Morgunblaðið - 19.02.2015, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 19.02.2015, Blaðsíða 52
52 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. FEBRÚAR 2015 Sigurður Bessason, for- maður Eflingar, sendi mér opið bréf í Morgunblaðinu í gær um þá kjarasamninga sem framundan eru. Sig- urður er rökfastur maður og öflugur talsmaður verkafólks. Ég átti fund með Sigurði og félögum hans í forystusveit Alþýðu- sambandsins síðastliðinn þriðjudag og var um flest sammála honum, ekki síst um nauðsyn þess að bæta stöðu fólks með lágar tekjur og millitekjur. Eins og Sigurður bendir réttilega á hef ég talað fyrir því að við gerð kjarasamninga sé í auknum mæli litið til krónutöluhækkana, enda sé það sanngjörn leið og líkleg til að leiða til sátta. Oft hafa krónutöluhækkanir á lægstu laun ratað upp allan launastigann í formi prósenta, en slíkt er ekki náttúrulög- mál. Það er t.d. athyglivert að í nýrri skýrslu heildarsamtaka á vinnumarkaði, „Í aðdraganda kjarasamninga“, sést að launa- dreifing var jafnari á árinu 2014 en á árinu 2006 – að laun þeirra launalægstu eru nú stærri hluti af launum þeirra launahæstu en áður. Það er mikilvægt að áfram sé haldið á sömu braut og í þeirri vinnu eru krónutölu- hækkanir e.t.v. besta verkfærið. Að sama skapi er mikilvægt að draga úr neikvæðum jaðaráhrifum skatt- og velferðarkerfisins, sem leiða oft til þess að kauphækkanir skila sér ekki til fulls í hærri ráðstöfunartekjum. Slíkt er ótækt og brýnt að ríkisvaldið, laun- þegahreyfingar og vinnuveitendur taki höndum saman til að vinna á vandanum. Því hefur verið haldið fram að kjarasamn- ingar ríkisins hafi raskað jafnvægi á vinnu- markaði og hækkanir á launum ríkisstarfs- manna hafi verið úr takti við aðra launaþróun. Sú er ekki raunin, enda hefur ríkið samið við tæp 90% starfsmanna sinna með líkum hætti og almenni vinnumarkaður- inn hafði áður gert. Samningar við lækna og framhaldsskólakennara, sem samtals eru um 10% starfsmanna ríkisins og 1,5% af vinnu- markaði í heild, skera sig þó úr. Í þeim samningum voru gerðar verulegar breyt- ingar á vinnufyrirkomulagi og launa- uppbyggingu stéttanna. Samningarnir eru einnig til mun lengri tíma, eða tæpra þriggja ára. Þeir geta því ekki gefið fordæmi fyrir þá samninga sem framundan eru á vinnu- markaði. Ég deili hins vegar áhyggjum með Sigurði af því að fámennir hópar geti í krafti að- stöðu sinnar knúið viðsemjendur sína til verulegra frávika frá markaðri launastefnu. Þetta er vandi í hinu íslenska vinnumark- aðslíkani sem stjórnvöld og aðilar vinnumarkaðarins verða sameig- inlega að taka á. Kaupmáttur launa hefur aukist um 5,3% síðastliðna tólf mánuði, sem verður að teljast verulega góður árangur. Margir eiga þátt í þeim árangri, sem m.a. skýrist af ábyrgum kjarasamningum á síðasta ári. Þar var samið um 6,6% hækkun sem skilaði sér að nær öllu leyti í auknum kaupmætti vegna þess mikla verðstöðugleika sem ríkti á tíma- bilinu. Raunar er árangurinn sögulegur, því kaupmáttur launa mældist í nóvember síð- astliðnum hærri en nokkru sinni áður eins og upplýsingar frá Hagstofu Íslands sýna glögglega. Lægri skattaálögur á heimili og leiðrétting fasteignaskulda hafa svo enn frekar aukið kaupmátt heimilanna. Staðan er því betri en oftast áður og sem betur fer er eitthvað til skiptanna. Nú ríður hins veg- ar á að óttinn við að missa af hlutdeild í af- rakstrinum verði ekki til þess að minna verði til skiptanna fyrir alla. Sigurður Bessason hefur starfað í verka- lýðshreyfingunni frá því fyrir gerð þjóðar- sáttarsamninganna fyrir réttum 25 árum síðan. Hann veit hversu mikilvægur stöðug- leikinn er fyrir íslenska launþega og hefur unnið ötullega að því að viðhalda honum. Það er mikilvægt að kunna að takast á við velgengni jafnt sem mótlæti. Við skulum halda áfram á leið aukins kaupmáttar með sameiginlegu átaki því það kemur heimilum og fyrirtækjum best. Félagsleg velferð og öflugt atvinnulíf haldast í hendur. Kveðum verðbólgudrauginn niður og stöndum saman að því að auka kaupmátt enn meira. Að takast á við velgengni Eftir Sigmund Davíð Gunnlaugsson Sigmundur Davíð Gunnlaugsson »Margir eiga þátt í þeim ár- angri sem hefur náðst, sem m.a. skýrist af ábyrgum kjarasamningum. Kaup- máttur mældist í nóvember hærri en nokkru sinni áður. Höfundur er forsætisráðherra. Við sem búum í nágrenni við starfsstöðvar HB Granda á Akranesi tökum eftir því að fyrirtækið hefur lagt mikinn metnað í að lagfæra og halda við fasteignum sínum. Það er ánægjulegt fyrir okkur nágrannana að horfa til þessa og fyrir það erum við þakklát. Það þarf ekki að orðlengja það að störfin sem HB Grandi skapar hér eru afar mikilvæg fyrir fjölmargar fjölskyldur og samfélagið allt á Akranesi. Fyrirtækið á sér ald- argamlar rætur þar sem hundruð manna og kvenna lögðu grunninn að öflugri starf- semi til sjós og lands. Það er því einlæg ósk okkar að starfsem- in eflist og blómstri enn frekar hér í bæ enda ættu allar forsendur að mæla með því. Það er þó einn þáttur starfseminnar sem gerir okkur, íbúum í neðri bænum, lífið leitt. Það er starfsemi hausaþurrkunar hjá HB Granda sem fyrirtækið eignaðist ný- lega. Þessi hausaþurrkun var flutt hingað árið 2003 og hefur hún allar götur síðan blásið yfir okkur mikilli ólykt, þótt öðru hafi allt- af verið lofað. Það er okkur íbúunum al- gjörlega óskiljanlegt að nokkrum detti í hug að bjóða fólki upp á að búa við slíkar aðstæður nú til dags. Teljum við það sjálf- sögð mannréttindi að allir íbúar Akraness fái að anda að sér heilnæmu og ómenguðu lofti og það þarf engan að undra. Nú stendur yfir undirbúningur að endur- byggingu verksmiðjunnar og að festa hana enn betur í sessi, en núverandi starfsleyfi rennur út á næsta ári. Hráefnið kemur víða að enda fáir þéttbýlisstaðir sem leyfa slíka starfsemi í mikilli nánd við íbúðabyggð þannig að til skaða sé á einhvern hátt. Stækkun á húsnæði hausaþurrkunar- innar á að koma á grjótfyllingu til sjávar, sem verður alveg uppi í Skarfavör og því mikil hætta á að þessi fallega og einstaka vör við Breið verði ekki svipur hjá sjón. Með þeirri ákvörðun að festa hausa- þurrkunina í sessi á þessum stað væru all- ar hugmyndir um að þétta íbúðabyggð nið- ur Vesturgötuna og á þessum slóðum alveg út úr myndinni. Við íbúarnir í neðri bænum erum sannfærð um að það svæði allt sé mjög verðmætt framtíðarbyggingarsvæði fyrir Akranes. Hræðsluáróðurinn er hafinn af fullum krafti og kemur úr ýmsum áttum: „Ef þið takið ekki því sem talið er hagkvæmast verður allt frá ykkur tekið.“ Það að fara fram með slíkar hótanir er einfaldlega ekki boðlegt þegar allir vita að lausnin felst í því að fjarlægja þessa óvenjulegu ólykt úr íbúðabyggðinni. Við skorum á Bæjarstjórn Akraness og stjórn HB Granda að leita allra leiða til að finna þessari starfsemi, hausaþurrkuninni, stað þar sem hún angrar ekki mannfólkið og rýrir ekki verðmæti eigna eða gerir þær illseljanlegar. Þannig er, því miður, staðan í dag. Viljum við ekki öll finna þessari starf- semi stað sem hægt er að sætta sig við inn- an bæjarmarkanna? Höfðasel sem er skipu- lagt iðnaðarsvæði nokkuð fjarri aðal- byggðinni gæti t.d. verið betri kostur fyrir þessa starfsemi. Við biðjum því ykkur, nýkjörna bæj- arfulltrúa og ágæta stjórn HB Granda, að taka höndum saman og finna leið sem er farsæl til framtíðar. Ábyrgð ykkar er mikil og við verðum að treysta því að þið hlustið á okkar rök. Með von um sanngjörn og jákvæð við- brögð. Bónarbréf til HB Granda og bæjarfulltrúa á Akranesi Eftir Benedikt Jónmundsson og Guðmund Sigurbjörnsson »Hráefnið kemur víða að enda fáir þéttbýlisstaðir sem leyfa slíka starfsemi í mikilli nánd við íbúðabyggð þannig að til skaða sé á ein- hvern hátt. Benedikt Jónmundsson Höfundar eru nágrannar og búa við Bakkatún á Akranesi. Guðmundur Sigurbjörnsson Uniq 4202 Glæsilega hannaður og vandaður sturtuklefi. Auðveldur í uppsettningu Að innan er glerið meðhöndlað með NANO tækni til að halda óhreinindum frá. 90 90 TEMPERED GLASS EN14428 UNIQ 4202 uppfyllir öryggiskröfu EN 14428 FRÁBÆR GÆÐI / GOTT VERÐ Til leigu: Verslunar- og/eða iðnaðarhúsnæði Um er að ræða alls tæpir 600 ferm að gólffleti og með um 200 fm. mjög sterku millilofti. Mikil lofthæð, rekkar geta fylgt, rúmgott malbikað útisvæði. Gott framrými flísalagt, sem nýtist sem skrifstofur og sýningarsalur. Hagstæð leigukjör og traustir leigusalar. Nánari upplýsingar veitir Jón Víkingur, lögg. leigu- miðlari hjá Fiduc Fasteignum - sími: 892-1316 - jonvikingur@fiduc.is BÆJARFLÖT - GRAFARVOGI Nú geta allir fengið iPad-áskrift Skráðu þig í iPad-áskrift á www.mbl.is/mogginn/ipad/
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.