Morgunblaðið - 19.02.2015, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 19.02.2015, Blaðsíða 34
34 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. FEBRÚAR 2015 Laugavegi 34 101 Reykjavík | Sími: 551 4301 | gudsteinn.is Jakkaföt frá 32.000,- Guðsteins Eyjólfssonar sf V E R S L U N Benedikt Bóas benedikt@mbl.is „Það er undirliggjandi reiði hjá notendum. Við finnum það. Við erum að alltaf að reyna að bæta okkur – það er okkar hlutverk,“ sagði Jóhannes Rúnarsson, framkvæmda- stjóri Strætó, eftir opinn fund með not- endum Ferðaþjónustu fatlaðra sem Sjálfs- björg hélt í gær. Stefán Eiríksson, sem leiðir neyðarstjórn Strætó sem fer með málefni ferðaþjónust- unnar, sat fyrir svörum hjá notendum sem margir höfðu slæma reynslu af hinu nýja kerfi sem tekið var í notkun um áramótin. Tók fundurinn tvo tíma og reyndi Stefán eftir bestu getu að svara fyrirspurnum úr sal. Fjölmenni var á fundinum enda eru not- endur ferðaþjónustunnar rúmlega 2.500 og daglegar ferðir hennar um 1.500 talsins. Spurðir spjörunum úr Fram kom í máli Stefáns að neyðarstjórn- in hefði þegar ráðið sinn fyrsta starfsmann en sá fer yfir allar upplýsingar og skráir það sem upp á vantar um hvern einasta not- anda sem notar ferðaþjónustuna. Eftir að orðið var gefið laust voru Stefán og aðrir stjórnendur Strætó spurðir spjör- unum úr. Meðal annars kom fram að nokkr- ir væru hættir að nota þjónustuna. „Við getum ekki séð það í kerfinu hverjir það eru, það eru hópar sem detta inn og út en það er rétt það sem kom hérna fram hjá fólki að það eru einhverjir sem eru hættir að nota kerfið. Ólöf (Ólöf Þorbjörg Péturs- dóttir, fötluð stúlka sem gleymdist í bíl ferðaþjónustunnar) hefur til dæmis ekki komið inn í kerfið að nýju,“ sagði Jóhannes. Erfitt að vera alltaf of seinn Einnig kom fram að sífelldar seinkanir, þar sem börn, unglingar og fullorðið fólk misstu af hluta af æfingum og öðru starfi eftir skóla og vinnu, væru notendum erfiðar andlega. Ein móðirin reis upp og húðskammaði þá fulltrúa sem voru mættir frá Strætó. „Fundurinn var mjög gagnlegur. Hér komu góðar ábendingar sem við tökum til okkar,“ sagði Jóhannes. Nokkrir notendur kvörtuðu undan því að símaverið skellti sífellt á þá þegar hringt væri. Stefán gat engin svör gefið við þessu og gaf boltann á Jóhannes sem sagði að þjón- ustuverið væri með netsíma og of lítil band- vídd hefði verið tengd inn til þjónustuvers- ins og því skelltist stundum á notendur. Þetta hefði nú verið lagað. Bandvídd var aukin í þjónustuverinu á mánudaginn og ætti hún því núna að vera næg. Jóhannes segist vona að svona ófyrirséð vandamál séu ekki á hverju strái. „Við vinnum hörðum höndum að því að bæta kerfið. Þetta kom svolítið á óvart. Fjöldi símtala var miklu meiri en við bjugg- umst við og þörfin á bandbreidd var van- metin inn í húsið.“ Einn of seinn Mikið var rætt um seinkanir á þjónust- unni en þótt flestir notendur hafi nýtt sér þjónustuna til að komast niður í hús Sjálfs- bjargar varð aðeins einn of seinn og það var vegna þess að bílstjórinn þekkti ekki hvort fundurinn væri í norður- eða suðursal. Sá kom 20 mínútum of seint. Stefán sagði að hann hefði sjálfur villst þegar hann var á leiðinni á fundinn. Ennþá töluverð reiði hjá notendum  Notendur Ferðaþjón- ustu fatlaðra funduðu í gær og ræddu málin við neyðarstjórn Strætó Morgunblaðið/Eggert Ferðaþjónusta Suðursalur Sjálfsbjargar var þétt setinn þegar fundurinn fór fram í gær. Björn Már Ólafsson Jón Pétur Jónsson Athafnamaðurinn Hannes Smárason var í gær sýknaður í héraðsdómi Reykjavíkur. Honum hafði verið gefið að sök að hafa, án heimildar stjórnar FL Group, látið millifæra 2,87 millj- arða króna af reikningum félagsins inn á reikning eignarhaldsfélagsins Fons árið 2005. Hannes var á þeim tíma starfandi stjórnarformaður FL Group. Í dómnum kemur fram að engin gögn séu til staðar hjá Kaupthing Bank Luxembourg (KBL) um millifærsluna, og benda jafnvel sum gögn úr bank- anum til þess að engin millifærsla hafi átt sér stað. „Sætir nokkurri furðu“ „Allt sætir þetta nokkurri furðu og engar fullnægjandi skýringar hafa komið fram um þetta. Ákæruvaldið verður að bera hallann vegna algjörs skorts á gögnum frá KBL um milli- færsluna til Fons auk þess sem enginn vitnisburður skýrir hana eins og rakið hefur verið,“ segir í dómsorðunum. Hannes var ákærður fyrir fjárdrátt en fyrir umboðssvik til vara. Héraðs- dómur komst að þeirri niðurstöðu að þar sem Hannes var sýknaður af því að hafa látið millifæra fjármuni af reikn- ingi FL Group til Fons, beri einnig að sýkna hann af umboðssvikum. Sakar- kostnaðurinn í málinu, þar með talin tæplega 10 milljón króna máls- varnarlaun verjanda Hannesar, verður greiddur úr ríkissjóði. Málatilbúnaður ákæruvaldsins byggðist á því að millifærsla af reikn- ingi FL Group til Fons hefði tengst áformum Hannesar um þátttöku FL Group í kaupum Fons á Sterling Airl- ines og að um þessi áform Hannesar hefði þáverandi forstjóra, fjármála- stjóra og öðrum stjórnarmeðlimum en Hannesi verið ókunnugt, og engin ákvörðun tekin um þetta af hálfu fé- lagsins. Við aðalmeðferð málsins varð fátt um svör hjá Hannesi og voru þau undantekningalaust á þá leið að hann kannaðist ekki við skjöl og myndi ekki eftir tölvupóstum sem undir hann voru bornir. Telja áfrýjun líklega Finnur Þór Vilhjálmsson, saksókn- ari hjá embætti sérstaks saksóknara, sagði í samtali við mbl.is að líklega yrði málinu áfrýjað. „Ég er búinn að kynna mér dóminn og við gerum fastlega ráð fyrir að okkar tillaga til ríkissaksókn- ara verði að áfrýja þessu máli,“ segir Finnur. Tillagan um áfrýjun verður lögð fram á fundi með ríkissaksóknara, sem tekur svo endanlega ákvörðun. „Ákæruvaldið beri hallann af skorti af gögnum“  Hannes Smárason sýknaður af ákæru um fjárdrátt Morgunblaðið/Þórður Héraðsdómur Hannes Smárason við aðalmeðferð málsins. Samkeppniseftirlitið heimilaði í gær Vodafone og Nova að hafa með sér samstarf við rekstur dreifikerf- is fyrir farsímaþjónustu. Setti eft- irlitið tiltekin skilyrði sem fyrir- tækin verða að uppfylla svo ekki verði raskað samkeppni á mörkuð- um fyrir farsímaþjónustu, hvorki á heildsölu- né smásölustigi. Upphaf samstarfsins var þegar fyrirtækin tvö óskuðu eftir undan- þágu frá banni 10. gr. samkeppn- islaga við samráði fyrirtækja en slík undanþága verður aðeins veitt ef samstarfið er til þess fallið að stuðla að bættri nýtingu fjármuna og kemur neytendum til góða. Að undangenginni rannsókn telur Samkeppniseftirlitið sig hafa for- sendur til að heimila samstarfið með skilyrðum sem fyrirtækin tvö hafa skuldbundið sig til þess að fylgja. Tryggja verður jafnræði Í sátt fyrirtækjanna við Sam- keppniseftirlitið er meðal annars að finna skilyrði um óhæði þeirra sem sitja í stjórn rekstrarfélagsins, þannig að girt sé fyrir að stjórn- endur samstarfsaðilanna sitji sam- an í stjórninni og koma í veg fyrir að samstarfið verði uppspretta frekara samstarfs sem skaðar sam- keppni. Einnig eru skilyrði um til- högun tæknilegs samstarfs. Þá er einnig að finna skilyrði um að þau skulu gæta jafnræðis gagn- vart þeim fyrirtækjum sem óska eftir aðgangi að farsímakerfinu, þ.e. sýndarnetsaðilum og endur- söluaðilum. bmo@mbl.is Samstarf Nova og Vodafone  Tvö farsímafyrirtæki hefja samstarf um rekstur dreifikerf- is fyrir farsímaþjónustu  Samstarfið er skilyrðum bundið Áhugaleysi meirihlut- ans í Reykjavík vakti töluverða athygli fund- argesta. Heiða Björg Hilmisdóttir, varaborg- arfulltrúi Samfylking- arinnar, var sú eina sem lét sjá sig á fund- inum á meðan borgar- fulltrúar Sjálfstæðis- flokksins fjölmenntu og Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir kom fyrir hönd Framsóknar. Meirihlutinn lét ekki sjá sig FUNDARMENN SÁTTIR VIÐ SJÁLFSTÆÐISMENN Stefán Eiríksson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.