Morgunblaðið - 20.02.2015, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 20.02.2015, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. FEBRÚAR 2015 Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Nýja vinnumatið í framhaldsskólum sem félagsmenn í Félagi framhalds- skólakennara og Félagi stjórnenda greiða atkvæði um í næstu viku er umdeilt meðal framhaldsskóla- kennara. Baldur J. Baldursson, kennari og trún- aðarmaður í Tækniskólanum, gagnrýnir vinnu- matið harðlega og segir það vægast sagt umdeilt með- al framhaldsskólakennara. Það hafi valdið klofningi í stéttarfélaginu og heldur hann því fram að ekki sé meirihluti fyrir vinnumatinu í aðal- og varastjórn FF. Þá fari heitar um- ræður fram í tveimur lokuðum hóp- um á facebook um málið. Baldur segir að samþykkt vinnu- matsins muni gefa framhaldsskóla- kennurum 9,3% taxtahækkun, en fyrir tilstilli flókins reikniverks að baki vinnumatinu muni vinnukrafa innan fulls starfs kennara verða lækkuð hjá þeim sem teljast búa við „vinnuþunga“ áfanga en hækkuð á móti hjá þeim sem eru álitnir hafa „vinnulétta“ áfanga. „Afleiðingin er sú að raunhækkun launa, að teknu tilliti til breytts vinnuframlags, verð- ur meiri en 9,3% hjá hluta af kenn- arahópnum, minni en 9,3% hjá öðr- um hluta og loks munu einhverjir ekki fá neina raunhækkun launa, þ.e. vinna þeirra mun aukast jafn mikið eða meira en nemur 9,3% hækkun- inni,“ segir Baldur. Fyrir liggi að vinna u.þ.b. þriðj- ungs allra félagsmanna FF verði gengisfelld í þessum tilgangi og við- komandi kennurum gert að auka það vinnuframlag sem þurfi til að fylla upp í óbreytt starfshlutfall til að standa þannig undir kjarabótunum. Baldur hefur skrifað grein um vinnumatið sem hann kveðst hafa birt öllum framhaldsskólakennurum, þar sem hann fer ítarlega yfir áhrif þess. Þar segir hann að þetta nýja vinnutímakerfi, þ.e. sjálft vinnumat- ið, sé byggt á gríðarlega flóknu og ógegnsæju reikniverki og enginn kennari geti séð fyrirfram með neinni vissu hverjar afleiðingar kerf- isins verða í reynd og hvaða áhrif það muni hafa á eigin laun og vinnutíma. „Óvissan er slík að kennarar munu ekki vita fyrir víst hvaða laun þeir hafa á hverri önn fyrr en langt er lið- ið á hana! „Kafkaískt“ flækjustig nýja vinnumatsins er án efa alger- lega fordæmalaust á íslenskum vinnumarkaði og þótt víðar væri leit- að,“ segir í greininni. Stóra þætti vantar í vinnumatið Vinnumatið sjálft er ekki útfært eins og aðalkjarasamningur mælir fyrir um, að sögn Baldurs, þar sem veigamiklir viðmiðunarþættir hafa verið undanskildir í því. „Af þessum sökum dettur vinna stórs hluta kenn- ara niður dauð og áfangar viðkom- andi kennara fara halloka í vinnu- matinu. Þetta á t.d við um þann stóra hluta kennara sem fæst við kennslu áfanga þar sem lítið eða ekkert fyr- irfram tilbúið námsefni er til staðar, s.s. í iðn-, list-, tölvu- verk- og starfs- námsgreinum. Vinna vegna hraðari yfirferðar námsefnis og vinna kenn- ara við upplýsingatækni/námsvefi er einnig skilin útundan ásamt fjölda annarra þátta. Það gefur augaleið að ef stóra þætti vantar í vinnumatið muni vinna stórs hluta kennara sjálfkrafa sýnast minni en hún er í raun og veru og hlutföll milli áfanga og kennarahópa brenglast í vinnumatinu,“ segir hann. Baldur bendir á máli sínu til stuðn- ings að talnagögn sem fulltrúar kennara í Tækniskólanum hafi feng- ið frá forystu FF staðfesti að vinna um þriðjungs allra félagsmanna FF verði gengisfelld með innleiðingu vinnumatsins og sýni að u.þ.b. þrír fjórðu allra áfanga sem kenndir eru í Tækniskólanum muni verða gengis- felldir í nýju vinnumati. „Umbun til kennara með „vinnu- þunga“ áfanga og íþyngjandi kennsluaðstæður mun því ekki kosta ríkið eina aukatekna krónu heldur verður hún að öllu leyti kostuð af þeim sem eru taldir búa við „vinnu- létta“ áfanga. Í ofanálag mun breyt- ingin ala á sundrungu meðal kennara og etja þeim hverjum gegn öðrum. – Eins manns dauði er annars brauð!“ segir í grein Baldurs. Ennfremur segir hann að við blasi að hækkaða lágmarksvinnukrafan muni koma mjög mismunandi niður á félagsmönnum FF eftir því á hvaða sviði þungamiðja kennslugreina þeirra liggur og eftir tegund skóla. Í skólum þar sem iðn-, list-, tölvu- verk- og starfsnám er ríkjandi og í skólum þar sem námshópar eru litlir sé fyrirsjáanlegt að gengisfellingar- áhrifin verði mest. Þar verði hlut- fallslega flestum kennurum gert að taka á sig hlutfallslega mesta viðbót- arvinnu til að fylla upp í starfshlutfall sitt. „Sú hugmyndafræði virðist hafa náð í gegn hjá forystu FF að nú skuli gert upp á milli kennara á mismun- andi kennslugreinasviðum fram- haldsskóla. Breyttu vinnutímakerfi er augljóslega stefnt gegn kennurum á lægri þrepum náms, ekki síst iðn-, list-, tölvu- verk- og starfsnámskenn- urum í þeim tilgangi að bæta stöðu bóknámskennara, einkum þeirra sem kenna áfanga á efri þrepum og stórum hópum.“ „Vægast sagt um- deilt“ meðal kennara  Segir stóran hóp kennara fara mjög halloka í vinnumatinu Baldur J. Baldursson Morgunblaðið/G.Rúnar Kennslustund Framhaldsskólakennari gagnrýnir nýja vinnumatið harð- lega og segir það m.a. koma niður á iðn- og starfsnámsskólum. Forysta Félags framhaldsskóla- kennara (FF) er þessa dagana á ferð um landið að ljúka kynningu á nýja vinnumatinu í framhaldsskólum. Kosning meðal kennara um vinnu- matið hefst á mánudaginn og stend- ur til hádegis 27. febrúar. „Það er verið að breyta vinnutímaskil- greiningu kenn- ara og fólk hefur margar spurn- ingar eins og við var að búast. Móttökurnar hafa verið góðar en þær eru mis- jafnar,“ segir Guðríður Arnardóttir, formaður FF, um undirtektir kennara á kynning- arfundunum. Hún segir að ekki hafi komið á óvart að breytingarnar væru umdeildar. Spurð hvort nýtt vinnumat komi misjafnlega niður á kennurum segir hún að verið sé að meta kennsluálag fyrir einstaka áfanga þar sem fjöldi nemenda vegur mjög þungt. „Vinnu- matið gengur beinlínis út á það að fleiri nemendur í kennslu taki með sér meiri tíma. Það þýðir að þegar um fámenna áfanga er að ræða, eins og til að mynda í verknámi eða í litlum skólum út á landi, þar sem nemendur eru fáir, þá eru tímarnir færri sem fylgja þeim áföngum held- ur en nemendum í mörgum áföngum í stærri skólum t.d. í bóknáms- greinum, þar sem fjöldi nemenda í sömu greininni getur verið allt frá 12 nemendum og upp í 30,“ segir hún. Með vinnumatinu er lagt mat á hversu miklum tíma kennari ver í að fara yfir verkefni og próf fyrir hvern og einn nemanda en að sögn hennar er öllum skammtaður sami tími í dag, jafnt yfir allar greinar, óháð nemendafjölda, til þess að ljúka verkefnum. Þetta þýði að í nýja vinnumatinu séu sumir áfangar metnir til færri klukkutíma heldur en er í dag, aðrir áfangar séu metnir til fleiri tíma og þar vegi nemenda- fjöldinn þyngst. Fjöldi ábendinga Guðríður leggur áherslu á að ekki sé farið fram á að kennari sem er í 100% starfi vinni meira en ráðning- arhlutfall hans segir til um þó vinnu- matið breytist. „Við höfum fengið fjölda ábendinga um nýja vinnumat- ið, þar sem fólk nefnir bæði þessi at- riði, að tekið er tillit til fjölda nem- enda og svo að líka er sett mæling á fjölmörg verk sem kennari vinnur við í hverri viku.“ Verði vinnumatið samþykkt í kosningunni í næstu viku gildir kjarasamningurinn áfram og kenn- arar fá 9,3% launahækkun í vor. Verði það hins vegar fellt losna kjarasamningar framhaldsskóla- kennara og 9,3% taxtahækkunin fellur niður. Morgunblaðið/Þórður Kjaramál Kennarar á samstöðufundi í mars í fyrra. Samningar náðust 4. apríl í kjölfar verkfalls og var verkefnisstjórn falið að vinna vinnumatið. Góðar en mis- jafnar viðtökur Guðríður Arnardóttir  Kosið um vinnumatið í næstu viku Agnes Bragadóttir agnes@mbl.is „Þessi atburður er í takti við það sem menn hafa orðið varir við víða í NATO-ríkjunum og öðrum vestræn- um ríkjum, eins og Finnlandi og Sví- þjóð. Þennan atburð ber að taka al- varlega og hann kallar á aukinn viðbúnað innan NATO,“ sagði Birgir Ármannsson, formaður utanríkis- málanefndar, í samtali við Morgun- blaðið í gær um flug rússnesku sprengjuflugvélanna í grennd við Ís- land. Birgir segir að það sé greinilegt að rússneski herinn sé að gera meira vart við sig, heldur en við eigum að venjast. „Það getur verið vegna þess að Rússar vilji sýna mátt sinn,“ sagði Birgir. Þetta undirstriki, að hans mati, mikilvægi þess að NATO-ríkin treysti viðbúnað sinn og áætlana- gerð og mikilvægi þess að vestræn ríki sýni samstöðu á þessum tímum, sem séu á margan hátt viðsjárverðir. Líkt og fram kom í gær flugu tvær langdrægar rússneskar sprengju- flugvélar af gerðinni Tupolev Tu-95 inn í loftrýmiseftirlitssvæði NATO (Atlantshafsbandalagsins) í ná- grenni Íslands upp úr hádegi í fyrra- dag. Vélarnar voru í 26 sjómílna fjar- lægð frá Stokksnesi þegar þær voru sem næst Íslandi. Rússnesku vélarnar tvær, „Birn- irnir“, flugu einnig inn í loftrýmiseft- irlitssvæði NATO undan ströndum Cornwall í Bretland í fyrradag og sendi Konunglegi breski flugherinn (RAF) tvær orustuþotur á loft til þess að stugga við vélunum. Rúss- nesku vélarnar rufu ekki lofthelgi Bretlands, ekki frekar en þá ís- lensku. Michael Fallon, varnarmálaráð- herra Bretlands, sagði við breska fjölmiðla af þessu tilefni í fyrradag, að NATO-ríkjunum stafaði raun- veruleg ógn af Rússlandi í dag. Hann sagði að NATO-ríkin yrðu að vera viðbúin aukinni árásarhneigð Rúss- lands, þar með talin Eystrasalts- löndin. Anders Fogh Rasmussen, fyrr- verandi framkvæmdastjóri Atlants- hafsbandalagsins (NATO), sagði í viðtali við breska blaðið Daily Tele- graph fyrr í mánuðinum að Vladimír Pútín, forseti Rússlands, ætlaði ekki að láta íhlutun í málefni Úkraínu nægja heldur stefndi að því að end- urreisa stöðu Rússa í Austur-Evr- ópu. Ber að taka atburðinn alvarlega „Björninn“ Rússnesku sprengjuflugvélarnar er oft nefndar „Birnirnir“  Rússnesku „Birnirnir“ flugu í grennd við landið, en rufu ekki íslenska lofthelgi  Hafa ekki flogið svo nærri landinu síðan bandaríski herinn fór  Utanríkisráðherra telur flugið ekki hafa verið ögrun „Það er gamaldags andi yfir þessu flugi, sem við þekktum frá tíma kalda stríðsins,“ sagði Gunnar Bragi Sveinsson utan- ríkisráðherra í samtali við mbl.is í gær, um flug tveggja rússneskra sprengjuflugvéla í grennd við Ísland í fyrradag. Ráðherrann lítur ekki svo á að um ögrun af hálfu Rússa sé að ræða, en hefði kosið að vita af fluginu fyrirfram. Ráðherrann bendir á að mikilvægt sé að hafa í huga að Rússar hafi ekki rofið íslenska lofthelgi með fluginu. Nánar er fjallað um málið á mbl.is Gamaldags GUNNAR BRAGI SVEINSSON

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.