Morgunblaðið - 19.02.2015, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 19.02.2015, Blaðsíða 51
51 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. FEBRÚAR 2015 Sólstafir Hann getur verið listaverki líkastur leikur ljóss og skugga þegar sólargeislar leitast við að brjótast gegnum skýin, eins og sjá má á þessari mynd sem tekin var í gær undir Eyjafjöllum. RAX Þjónustusel fyrir aldraða í Þorraseli mun innan skamms mæta örlögum sínum og verða lagt niður. Við þau tímamót er nauð- synlegt að rifjað sé upp, hvernig starfsemin í þágu aldraða á Þorra- götu 3 hefur verið, hvernig til hennar var stofnað og ótrúleg vinnubrögð starfsfólks á velferð- arsviði til að ná því markmiði að leggja niður þessa starfsemi í Þorra- seli. Upphafið Fyrsta skráða heimild, sem mér er kunnugt um, er frá júní 1991, þegar borgarráð samþykkti að gefa Banda- lagi háskólamanna kost á lóð við Suð- urgötu (síðar skráð við Þorragötu) til að byggja 40-50 íbúðir fyrir aldraða félagsmenn. Borgarráð setti eftirfar- andi fyrirvara: „Gert er ráð fyrir byggingu u.þ.b. 400 fm þjón- ustukjarna á vegum Reykjavík- urborgar á lóðinni eftir 3-4 ár sam- kvæmt nánari ákvörðun. Af þeim sökum skal skipulag á lóðinni og hönnun mannvirkja unnin í samráði við byggingarnefnd aldraða.“ Í mars 1992 birti félagsmálastjóri (forveri sviðsstjóra velferðarsvið) „Forsögn að þjónustuseli fyrir aldr- aða“ á umræddri lóð. Er þar tíundað með nokkurri nákvæmni á sex vélrit- uðum blaðsíðum hvaða starfsemi skuli gera ráð fyrir í þjónustuselinu (að- allega móttökueldhúsi og borðsal fyrir a.m.k. 70 manns, aðstöðu fyrir spil og margvíslega félags- og tómstunda- starfsemi). Mikil áhersla er lögð á að aðkoma og aðgengi skuli vera gott og greiðfært öllum „jafnt gangandi sem og hjólastólum“. Við allan frágang innanhúss og val á búnaði skal tekið „tillit til þarfa aldraða“. Jafnframt er ákveðið að innangengt verði milli íbúðarhússins og þjónustuversins. Eftir þessari forsögn unnu arki- tektar þjónustuselsins. Í apríl 1994 – rúmlega tveimur árum eftir gerð for- sagnarinnar – er skrifað undir lóð- arsamning milli borgarinnar og hand- hafa lóðarréttinda íbúðarhússins, sem þá er orðið uppsteypt. Í samningnum segir að lóðin sé nr. 5-7-9 við Þorra- götu, hún sé 9.180 fm að stærð og óskipt með lóðinni nr. 3 við Þorragötu. Og síðar segir: „Kvöð um þjónustu- miðstöð.“ Báðum aðilum var auðvitað ljóst um hvað var verið að semja. Samningurinn er gerður til 75 ára frá 1.6. 1993. Eigendur íbúðanna hafa síð- an greitt rúmlega 95% af öllum lóð- argjöldum, en borgarsjóður tæplega 5%. Lóðin er skráð sem íbúðar- húsalóð. Fyrstu árin eftir opn- un þjónustuselsins mun Félag eldri borgara hafa komið að rekstrinum, en frá 1999 hefur það verið rekið af Reykjavík- urborg í óbreyttu formi. Vistmenn eru um 80, hafa mislanga dvöl, en úr húsunum við Þorra- götu voru þeir fimm síð- ast þegar ég vissi. Þetta er því ekkert einkamál íbúanna hér og þeir njóta ekki forgangs, fara á biðlista rétt eins og aðrir. Dvölin í Þorraseli hefur verið vinsæl og eft- irsótt og reksturinn þótt til fyr- irmyndar. Stjórnsýslan Hinn 16. október 2014 var í velferð- arráði lögð fram svohljóðandi tillaga: „Lagt er til að samþætt heimaþjón- usta í Vesturbæ, miðborg og Hlíðum verði staðsett að Þorragötu 3 þar sem nú er rekin dagdvölin Þorrasel fyrir aldraða.“ Tillagan var samþykkt og er ljóst af bókunum, að hún hafði verið til meðferðar a.m.k. frá í júní 2014. Minnt er á að íbúðirnar (38) og þjónustuselið standa samtengd á óskiptri lóð. Samkvæmt lögum um fjöleignarhús nr. 26/1994, sem gilda m.a. um hús með bæði íbúðum og hús- næði til annarra nota (2. tl. 1. gr.), skal leita samþykkis allra eigenda, ef breyta á verulega hagnýtingu sér- eignar (27. gr. sbr. einnig 5. tl. 41. gr. A ). Einnig eru ákvæði í skipulags- og byggingarlögum um skyldu til að leita leyfis til breytingar á notkun hús- eignar. Fer þá gjarnan fram grennd- arkynning. Í stjórnsýslulögum eru ákvæði um rannsóknarskyldu yf- irvalda við ákvörðunartöku og um andmælarétt þeirra, sem hagsmuna hafa að gæta. Engu af þessu var sinnt. Aldrei var haft samband við einn eða neinn af íbúum húsanna, aldrei við húsfélagið. Ekki hefur verið sótt um nein leyfi eða samþykki. Á fundi 26. nóvember kom síðan í ljós að þeir sem unnu verkið í hendur velferðarráðs höfðu ekki hug- mynd um efni lóðarsamningsins frá 1994 eða vissu um forsögnina frá 1992. Í greinargerðinni, svonefndu, sem fylgdi tillögunni til velferðarráðs, er ekki orð um þessi skjöl, ekki orð um viðhorf vistmanna eða starfsmanna í Þorraseli eða yfirleitt að rætt hafi ver- ið við nokkurn aðila sem tengst gæti málinu. Spyrja mætti hvort starfsmennirnir hafi viljandi villt fyrir velferðarráði, blekkt kjörna fulltrúa til að taka ákvörðun á grundvelli ófullnægjandi upplýsinga, eða hvort þetta hafi verið pöntuð umfjöllun? Ég vil ekki ætla starfsmönnunum það. En þá verður að segja sem er, þeir kunnu klárlega ekki til verka. Í nær 30 ára starfi mínu hjá borg- inni, jafnt sem skrifstofustjóri borg- arstjórnar, borgarlögmaður og lengst sem borgarritari, sem þá var embætt- islegur staðgengill borgarstjóra, var það meðal verkefna minna að fylgjast með og gæta þess, að við stjórnasýslu væri farið að lögum. Reyndi ég jafnan að taka upp hanskann fyrir borg- arstarfsmenn, ef að þeim var ómak- lega sótt. Nú horfir annað við. Hef ég ekki áður, hvorki hjá ríki né borg, kynnst eins óvönduðum vinnubrögð- um, og viðhöfð hafa verið í þessu máli. Ítrekað hafa íbúar spurt, hvort borgin telji þessi vinnubrögð vera í samræmi við lög. Einu svörin, sem við höfum fengið eru: „Jú, sennilega hefði verið heppilegra að hafa samband við ykkur fyrr“! Sætta kjörnir fulltrúar í velferð- arráði og borgarfulltrúar sig við svona vinnubrögð? Gamla fólkið Áður er nefnt hversu vel er búið að starfseminni á Þorragötu 3. Aðkoman og aðgengið að húsinu er líka gott og utan við aðalinnganginn er stétt með bekkjum og stólum, þar sem vistmenn sitja oft og spjalla saman, njóta sólar í góðu skjóli við íbúðarhúsin, jafnvel spila á hljóðfæri eða rölta um á stétt- inni. Við, sem búum í húsunum, höfum í mörg ár horft á vistmenn ganga með göngugrindurnar sínar og í fylgd starfsfólks meðfram húsunum, út á Suðurgötu og síðan inn Þorragötuna og loka hringnum umhverfis lóðina – og öll er gönguleiðin, nokkur hundrað metrar, á sléttu. Í margnefndri greinargerð með til- lögunni er tekið fram að þessi dagdvöl verði flutt í félagsmiðstöðina við Vest- urgötu. Aðstaðan þar er allt önnur og ekki sambærileg við það sem er á Þorragötu, hvorki aðkoma að húsinu, möguleiki til útiveru og ekki síst til gönguferða um nágrennið. Ekkert af þessu er nefnt í greinargerðinni. Full- trúa í velferðarráði varðar víst ekkert um þessi atriði. Þau snúa bara að vel- líðan vistmanna. Og til þess að þetta megi verða, seg- ir í greinargerðinni, þarf að flytja hluta félagsstarfsins á Vesturgötu yfir á Aflagranda – og þar með vænt- anlega einhverja vistmenn með, a.m.k. hluta úr degi. Að sjálfsögðu er ekki orð um að rætt hafi verið við íbúa eða vistmenn á Vesturgötu um þessi áform. Vitað er að þau valda lítilli hrifningu meðal íbúðareigenda á Vesturgötunni en þegar Reykjavík- urborg byggði og seldi 26 íbúðir í hús- inu á árinu 1990 var með hverju afsali þinglýst einhliða yfirlýsingu frá borg- inni m.a. um, hvaða starfsemi yrði í húsinu. Varðar íbúana á Vesturgötu nokkuð um þótt til standi að hringla eitthvað með það sem borgin lofaði? Greinilega ekki mikið að mati borg- arinnar. Í greinargerðinni er þess getið að erfiðlega hafi gengið að reka dag- dvölina í Þorraseli á þeim daggjöldum sem ríkið hafi ákveðið og þeirri fjár- hagsáætlun sem borgin hafi „sett úr- ræðinu“. Óljós möguleiki er talinn vera á að fá daggjöldin frá ríkinu hækkuð með því að „koma á fót inn- tökuteymi skipuðu lækni og hjúkr- unarfræðingi“. Hvílík draumsýn. Auka kostnað ríkisins til að það megi greiða hærri daggjöld! Og þessu fylgir engin kostnaðargreining eða upplýsingar um gjöld og tekjur að undanförnu. Ekki eitt aukatekið orð. Fyrir stuttu var varið háum fjár- hæðum til að flytja snjó í bæinn til bráðnunar og ónýtt hússkrifli milli borgarhluta til endurbyggingar. Það væri í lagi að vita hvað þessir flutning- arnir kostuðu og hvað þarf að bæta við „úrræðið“ Þorrasel? Staða málsins Eftir nokkur samtöl við starfsmenn velferðarsviðs undir lok október 2014 var ljóst að ætlunin var að standa við áformin um lokun dagvistunar í Þorraseli en koma þar fyrir skrif- stofuaðstöðu fyrir „samþætta heima- þjónustu“ eins og segir í samþykkt velferðarráðs. Stjórn húsfélagsins á Þorragötu taldi þá nauðsynlegt að ráða starfandi lögmann til að gæta hagsmuna húseigenda. Á vegum velferðarsviðs var loks boðað til fundar 26. nóvember með íbúum við Þorragötu „vegna fyrirhug- aðra breytinga á nýtingu húsnæðis að Þorragötu 3“, eins og segir í fund- arboði. Ekki var verið að leita sam- þykkis við einu né neinu, aðeins segja frá því sem ákveðið hafði verið að gera. Í þessu ferli kom berlega í ljós að undirliggjandi ástæða fyrir öllu brölt- inu er að borgin þarf að koma fyrir skrifstofuaðstöðu fyrir 15 manns til að sinna heimaþjónustunni. Og þá þarf að vera góð aðkoma fyrir bíla og bíla- stæði fyrir þá, sem vinna á staðnum, og að auki sennilega 40-50 aðkomur á dag, fram undir miðnætti og um helg- ar. Þegar fulltrúar úr velferðarráði voru að skoða aðstæður um miðjan október heyrði íbúi, sem átti leið hjá, einn þeirra segja: þetta er gott, hér eru næg bílastæði! Starfsemin gæti verið nánast hvar sem er í vestari hluta borgarinnar, og væri eðlilegast staðsett í tengslum við höfuðstöðvarnar við Borgartún/ Höfðatorg. En þar eru víst ekki næg bílastæði! Og þá er lausnin: Gamla fólkið út. Bílarnir inn. Á fundi hinn 6. febrúar sl. kom í ljós að borgin heldur enn fast við þessa hugmynd, þótt þar hafi verið nefndir möguleikar á vistun fyrir lík- amlega fötluð og þroskahömluð börn eða unglinga. Þar var okkur einnig sagt að ekki væri hægt að banna borginni að nota eignir sínar, að borgin væri ekki bundin af ákvæði lóðarsamnings um kvöðina og þyrfti ekki að leita sam- þykkis annarra. Kvöðin væri einhliða sett á lóðarhafa. Borgin væri ekki bundin „af einkaréttarlegum samn- ingsákvæðum“. Ég vissi ekki fyrr að Reykjavíkurborg væri hafin yfir lög og rétt. Þolinmæði okkar íbúa að Þorra- götu var í raun þrotin um miðjan jan- úar þegar liðnir voru þrír mánuðir frá samþykkt velferðarráðs og við töld- um okkur skynja að það hafði í raun aldrei verið ætlunin að hafa samband við íbúana við Þorragötu, flytja bara þjónustuselið út og skrifstofurnar (og bílana) inn einhverja helgina. Lögmaður húsfélagsins sendi því tvö bréf 15. janúar, annað til borg- arráðs samkv. heimild í reglum borg- arinnar, en í því er farið fram á að lagt verði fyrir velferðarráð að endur- skoða ákvörðun sína en hitt bréfið var sent innanríkisráðuneytinu, kæra til ógildingar samkv. ákvæðum sveit- arstjórnarlaga. Bréfið til borgarráðs hefur ekki verið bókað framlagt samkv. fundargerðum ráðsins en þegar spurt var um afdrif þess kom svarið: „það er til embættislegrar meðferðar“. Bréfið var ekki sent embættismönnum, það var sent kjörnum fulltrúum vegna vinnu- bragða embættismanna. Vonandi kemst það samt til skila. Ég hef ekki heyrt í hvaða skúffu kæran til ráðu- neytisins hefur lent. Nú eru liðnir fjórir mánuðir frá því velferðarráð samþykkti að breyta hagnýtingu eignar, sem var sérhönn- uð fyrir starfsemi í þágu aldraðra, í skrifstofur. Þennan tíma hafa íbú- arnir þurft að bíða eftir afdrifum málsins og eðlilega haft af því áhyggj- ur. Framkvæmd tillögunnar mun hafa áhrif á umhverfi okkar og lífs- gæði og eflaust á verðmæti eigna okkar. Íbúar að Þorragötu hafa rétt- mætar væntingar til þess að Þorrasel verði áfram nýtt í þágu aldraðra og ekki tekin kollsteypa í hagnýtingu eignarinnar án þeirra samþykkis. Þeir eiga ekki að þurfa að verða fyrir þessari framkomu af hálfu borg- arinnar. Þrátt fyrir allt vonumst við enn til þess að kjörnir fulltrúar okkar virði lög og rétt. 16. febrúar 2015. Eftir Jón G. Tómasson »Hef ég ekki áður, hvorki hjá ríki eða borg, kynnst eins óvönduðum vinnubrögð- um, og viðhöfð hafa verið í þessu máli. Jón G. Tómasson Höfundur er fyrrverandi borgarritari og ríkislögmaður. Þorrasel
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.