Morgunblaðið - 19.02.2015, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 19.02.2015, Blaðsíða 30
30 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. FEBRÚAR 2015 VIÐTAL Karl Eskil Pálsson karlesp@simnet.is „Sveitarfélögin á starfssvæðinu eru sjö frá Fjallabyggð að Grýtubakka- hreppi og íbúarnir eru samtals um 25 þúsund. Samvinna þeirra er býsna góð á mörgum sviðum og Atvinnu- þróunarfélagi Eyjafjarðar, sem er samstarfsvettvangur sveitarfélag- anna á svæðinu, er meðal annars ætl- að að vera leiðandi afl í uppbyggingu atvinnu og þróunar í þessum sveit- arfélögum. Sömuleiðis er okkur ætl- að að efla hagvöxt á svæðinu, auka fjölbreytilega þeirra starfa sem í boði eru og skapa skilyrði fyrir nýj- um verkefnum til að efla Eyjafjörð sem eftirsóttan valkost til búsetu,“ segir Þorvaldur Lúðvík Sigurjóns- son, framkvæmdastjóri Atvinnu- þróunarfélags Eyjafjarðar. Hann segir að íbúum sveitarfélag- anna hafi fjölgað á síðustu tíu árum, fólk hafi ekki aðeins flutt sig um set innan svæðisins, heldur hafi aðfluttir umfram brott flutta verið fleiri. „Við njótum þess að hérna hefur staðbundinn hagvöxtur verið meiri en á landsvísu frá árinu 2008. Þegar rýnt er í ársreikninga fyrirtækja kemur í ljós að áberandi er að þau hafa verið að greiða niður skuldir, auk þess sem arðsemi þeirra hefur batnað verulega og eigið fé aukist að sama skapi. Það lætur nærri að eigið fé eyfirskra fyrirtækja hafi um það bil þrefaldast frá 2007 og liggur núna rétt undir 200 milljörðum. Þetta skýrist ekki síst af því að starfsemi margra fyrirtækja á svæðinu byggist á útflutningi, sem yfirleitt hefur átt velgengni að fagna frá 2008. Ferða- þjónustunni hefur jafnframt vaxið fiskur um hrygg, rétt eins og víðast hvar á landinu, þannig að síðustu ár- in hafa um margt verið hagfelld svæðinu. Síðast en ekki síst kemur glögglega fram í opinberum tölum að atvinnuleysi á svæðinu hefur undan- farin ár verið umtalsvert lægra en á landinu öllu en um þessar mundir má segja að fullt atvinnustig sé á svæð- inu.“ Fjölbreytt atvinnustarfsemi Þorvaldur Lúðvík segir að grunn- greinar atvinnulífsins séu margar öflugar, sjávarútvegur og landbún- aður leiki stórt hlutverk í atvinnu- málum Eyjafjarðar, sem skapi mörg afleidd störf. „Í greiningu okkar af svæðinu telj- um við til styrkleika meðal annars að vinnuaflið er stöðugt og menntun fólks er almennt góð. Þjónustan er sömuleiðis talin góð og helstu inn- viðir öruggir og traustir. Ef við nefn- um tvær helstu stoðir atvinnulífsins á Eyjafjarðarsvæðinu eru það sjáv- arútvegur og landbúnaður, sem leitt hafa til vaxtar og þróunar ótal fyr- irtækja í þjónustu við þessar grunn- greinar, sem hafa síðan vaxið með út- flutningi. Hérna eru til dæmis nokkur öflug matvælafyrirtæki, en skýringin kannski sú að sterk hefð er fyrir landbúnaði og iðnaði. Sömu sögu er að segja um sjávarútveginn, en Akureyri hefur orðið að miðstöð skipaviðhalds á Íslandi með sam- vinnu fyrirtækja eins og Frosts, Raf- eyri og Slippsins. Sum þessara fyr- irtækja hafa boðið í stór verkefni á alþjóðlegum mörkuðum og vegnað ágætlega í þeirri viðleitni. Mennta- kerfið býður upp á menntun á öllum stigum, háskóli er starfræktur á Ak- ureyri og tveir öflugir framhalds- skólar, en auk þess er framhaldsskóli á Tröllaskaga, en tilkoma hans á hef- ur haft mikla þýðingu fyrir utan- verðan Eyjafjörð. Þá er flesta þætti ríkisstarfseminnar að finna á Akur- eyri, þannig að svæðið státar vissu- lega af fjölbreyttri atvinnu- starfsemi.“ Tekjur íbúa Eyjafjarðar hafa gjarnan verið lægri en á landsvísu, en Þorvaldur Lúðvík segir það bil vera að minnka. „Nýjustu tölur segja að svæðið sé rétt að nálgast landsmeðaltalið, þannig að allt tal um að þetta sé lág- launasvæði á ekki lengur við,“ segir hann. Opinberum störfum verði dreift Þorvaldur Lúðvík segir að opin- berum störfum hafi klárlega fækkað úti á landi, þrátt fyrir að slíkt sé ekki ætlunin í gildandi byggðaáætlun stjórnvalda. „Ég held að almennt sé skyn- samlegast að dreifa opinberum stofnunum um landið eins og best hentar og meira að segja er sér- staklega tekið fram í stefnuyfirlýs- ingu núverandi ríkisstjórnar að mik- ilvægt sé að stuðla að fjölbreyttum atvinnutækifærum um allt land, meðal annars með dreifingu opin- berra starfa. Þegar til stendur að efna þetta ákvæði stefnuyfirlýsing- arinnar ætlar hins vegar allt um koll að keyra, nýjasta dæmið er fyrirhug- aður flutningur höfuðstöðva Fiski- stofu frá höfuðborgarsvæðinu til Ak- ureyrar, burtséð frá aðdraganda og ætlaðri framkvæmd þeirrar ákvörð- unar. Ég held að landsmenn séu al- mennt sammála um nauðsyn þess að byggja landið allt, en staðreyndin er samt sem áður sú að tilraunum stjórnmálamanna við að flytja opin- ber störf út á land er yfirleitt mætt af mikilli andstöðu á höfuðborgarsvæð- inu. Ef við ætlum okkur að byggja landið allt þurfa aðstæður að vera nokkuð áþekkar, þannig að nýting fjármuna verði hliðstæð og skilyrði til atvinnuuppbyggingar jafnframt. Hvers kyns uppbygging á innviðum utan suðvesturhornsins er um- svifalaust dæmd sem kjördæmapot, en öll uppbygging á því svæði þykir hins vegar sjálfsögð og tæpast frétt- næm. Ég nefni sem dæmi heilbrigð- isþjónustu, menntakerfi og sam- göngur. Ef við lítum til dæmis á samgöngurnar, þá er innanlandsflug dýrt og útflutningsfyrirtækin hér eru tiltölulega langt frá langstærsta flugvelli landsins. Við höfum barist lengi fyrir frekari uppbyggingu Ak- ureyrarflugvallar en hægt hefur gengið í þeim efnum þótt upp- tökusvæði farþega um millilandaflug hér sé um 50 þúsund manns, svipað og Færeyjar. Á sama tíma ypptir enginn öxlum yfir því að ISAVIA áformar að ráð- ast í 15 milljarða króna uppbyggingu á Keflavíkurflugvelli en samanlögð upphæð til viðhalds og rekstrar á öll- um öðrum flugvöllum landsins er um 1,5 milljarðar króna árlega, sem hef- ur þýtt að margir þessara flugvalla hafa grotnað niður og liggja undir skemmdum. Sem betur fer ákvað fjárlaganefnd að auka framlag til málaflokksins á síðustu stundu í síð- ustu fjárlögum, en betur má ef duga skal. Það er viðskiptatækifæri í því að auka fjölbreytni áfangastaða á Ís- landi, og raunar nauðsynlegt sam- kvæmt nýlegri skýrslu Boston Con- sulting Group, því álag á helstu ferðamannastaði á suðvesturhorni landsins veldur skemmdum á nátt- úrunni, og ekki síst, mylur undan þeirri ímynd sem við höfum eytt ómældu fé í að byggja upp um landið sem er ósnert með víðernum og perl- um á hverju strái, en svo hitta ferða- langarnir helst aðra útlendinga í bið- röðum við Gullfoss og Geysi. Það fólk kemur síður aftur.“ Þorvaldur Lúðvík segir að Háskól- inn á Akureyri gegni mikilvægu hlut- verki og eigi stóran þátt í uppbygg- ingu Akureyrar. Á sínum tíma hafi verið litið á stofnun skólans sem byggðamál. „Þegar hins vegar verið er að tala um byggðastefnu er hjákátlegt að horfa á fjárlög ríkissjóðs fyrir þetta ár. Háskólinn á Akureyri sker sig verulega úr, miðað framlög til Há- skóla Íslands og Háskólans í Reykja- vík. Maður spyr sig ósjálfrátt hvers vegna þetta sé. Getur til dæmis verið að skýringin sé sú að forsvarsmenn norðlenska háskólans sitja ekki dag- lega á biðstofum ráðherra, eða að stefnunni um byggð og fjölbreyti- leika í landinu sé einfaldlega ekki framfylgt? Stundum er sagt að há- skólinn sé eitt af fjöreggjum Eyja- fjarðar sem er á margan hátt rétt. Þess vegna eru fjárveitingar ríkisins á þessu ári til skólans afskaplega dapurlegar. Hitt er svo annað mál að stundum heyrast þær raddir að námsframboðið sé ekki í takti við þarfir samtímans, skólinn útskrifi að stórum hluta verðandi opinbera starfsmenn, svo sem kennara og hjúkrunarfræðinga, en við megum þó ekki gleyma því að þetta eru fjöl- mennustu starfsstéttir landsins. Þessi atriði hljóta því að vera í sí- felldri endurskoðun.“ Raforka og millilandaflug Atvinnuþróunarfélagið hélt í haust opinn fund þar sem m.a. voru skil- greind helstu hagsmunamál svæð- isins. „Það liggur fyrir að við erum á svæði þar sem skortur á rafmagni er staðreynd. Fyrirtæki kvarta undan því að hafa ekki trygga roforku til stækkunar, jafnvel ekki til núverandi rekstrar. Fyrirtæki eins og Becro- mal og Mjólkursamsalan hafa opin- berlega vakið athygli á þessu og slík staða er auðvitað ekki boðleg og ekki beint til þess fallin að auka aðdrátt- arafl svæðisins fyrir atvinnutæki- færi. Okkar hlutverk er meðal ann- ars að laða hingað fyrirtæki, en slíkt verður auðvitað nánast ógerlegt, ef ekki er hægt að tryggja þeim nauð- synlega orku. Það sér hver maður. Samt sem áður þykir sjálfsagt að flytja raforku á tiltekna staði á suð- vesturhorni landsins. Til dæmis hef- ur Róbert Guðfinnsson athafnamað- ur sagt frá því að til hafi staðið að reisa gagnaver á Siglufirði. Hann lagði þau áform á hilluna, einfaldlega vegna þess að ekki var hægt að verða við óskum um næga raforku. Stað- reyndin er hins vegar sú að við erum með mikla möguleika á orkuvinnslu fyrir austan okkur og fljót og virkj- anir fyrir vestan okkur. Samt sem áður er orkuskortur á Eyjafjarðar- svæðinu, sem er sérkennileg staða. Landsnet verður að standa sig í stykkinu og leggja línur hingað í sátt við Guð og menn. Til að það geti orð- ið verða heimamenn líka að slaka á sínum staðbundnu kröfum um sjón- mengun vegna raforkulína, án þess þó að slakað sé á öryggiskröfum, s.s. vegna flugvalla. Það verður að fara bil beggja í þessum efnum og fá skynsamlega niðurstöðu. Ég sé enga aðra leið.“ Flug ofarlega á baugi Auk skorts á raforku er millilanda- flug ofarlega á baugi hjá Atvinnu- þróunarfélagi Eyjafjarðar. „Uppbygging á Keflavíkurflugvelli fyrir 15 milljarða kóna undirstrikar glögglega að stjórnvöld ætla sér að byggja þar upp einu alvöru milli- landagátt landsins. Á sama tíma er talað um nauðsyn þess að auka fjöl- breytni og valkosti í ferðum til Ís- lands. Fjölgun ferðamanna og álag á ferðamannastaði á sunnanverðu landinu er sums staðar nærri þol- mörkum. Stjórnvöld verða einfald- lega að búa varaflugvelli Keflavíkur, á Akureyri og Egilsstöðum, þannig úr garði að þeir standist allar al- mennar kröfur og jafnframt verði kostað til markaðssetningar á öðrum landshlutum til að fleiri áfangastaðir á Íslandi geti orðið raunhæfur val- kostur fyrir flugrekendur. Það er að okkar viti hagkvæmara fyrir sam- félagið og jafnframt kostnaðarminna fyrir ríkissjóð að búa svona um hnút- ana til að mæta auknum straumi ferðamanna í stað þess að kynda frekar undir staðbundna bólu með núverandi áníðslu á náttúruperlur. Þetta er einnig gríðarlega stórt hagsmunamál fyrir útflutningsfyrir- tækin á landsbyggðinni sem þurfa nauðsynlega að vera staðsett sem næst millilandaflugi. Þessi eingátta- stefna stjórnvalda er landinu öllu skaðleg og verður að breyta.“ Eyjafjörður verði eftirsóttur Ljósmynd/Þórhallur Jónsson Sammála um að landið eigi að vera allt í byggð „Ég held að landsmenn séu almennt sammála um nauðsyn þess að byggja landið allt en staðreyndin er samt sem áður sú að tilraunum stjórnmálamanna við að fylgja þeirri stefnu eftir er yfirleitt mætt af mikilli andstöðu á höfuðborgarsvæðinu,“ segir Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson.  Íbúum sveitarfélaga við Eyjafjörð hefur fjölgað á undanförnum árum  Tekjur fólks á svæðinu nálgast landsmeðaltal  Eingáttastefna stjórnvalda í uppbyggingu flugvalla skaðleg
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.