Morgunblaðið - 19.02.2015, Blaðsíða 77

Morgunblaðið - 19.02.2015, Blaðsíða 77
MINNINGAR 77 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. FEBRÚAR 2015 ✝ Þorgeir Ingva-son fæddist 23. júlí 1944. Hann lést á Landspítal- anum við Hring- braut 6. febrúar 2015. Móðir hans var Vigdís Bjarnadótt- ir, fædd 12. nóv- ember 1925, dáin 9. júní 2007. Faðir hans var Ingvi Þorgeirsson, fæddur 4. októ- ber 1924, dáinn 3. nóvember 2002. Systir Margrét Ingva- dóttir, hálfsystkin samfeðra Guðmundur Karl Ingvason, El- ín Gerður Ingvadóttir (látin) og Tryggvi Ingvason, hálf- systir sammæðra Ragnheiður Björnsdóttir (látin). Börn Þorgeirs og fyrri konu þá var flutt aftur til höfuð- borgarinnar og þar bjó Þor- geir síðan. Þorgeir varði stærstum hluta starfsævi sinnar í ýms- um störfum fyrir Póst og síma, seinna Íslandspóst. Sem starfsmaður á Tollpóststofu, sem útibússtjóri pósthússins á Arnarbakka, í Mosfellsbæ og í Pósthússtræti og síðast sem stöðvarstjóri í fyrirtækjapóst- húsi Íslandspósts á Stórhöfða þar til hann lét af störfum sökum aldurs á síðasta ári. Þorgeir var liðtækur í störf- um fyrir hin ýmsu félög og samtök. Sem dæmi um það má nefna að hann vann lengi fyrir Póstmannafélagið og var for- maður þess 1984-1986. Um tíma starfaði hann fyrir Hestamannafélagið Fák og einnig var hann lengi í stjórn húsfélagsins í Asparfelli 2-12. Útför Þorgeirs hefur farið fram í kyrrþey að hans ósk. hans, Þórdísar Guðjónsdóttur, eru Sigrún Linda Þorgeirsdóttir og Þórir Þorgeirsson, dætur hans eru Rán, Röskva og Eir. Seinni kona Þorgeirs var Guð- rún Þorgeirs- dóttir. Hún lést 12. september 2013. Hennar syn- ir eru Þorgeir Pétursson, Sturla Pétursson og Áki Pét- ursson. Þorgeir fæddist í Reykjavík og átti þar heima fyrstu ævi- árin. Hann fluttist ungur með móður sinni og Margréti syst- ur sinni að Saurbæ á Vatns- nesi í Húnavatnssýslu og þar bjuggu þau til ársins 1962 en Það eru kannski fáir sem geta sagst hafa hlegið svo mik- ið með yfirmanni sínum að hafa fengið barkabólgu í kjöl- farið, ég lá í viku. Það eru fáir sem hefðu komist upp með það að vera ekki reknir eftir að hafa svert tennur og munn yf- irmanns síns og það rétt áður en hann fór á fund, en það gerði ég. Það eru aftur á móti margir sem geta sagst hafa verið svo heppnir að hafa haft Þorgeir sem yfirmann sinn og ég tel mig eina af þeim og tel ég mig enn ríkari en svo, því ég get líka kallað hann vin. Þorgeir var einstakur yfir- maður og góður maður. Hann gerði það sem hann gat fyrir starfsfólk sitt en ætlaðist til á móti að það leysti verk sín vel af hendi. Hlátrasköll og langar samræður einkenndu sam- vinnu mína með Þorgeiri og fleirum í deildinni. En það get- ur verið stutt milli hláturs og gráts. Fyrir rétt um tveimur árum kvöddum við góða sam- starfskonu og varla hálfu ári seinna féll Rúna, eiginkona Þorgeirs, frá. Nú fyrir ári veitti hann mér ómetanlegan stuðning þegar ég missti báða foreldra mína með stuttu milli- bili. Ég kynntist ekki bara Þor- geiri heldur fylgdi Rúna og barnabarn þeirra, Karel, einn- ig með. Það fóru margir tímar í að hlusta á hann tala um barnabarnið sitt sem fylgdi honum hvert fótsport þegar hann var yngri og svo á end- anum alla leið inn í Póstmið- stöð. Þorgeir og Rúna voru ákaf- lega samrýnd og því var það mikið áfall þegar hún féll frá. Þau tóku bæði svo vel á móti mér og voru þau bæði mér ákaflega kær. Það er því mikill missir að þau séu bæði farin en það sefar sorgina að vita að hann er kominn til hennar Rúnu sinnar. Með þessum orðum vil ég minnast þeirra beggja, Þor- geirs og Rúnu, og þakka fyrir að hafa verið svo heppin að kynnast þeim báðum. Elín Ingibjörg. Það var óhætt að segja að það hafi komið eins og þruma úr heiðskíru lofti þegar ég var að kíkja í Fréttablaðið og sá andlátstilkynningu um að þú hefði látist á Landspítalanum þann 6. febrúar. Ég átti varla til aukatekið orð og þurfti að klípa í mig til þess að fullvissa mig um að mig væri ekki að dreyma. Nei, þetta var ekki draumur, langt frá því, þetta var bláköld staðreynd. Þor- geir, sem var mér mjög kær síðastliðin ár, hvernig gat þetta gerst. Þegar ég kíkti í heimsókn til þín síðasta daginn fyrir starfslok þá var glatt á hjalla, þú varst búinn að taka þá ákvörðun að hætta að vinna og ætlaðir þér stóra hluti í lífi þínu, að lifa lífinu lifandi, full- ur af jákvæðni og tilhlökkun. Þannig maður varstu, ljúfur, góður, jákvæður og alltaf tilbú- inn að hjálpa öllum. Það var um haustið 1998 sem ég kynntist Þorgeiri, hann var þá orðinn stöðvarstjóri Ís- landspósts Pósthússtrætis, og réð mig í vinnu sem gjaldkeri. Ég hugsa að ég hafi nú verið frekar blautur bakvið eyrun og vissi varla hvað snéri upp og hvað snéri niður, en alltaf varstu jákvæður og sagðir nokkrum sinnum að þetta myndi koma og að ég skyldi bara taka mér tíma, spyrja ef það væri eitthvað sem ég skildi ekki, spyrja oftar heldur en sjaldnar. Þetta var Þorgeir í sinni bestu mynd, betri yfir- manns gat maður varla óskað sér. Gott var að leita til hans þegar maður þurfti nauðsyn- lega á því að halda, hann var manni alltaf til halds og trausts og það var hugsað í lausnum. Ég myndi segja að Þorgeir hafi verið sá besti yfirmaður sem ég hef nokkurn tíma haft og ég veit að þó að maður eigi eftir að hafa góða yfirmenn þá eiga þeir aldrei eftir að verða betri en Þorgeir, kannski jafn- góðir en aldrei betri. Ég var mjög ánægður með að hafa sagt þetta við hann og það er eitthvað sem ég get verið ánægður með, að hafa komið þeim skilaboðum áleiðis enda átti hann svo sannarlega skilið að vita það. Söknuðurinn er gífurlegur. Ég sem ætlaði mér að slá á þráðinn til þín en þá birtist þessi tilkynning í Frétta- blaðinu að þú værir látinn. Ég er þakklátur að hafa kynnst þér og hafa unnið undir þinni stjórn í tæp þrjú ár, þau hafa verið mér mjög lærdómsrík og mun ég minnast þín í gleði og þannig mun ég aldrei gleyma þér. Ég veit að þú ert á góðum stað og að þú ert í þeim töl- uðum orðum hjá Rúnu, kon- unni þinni, sem þú saknaðir svo gífurlega mikið. Að lokum votta ég ættingjum og vinum mína dýpstu samúð og bið góð- an Guð um að styrkja ykkur í þessari miklu sorg. Veltu burtu vetrarþunga vorið, vorið mitt! Leiddu mig nú eins og unga inní draumland þitt! Minninganna töfratunga talar málið sitt, þegar mjúku, kyrru kveldin kynda’ á hafi sólareldinn. (Ólöf frá Hlöðum) Guðmundur. Þorgeir Ingvason HINSTA KVEÐJA Fátt um orð en mikið hugsað og margs minnst þegar ég kveð föður minn með þessari litlu kveðju. En komin eru leiðarlok og lífsins kerti brunnið og þín er liðin æviönn á enda skeiðið runnið. Í hugann kemur minning mörg, og myndir horfinna daga, frá liðnum stundum læðist fram mörg ljúf og falleg saga. (Höf. ók.) Farðu í friði pabbi minn. Þín Sigrún. Fallinn er frá Hermann Níelsson íþróttamaður. Her- mann var alla ævi ötull talsmaður íþrótta og heilbrigðs lífernis. Hann helgaði líf sitt íþróttum og var virkur í uppbygginu og starfi íþróttafélaga. Hann var lengi íþróttakennari við Alþýðu- skólann á Eiðum og var á þeim tíma í forsvari fyrir íþrótta- hreyfinguna á Austurlandi. Eftir heimkomuna hingað vestur starfaði Hermann sem íþrótta- kennari við Menntaskólann á Ísafirði. Þar kom hann á fót af- reksbraut sem enn er við lýði og hefur fjöldi ungra vestfirskra íþróttamanna tekið þar þátt. Hann var fljótt kominn í fé- lagsstörf fyrir íþróttahreyf- inguna, hann gæddi Knatt- spyrnufélagið Hörð nýju lífi og gerðist formaður þess. Hann stofnaði glímudeild hjá félaginu og sinnti uppbyggingu glímu- íþróttarinnar svo eftir var tekið. Íslandsglíman var loksins haldin utan höfuðborgarsvæðisins vorið 2012 og hafði Hermann veg og vanda af því að hún yrði haldin hér á Ísafirði. Auk þess kom hann að starfi annarra íþrótta- félaga og íþróttastarfs í bænum. Ekki má gleyma starfi Her- manns í þágu almenningsíþrótta en hann átti lengi sæti í trimm- nefnd ÍSÍ og stóð að átakinu Heilsuefling í Ísafjarðarbæ. Sjálfur var Hermann mikill íþróttamaður að upplagi og hélt styrk, lipurð og færni á við sér miklu yngri menn. Hann stóð nemendum sínum ekkert að baki hvað líkamlegt form varðar og minnast margir hans taka hand- stöður og ganga á höndum eins og ekkert væri. Hann skellti sér líka á sjötugsaldri í skólahreysti- braut nemenda og sló þeim flestum við í tímatöku. Hermann var góður félagi og þakkar HSV fyrir hans mikla og Hermann Níelsson ✝ HermannNíelsson fædd- ist 28. febrúar 1948. Hann lést 21. janúar 2015. Útför Hermanns fór fram 14. febrúar 2015. góða starf fyrir íþróttahreyfinguna í Ísafjarðarbæ. Fyrir hönd HSV sendi ég aðstand- endum innilegar samúðarkveðjur. Guðný Stefanía Stefánsdóttir, formaður Hér- aðssambands Vestfirðinga. Kveðja frá Eiðavinum Austfirðingar eiga Hermanni Níelssyni mikið að þakka. Hann kom sem íþróttakennari í Al- þýðuskólann á Eiðum árið 1968 aðeins tvítugur að aldri og bjó fyrir austan í um þrjá áratugi. Auk þess að kenna íþróttir á Eiðum kom Hermann að ótal verkefnum sem tengdust íþrótta og æskulýðsstarfi fyrir austan og var m.a. formaður UÍA til margra ára. Hermann var mikill hugsjónamaður og lagði mikið á sig til að byggja upp öflugt og fjölbreytt íþróttastarf fyrir aust- an. Hann var afar farsæll íþrótta- og æskulýðsleiðtogi sem átti auðvelt með að hrífa ung- menni með sér. Hann var ein- staklega góður í öllu samstarfi og var duglegur að virkja fólk með sér til að byggja upp göfugt starf í sameiningu. Honum var mjög í mun að nota íþróttir til að búa til betra samfélag fyrir kom- andi kynslóðir. Nemendur Eiðaskóla dáðu Hermann sem íþróttakennara. Hann bar virðingu fyrir öllum nemendum og hvatti þá áfram hvort sem um var að ræða íþróttagarpa eða þá sem höfðu ekki eins mikinn áhuga eða sýndu minni árangur. Það hefur komið vel í ljós eft- ir fráfall Hermanns hve hann hefur notið mikillar virðingar við gamla skólann okkar. Eiðavinir, félag fyrrum nemenda og starfs- manna Eiðaskóla hafa margir skrifað minningarorð um hann inn á sameiginlegt netsvæði þar sem berlega má sjá hve mikil áhrif hann hefur haft á fyrrum nemendur sína. Einn úr þeim hópi tók þessi minningarorð Eiðavina saman og gerði úr þeim þetta ljóð og geta Eiðavin- ir margir hverjir fundið kveðju- orð sín fléttuð inn í ljóðið sem er hinsta kveðja til Hermanns frá Eiðavinum. Hermann Við munum hann svo vel, daginn, sem við hittumst fyrst. Þú komst, brosandi út í annað, svo ótrúlega léttur í spori, með fangið fullt af æsku og gleði, fjöri, þrótti og þori Þú hreifst okkur með í leikinn leiddir, studdir, kenndir. Í hverju verki virðing, af hverjum sigri sómi. Þú byggðir með okkur hallir sem hýstu draumana, og sáðir fræi sem varð að fögru blómi. Nú ertu genginn, góði drengur. Kennari, félagi, fyrirmynd. Við horfum á eftir þér hljóð og döpur – klökk. En minningin um þig lifir í von og verki austfirskrar æsku – vinur, hafðu þökk. (Hannes Sigurðsson) Eiðavinir senda öllum að- standendum innilegustu samúð- arkveðjur. F.h. Eiðavina, Bryndís Skúladóttir, for- maður stjórnar Eiðavina. Síminn í Íþróttakennaraskól- anum hringdi síðla vetrar 6́9, skólastjórinn við Alþýðuskólann á Eiðum var að leita að besta kennaraefninu sem gæti lyft grettistaki. Hermann, var svar- ið, svo einfalt var það, jafnvígur á öll fög sem tengdust íþróttum, fæddur til forystu og ungmenna- félagsmaður fram í fingurgóma. Það veganesti hafði hann í far- teskinu frá Ísafirði allt frá því hann fór að mála í bátunum fyrir afa sinn tíu ára, fótboltakappi hjá Herði, virkur skáti, hélt bar- átturæðu iðnnema á torginu 1. maí og bráðliðtækur gítarleikari í Noice Makers. Hermann naut sín á Eiðum, hann hreinlega elskaði umhverf- ið og það var draumastaða að kenna ungmennum á veturna og þjálfa þau með ÚÍA á sumrin, íþróttir voru hans líf og yndi og staðurinn rammaði inn fjöl- skyldulífið í Hermannshúsi með Svandísi og strákunum. Hann fór til Danmerkur til þess að afla sér reynslu, vann fyrir sér sem málari og sótti námskeið og seinna fór hann til Svíþjóðar og settist á skólabekk. Hver annar en Hermann hefði látið sér detta í hug sumarhátíðir í Atlavík með aðkomu Stuðmanna og Ringó bítils? Eða að láta taka mynd af sér með goðinu Péle, hann var ekki í rónni fyrr en átrúnaðar- goðið var búið að heimsækja Austurland og taka nokkur létt spörk á knattspyrnuvelli Hattar á Egilsstöðum. Rúmum 20 árum síðar flutti ég í Hermannshús með mömmu og krökkunum mínum, við urð- um öll samkennarar og það var Hermann sem kynnti mig fyrir töfrum umhverfisins en að skokka í skóginum og að vitja um net með krökkunum í Eiða- vatni var ógleymanlegt. Vinkonur mínar stóðu á önd- inni, ertu frá þér, hann er níu árum eldri og afi í þokkabót! Hermann hélt utan um mig og börnin mín af festu og ábyrgð. Hann kenndi þeim að synda, hjóla, boltaíþróttir og glímu. Ég sé hann í anda hlæj- andi á hlaðinu á Eiðum, hlaup- andi á eftir gula hjólinu og Ka- terína hrópaði:„Ertu hættur að halda í mig“! Með Önnu Birtu í sundlauginni og að tuskast við Sindra. Á Hvanneyri að þjálfa krakkana í körfubolta, badmin- ton, lífið var samvera og hann var fyrirmynd. Við bjuggum um tíma fyrir utan London, stofnuðum ferða- skrifstofu og heimsóttum stór- borgir Evrópu en í Aþenu skokkaði hann uppá Akrapolis, Hermes og félagar töfruðu hann til sín upp að Parþenon þar sem hann gleymdi sér. Hermann var kallaður til Ísa- fjarðar árið 2000 og honum lík- aði svo vel við MÍ að hann togaði okkur heim. Kominn tími til að treysta böndin og fara í kaffi til Gunnu ömmu og njóta Arnar- dals. Nemendur voru kjaftstopp, hann var fimari en þau, rúmlega fimmtugur. Hann stofnaði af- reksíþróttabraut og þjálfaði glímukappa undir merkjum Harðar. Hann var á heimavelli og bar hag unga fólksins fyrir brjósti, ljúfur í lund og sann- gjarn. 14 ár voru viðburðarík, þau færðu okkur sólargeislann Nínu Dagrúnu og frá því að Hermann klippti á naflastreng- inn þá ófu örlagadísirnar dulinn þráð sem tengdi þau alla tíð. Hún varð glímudrottning 12 ára gömul og pabbinn svo óumræði- lega hreykinn. Elsku Níels, Rabbi og fjölskyldur, hugurinn er hjá ykkur. Innilegar samúð- arkveðjur til Dóru og allra aðstandenda. Ingibjörg Ingadóttir. Elskulegur maðurinn minn, faðir, tengdafaðir og afi, HAUKUR HAUKSSON, Jörundarholti 128, Akranesi, lést á Sjúkrahúsi Akraness föstudaginn 6. febrúar. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey. . Arína Guðmundsdóttir, Sigrún Hauksdóttir, Sigurður Már Sturluson, Þórður Þ. Þórðarson, Þórhildur Halldórsdóttir, Anna S. Þórðardóttir, Albert Arnarson, Þórey D. Þórðardóttir, Einar G. Einarsson, Rut K. Hinriksdóttir, Gunnlaugur Pálmason, Andrés Þ. Hinriksson, Sif Gunnlaugsdóttir og barnabörn. Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur hlýhug við andlát móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, LILJU ÁGÚSTU JÓNSDÓTTUR. Sérstakar þakkir fær starfsfólk á dvalarheimilinu Dalbæ fyrir góða umönnun. . Hjördís Vilhjálmsdóttir, Pétur Guðráð Pétursson, Jóhannes Vilhjálmsson, Halldóra Kristjánsdóttir, Lilja Vilhjálmsdóttir, Júlíus Magnússon, Magnea Vilhjálmsdóttir, Magnús Magnússon, barnabörn og barnabarnabörn. Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar elskulegrar móðursystur okkar, GUÐRÚNAR INGIBJARGAR KRISTÓFERSDÓTTUR, Dúnnu, Sogavegi 168, Reykjavík. Sérstakar þakkir til starfsfólks Grundar fyrir hlýlegt viðmót og góða umönnun. . Guðmundur Ingi, Sigurður og Elías Halldór Leifssynir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.