Morgunblaðið - 19.02.2015, Blaðsíða 76

Morgunblaðið - 19.02.2015, Blaðsíða 76
76 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. FEBRÚAR 2015 ✝ Torfi ÞorkellÓlafsson fædd- ist í Reykjavík 30. nóvember 1924. Hann lést á Dvalar- og hjúkrunarheim- ilinu Grund, 11. febrúar 2015. Foreldrar hans voru Sigrún Guð- mundsdóttir, f. 11. febrúar 1903 á Melum í Árnes- hreppi, Strandasýslu, d. 4. ágúst 1993, og Ólafur H. Matt- híasson, f. 19. mars 1898 í Haukadal í Dýrafirði, d. 28. desember 1987. Albróðir Torfa var Matthías, f. 26. febrúar 1922, d. 26. mars 1958, börn hans og sambýliskonu hans, Guðrúnar Jónsdóttur, eru Ólaf- ur Haukur, f. 31. júlí 1951, og Lilja, f. 20. febrúar 1955. Sig- rún og Ólafur skildu. Torfi var alinn upp hjá móður sinni til unglingasára, en hann var í sveit á sumrin hjá móðurbróður sínum, Þorkeli á Óspaks eyri í Bitrufirði, fram að fermingu. Seinni maður Sigrúnar var Ing- ólfur Ketilsson, f. 13. desember 1890 á Ísafirði, d. 8. desember 1953. Börn þeirra voru Axel, f. 31. desember 1940, d. 15. maí hans er Kelly, fyrri kona hans var Sandy, börn þeirra eru Rut- hie, f. 1975, og James, f. 1979. b) Drengur óskírður, f. 8. ágúst 1950, d. samdægurs. c) Ingólfur Rúnar, f. 17. júní 1954, kona hans er Mary Colemanm f. 1959, fyrri kona Ingólfs er Kristrún Gröndal, dætur þeirra eru Sigrún Vala, f. 17. sept- ember 1977 og Júlía Elín, f. 5. mars 1981. d) Kristinn Guðni, f. 31. mars 1958, kona hans Janet Lee, f. 29. nóvember 1960, dæt- ur þeirra eru Jenny Kristín, f. 28. nóvember 1984, og Steph- anie Elín, f. 21. september 1987. Ættboginn telur sex barna- börn og fimm barnabarnabörn. Synir Torfa og Guðrúnar og þeirra fjölskyldur eru búsett í Bandaríkjunum. Torfi hóf prentnám í Ísafold- arprentsmiðju vorið 1942. Hann lauk prófi frá Iðnskólanum í Reykjavík vorið 1946. Hann starfaði í Ísafold með hléum til 1973, síðustu árin sem verk- stjóri. Milli starfa við prentverk stundaði hann sjómennsku. Var í varastjórn í HÍP um árabil. Fluttist til Suður-Kaliforníu haustið 1975 ásamt fjölskyldu sinni. Þau bjuggu þar til haust- ið 1986 og starfaði Torfi við gagnfræðaskóla. Eftir heim- komu var Torfi virkur í starfi eldri borgara í Neskirkju og söng í kór þeirra til fjölda ára. Útför Torfa fer fram frá Neskirkju í dag, 19. febrúar 2015, kl. 13. 2002, og tvíbura- systurnar Elísabet og Helga Guðrún, f. 18. október 1946, d. 15. febrúar 1995. Elísabet er gift Reed Dinsmore, f. 25. júní 1948, börn þeirra eru Christi- an, f. 25. febrúar 1971, og Karen Ann, f. 8. ágúst 1975. Hálfsystkini Torfa frá seinna hjónabandi Ólafs og Ástu eru Knútur, f. 19. nóvember 1936, kvæntur Guð- rúnu Oddsdóttur, f. 21. ágúst 1939, börn þeirra eru Oddur, Ásta, Ólafur og Knútur, og Gunnhildur, f. 25. september 1938, gift Magnúsi Schram, þau eiga Ástu, Stefán, Berglindi og Kristin. Torfi kvæntist 26. nóvember 1949 Guðrúnu Elínu Kristins- dóttur frá Horni í Hornvík, f. 5. nóvember 1923. Foreldrar Guð- rúnar voru hjónin Guðný Hall- dórsdóttir, f. 1. september 1889, d. 20. febrúar 1983, og Kristinn Plató Grímsson, út- vegsbóndi á Horni, f. 16. októ- ber 1894, d. 27. maí 1966. Synir Torfa og Guðrúnar eru: a) Sæ- björn, f. 9. ágúst 1949, kona Mér tregt er um orð til að þakka þér, hvað þú hefur alla tíð verið mér. Í munann fram myndir streyma. Hver einasta minning er björt og blíð, og bros þitt mun fylgja mér alla tíð, unz hittumst við aftur heima. Ó, elsku pabbi, ég enn þá er aðeins barn, sem vill fylgja þér. Þú heldur í höndina mína. Til starfanna gekkstu með glaðri lund, þú gleymdir ei skyldunum eina stund, að annast um ástvini þína. Þú farinn ert þangað á undan inn. Á eftir komum við, pabbi minn. Það huggar á harmastundum. Þótt hjörtun titri af trega og þrá, við trúum, að þig við hittum þá í alsælu á grónum grundum. Þú þreyttur varst orðinn og þrekið smátt, um þrautir og baráttu ræddir fátt og kveiðst ekki komandi degi. (Hugrún.) Nú þegar okkar elskandi faðir er allur, níræður að aldri, er hjarta okkar fullt af þakklæti fyrir að hafa fengið að hafa notið hans eins lengi og við gerðum. Sem ungur maður var pabbi liðtækur í íþróttum og keppti fyrir KR í sundi, knattspyrnu og hnefaleikum. Hann var mikill stuðningsmaður félagsins og lét sig ekki vanta á völlinn þegar KR var að spila í knattspyrnu. Pabbi lærði prentiðn sem hann gerði að lífsstarfi, en tók sér stundum frí frá því starfi til að stunda sjómennsku. Pabbi steig það gæfuspor árið 1949 að kvænast móður okkar Guðrúnu Elínu Kristinsdóttur frá Horni sem lifir mann sinn. Efir að mamma missti heilsu annaðist pabbi hana af mikilli fórnfýsi og ást í meira en áratug þar til þau fluttu á Grund sl. apríl Pabbi var af þeirri kynslóð sem lagði grunninn að og byggði það þjóðfélag eftir seinni heims- styrjöldina sem gerði Íslending- um kleift að ná þeirri velferð sem seinni kynslóðir hafa notið. Þetta voru dugnaðarmenn sem tóku ábyrgð á sjálfum sér og sínum. Voru sparsamir og lifðu ekki um efni fram. Þessi kynslóð var auð- mjúk og var ekki að hæla sjálfri sér af verkum sínum. Þessir menn tóku hjúskapareið sinn al- varlega og unnu hörðum höndum ásamt mökum sínum að koma yf- ir sig þaki og sjá fyrir fjölskyld- um sínum. Þótt tímar væru oft erfiðir og margar náttúru- og efnahagslegar hamfarir steðjuðu að þjóðinni þá var ekki gefist upp, heldur tvíeflst. Pabba kyn- slóð var heldur ekkert að gera málin of flókin. Það var bara allof mikið að gera til að hugsa of mik- ið um eigin þarfir. Pabbi miðlaði því sem hann lærði af sinni kynslóð til okkar sona sinna. Það var okkar vega- nesti sem við höfum allir reynt að lifa okkar lífi eftir sem best við getum. Við fjölskyldan fluttum búferl- um til Kaliforníu árið 1975. For- eldrar okkar kusu að snúa aftur til Íslands tíu árum seinna en við synir þeirra og fjölskyldur okkar hafa búið í Bandaríkjunum síðan. Í Kaliforníu áttu foreldrar okkar sín bestu ár og þá fæddust barn- börnin sem bundust afa sínum og ömmu órjúfanlegum böndum. Þótt vegalengdirnar á milli okkar hafi verið langar þá voru tengsl okkar við foreldrana nán- ari en ef við hefðum búið í næsta húsi. Við töluðumst við í síma oft í viku og heimferðirnar voru tíð- ar í gegnum árin. Megi Guð blessa þig og geyma, elsku pabbi. Ingólfur Rúnar, Kristinn Guðni og Sæbjörn. Elsku afi okkar var einstakur maður. Hann sigraðist á erfið- leikum, elskaði Guð og vann hörðum höndum allt sig líf. Hann elskaði ömmu okkar og sá um hana í veikindum hennar fram á síðasta dag. Afi var ósérhlífinn, metnaðarfullur og samviskusam- ur. Hann elskaði fjölskyldu sína af öllu hjarta. Afi hvatti okkur sem og alla sem voru í hans lífi til dáða. Þegar eitthvað bar að hjá okkur var afi alltaf til staðar til að bjóða fram hjálp sína. Ást hans var einlæg og stað- föst. Við verðum við honum alltaf þakklát fyrir það. Afi var eintaklega sjálfstæður maður, hann ók bíl sínum þangað til sl. haust. Hann skiptist á skilaboðum við okkur á Facebo- ok, söng í kirkjukór eldri borg- ara í Neskirkju og var aldrei hræddur við að prófa nýja hluti. Afi var alltaf með bros á vör og hlýlegan glampa í augum, dans í hverju spori og glettist við okkur þangað til við hlógum okk- ur máttlausar. Við áttum þeirri gæfu að fagna að vera mikið hjá afa og ömmu í Kaliforníu þegar við vor- um litlar, umvafðar ást og um- hyggju þeirra. Við áttum ógleymanlegar stundir með afa og ömmu þegar við komum í heimsókn að tilefni 90 ára afmæl- is afa sl. nóvember. Elsku afi okkar, við munum geyma í hjarta okkar þá ást sem þú gafst okkur þangað til við mætumst á ný. Megi Guð blessa þig og geyma. Sigrún Vala Ingólfsdóttir, Júlía Elín Ingólfsdóttir. Mig langar til að segja nokkur kveðjuorð um afa minn. Þegar ég var hvítvoðungur, þá fluttu Torfi og konan hans Guð- rún til Kaliforníu, þar sem systir hans og móðir mín bjó. Hann tók því vel að við systkinin kölluðum hann afa og tók vel við afahlut- verkinu. Hann sagði okkur sög- ur, fékk okkur til að hlæja, horfði á okkur spila fótbolta og var ör- látur að kaupa ís. Þegar ég hugsa til Afa míns, man ég hversu vænt honum þótti um sjóinn. Þegar ég kom til Ís- lands, fórum við í bíltúra niður á höfn og eru það einar af mínum dýrmætustu minningum. Þegar ég kom með eiginmann minn, Jason, í fyrsta skiptið, hurfu þeir tveir saman niður á höfn og ræddu báta og fiskveiðar. Torfi var mikill fjölskyldumað- ur, opinn og sjálfstæður per- sónuleiki með gott skopskyn. Þegar ég vissi að ég vænti drengs, ákváðum við hjónin strax að skíra í höfuðið á honum. Torfi leyfði okkur af örlæti sínu að halda afahlutverkinu og varð langafi barna minna. Fyrir hönd bróður míns, Christians Mark, og minna, þökkum við honum yndislegt afa- hlutverk. Karen Ann Dinsmore Pickens. Þakklæti er mér efst í huga, þegar ég skrifa þessi fátæklegu orð um Torfa bróður minn. Það má segja að hann hafi gengið mér í föðurstað þegar ég sjö ára gömul missti föður minn skyndi- lega. Hann og Guðrún kona hans voru okkur til halds og trausts á erfiðum tímum, þegar móðir okkar varð ekkja og gerðist fyr- irvinna heimilisins. Þá stóð faðmur þeirra Torfa og Guðrún- ar alltaf opinn. Það var okkur hjónum og börnum okkar mikið ánægjuefni þegar þau ásamt sonum þeirra þremur fluttu út til Kaliforníu. Þar undu þau hag sínum vel, ferðuðust víða og margir bættust í vinahópinn, enda gestrisin með afbrigðum. Það átti sérlega vel við heilsu- far Guðrúnar hlýja loftslagið. Þau hjónin sneru heim eftir 11 ára dvöl. Þegar Torfi kom í síð- ustu ferðina fyrir tæpum fjórum árum, var dóttursonur minn ný- fæddur og fékk hann nafnið Ósk- ar Torfi. Torfi var mikil félagsvera, hann var virkur í safnaðarstarfi Neskirkju og söng hann í kór aldraðra í mörg ár. Síðustu 12 árin hefur Guðrún kona hans verið heilsutæp og hugsaði Torfi um hana af mikilli umhyggju og kærleik. Þegar heilsa hans fór að gefa sig, fluttu þau á dvalar og hjúkrunarheimilið Grund, í mars á s.l. ári. Bróðir minn reyndist okkur fjölskyldunni hinn besti vinur, heiðarlegur, traustur og góður félagi. Guð blessi minningu bróður míns. Elísabet Ingólfsdóttir Dinsmore. Fyrsta utanlandsferðin mín var með mömmu, pabba og Hreiðari til þín og Gunnu frænku til Ameríku, elsku Torfi. Þessi ferð verður alltaf minnisstæð, fyrstu vikurnar bjuggum við heima hjá ykkur í Kaliforníu og næstu vikur á eftir ferðuðumst við saman og sáum margt að því sem Ameríka hefur upp á að bjóða. Allir garðarnir, spilavítin, Grand Canyon, mollin, barbeque, kötturinn Tómas sem þér þótti svo vænt um, hann var líka pínu sérvitur og það kunnir þú að meta, þetta og svo margt fleira eru ljúfar minningar og gott að eiga. Þið Gunna frænka fluttuð svo heim til Íslands og þá hittum við ykkur oftar, síðustu árin á Sléttuveginum í fallegu íbúðinni ykkar og nú síðast á Grund þar sem þið voruð búin að koma ykk- ur notalega fyrir. Það gladdi þig alltaf þegar börnin okkar komu með í heimsókn og þá varst þú fljótur að ná í kókómjólk og nammi. Þú skilaðir svo sannar- lega þínu á þeim rúmlega 90 ár- um sem þú dvaldir hér á jörðu, þú lést tölvutæknina ekki aftra þér og varst í góðu sambandi við þitt fólk í Ameríku og hugsaðir svo vel um Gunnu frænku alla tíð. Minning um mann sem alltaf var léttur á fæti með góðan húm- or lifir. Elsku Gunna frænka, Sæ- björn, Ingi, Kiddi, Beta og fjöl- skyldur við vottum ykkur samúð, megi sólin skína á veg ykkar um ókomna tíð. Rósa, Einar og börn. Okkur langar að minnast Torfa með fáeinum orðum. Torfi var léttur á fæti, hress, ákveðinn og alltaf með góðan húmor. Hann var líka góður bílstjóri, keyrði með Gunnu sína og hjóla- stólinn um allan bæ meðan heils- an leyfði. Ófár voru ferðirnar á KR-völlinn enda var Torfi mikill KR-ingur. Það var erfið ákvörðun í sl. vor að flytja af Sléttuveginum á Grund. En þið funduð fljótt hvað það var notalegt og gott að vera í öryggi og umsjá alls þess góða fólks sem þar vinnur. Erfiðust var þó fjarlægðin við syni ykkar þrjá, Bestu systur þína og fjöl- skyldur þeirra, en þið voruð dug- leg að halda góðu tölvu- og síma- sambandi. Þú naust þess þegar við Gulli komum í heimsókn og þið fóruð saman í bíltúr um Vest- urbæinn, á höfnina og enduðuð svo á að fá ykkur „eina með öllu“ í pylsuvagninum. Elsku Torfi þú varst orðinn þreyttur og þráðir hvíldina, við munum halda áfram að passa upp á hana Gunnu þína. Blessuð sé minning þín. Nú finn ég vorsins heiði í hjarta. Horfin, dáin nóttin svarta. Ótal drauma blíða, bjarta barstu, vorsól, inn til mín. Það er engin þörf að kvarta, þegar blessuð sólin skín. (Stefán frá Hvítadal.) Gunnlaugur og Kolbrún. Í dag kveðjum við hinstu kveðju elskulegan bróður og mág, sem svo snöggt og óvænt er látinn, níræður að aldri. Þannig erum við minnt á hve bilið á milli lífs og dauða er stutt. Við sem skrifum þetta ætlum ekki að fara yfir lífsferil Torfa að neinu ráði enda ekki rúm til þess í stuttri grein, en langar að setja á blað það sem í hugann kemur við fráfall góðs drengs. Torfi fæddist í Reykjavík og bjó þar alla tíð að undanskildum tíu ár- um á 8. og 9. áratugnum, en þá bjó fjölskyldan í Los Angeles, BNA. Hann festi ráð sitt ungur og giftist sinni ágætu konu Guð- rúnu E. Kristinsdóttur, sem kveður nú elskulegan lífsföru- naut í hárri elli. Synir þeirra hjóna eru þrír og barnabörn og barnabarnabörn fjölmörg. Torfi var stoltur og glaður yfir vel- gengni og hamingju sona sinna og fjölskyldna þeirra, sem öll búa í BNA. Segja má að tengslin milli Torfa og sona hans í fjarlægð hafi verið eftirtektarverð og óvenjulega elskuleg því að auk tíðra gagnkvæmra heimsókna höfðu þeir allir símasamband við foreldra sína oft í viku. Samband barnabarnanna við afann var líka gott og heimsóknir til hans tíðar. Þeim er því mikill missir að afa sínum og eiga eftir að sakna hans mikið. Áhugi á þjóðmálum var mikill hjá Torfa og var hann óragur við að taka ákveðna af- stöðu í pólitískum efnum sam- tímans þótt hann væri jafnframt tilbúinn að ræða málin með um- burðar- lyndi fyrir málstað þeirra sem ólíkar skoðanir höfðu. Torfi var fróður og víðlesinn og átti gott bókasafn sem hann nýtti vel. Hann var lífsglaður maður og gamansamur. Mikinn áhuga hafði hann á íþróttum og þess má geta að ungur að árum lærði hann hnefaleika. Var áhuginn þó mestur á knattspyrnu en hann var mikill KR-ingur og studdi það félag með ráðum og dáð. Þá var hann prýðilegur söngmaður og mat mikils góða tónlist. Hann var árum saman meðlimur í kór aldraðra í Neskirkju, en hún var kirkja þeirra hjóna og þau dug- leg við messusókn enda trúuð og mátu starf kirkjunnar mikils. Vert er að minnast þess að á áttunda áratugnum þegar við hjónin þurftum að læknisráði að flytja frá Íslandi í hlýrra loftslag varð úr að við settum stefnuna á Los Angeles þar sem fjölskylda Torfa bjó auk hálfsystur hans, Elísabetar. Undirbúningur þessa flutnings okkar var margþættur og þurftum við í því sambandi að dvelja í LA í fimm vikur. Var þá ekki að sökum að spyrja að Torfi og Guðrún buðu okkur og tveim- ur yngstu börnum okkar að dvelja á heimili sínu þennan tíma og voru okkur mjög hjálpsöm á alla lund. Einnig fengum við góða að- stoð frá Elísabetu og manni hennar, Reed Dinsmore. Erum við þeim ævinlega þakklát fyrir hjálpina. Við biðjum Guð að styrkja Guðrúnu og aðra ástvini í sorg þeirra. Gunnhildur og Magnús Ó. Schram. Torfi Þorkell Ólafsson Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, SIGURJÓN HELGASON, Árskógum 8, lést fimmtudaginn 12. febrúar. Útför hans fer fram frá Seljakirkju föstudaginn 20. febrúar kl. 15. Blóm og kransar eru vinsamlega afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hans er bent á Slysavarnafélag Íslands. . Íris Svala Jóhannsdóttir, Helga Sigurjónsdóttir, Eggert Sigurðsson, Sigrún Sigurjónsdóttir, Stefán Örn Guðjónsson, Björn Sigurjónsson, Elín Eygló Sigurjónsdóttir, Ragnar Berg Gíslason, Bryndís Sigurjónsdóttir, Sigurður L. Viggósson, Svala Sigurjónsdóttir, Einar Örn Steinarsson, Anna Lóa Sigurjónsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Elskuleg móðir okkar, amma og langamma, MARÍA BRYNJÓLFSDÓTTIR, Engimýri 8, Akureyri, lést mánudaginn 2. febrúar á Sjúkrahúsinu á Akureyri. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. . Brynjólfur Jónsson, Jóhanna Jónsdóttir, Jón Brynjar Kristjánsson, Júlíana Ingimarsdóttir, Samúel Ingi Jónsson, Linda Hafdal, Axel Einar Viðarsson, Tinna Dís Hafdal Axelsdóttir og Brynja Dís Hafdal Axelsdóttir. Elskuleg frænka okkar, JÓHANNA SIGRÍÐUR HINRIKSDÓTTIR, lést á hjúkrunarheimilinu Eir í Reykjavík miðvikudaginn 28. janúar. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Bestu þakkir eru sendar starfsfólki Eir N-3. . Guðríður Sigurðardóttir, Stefanía Þórarinsdóttir, Sigríður R. Þórarinsdóttir og Þórunn Pálmadóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.