll þessi ár sé ég að hann var ekki bara flottasti tónlistarmaðurinn. Hann hafði líka flottustu rithöndina. Árið 1965 gerði ég mér ekki fulla grein fyrir því hvílíkt stórstirni Louis Armstrong var. Núna veit ég að hann er einn allra mesti tónlistarmaður sem uppi hefur verið. Hafði einstaka rödd og náði tónum á trompetinn sem aðrir náðu ekki. Það er mikið happ að hafa fengið að upplifa tónleika Louis Armstrong.“ MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. FEBRÚAR 2015 Matthías Johannessen, þáverandi ritstjóri Morgunblaðsins, átti stór- skemmtilegt samtal við Louis Armstrong (Satchmo) þegar hann kom til landsins 1965. Samtalið birtist í Morgunblaðinu og er í fyrstu samtalsbók Matthíasar, M Samtöl I, sem Almenna bóka- félagið gaf út 1977. Hér birtast örfáar glefsur úr samtali þeirra Satchmo og Matt- híasar. Í upphafi skrifar Matthías: „Satchmo var að raka sig, þegar við gengum inn í íbúðina sem hann hefur að Hótel Sögu. Hann stóð á ganginum með kústinn í hendinni. Hann brosti. Tennurnar og hvít sápan runnu saman í and- liti hans, sem var eins og hvítur jökull, þangað til maður horfði í augun, það voru hlý og tilgerðar- laus. Þetta voru ekki frægs manns augu. Og þó. Reynslan kennir blaðamanninum einn hlut: eftir því sem fólk er frægara er það al- úðlegra, fasið einlægara; þannig er Satchmo.“ Síðar skrifar Matthías: „Ég spurði um djassinn. „Heldurðu að hann sé orðinn klassísk músík?“ Hann varð mjög alvarlegur á svip. Hann lokaði munninum og efri vörin með trompetörinu skag- aði út úr sápunni. „Klassískur,“ endurtók hann hálfundrandi, „djassinn er partur af klassískri músík. Hann hefur fengið margt úr henni. Fólkið á baðmullarekrunum þekkti hana, fólkið á fljótabátunum líka. Og hún var í þjóðlögunum.“ Heldurðu að djassinn lifi?“ „Já, ef fólkið lifir.“ „Þú heldur þá ekki, að nein önn- ur hljómlist taki við af honum.“ „Hann er undirstaðan. Allar stefnur í dansmúsík byggjast á djassi.“ Undir lok samtalsins skrifar Matthías: „Eitt að lokum, Armstrong, þú hefur verið kallaður Mister Jazz?“ Já, ég hef verið kallaður það lengi.“ Og þú þekkir alla bestu djass- leikara heims. Hver er mesti djassleikari, sem þú hefur kynnzt?" „„King“ Oliver,“ svaraði Mister Jazz, án þess að hugsa sig um. Við skáluðum þegar við kvödd- umst, og hann brosti út að eyrum. Það er ekki svo löng leið … Dag- inn áður en ég hitti Satchmo, spurði ég færan tónlistargagnrýn- anda, hvað hann segði um þá mús- ík, sem hann túlkaði. Hann svar- aði: „Ég er ekki viss um, að það sé tónlist.“ Þegar ég tók í hönd Louis Armstrongs og kvaddi hann virðulega eins og stöðu hans sæm- ir, hugsaði ég með mér: „Ef hann er ekki músík – má ég þá biðja um eitthvað sem ekki er músík.“ En Louis lyfti glasinu áhyggju- laus og síglaður: „Ég lofa ykkur því strákar,“ sagði hann, „að næst verður það Svarti dauði.“ (Black death, það var líka það næsta sem ég heyrði af honum.) Matthías Johannessen og Satchmo „Má ég þá biðja um eitt- hvað sem ekki er músík“ Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon Rakstur Matthías lýsir raksápunni í andliti Satchmos sem hvítum jökli. Satchmo rakar sig á meðan Matthías á við hann samtalið góða. Knattspyrnudeild Víkings gaf út veglegt pró- gramm um tónleika átrúnaðargoðsins í Há- skólabíói hinn 8. og 9. febrúar 1965. Ungir knatt- spyrnudrengir úr Víkingi seldu tónleikagestum prógrammið fyrir tónleikana, og fengu fyrir vikið að tylla sér í tröppurnar í salnum, þegar tónleika- gestir voru sestir og hlýða á tónleika Louis Arms- trongs og hljómsveitar hans. Svo vel tókst til um sölu auglýsinga í prógramm- ið að tekjurnar af þeirri sölu voru meginuppistaðan í þeim tekjum sem deildin hafði af tónleikahaldinu, eða um tveir þriðju teknanna, að sögn Eggerts Jó- hannessonar. Hér til hliðar er prógrammið sem Edda áskotn- aðist eftir tónleikana með eiginhandaráritun Satchmo og hljómsveitarmeðlima. Eddi og aðrir Vík- ingar, sem eignuðust prógramm með eiginhandar- áritun Louis Armstrongs og félaga, varðveita þá eign sína eins og fjársjóð. PRÓGRAMMIÐ GÓÐA UM TÓNLEIKANA GAF VEL Í AÐRA HÖND Árituð eintök varðveitt eins og fjársjóður DAGKREM SEM JAFNAR LIT OG LAGAR MISFELLUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.