Morgunblaðið - 19.02.2015, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 19.02.2015, Blaðsíða 28
28 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. FEBRÚAR 2015 ar ástæður geta verið fyrir þessu að sögn Þórólfs. „Það getur til dæmis verið að fólk komist ekki á þeim tíma sem það á að koma og svo gleymist þetta. Stundum næst ekki í fólk eða það er flutt eða eitthvað slíkt. Það eru fjölmargar skýringar á því að þátt- taka er ekki 100%.“ Hann segir ekki ákveðið köllunar- kerfi í gangi hvað þetta varðar, en verið sé að endurskoða það. Aukaverkanir sjúkdóma verri Að sögn Þórólfs eru mun meiri lík- ur á alvarlegum aukaverkunum af völdum þeirra sjúkdóma sem bólu- sett er við, en af sjálfum bólusetning- unum. „Af sumum bakteríusýkingum sem verið er að bólusetja fyrir er það þannig að 10% af þeim sem fá sjúk- dóminn deyja og álíka fjöldi fær al- varlegan skaða. Mislingar geta til dæmis verið mjög alvarlegir og leitt til tauga-, heila- eða lungnaskaða hjá þeim sem veikjast.“ Hann segir minniháttar aukaverk- anir af bólusetningum algengar, en þær eru t.d. hiti, eymsli og þroti á stungustað. „Það er bara merki um að bóluefnið er að gera það sem það á að vera að gera: örva ónæmiskerfið. Þessi viðbrögð eru eðlileg.“ Þá segir Þórólfur alvarlegar auka- verkanir bólusetningar vera mjög sjaldgæfar, en þær geti valdið því að börn fái lost. „Þetta sést kannski hjá einum af milljón svo þetta er mjög sjaldséð.“ Mikil fáfræði ríkjandi Rannveig Gunnarsdóttir og Tryggvi Pálsson rótarýfélagar skrif- uðu í gær grein í Morgunblaðið þar sem þau sögðu fullyrðingar um skað- semi bólusetninga verða æ algengari í hinum vestræna heimi, en þær væru oftast byggðar á óvísindalegri hjá- fræði klæddri í búning vísinda. Bólu- setningar hafi bjargað fleiri manns- lífum en nokkur önnur heilbrigðismeðferð en þátttaka þurfi að vera vel yfir 90% til að verjast far- öldrum. „Það er samfélagsleg skylda okkar að vinna gegn fáfræði og hjá- fræði sem er ógn við heilbrigði.“ Sumir alfarið á móti bólusetningum  4 - 12% barna á Íslandi eru ekki bólusett  Meginástæðan er hræðsla við aukaverkanir  Margir halda að sjúkdómarnir sem bólusett er fyrir séu ekki lengur til  Ekki kallað inn í bólusetningar Morgunblaðið/Árni Sæberg Bólusetningar Börnum með lögheimili hér á landi er boðin bólusetning gegn tilteknum smitsjúkdómum þeim að kostnaðarlausu og þátttaka í bólusetningum barna hér á landi er almennt góð eða um 88-96%. SVIÐSLJÓS Ingileif Friðriksdóttir if@mbl.is Á bilinu 4 til 12 prósent barna á Ís- landi eru ekki bólusett við helstu sjúkdómum sem bólusett er við hér á landi. Þetta kemur fram í svari Krist- jáns Þórs Júlíussonar heilbrigðisráð- herra við fyrirspurn Jóhönnu Maríu Sigmundsdóttur, þingmanns Fram- sóknarflokksins, um bólusetningar barna. Í svari ráðherra kemur fram að þátttaka í bólusetningum barna hér á landi sé almennt góð. Gögn um bólu- setningar barna séu til í miðlægum gagnagrunni frá árinu 2005 og hafi tölur um þátttöku barna í bólusetn- ingum verið nokkuð stöðugar síðan. Til að ná til þeirra barna sem ekki hafa verið bólusett sendir sóttvarn- arlæknir nafnalista til heilsugæsl- unnar um þá einstaklinga sem ekki eru bólusettir samkvæmt upplýsing- um úr gagnagrunninum. Þannig sé hægt að ná til einstaklinga sem ekki eru bólusettir og bjóða þeim bólu- setningu. Fólk hrætt við aukaverkanir Þórólfur Guðnason, yfirlæknir sóttvarna hjá Landlæknisembætt- inu, segir embættið hvetja fólk ein- dregið til að láta bólusetja börnin sín, en það séu þó alltaf einhverjir sem ekki vilji það af einhverjum orsökum. Meginástæða þess sé sú að fólk sé hrætt við aukaverkanir af völdum bólusetninga. Þá séu sumir alfarið á móti bólusetningum, og telji jafnvel betra fyrir börn sín að fá þá sjúk- dóma sem bólusett er við. Auk þess segir Þórólfur marga halda að þessir sjúkdómar séu ekki hér á landi og því sé óþarfi að bólusetja börn sín. „Fólk gleymir því að þeir eru ekki hér vegna þess að það eru svo margir bólusettir,“ segir Þórólfur. Að því er fram kemur í svari ráð- herra er þátttaka í fyrstu bólusetn- ingum við þriggja og fimm mánaða aldur best, eða um 95%. Þátttaka get- ur svo farið að dala eftir það, en ýms- Síðustu forvöð að sjá kjóla og orður Vigdísar í Garðabæ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra, Kristín Ingólfs- dóttir, rektor Háskóla Íslands, og Margrét Hallgrímsdóttir þjóð- minjavörður undirrituðu í vikunni samning um að Þjóðminjasafn Ís- lands afhendi Háskóla Íslands gömlu Loftskeytastöðina við Brynj- ólfsgötu 5 til afnota. Safnið hefur haft stöðina til um- ráða og umsýslu frá árinu 2005, en að tillögu safnsins féllst forsætis- ráðherra á að HÍ tæki við ábyrgð hennar. Háskólanum ber að sjá til þess að saga hússins á sviði fjar- skipta verði sýnileg. Loftskeyta- stöðin var byggð árið 1915 og var friðuð frá og með árinu í ár. HÍ fær gömlu Loft- skeytastöðina Umferðar- og samgönguþing fer fram í Norðurljósasal Hörpu í dag, fimmtudaginn 19. febrúar. Umferðarþingið verður á milli klukkan 8 og 12 og samgöngu- þingið hefst í kjölfarið og stendur frá klukkan 13 til 17. Bæði þingin eru skipulögð af inn- anríkisráðuneytinu, samgönguráði og Samgöngustofu. Meðal efnis á umferðarþingi verður erindi Kristínar Sigurðar- dóttur læknis um áhrif umferðar- slysa á mannslíkamann. Meðal þeirra sem taka til máls á samgönguþingi er Ólöf Nordal inn- anríkisráðherra sem kynnir drög að samgönguáætlun 2015-’26. Þinga um umferð og samgöngur í Hörpu STUTT Þórólfur segir langflesta hér á landi hliðholla bólusetn- ingum, eða um 97%, samkvæmt könnunum sem gerðar hafa verið. Ísland er á svipuðu róli og önnur lönd hvað varðar þátttöku í bólusetningum, en að sögn Þórólfs er skráning á bólusetningum þó mun betri hér en annars staðar. „Við erum með allt landið undir og alla landsmenn svo okkar skráning er miklu nákvæmari en annars stað- ar þar sem aðeins er skoðað eitthvert úrtak.“ Þá segir hann mun betri þátttöku í bólusetningum gegn HPV-veirunni hér á landi en hjá öðrum þjóðum. „Það var byrjað að bólusetja gegn HPV-veirunni árið 2011 og við höfum staðið okkur mjög vel í því að bólusetja stelpur,“ segir Þórólfur. „Það hefur tekist mjög vel til með það hér á landi.“ Þá segir hann stöðugt reynt að hamra á gagnsemi bólusetninga, og því hvað sjúkdómarnir sem bólusett er við geti verið hættulegir. „Við minnum stöðugt á þetta, bæði hér hjá sóttvarnarlækni og einnig á heilsu- gæslustöðvunum þar sem verið er að bólusetja. Það er gríðarlega mikilvægt,“ segir hann að lokum. Skráning hér á landi betri en í öðrum löndum 97% LANDSMANNA HLIÐHOLL BÓLUSETNINGUM Þórólfur Guðnason Nú eru síðustu forvöð að sjá sýninguna Ertu tilbúin, frú forseti?, en síðasti sýningardagur verður á sunnudag- inn, 22. febrúar. Sýningin er í Hönnunarsafni Íslands á Garðatorgi í Garðabæ og þar er til sýnis fatnaður og ýms- ir fylgihlutir Vigdísar Finnbogadóttur, fyrrverandi for- seta Íslands. Vigdís mótaði hefðir um klæðaburð kvenna í slíku embætti og þurfti ávallt að huga að klæðnaði fyrir ólík tilefni. Á sýningunni gefst einnig tækifæri til að kynnast persónulegum minningum úr forsetatíð hennar. Varp- að er ljósi á ýmsar siðareglur og hefðir sem ríkja um- hverfis þjóðhöfðingja og sýnt úrval úr orðusafni Vig- dísar. Kjóllinn til hliðar er meðal gripa á sýningunni, en honum klæddist Vigdís er hún var sett í embætti. FYRIR BETRI BORGARA LANDSINS Prófaðu hamborgarasósuna frá E. Finnsson og gerðu gott betra. 31 18 -V O G – V E R T. IS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.