Morgunblaðið - 19.02.2015, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 19.02.2015, Blaðsíða 50
50 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. FEBRÚAR 2015 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Hugsanlegahafa orðiðþáttaskil í óöldinni í Líbíu um síðustu helgi, þegar liðsmenn Ríkis ísl- ams sendu frá sér myndband, sem sýndi aftökur rúmlega tuttugu kopta, kristinna Egypta, sem höfðu starfað sem farandverkamenn í Líbíu. Við- brögð egypsku herstjórnarinnar voru hröð og ákveðin; hún hóf loftárásir á skotmörk í Líbíu inn- an við sólarhring síðar. Atburða- rásin sýnir glöggt hversu lítil tök hin alþjóðlega viðurkennda rík- isstjórn Líbíu hefur á landinu, þar sem ribbaldaflokkar vaða uppi og lögleysan ræður ríkjum. Í Líbíu eru með öðrum orðum kjör- aðstæður fyrir samtök eins og Ríki íslams til þess að koma sér fyrir og breiða úr sér og það hafa þau gert. Söfnuður kopta í Egyptalandi er einn elsti kristni söfnuður ver- aldar og hefur í gegnum tíðina náð að dafna þrátt fyrir að hafa átt undir högg að sækja undir yf- irráðum múslima í Egyptalandi. Al Sisi, leiðtogi Egyptalands, hef- ur lagt áherslu á bætt samskipti milli trúarhópa, og meðal annars mætt til kristinnar messu, fyrst- ur forseta Egyptalands. Viðbrögð hans nú benda til þess að hann vilji sýna það í verki, að Egyptar séu ein þjóð óháð trúarbrögðum, en með þeim boðskap aðskilur hann sig enn frekar frá Bræðralagi múslima, sem herinn hrakti frá völdum. Óöldin í Líbíu hef- ur nú staðið í nærri því fjögur ár, og eru þegar farnar að heyrast vanga- veltur um að annað borgarastríð sé í raun hafið á milli íslamista og hinnar borgaralegu stjórnar landsins. Vopn flæða í gegnum landið, með þeim afleiðingum að grafið hefur verið undan stöð- ugleikanum víðar í Norður- og Vestur-Afríku. Al Sisi kallaði í kjölfar loftárás- anna eftir því að alþjóða- samfélagið beitti sér til þess að binda endi á átökin í Líbíu, en ekki er víst að því kalli hans verði hlýtt. Þó hljóta þau vestrænu ríki, sem gripu inn í með hern- aðaraðgerðum árið 2011 og veltu þáverandi harðstjóra, Moammar Gaddafí, úr sessi, að íhuga vand- lega hvort að ekki standi upp á þau að takast á við afleiðingar að- gerðanna. Ástandið í Líbíu nú, þar sem hætta er á að öfgafullir íslamistar nái völdum, sýnir að ekki er nóg að velta harðstjóra úr sessi ef ekki er tryggt að eitthvað betra taki við. Í þeirri púður- tunnu sem Mið-Austurlönd og Norður-Afríka eru, þarf að fara sérstaklega gætilega í þessum efnum og tryggja að hryðju- verkasamtök nái ekki undir sig heilu ríkjunum. Egyptar blanda sér í óöldina í Líbíu, en hvað gera þeir sem veltu Gaddafí?} Átökin víkka út Leiðarstef sumrastjórnmála- manna í íslenskri umræðu er að flest sé miklu betra í þeim „löndum sem við berum okkur helst saman við“. Allir vita hvernig allt á að snarbatna gangi menn hoknir inn í ESB. Allir vita líka um yfirgengilegan lýðræðishalla í því fyrirbæri. Lissabon-sáttmálinn átti að bæta úr honum með því að hundruð þúsunda undirskrifta borgaranna áttu að geta leitt til þess, að framkvæmdastjórn ESB kíkti á tillögu sem þeim bærist frá fjöldanum. Það grín hefur auðvitað ekki breytt neinu, enda stóð það ekki til. Evrukrísan hefur dregið fram í dagsljósið sérkennilegar regl- ur á svæði myntarinnar. Í Frakklandi komast menn ekki í þingframboð nema hafa tiltek- inn stuðning í sveitarstjórnum í kjördæminu! Er reglan iðulega notuð til að kæfa óánægjuöfl í fæðingunni. Franska ríkisstjórnin getur sett lög án atbeina þingsins eins og hún er að gera um þessar mundir. Þingið getur ekki kallað eftir lögunum og borið þau und- ir atkvæði. Eina úr- ræðið sem það hef- ur er að bera upp vantraust á ríkis- stjórnina. Þing- menn, sem eru al- gjörlega á móti viðkomandi lögum, greiða hins vegar atkvæði gegn vantrausti, þar sem samþykkt þess leiðir til kosninga, þar sem þeir kynnu að glata þingsæti sínu. Í Grikklandi gildir sú regla að flokkur sem mer það að verða stærstur flokka í kosningum fær tugi þingsæta í bónus fyrir það afrek. Hann verður því með miklu ríkara umboð í þinginu en lýðræðislegar kosningar höfðu ákvarðað. Og aðrir flokkar fá miklu veikari stöðu en vilji kjós- enda stóð til. Í Bretlandi getur flokkur fengið yfir 60 prósent sæta í þingsalnum með aðeins 40% at- kvæða kjósenda. Þetta eru aðeins fá dæmi. Þó gapa þeir sem mest blanda saman fræðimennsku og póli- tískum eintrjáningahætti títt um að Ísland sé „banana- lýðveldi“. Og þá vita þeir í raun- inni ekki hvað það hugtak þýðir, ef marka má tilefnin fyrir lík- ingunni. Ekkert bendir til að grasið sé grænna á völlum stjórnmál- anna hjá saman- burðarríkjum} Lýðræðislegur halli og hallærislegt lýðræði Á síðustu árþúsundum hefur manns- heilinn minnkað. Ástæðan er ein- faldlega sú að hér áður fyrr þurfti fólk að vita talsvert meira til þess að komast af. Tilveran var eflaust að mörgu leyti einfaldari enda þurfti fólk ekki að hafa áhyggjur af t.d. skattskýrslum og gjaldeyr- ishöftum á tímum landbúnaðarbyltingarinnar, en engu að síður þurfti talsverða þekkingu á um- heiminum til þess að komast af. Líf nútíma- manns krefst nánast engrar þekkingar á heim- inum eða gangi náttúrunnar. Ef við kæmum háttsettum einstaklingi úr íslensku samfélagi – segjum til dæmis vel menntuðum stjórnanda í fjárfestingarbanka eða umhverfisráðherra – fyr- ir á afskekktri eyðieyju ásamt litlum apa, þá værum við líklegri til að veðja á apann þegar kæmi að því að bjarga sér og komast lífs af. Ap- inn mun aldrei skilja hugmyndir um hvernig tryggja eigi hagvöxt og framfarir á eyjunni þegar hún byggist loks eða röksemdarfærslur þess efnis að framtíðarráðamenn eyj- unnar geti notið góðs af því að misskilja vísvitandi orðalag alþjóðasamninga, en hann mun engu að síður að öllum lík- indum spjara sig ágætlega þarna fyrst um sinn og mun bet- ur en hinir viti bornu ferðafélagar hans. Annað sem er ljóst að hefur dvínað umtalsvert er athygl- isgáfa okkar. Forfeður okkar neyddust til þess að helga sig líðandi stund, þeir þurftu að hlusta á umhverfishljóð, renna á lykt, gaumgæfa hvað var að gerast í kringum þá. Þess vegna höfum við ólík skynfæri. Sama gildir um dýr í nátt- úrunni, þau lifa hér og nú, komast ekki upp með annað. Við á hinn bóginn höfum enga sérstaka þörf fyrir að vera vakandi gagnvart því sem er á seyði í kringum okkur. Við getum auðveldlega liðið í gegnum daga, mánuði, ár án þess að pæla nokk- uð í umhverfi okkar, starandi á ómótstæðilegan skjá sem örvar okkur í sífellu. Tækin í lífi okkar gera okkur kleift að lifa annars staðar en þar sem við erum í raun. Hver kannast ekki við að endurhlaða samskiptamiðlasíður reglulega, aft- ur og aftur og aftur, í leit að örvun, læki, ein- hverju sem skekur sálina í augnablik? Snjall- símar, samskiptamiðlar, internetið – þessi fyrirbrigði hafa breytt heiminum á marga vegu, eflaust oft til góðs, en þau hafa líka breytt okkur í fanga eigin fýsna og langana. En það er líka eitthvað í samfélagsgerðinni sjálfri sem fær okkur til að hafna líðandi stund. Við þráum að sogast inn í framtíðina, því þar liggur lykillinn að bættum lífskjörum. Við trúum því einlægt að morgundagurinn verði betri en dagurinn í dag – þessi hugsun er grundvöllur hagkerfisins. Á morgun mun líta dagsins ljós nýtt tæki – snjallsími, úr, bifreið – sem mun bæta tilveruna á meira afgerandi hátt en þau tæki sem við höfum í dag. Framfarir morgundagsins munu gera allt betra. Þessu trúum við jafnvel þótt ekkert bendi til þess að við séum hamingjusamari en forfeður okkar. Samt erum við þúsund sinnum tæknivæddari og valdameiri en þeir. Kannski er ein ástæðan sú að óháð ytri aðstæðum getur maður endalaust dreift athygli sinni með skipulagningu, þrám eða áhyggjum til framtíðar, en dýpsta rót hamingj- unnar er alltaf fólgin í meðvitund og athygli í líðandi stund. Halldór Armand Pistill Við veðjum öll á apann STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen FRÉTTASKÝRING Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Framleiðsla afurða fiskeldis jókst um 20% á síðasta ári, miðað við árið á undan, samkvæmt opinberum töl- um Matvælastofnunar. Aukning er í framleiðslu lax, bleikju og regnboga- silungs. Aftur á móti var eldi lúðu og sandhverfu endanlega hætt og þorskeldið virðist vera á sömu leið. Heildarframleiðslan jókst úr tæpum 7 þúsund tonnum í rúmlega 8.300 tonn á árinu 2014, eins og sjá má á meðfylgjandi línuriti sem gert er eftir tölum sem Gísli Jónsson, dýralæknir fisksjúkdóma, tók sam- an. Framleiðsla á laxi jókst um tæp 1000 tonn, er orðin tæp 4 þúsund tonn, og samsvarar það nærri þriðj- ungs aukningu á milli ára. Þarf að fara aftur til ársins 2006, þegar síð- asta laxeldisbylgja náði hámarki, til að finna tölur um meiri framleiðslu á laxi. Með sama áframhaldi eru ekki mörg ár í að framleiðslan nái þeim hæðum á nýjan leik. Aftur á móti er hægfara aukn- ing í hinni helstu eldistegundinni, bleikju, og var framleiðslan á síðasta ári 3400 tonn. Þessar tvær tegundir hafa borið uppi eldið á síðustu árum og bleikjan verið í fyrsta sæti þang- að til nú að laxinn hefur tekið afger- andi forystu. Framleiðsla á regn- bogasilungi margfaldaðist og er nú orðin umtalsverð. Uppistaða fram- leiðslunnar er frá Dýrfiski á Vest- fjörðum. Fjarðalax burðarásinn Aðeins fjórar stöðvar framleiða lax. Langmesta framleiðslan er hjá Fjarðalaxi á Vestfjörðum og ber það fyrirtæki uppi aukninguna, eins og undanfarin ári. Búist er við áfram- haldandi aukningu hjá Fjarðalaxi á yfirstandandi ári auk þess sem Arn- arlax áætlar að hefja slátrun úr sjókvíum sínum í Arnarfirði undir lok ársins. Laxeldið heldur því áfram að aukast. Auk Dýrfisks er Fiskeldi Aust- fjarða að koma sterkt inn í eldi á regnbogasilungi og þar er fyrir- sjáanleg mikil aukning á nýbyrjuðu ári. Bleikjueldið heldur áfram að aukast hægt og bítandi enda er verið að vinna markað sem ekki þolir stór stökk. Alls eru um 24 stöðvar í bleikjueldi, flestar smáar. Fram- leiðslan hefur aldrei verið meiri en á síðasta ári. Samherji rekur stærstu bleikjustöðvarnar og framleiðir um tvo þriðju hluta bleikjunnar. Ný stöð í Þorlákshöfn bættist við, Náttúra fiskirækt. Guðbergur Rúnarsson, fram- kvæmdastjóri Landssambands fisk- eldisstöðva, á von á áframhaldandi aukningu í ár og næstu ár. Fyrir- tækin á Vestfjörðum setja öll stefn- una á 10 þúsund tonna ársfram- leiðslu eða meira sem og þau tvö fyrirtæki sem eru að hasla sér völl á Austfjörðum. Enn strandar þó á leyfum og umhverfismati, einkum í laxeldinu því deilur eru um það á vissum svæðum. Guðbergur telur ljóst að heild- arframleiðslan aukist um 30% á yf- irstandandi ári, fari úr tæpum 10 þúsund tonnum af óslægðum fiski og upp undir 13 þúsund tonn. Auk aukningar í helstu eldisteg- unum kemur ný afurð sterk inn í framleiðsluna á þessu ári, senegal- flúra sem Stolt Seafarm er byrjað að slátra úr stöð sinni í Höfnum. Framleiðsla í fiskeldi jókst um 20% á árinu Heildarframleiðsla í eldi lagardýra Tonn af slægðum fiski 6.232 3.710 1.670 1.805 393 180 6.894 3.965 3.411 310 603 9.961 8.327 Heildarframleiðsla Þar af lax Þar af bleikja Þar af regnbogiÞar af þorskur 2003 2014 10.000 8.000 6.000 4.000 2.000 0 Heimild: Mast Guðbergur Rúnarsson Gísli Jónsson Engir alvarlegir sjúkdómar herja á íslensku fiskeldisstöðv- arnar og er sjúkdómastaðan áfram mjög góð, að sögn Gísla Jónssonar, dýralæknis fisk- sjúkdóma hjá Matvælastofnun. Tekur hann fram að staðan hafi sjaldan verið betri en á nýliðnu ári. Nýrnaveiki sem er bakt- eríusýking og getur verið erfitt að eiga við kom upp í bleikju- stöð og tengist tilvikið villtum fiski. Fylgst er grannt með laxa- lús. Hún er í villtum fiski og stöku sinnum finnst ein og ein lús í stöðvunum. Hún hafi hvergi náð sér á strik og hvergi valdið tjóni og valdi engum áhyggjum. Fiskilús sem er minni og hættuminni fylgir einnig villtum fiski af öllum gerðum og hún sést líka í stöðvunum án þess að valda tjóni. Fiskilúsin festir sig við laxinn með sogskálum og get- ur valdið ertingu en grefur sig ekki inn í fiskholdið eins og laxalúsin. Staðan sjald- an verið betri SJÚKDÓMAR Í STÖÐVUM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.