Morgunblaðið - 19.02.2015, Blaðsíða 73

Morgunblaðið - 19.02.2015, Blaðsíða 73
mikla unun af handavinnu. Hún vann á Árbæjarsafninu í nokkur ár við góðan orðstír. Hún lagði hart að sér til að sjá fyrir börn- um sínum. Umhyggju hennar sleppti ekki þar því síðustu ár foreldra okkar sinnti hún þeim af mikilli alúð. Faðir okkar, lands- kunnur útgerðarmaður, las minningar sínar inn á segulband og vélritaði Rannveig þær sem varð til þess að þessi athafna- saga varðveittist. Um það leyti sem börnin voru að fara að heiman sinnti Rann- veig kennslu í vélritun við Menntaskólann í Hamrahlíð. Þar kynntist hún Örnólfi Thorlacius sem þá var rektor skólans. Það birti mjög í hennar lífi að eignast þann mæta og góða mann sem lífsförunaut. Ég naut þess alltaf að heimsækja þau enda bæði fróð með afbrigðum. Ranna hafði auk þess mikinn áhuga á lands- málum og pólitík og skrifaði margar greinar um það í blöð. Ég kveð nú elskulega systur mína. Umhyggjusamari og blíð- lyndari manneskju hef ég ekki kynnst. Að undanskildum börn- unum mínum er Ranna systir mín sú sem mér hefur þótt vænst um í lífinu. Guð blessi hennar fal- legu sál, eiginmann, börn, tengdabörn og afkomendur. Herdís Tryggvadóttir. Það er vart hægt að ímynda sér fallegri barnahóp en þann sem Kaldal tók ljósmynd af í kringum 1930. Þetta eru börn Herdísar Ásgeirsdóttur og Tryggva Ófeigssonar. Elstur er Páll Ásgeir í matrósafötum, næst er Jóhanna, síðan Rannveig og þá Herdís en systurnar þrjár eru fæddar með rúmlega árs milli- bili. Anna, sú yngsta, fæddist 1935, árið sem fjölskyldan flutti af Vesturgötu 32 í nýbyggt funk- ishús á Hávallagötu 9. Þar fengu systurnar stórt herbergi, alltaf kallað systraherbergið. Systurn- ar voru oftar í einni runu: Hanna, Ranna, Heddý, Anna. Í herberginu var stór „ottoman“ sem Ranna og Heddý deildu. Heddý var myrkfælin og fékk að sofa fyrir innan Rönnu sem taldi aldrei eftir sér að fara fram úr með henni á nóttunni og fylgja henni á baðherbergið. Kærleiks- ríka systrasambandið sem þarna myndaðist hélst alla tíð. Þær léku sér við sömu vinina á Landakotstúninu; Möbbu dóttur Ólafs Thors, Obbu dóttur Péturs Magnússonar, Denna síðar for- sætisráðherra, Clausen-bræð- urna og Matthías Johannessen sem seinna lýsti því í viðtali að allir hefðu verið skotnir í dætr- um Tryggva Ófeigssonar. Þær útskrifuðust saman stúd- entar úr Versló og þegar Ranna gifti sig lét Heddý mála af henni portrett til að innsigla væntum- þykju sína í hennar garð. Alla tíð voru þær að miðla hvor annarri; Heddý glaðværð og hlátri, Ranna fróðleik og góðum ráðum til yngri systur sinnar. Börnin sín eignuðust þær á svipuðum tíma; Ranna eignaðist Valgeir 1952, Evu 1954, Herdísi 1955, Rannveigu 1958 og Tryggva 1960. Heddý eignaðist sín fjögur á sömu árum og Ranna sín fjögur yngri. Fjöl- skyldurnar höfðu náinn samgang alla tíð. Hallvarði manni Rönnu og Þorgeiri manni Heddýjar var vel til vina. Elstu dætur sínar skírðu systurnar saman og Heddý lét m.a.s. eftir Rönnu á síðustu stundu að skíra dóttur sína (undirritaða) Herdísi (átti að heita Sigríður) svo að Ranna gæti skírt sína Evu að ósk föð- urömmunnar á Laufásvegi. Þær munaði aldrei um að gera hvor annarri greiða. Í minningunni kemur upp mynd af Rönnu frænku í sunnu- dagsheimsókn á sjöunda ára- tugnum. Hún er að segja Heddý frá því hvað hún hafi lesið fróð- lega grein í Time eða Newsweek. Íhaldskona af gamla skólanum, jafnvel meira í ætt við John Locke en frænda sinn Jón Þor- láksson. Hún trúði á einstak- lingsfrelsi og einkaframtakið en var einnig meðvituð um þær samfélagslegu skyldur sem því fylgdu að farnast betur. Hún mátti ekkert aumt sjá og öllum vildi hún gefa það sem hún gat. Ekki gekk hún hart eftir að rukka leigu hjá ungum leigjend- um sem voru í kjallaranum hjá henni. Hún var alla tíð með fók- usinn á þeim sem minnst máttu sín í samfélaginu. Henni var um- hugað um málefni ungra kvenna, einstæðra mæðra og barna. Oft fannst manni hún fanatísk en það sem skiptir máli þegar upp er staðið er að hún hafði áhuga á þjóðfélagsmálum og vildi láta til sín taka. Hún var í eðli sínu fræðimanneskja, viðkvæm sál, alvörugefin og klettur þeim sem á þurftu að halda. Systir hennar, Heddý, er sannfærð um að lúðrasveit taki á móti Rönnu í himnaríki þannig verki hafi hún skilað í þessari jarðvist. Votta Örnólfi og kærum frændsystkinum innilega samúð. Herdís Þorgeirsdóttir. Móðursystir mín, Ranna frænka er dáin. Södd lífdaga skildi hún í friði við lífið. Móðir mín og hún voru einstaklega samrýmdar systur í æsku. Ríf- lega ár á milli þeirra. Mikill sam- gangur og vinabönd alla tíð. Rönnu einkenndi örlæti, hjálp- semi og tryggð við fjölskyldu og vini svo af bar. Músíkölsk var hún og mikil íslenskumanneskja. Líf Rönnu var ekki alltaf auð- velt og mótaði sú reynsla hana. Einstæð fimm barna móðir. Sí- vinnandi, dugnaðarforkur. Kannski líktist hún föður sínum mest þeirra systkina á Hávalla- götu níu. Víkingur og hetja. Uppskeran var eftir því, Valgeir, Eva, Herdís, Nanní og Tryggvi. Fjöldi barnabarna. Sannkallað ríkidæmi. Og valmennið Örnólf- ur. Góða frænka og móðursystir. Takk fyrir samfylgdina og vænt- umþykjuna sem þú sýndir mér alla tíð. Guð blessi minningu þína og sé börnum þínum og Örnólfi styrkur í sorginni. Og margar hendur munu þér nú réttar og margir vinir fagna eflaust þér. En framvegis þú ferð um brautir slétt- ar jafnfarsælar og bjóst þú öðrum hér. (Guðmundur H. Sigurðsson) Ófeigur Tryggvi Þorgeirsson. Rannveig Tryggvadóttir frænka mín er nýlátin eftir langa baráttu við erfiðan sjúkdóm. Faðir minn Ófeigur var föður- bróðir hennar og hún kom oft í heimsókn til móður minnar þó að þau væru löngu skilin. Mínar fyrstu minningar um Rannveigu voru um fallega og einlæga unga konu. Hún hafði svo fallegt hár sem hún greiddi upp og var svo kvenleg í öllum hreyfingum og klæðaburði. Mig langaði mikið til að hafa hár eins og hún. Í gegnum árin sýndi Rannveig móður minni og mér mikla hlýju og stuðning. Ég gleymi því aldrei hversu vel Rannveig studdi mig á þeim mánuðum sem móðir mín lá á spítala sínar síðustu stundir. Næstum daglega keyrði Rann- veig mig á spítalann þetta sum- ar. Ári síðar kom næsta áfall þegar faðir minn fékk mikið heilablóðfall, missti bæði mál og rænu og lamaðist. Ég var nið- urbrotin og flaug strax heim til Íslands frá Kaliforníu. Þá hringdi Rannveig í mig og sagði ákveðið að hún ætlaði að sækja mig á flugvöllinn þegar ég kæmi. Þetta skipti mig svo gífurlegu máli því að ég kveið óskaplega fyrir því að koma heim og standa ein andspænis þessu. Það var eins og Rannveig skynjaði þetta þótt ég hefði aldrei gefið það til kynna. „Ég kem og sæki þig. Klukkan hvað kemurðu?“ sagði Rannveig. Rannveig bar mikla umhyggju fyrir þeim sem minna mega sín. Sérstaklega var henni þó hug- leikið hlutskipti barna og mæðra í erfiðleikum. Fannst henni hlut- ur þeirra oft fyrir borð borinn í þjóðfélagi nútímans. Rannveig lagði sitt af mörkum til að styðja við börn og einstæðar mæður bæði með beinum stuðningi og í ræðu og riti. Rannveig var einstaklega hjálpsöm og hrein og bein. Hún var mjög atorkusöm og fram- kvæmdagleðin henni í blóð borin. Hún var mjög hvetjandi og upp- örvandi og gafst aldrei upp. Ég vil þakka fyrir að hafa átt Rannveigu Tryggvadóttur að frænku og vini og sendi börnum hennar, barnabörnum og eftirlif- andi eiginmanni mínar innileg- ustu samúðarkveðjur. Ragnhildur Pála Ófeigsdóttir. Ég vil minnast æskuvinkonu minnar, Rannveigar Tryggva- dóttur, með nokkrum orðum. Ég veit að ég mun ekki geta gert það eins vel og hún á skilið. Ég man það eins og hefði gerst í gær þegar fjölskylda hennar flutti í hverfið okkar Möbbu (Margrétar Thors) sem var mín besta vinkona frá bernsku til æviloka. Forvitnin um nýju nágrann- ana dró okkur upp á Hávalla- götu. Jú, þarna hittum við Rönnu og Heddý systur hennar. Ég gleymi ekki hvað þær voru fal- legar og fínar; Ranna í rauðri kápu og „gammósíum“ með barðastóran hvítan hatt með doppóttum borða; Heddý í sams- konar, nema hennar var blár. Ranna með dökka lokka en Heddý ljóshærð. Þær slógu út átrúnaðargoðið sem var sjálf Shirley Temple. Faðir þeirra, Tryggvi Ófeigsson, skipstjóri og útgerðarmaður, vildi hafa dætur sínar fínar og keypti föt á þær í siglingum. Það er ekki að orð- lengja að þarna hófst ævilöng vinátta. Við Heddý urðum bekkjar- systur í Miðbæjarskólanum, en Ranna var einu og hálfu ári eldri. Ég varð fljótt velkominn heima- gangur á þessu fallega heimili. Móðir þeirra, frú Herdís Ás- geirsdóttir, var yndisleg kona og þoldi ótrúlega vel fyrirganginn í okkur. Ef allt var að fara úr böndum kom hún til okkar og tók í taumana með hlýju spjalli og hollráðum. Ranna var svo vel innrætt að allt sem hún átti stóð okkur til boða ef hún hélt að það gæti orðið að liði og tryggð henn- ar brást ekki. Hún óx svo upp í þessu umhverfi og varð ein af fallegustu stúlkum í Reykjavík. Hún var ekki bara falleg. Hún var góð manneskja. Hún lauk stúdentsprófi úr Verslunarskólanum. Við tók árs nám á Sorö-húsmæðraskóla í Danmörku. Þá hóf hún störf. Lengst af starfaði hún hjá föður sínum á skrifstofu Júpíter og Mars. Síðan tók við heimilishald og barnauppeldi. Ég flutti í Borgarfjörðinn og þá varð vík milli vina í nokkur ár en þegar ég flutti aftur til Reykjavíkur tókum við upp þráðinn. Ég varð þá á ný ná- granni foreldra hennar. Ranna var orðin einstæð móðir. Móðir hennar þá öldruð og heilsutæp. Ranna hugsaði um foreldra sína af slíkri elskusemi og fórnfýsi að aðdáun vakti. Aldrei heyrði ég hana kvarta þó að í mörg horn væri að líta. Hún hafði brennandi áhuga á landsmálum og skrifaði mikið í blöð um áhugamál sín sem eink- um voru réttindamál kvenna og barna. Hún var einnig mikill stuðningsmaður vestrænnar samvinnu og beitti sér í þeim málum. Mér er kunnugt um að hún skráði endurminningar föður síns. Það var mikið verk og mun það vera uppistaðan í bókinni um hann sem seinna kom út. Margt fleira væri hægt að segja um þessa góðu konu en mig langar til að enda þessa grein með því að minnast þeirrar gæfu sem hún naut með með sín- um góða manni, Örnólfi Thorla- cius. Ég veit að hún elskaði hann og dáði og hann reyndist henni stoð og stytta. Guð blessi hann og börnin hennar. Systrum hennar, Önnu og Heddý, sendi ég vinarkveðjur og þakka liðnar stundir. Rönnu óska ég góðrar ferðar og veit að „þar bíða vinir í varpa þar sem von er á gesti“. Góður vinur er gulli betri! Það vitum við sem áttum hana að. Þorbjörg Pétursdóttir. Árið 1965 flutti Rannveig Tryggvadóttir á Seltjarnarnesið með sinn mannvænlega barna- hóp. Eva dóttir hennar lenti í mínum bekk í Mýrarhúsaskóla og með okkur tókst vinskapur sem hefur varað æ síðan. Rann- veig tók mér vel frá fyrstu kynn- um og lét mig finna að á hennar heimili væri ég velkominn gest- ur. Í útliti var Rannveig svolítið eins og út úr bíó; há, dökkhærð og glæsileg með sterka nærveru og ákveðið fas og meiningar. Á heimilinu á Vallarbraut var menningarbragur; „alvöru“ mál- verk á veggjum og píanóið var mikilvægasta mubla hússins. Eva var í píanónámi, en þar sem hún var önnum kafinn unglingur var stundum erfitt að finna tíma til að æfa þau lög sem sett voru fyrir. Þegar styttist ískyggilega í píanótímann þurfti Eva stundum að leita á náðir mömmu sinnar, sem settist þá við píanóið og lék viðkomandi lag af mikilli færni. Á eftir lék dóttirin eftir eyranu. Fyrir mig, sem vantaði músík- ölsku genin, voru þessar tónlistaræfingar töfrum líkar. Rannveig lagði áherslu á vandað málfar og málefnalega umræðu og henni lá oft mikið á hjarta þegar þjóðmálin voru rædd. Eitt grunnstefið í mál- flutningi Rannveigar var mikil- vægi þess að fólk notaði krafta sína og hugvit sér og öðrum til framfara og þroska. Sjálf var hún mjög atorkumikil og unni sér lítillar hvíldar. Ég man eftir hvernig Rannveig fann upp á ýmsum leiðum til þess að sjá fjöl- skyldunni farborða. Meðfram því að sinna þýðingum og öðrum störfum hóf hún t.d. innflutning á fallegum handavinnuvörum á blómatíma rýja-tískunnar og þegar bítlaæðið gekk í garð lét hún framleiða og seldi bítlabindi við mikinn fögnuð ungbítla þeirra tíma. Óneitanlega fóru stjórnmálaskoðanir okkar Rann- veigar ekki alltaf saman, en slík- ur ágreiningur skyggði ekki á vinarþel hennar í minn garð. Ég minnist Rannveigar Tryggva- dóttur af mikilli hlýju og þakk- læti fyrir þá góðvild sem hún sýndi mér alla tíð. Ragnheiður Hrafnkelsdóttir. MINNINGAR 73 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. FEBRÚAR 2015 Samúðarskreytingar •Útfaraskreytingar Blómasmiðjan Grímsbæ | S. 588 1230 Ástkær faðir minn og tengdafaðir, AÐALSTEINN SIGURÐSSON, fyrrverandi menntaskólakennari, Ásabyggð 1, Akureyri, sem lést sunnudaginn 8. febrúar, verður jarðsunginn frá Akureyrarkirkju mánudaginn 23. febrúar kl. 13.30. Blóm og kransar eru vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vildu minnast hins látna er bent á líknarfélög. . Sigurður Aðalsteinsson og Helena Dejak. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ÁRNÝ GARÐARSDÓTTIR húsfreyja, Fellsseli, lést á Heilbrigðisstofnun Þingeyinga miðvikudaginn 11. febrúar. Útför hennar verður gerð frá Grenjaðarstað í Aðaldal laugardaginn 21. febrúar kl. 14. . Börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær faðir okkar, tengdafaðir og afi, STEFÁN ÞÓRARINSSON, Melgerði 13, Reyðarfirði, lést á Borgarspítalanum fimmtudaginn 12. febrúar. Útförin fer fram frá Reyðarfjarðarkirkju laugardaginn 21. febrúar kl. 14. . Elín M. Stefánsdóttir, Sigurður Halldórsson, Þórarinn M. Stefánsson og barnabörn. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, FJÓLA EDILONSDÓTTIR, Skólastíg 14a, Stykkishólmi, lést mánudaginn 16. febrúar á Heilbrigðisstofnun Vesturlands, Stykkishólmi. Útförin fer fram frá Stykkishólmskirkju laugardaginn 21. febrúar kl. 15. . Jón Benediktsson, Margrét A. Guðbergsdóttir, Elín Edda Benediktsdóttir, Ómar Ingólfsson, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, sonur og bróðir, EINAR ÖDER MAGNÚSSON, Halakoti, lést mánudaginn 16. febrúar. Útförin fer fram frá Hallgrímskirkju fimmtudaginn 26. febrúar kl. 15. Þeim sem vildu minnast hans er bent á Menntasjóð barnanna í Halakoti, banki 0701-15-160100, kt. 301065-6719. . Svanhvít Kristjánsdóttir, Hildur Öder Einarsdóttir, Dagmar Öder Einarsdóttir, Hákon Öder Einarsson, Magnús Öder Einarsson, Tove Öder Hákonarson, Karen Öder Magnúsdóttir, Óli Öder Magnússon. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, RAGNHEIÐUR Ó. GUÐMUNDSDÓTTIR fyrrverandi hjúkrunarforstjóri, sem lést miðvikudaginn 11. febrúar, verður jarðsett frá Hveragerðiskirkju laugardaginn 21. febrúar kl. 13. . Þóroddur Þórarinsson, Guðm. Helgi Þórarinsson, María Hlíðberg Óskarsdóttir, Kristján Theodórsson, Pála María Árnadóttir, Soffía Theodórsdóttir, Sveinbjörn Sveinbjörnsson, Hálfdán Theodórsson, barnabörn og barnabarnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.