Morgunblaðið - 19.02.2015, Blaðsíða 70

Morgunblaðið - 19.02.2015, Blaðsíða 70
70 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. FEBRÚAR 2015 FUNDIROGráðstefnur Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Einn glæsilegasta funda- og ráð- stefnustað landsins má finna á Ak- ureyri. Menningarfélag Akureyrar hefur nú tekið yfir rekstur Hofs, Leikfélags Akureyrar og Sinfón- íuhljómsveitar Norðurlands. Með sameiningunni hefur orðið til fjöl- breyttari funda- og ráðstefnuað- staða með ólíka og margbreytilega sali í bæði Hofi og gamla Samkomu- húsinu, og henta fyrir jafnt smáar sem stórar uppákomur. Sólveig Elín Þórhallsdóttir er sviðsstjóri viðburðasviðs hjá Menn- ingarfélagi Akureyrar. Hún segir aðalsal Hofs, Hamraborg, vera kjörinn vettvang fyrir ráðstefnur, kynningar og fyrirlestra. „Þar eru sæti fyrir 510 gesti og sviðið er bæði stórt og vítt. Salurinn er hann- aður fyrst og fremst með tónlist- arflutning í huga en er margnota rými sem hentar vel fyrir ráð- stefnur. Salurinn er ríkulega tækj- um búinn, með skjávörpum, tjöld- um og ljósum sem leyfa ýmsar útfærsur,“ segir hún. „Við Höfum við til dæmis boðið upp á að af- marka sviðið með tjöldum og stilla upp fundarsvæði á sviðinu sjálfu, og gefur það óhefðbundna en skemmtilega umgjörð utan um fundinn.“ Fallegur fjörðurinn Salurinn Hamrar hefur á sér allt annað yfirbragð. Þar má rúma 200 manns á flötu gólfinu. Hægt er að nota palla og upphækkanir til að búa til svið svo að allir sjái vel til ræðumanna. „Þá erum við með einn „dulinn sal“ á jarðhæðinni, en það er anddyri stóra salsins. Er um að ræða fallegt rými með gluggaröð sem vísar inn Eyjafjörðinn og út- sýnið sérlega fallegt á öllum árstím- um en þó alveg sérstaklega á sumr- in. Salurinn er bjartur og hátt er til lofts og fer vel á að halda þar veisl- ur og móttökur. Þó er aðeins hægt að nýta rýmið með þessum hætti að því gefnu að ekki sé á sama tíma verið að nota stóra salinn undir annan viðburð.“ Minni fundarsalir hússins kallast Setberg, Dynheimar og Sólheimar. „Setberg rúmar 10-14 manns og er mjög vinsæll fyrir minni fundi fyr- irtækja og stofnana á svæðinu. Eru þar glerveggir, annar sem vísar inn í húsið og hinn sem vísar út og skapar þetta létta og orkumikla umgjörð. Hægt er að draga fyrir gluggana með gluggatjöldum ef fundurinn kallar á meira næði,“ segir Sólveig. „Dynheimar henta fyrir allt að 65 gesti og Sólheimar rúma um 35 manns. Á stærri ráð- stefnum eru þessir salir stundum notaðir sem vinnustöðvar fyrir ráð- stefnugesti.“ Hafa sig til í förðunarherbergi Aðstaðan í húsinu er á margan hátt einstök og þannig er til dæmis fyrsta flokks förðunarherbergi í kjallaranum sem leikarar og tón- listamenn nota áður en stigið er á svið. Ef mikið liggur við hafa fyr- irlesarar þannig aðstöðu til að hafa sig til og vera upp á sitt besta áður en funda- og ráðstefnudagskráin hefst. Á Akureyri er mögulegt að tvinna saman fundahald og afþrey- ingu og getur verið tilvalið að ljúka deginum með eftirminnilegri leik- sýningu eða sinfóníutónleikum. Veitingastaðurinn 1862 Nordic Bistro sér um matarhliðina í Hofi og segir Sólveig að þar sé enginn skort- ur á metnaði og hugmyndaflugi. „Veitingamennirnir okkar hafa verið með okkur frá upphafi og eru þaulvanir að bregðast við ólíkum óskum viðskiptavinanna. Auk þess að þjónusta fundi og ráðstefnur sjá þeir einnig iðulega um að framreiða hátíðarkvöldverði vegna fundahalda í Hofi. Á veitingastaðnum, sem op- inn er alla daga vikunnar, er áhersl- an lögð á fjölbreyttan bistro- matseðil og danskt smurbrauð. Þá hefur sunnudags-brunchinn slegið í gegn hjá bæjarbúum.“ Loks ljóstrar Sólveig upp að til standi að bjóða upp á fundaaðstöðu í gamla Samkomuhúsinu. „Eftir nýleg- an samruna heyrir rekstur Leik- félags Akureyrar undir Menningar- félag Akureyrar og höfum við því afnot og aðgang að þessu fallega og sögufræga húsi. Byggingin var vígð á Þorláksmessu árið 1906 og býr yfir sérstökum og góðum anda sem allir finna sem þangað koma inn. Það verður gaman að sjá hvernig nýta má Samkomuhúsið til funda- og við- burðahalds.“ Fundað með útsýni yfir Eyjafjörð  Aðastaðan í Hofi hentar fyrir allar gerðir funda og ráðstefna og skapar mjög skemmtilega umgjörð utan um viðburðinn  Akureyri er sætur lítill bær sem býður upp á góðar verslanir, söfn, menningarlíf og veitingastaði Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Tilbreyting „Við Höfum við til dæmis boðið upp á að afmarka sviðið með tjöldum og stilla upp fundarsvæði á sviðinu sjálfu,“ segir Sólveig um möguleikana. Sólveig segir að því fylgi margir kostir að halda fund eða ráðstefnu á Akureyri. Með því að færa gestina út úr sínu daglega umhverfi á suðvesturhorninu geti þeir einbeitt sér betur að dagskránni og losni við ýmsar truflanir. „Að koma hingað norður er líka svolítið eins og að koma til útlanda. Fólk kúplar sig út úr sínu reglulega mynstri og fær ákveðna hvíld með því að vera komið nýtt umhverfi, í þessum krúttlega og aðlaðandi bæ sem hefur upp á svo margt að bjóða.“ Á Akureyri, segir Sólveig, er hægt að eiga skilvirkan fundadag og svo njóta lífsins á kvöldin. „Leikhús, kvikmyndahús, tónleikastaðir og veitingastaðir bíða eftir gestum á kvöldin, á meðan áhugaverðar verslanir, söfn og skíðabrekkur bjóða ferðalanga velkomna yfir dag- inn.“ „Eins og að koma til útlanda“ Á fallegum og notalegum stað á 5. hæð Perlunnar Næg bílastæði ERFIDRYKKJUR Perlan • Sími 562 0200 • Fax 562 0207 • perlan@perlan.is Pantanir í síma 562 0200
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.