Morgunblaðið - 20.02.2015, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 20.02.2015, Blaðsíða 1
F Ö S T U D A G U R 2 0. F E B R Ú A R 2 0 1 5 Stofnað 1913  43. tölublað  103. árgangur  FERSKLEIKI, GÆÐI OG HREINLEIKI Á MATARHÁTÍÐ LEIKHÚSVÉL UM- BREYTIST Í GEIMFLAUG Í MIÐRI SÝNINGU 32 SÍÐNA BLAÐ UM FOOD & FUN KUGGUR OG LEIKHÚSVÉLIN 47 FORTE blanda meltingargerla MÚLTIDOPHILUS þarmaflóran hitaþolin www.gulimidinn.is Morgunblaðið/Ómar Ráðhúsið Mögulegt er að fylgjast með farsímanotkun borgarfulltrúa.  „Ég vildi fá að vita hvort þetta væri með svipuðum hætti og í Hafnarfirði og þess vegna lagði ég fram fyrirspurn í borgarráði,“ segir Halldór Halldórsson, odd- viti Sjálfstæðisflokksins í Reykja- vík. Fulltrúar flokksins óskuðu í gær eftir upplýsingum um það hverjir hefðu aðgang að upplýs- ingum um farsímanotkun kjör- inna fulltrúa og starfsmanna borgarinnar og hvernig farið væri með slíkar upplýsingar. Í bráðabirgðasvari sem Halldór fékk í gær kom fram að vissulega væri alltaf einhver aðili hjá borg- inni sem hefði aðgang að þessum upplýsingum. Upp að vissu marki væri því hægt að fylgjast með farsímanotkun hvers og eins. „Það er hægt að fylgjast með far- símanotkun kjörinna fulltrúa og starfsmanna upp að vissu marki, en hvar það mark liggur veit ég ekki og þess vegna lagði ég fram fyrirspurnina,“ segir Halldór. „Alltaf einhver sem hefur aðgang“ Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is Stjórn Sorpu bs. ætlar að ganga á fund Sigrúnar Magnúsdóttur um- hverfisráðherra til að óska breyt- inga á lögum þannig að ábyrgð- arskipting sé skýr í sorphirðu- málum. „Það er ekkert skemmtiefni fyrir okkur að taka fyrir dómsmál og klögumál á nánast hverjum fundi,“ segir Bjarni Torfi Álfþórsson, stjórnarformaður Sorpu, en byggðasamlagið hefur á undanförn- um árum varið talsverðum tíma og fjármunum í málarekstur vegna meintra brota í samkeppnis- og út- boðsmálum. Dæmi um þetta má sjá í fundargerð síðasta stjórnarfundar þar sem þrjú af sjö erindum tengd- ust málavafstri með einhverjum hætti. Eitt þeirra mála var að áfrýja til Hæstaréttar dómi Hér- aðsdóms Reykjavíkur þar sem stað- fest var 45 milljóna króna sekt Samkeppniseftirlitsins á hendur Sorpu fyrir að hafa misnotað mark- aðsráðandi stöðu sína. Frá árinu 2001 hefur Sorpa átta sinnum verið til meðferðar hjá kærunefnd útboðsmála, auk um- fjöllunar hjá samkeppnisyfirvöldum og fyrir dómstólum. Eitt þeirra fyrirtækja sem ítrek- að hafa leitað réttar síns í sam- skiptum við Sorpu er Íslenska gámafélagið. Jón Þórir Frantzson, forstjóri félagsins, gagnrýnir Sorpu harðlega í samtali við Morgunblað- ið. „Þetta er orðið mikið bákn sem þarf að einhverju leyti að breyta,“ segir Jón Þórir og telur vænlegast að Sorpa verði leyst upp og sveit- arfélögin bjóði sorphirðuna út. MMálarekstur Sorpu »16-17 Sorpa vill lagabreytingu  Sorpa stendur ítrekað í málarekstri og vill breytingar á starfsumhverfinu  Átta sinnum hjá kærunefnd útboðsmála  „Mikið bákn sem þarf að breyta“ Áformað er að notast við afkomu- stuðla í nýju veiðigjaldafrumvarpi. Slíkir stuðlar munu byggjast á hlut- fallslegri afkomu fisktegunda miðað við afkomu í þorski. Í sem stystu máli ganga stuðlarnir út á að stuðst er við afkomu fiskteg- unda frekar en hlutfallslegt verð þeirra. Er horfið frá auðlindarentu sem síðasta ríkisstjórn innleiddi. Jón Gunnarsson, formaður at- vinnuveganefndar, segir hugsað til langs tíma með frumvarpinu. Nýju veiðigjöldin eigi að geta verið við lýði um ókomin ár. „Ég tel að við séum með allan þann grunn sem þarf til þess að ganga frá veiðigjöldunum til lengri tíma,“ segir Jón. Hann segir tíma málamiðlana varðandi nýtt fiskveiðistjórnunar- frumvarp að baki. »14 Veiðigjöldum breytt  Munu byggjast á afkomustuðlum Sunddeild Ármanns hélt úti frískandi kennslu í sundlaugapóló í Árbæjarlaug í gær. Er það liður í fjölbreyttri dagskrá Reykjavíkurborgar fyrir alla fjölskylduna í frístundamiðstöðvum og menningarstofnunum borgarinnar í vetrarfríi grunnskólanema dagana 19.-20. febrúar. Ókeyp- is aðgangur er fyrir börn og foreldra í sundlaug- arnar á tilgreindum tímum og meðal annars boð- ið upp á sundlaugafjör, tónlist og leiki. Styttu sér stundir í sundlaugapóló í boði borgarinnar Morgunblaðið/Ómar Reykjavíkurborg með fjölbreytta dagskrá í vetrarfríi grunnskólanna  Gylfi Þór Sig- urðsson spilar aftur með Swan- sea í ensku úr- valsdeildinni í knattspyrnu á morgun eftir mánaðar hlé vegna leikbanns en lið hans tekur þá á móti Man- chester United. „Ég held að það yrði mjög gott hjá okkur ef við næðum stigi á móti United og ekki yrði leiðinlegra ef mér tækist að skora,“ segir Gylfi. » Íþróttir Gylfi með á ný og mætir Man. Utd Gylfi Þór Sigurðsson Tvær súlur, sem merktar voru í Eld- ey árið 1982, fundust dauðar í fyrra, önnur þeirra var 31 árs og fimm mánaða, hin 32 ára og þriggja mán- aða. Fyrra aldursmet var 27 ár og átta mánuðir. Aldrei fyrr hafa jafnmargir fuglar verið nýmerktir hér á landi og í fyrra, þegar merktir voru rúmlega 19.000 fuglar af 79 tegundum. Af ein- stökum tegundum var mest merkt af auðnutittlingum. Endurheimtur merktra fugla sýna hversu langförulir þeir geta verið, en sá langförulasti var sanderla sem sást við Akranes. Hún hafði verið merkt í Gana og var því komin tæpa 7.000 km frá merkingarstaðnum. »4 Morgunblaðið/Rax Súlur Tvær súlur, báðar á fertugs- aldri, fundust dauðar í fyrra. Nýmerktu um 19.000 fugla

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.