Morgunblaðið - 19.02.2015, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 19.02.2015, Blaðsíða 36
36 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. FEBRÚAR 2015 Þjóðræknis- félagið efnir á laugardag kl. 14 til opins kynn- ingarfundar um tímamót hjá Vestur- Íslendingum og hópferðir til Vesturheims af því tilefni. Ársþing þjóð- ræknisfélaganna í Vesturheimi verður haldið í Minneapolis í Bandaríkjunum 15.- 17. maí nk. Þjóðræknisfélagið stendur fyrir hópferð á þingið og á slóðir Íslend- inga í Minnesóta. Í haust verða 140 ár liðin frá því Íslendingar settust að á Nýja- Íslandi í Kanada. Bændaferðir skipuleggja hópferð þangað í tengslum við Íslendingadagshátíð- ina á Gimli og sambærilega hátíð í Mountain í Norður-Dakóta fyrstu helgina í ágúst. Í haust verða 160 ár frá því Ís- lendingar settust fyrst að í Utah. Þjóðræknisfélagið í samstarfi við Bændaferðir efnir til hópferðar þangað í september, en hátíðarhöld verða í Spanish Fork í tilefni tíma- mótanna dagana 9. – 13. sept- ember. Þjóðræknisfélagið kynnir tímamót hjá frændum í Vesturheimi Halldór Árnason, formaður ÞFÍ. Sýningin Þrautir og gátur var opn- uð í Smáralind í gær. Þetta er gagnvirk sýning þar sem gestir fá að spreyta sig á ýmsum þrautum sem byggjast á undrum stærðfræðinnar. „Sýningin hentar öllum aldurshópum og hún er sett upp með það að leiðarljósi að gestir skemmti sér um leið og þeir fræð- ast,“ segir í tilkynningu. Meðal þess sem gestir munu prófa á sýningunni er að leysa Su- doku-þraut, láta tannhjól hreyfast og búa til hinn ýmsu form. Sýningin fer fram á göngugötu Smáralindar dagana 18. febrúar til 3. mars og er öllum opin. Þrautir og gátur er fjórða sýn- ingin af þessu tagi sem sett hefur verið upp í Smáralind. Gestir Smáralindar leysa ýmsar þrautir STUTT Guðni Einarsson gudni@mbl.is Árni Johnsen er nýkominn frá Aþenu í Grikklandi. Þar lék Panayiotis Ster- giou, einn fremsti búsúkíleikari Grikkja, einleik í Sólarsvítu Árna við undirleik Þjóðarsinfóníuhljómsveitar Úkraínu. Leikur sinfóníuhljómsveit- arinnar var hljóðritaður í Kiev sum- arið 2013 en leikur Stergious hljóðrit- aður í Aþenu. Konstantinos Anadiotis stjórnaði upptökunni í Grikklandi. Sólarsvítan er í fjórtán köflum og byggist á lögum sem Árni gerði við ljóð þekktra íslenskra ljóðskálda á borð við Matthías Johannessen, Stein Steinarr, Indriða G. Þorsteinsson, Jóhannes úr Kötlum, Tómas Guð- mundsson, Halldór Laxness og einn- ig eigin ljóð Árna. Breski tónlistar- maðurinn Ed Wells útsetti Sólar- svítuna fyrir sinfóníuhljómsveit. Hann útsetti einnig Stórhöfðasvít- una, verk í tíu þáttum, eftir Árna sem var gefin út árið 1998. Árni sagði að Wells hefði stuðst við útsetningar sem Jón „bassi“ Sigurðsson gerði á sínum tíma í samvinnu við Árna. Tímamót í grískri tónlist „Meiningin var að gera útgáfu af Sólarsvítunni með grísku ívafi. Ég fékk toppupptökustjóra í Aþenu, Konstantinos Anadiotis, og besta búsúkíleikara Grikkja, Panayiotis Stergiou, í lið með mér,“ sagði Árni. „Þeir Anadiotis og Stergiou sögðu að þetta væri tímamótaupptaka í tón- listarsögu Grikklands! Þetta hefði aldrei verið gert áður, svo þeir vissu til, að leika einleik á þjóðarhljóðfærið búsúkí með sinfóníuhljómsveit. Þeir prófuðu fyrst tvö lög, lag sem ég gerði við ljóðið Hönnu eftir Matt- hías Johannessen og við ljóðið Mið- vikudag eftir Stein Steinarr. Þetta tókst ótrúlega vel. Þá var öll svítan tekin upp. Niðurstaðan var mögnuð að þeirra mati. Upptökustjórinn sagði að músíkin væri eins og samin fyrir búsúkí og búsúkíið smíðað fyrir þessa músík! Þetta passaði alveg 100%. Ég er hálfur Grikki og sagði að ég væri að þessu til að sýna að gríska genið í mér væri ekkert svindl! Þeir hlógu mikið að því. Svo bættu þeir því við að það væri skrítið að það þyrfti mann utan úr heimi – þótt hann væri með gríska tengingu – til að valda svona tímamótum.“ Árni sagði að Stergiou búsúkíleik- ari hefði sagst vera afar stoltur og þakklátur fyrir að hafa fengið að spila þetta verk með fullskipaðri sinfóníu- hljómsveit. Hann hefði verið mjög ánægður með verkefnið. „Hann sagði að þetta opnaði nýjar víddir fyrir búsúkíið bæði varðandi túlkun og notkun hljóðfærisins,“ sagði Árni. „Stergiou sagði að gamla gríska músíkin, alls konar þjóðlaga- tónlist, hefði notið vaxandi vinsælda í Evrópu undanfarið. Þetta myndi væntanlega leiða til þess að bæði þjóðlög og búsúkí gengju í endurnýj- un lífdaga.“ Stefnir að tónleikum Árni er að ljúka undirbúningi að útgáfu Sólarsvítunnar í tveimur út- gáfum. Auk þess að hljóðrita hana í Kiev og Aþenu með sinfón- íuhljómsveit og búsúkí var verkið einnig útsett fyrir klassískan gítar. Úkraínski gítarleikarinn Yuri Fomin lék verkið og var það hljóðritað í Kiev í Úkraínu. „Yuri Fomin er í fremstu röð klass- ískra gítarleikara á heimsvísu,“ sagði Árni. Þá hefur Össur Geirsson, stjórnandi Skólahljómsveitar Kópa- vogs, útsett Sólarsvítuna fyrir lúðra- sveit. Yuri Fomin er nú að útsetja Stór- höfðasvítuna, verk í tíu þáttum eftir Árna, fyrir klassískan gítar og nú- tímagítar. Árna langar að halda tónleika til að frumflytja Sólarsvítuna. Verið er að skoða það að fá eina af þremur sin- fóníuhljómsveitum í Aþenu til að frumflytja Sólarsvítuna með búsúkí- einleik þar í borg. Friðþjófur Helgason, kvikmynda- gerðarmaður og ljósmyndari, fór með Árna til Aþenu og kvikmyndaði við upptökurnar. Þess er að vænta að úr því efni verði gerður sjónvarpsþáttur. Sólarsvíta með grísku yfirbragði  Árni Johnsen fékk einn fremsta búsúkíleikara Grikkja til að leika einleik í Sólarsvítunni  Það er nýtt að búsúkí sé notað sem einleikshljóðfæri með sinfóníuhljómsveit, að sögn grískra tónlistarmanna Ljósmynd/Friðþjófur Helgason Búsúkíleikarinn Panayiotis Stergiou þykir vera í fremstu röð búsúkíleik- ara í Grikklandi nú um stundir. Hann kunni vel að meta tónsmíðina. Ljósmynd/Friðþjófur Helgason Á rökstólum Konstantinos Anadiotis, upptökustjóri og hljóðmeistari, og Árni Johnsen, höfundur Sólarsvítunnar, náðu vel saman. Grikkirnir sögðu að tónlistin væri eins og samin fyrir búsúkí og búsúkí smíðað fyrir tónlistina. kÖku gerÐ hp www.flatkaka.is Flatkökur& rúgbrauð ádiskinn þinn þjóðlegt, gómsætt og gott Gríptu með úr næstu verslun Búsúkí (bouzouki) er þjóðar- hljóðfæri Grikkja. Það er átta strengja með belglaga búk, löngum hálsi og um eins metra langt. Tveir og tveir strengir hljóma saman líkt og á mandól- íni og er leikið á hljóðfærið með nögl. Búsúkí hefur aðallega ver- ið notað í grískri þjóðlaga- og alþýðutónlist. Búsúkí var til dæmis mjög áberandi í tónlistinni við kvik- myndina um Grikkjann Zorba eftir söngvasmiðinn Mikis Theodorakis og í annarri tónlist hans. Hljóðfæri alþýðunnar BÚSÚKÍ (BOUZUOKI)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.