Morgunblaðið - 19.02.2015, Blaðsíða 68

Morgunblaðið - 19.02.2015, Blaðsíða 68
Höll Útsýnið frá barsvæðinu er engu líkt og maturinn fyrsta flokks. Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Á Nesjavöllum er að finna eitt mest spennandi hótel landsins. ION Lux- ury Adventure-hótelið hóf rekstur fyrir aðeins tveimur árum en hefur þegar rakað til sín verðlaunum og viðurkenningum sem einstakur gisti- staður. ION hefur líka ratað á kortið sem tilvalinn staður fyrir fundi og vinnuferðir og reglulega að fyrirtæki og stofnanir senda sitt besta fólk á hótelið í einn eða tvo daga til að marka stefnu, glíma við áskoranir og þjappa hópnum saman. Daví Kjartansson hótelstjóri segir upplifunina sem ION býður upp á felast bæði í hönnun, náttúru, mat og vandaðri þjónustu. „Hót- elið er hannað af íslensku arki- tektastofunni Minarc, sem stað- sett er í Los Ang- eles og tvinnar byggingin saman íslenska hönnun, arkitektúr, tónlist, myndlist og ís- lenska matargerð, til að búa til heild- stæða íslenska upplifun. Húsgögnin eru flest hönnuð af arkitektum ION, þeim Erlu Dögg Ingjaldsdóttur og Tryggva Þorsteinssyni hjá Minarc, og smíðuð á Íslandi,“ útskýrir Davíð. „Er húsið ekki bara fagurt heldur rík áhersla á jákvætt samspil við náttúru og umhverfi, allt frá lömpum sem gerðir eru úr endurunnum pappír yf- ir í tíu metra langan náttúrupott sem þannig er frá gengið að afrennslið truflar ekki með nokkru móti dýra- og plöntulífið í kring.“ Krúnudjásn hótelsins er Norður- ljósabarinn þar sem stórir gluggar gefa ótakmarkað útsýni yfir svæðið. ION er hæfilega langt frá höfuðborg- arsvæðinu svo að ljósmengun er lítil sem engin og á kvöldin er hægt að njóta óspilltrar næturfegurðarinnar, en á daginn horfa yfir grænar hlíð- arnar að sumri eða mjallhvítt landið í vetrarbúningi. Sinna sérþörfum með ánægju Pláss er fyrir allt að 80 næturgesti í stílfærðum og þægilegum her- bergjum. Þá er á hótelinu fund- arsalur þar sem koma má fyrir 35 – 50 sitjandi gestum en 80 standandi. „Svo erum við með 200 fermetra pall hér beint fyrir utan og höfum sett þar upp hvítt veislutjald fyrir stærri viðburði,“ bætir Davíð við. Hann segir ION hotel vera fjög- urra stjörnu „design-hótel“ þar sem áherslan er á persónulega og fágaða þjónustu. Er allt gert til að mæta hvers kyns sérþörfum þegar haldinn er fundur á hótelinu og ekkert til sparað svo að vel fari um gestina. Segir Davíð að fyrirtækjum og stofnunum standi til boða að taka Fyrsta flokks þjónusta í óspilltri náttúru Vin Heilsulindin og laugin eru fyrir þá sem kunna að meta það góða í lífnu  Á ION er allt gert til að skapa gestum eftirminnilega dvöl  Einvalalið matreiðslumanna galdrar fram ómótstæðilega rétti og umgjörðin einstök fyrir fund eða afkastamikla vinnutörn Sæla Gestaherbergin eru stílfærð í hólf og gólf og notaleg. 68 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. FEBRÚAR 2015 FUNDIROGráðstefnur Davíð Kjartansson Stórhöfða 21 | sími 545 5500 | flis.is Hágæða flísar frá Ítalíu 60 x 60 cm Suðurlandsbraut 20, Reykjavík | Sími 588 0200 |www.eirvik.is Glæsilegar eldhúsinnréttingar ÞÝSKTÍSLENSKT Innréttingarnar frá Eirvík eru sérsmíðaðar í Þýskalandi. Einingarnar koma samsettar til landsins sem sparar tíma í uppsetningu og tryggir meiri gæði. Sérstaða okkar fellst í því að bjóða heildarlausn fyrir eldhúsið. Við höfum næmt auga fyrir smáatriðum og bjóðum persónulega þjónustu. Höfuðáhersla er lögð á lausnir sem falla að þörfum og lífsstíl hvers og eins. Líttu við hjá okkur og fáðu tilboð í innréttinguna og eldhústækin og tryggðu þér raunveruleg gæði á réttu verði. Hönnun og ráðgjöf á staðnum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.