Morgunblaðið - 19.02.2015, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 19.02.2015, Blaðsíða 58
58 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. FEBRÚAR 2015 Í tilefni af umræðu um mögulega fækkun ak- reina á Grensásvegi er vert að gefa gaum að ör- yggi óvarinna vegfar- enda, þ.e. gangandi og hjólandi, almennt í því umhverfi sem vegfar- endum er búin í þéttbýli. Óvarðir vegfarendur eru berskjaldaðri við árekstur en þeir sem eru varðir inni í ökutæki. Óli H. Þórðar kynnti nýlega rannsókn sem hann hefur gert um sögu banaslysa í um- ferðinni á Íslandi. Niðurstaða hans er að á 100 árum hafi um fimmtán hundruð manns látið lífið af völdum umferðarslysa. Samkvæmt sam- antekt Óla varð um þriðjungur bana- slysa þegar ekið var á gangandi veg- faranda. Það eru fleiri en fjórir einstaklingar á ári að meðaltali. Sem betur fer hefur fjöldi banaslysa á gangandi vegfarendum fækkað frá því sem áður var. Fjöldi alvarlegra slysa á gangandi vegfarendum hefur þó staðið í stað síðustu ár í Reykjavík en merki eru um fjölgun slysa á hjólreiðamönn- um. Ef að líkum lætur er tíðni þeirra er látast sem gangandi vegfar- endur hlutfallslega mest á aldursbili sem flokkast sem barn, þ.e. átján ára og yngri, á síðustu hundrað árum. Slys í umferðinni eru tilviljanakenndir atburðir. Við vitum að slys munu áfram verða. Við vitum bara ekki hvar, annars myndum við koma í veg fyrir þau. En það er hægt að hafa áhrif með því að draga úr líkum á slysum og á alvarleika þeirra. Líkur á að slys verði á gangandi vegfarendum er m.a. háð fjölda þeirra sem eru á ferð og þeirri nánd sem er á milli gangandi og akandi vegfaranda. Það kemur vel fram á þéttleika slysa á gangandi vegfar- endum í miðborginni. Öðru máli gegnir um alvarleika slysa, en það er hraði bíla við árekst- ur sem skiptir meginmáli um hve al- varlegt slys á gangandi eða hjólandi vegfaranda verður. Við leyfum víða 50 eða 60 km/klst. ökuhraða, stundum á yfirbreiðum götum miðað við um- ferðarmagn þar sem gangandi eru ekki aðskildir frá akandi umferð. Breiðar götur bjóða upp á hraða um- ferð bíla oft umfram löglegan hraða. Í raun ættum við ekki að sætta okkur við meiri hraða bíla en 40 km/klst. í þéttbýli þar sem gangandi og hjól- andi eru á ferð. Eftirfarandi línurit sýnir líkur á al- varlegum meiðslum eða dauða gang- andi vegfarenda með tilliti til árekstr- arhraða ökutækis. Inn á línuritið eru dregnar rauðar brotalínur sem sýna mældan 85% hraða á Grensásvegi eftir akstursstefnu. Rétt er að taka fram að slys á gangandi vegfarendum á Grens- ásvegi sunnan Miklubrautar hafa ekki verið tíð. Komi til þess að ekið verði á gangandi eða hjólandi vegfar- anda miðað við núverandi aðstæður á Grensásvegi eru hins vegar miklar líkur á alvarlegu slysi. Þrenging hennar í eina akrein í hvora átt skipt- ir því miklu máli við að draga úr lík- um á alvarlegum slysum óvarinna vegfarenda. Umferðar- öryggi óvarinna vegfarenda Eftir Stefán Agnar Finnsson » Þrenging á Grensás- vegi sunnan Miklu- brautar í eina akrein í hvora átt skiptir miklu máli við að draga úr lík- um á alvarlegum slysum óvarinna vegfarenda. Stefán Agnar Finnsson Höfundur er yfirverkfræðingur. Li ku r Hraði við árekstur (km/klst.) 1 0,8 0,6 0,4 0,2 0 0 3010 40 6020 50 70 Likur á dauðsfalli gangandi Likur á dauðsfalli 60+ Likur á alvarlegum meiðslum gangandi Likur á alvarlegum meiðslum 60+ Alvarlegt slys Minniháttar slys Dauðaslys Hlutfall alvarlega slasaðra og látinna gangandi vegfarenda í Reykjavík 1996 til 2013 40% 30%30% 18 ára og yngri 19 ti 59 ára 60 ár og eldri Samband árekstrarhraða og líkur á að fótgangandi láti lífið eða slasist alvar- lega. 60+ táknar hér gangandi vegfarendur 60 ára og eldri (Stigson. 2010). ÞÓR HF Reykjavík: Krókháls 16 110 Reykjavík Sími 568-1500 Akureyri: Lónsbakka 601 Akureyri Sími 568-1555 Vefsíða: www.thor.is Pakkatilboð 1400Wmótor – 216 mm sagarblað – 305 mm framdrag SLEÐASÖGmodel LS0815 og Multisög model TM3010 320Wmótor – Sett af blöðum og pappír fylgir Kr. 93.900,- Ferðaþjónusta fatlaðra eða Aksturs-þjónusta strætó er gjörsamlega aðrústa því litla félagslífi sem maður á. Maður þorir varla út af ótta við að bíllinn komi alltof seint eða klúðri einhverju. Um daginn ætlaði ég í bíó kl. 20, bíllinn átti að koma kl 19.30 en hann kom um kl. 20. Ég fór út og festi stólinn minn í snjónum, karl- uglan starði bara á mig með svip sem sagði „Hva, ertu ekki að koma?“ Ég gat ekki sagt neitt enda á ég erfitt með mál. Ákvað þá karlinn að setjast bara aftur inn í bíl uns ég bif- aðist, mér tókst að ýta á neyðar- hnapp og kom þá starfsfólk mér til bjargar. Þá kom karlinn út úr bíln- um og opnaði fyrir mér en ég var bara alls ekki á því að fara neitt með þessum bjána og fór inn til mín aft- ur. Og aumingja liðskona mín sem beið eftir mér í bíóinu fór bara ein í bíó. Gugga. Velvakandi Svarað í síma 569-1100 frá kl. 10-12 velvakandi@mbl.is Félagslífið í rúst Töf Það kemur sér væntanlega illa fyrir marga ef strætó er of seinn. Móttaka aðsendra greina Morgunblaðið er vettvangur lif- andi umræðu í landinu og birtir aðsendar greinar alla útgáfudaga. Þeir sem vilja senda Morgun- blaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Kerfið er auðvelt í notk- un og tryggir öryggi í samskiptum milli starfsfólks Morgunblaðsins og höfunda. Morgunblaðið birtir ekki greinar sem einnig eru send- ar á aðra miðla. Að senda grein Kerfið er aðgengilegt undir Morgunblaðslógóinu efst í hægra horni forsíðu mbl.is. Þegar smellt er á lógóið birtist felligluggi þar sem liðurinn „Senda inn grein“ er valinn. Í fyrsta skipti sem innsendi- kerfið er notað þarf notandinn að nýskrá sig inn í kerfið. Ítarlegar leiðbeiningar fylgja hverju þrepi í skráningarferlinu. Eftir að viðkom- andi hefur skráð sig sem notanda í kerfið er nóg að slá inn kennitölu notanda og lykilorð til að opna svæðið. Hægt er að senda greinar allan sólarhringinn. Nánari upplýsingar veitir starfs- fólk Morgunblaðsins alla virka daga í síma 569-1100 frá kl. 8-18.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.