Morgunblaðið - 20.02.2015, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 20.02.2015, Blaðsíða 9
FRÉTTIR 9Innlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. FEBRÚAR 2015 VAKANDI!VERTU blattafram.is VERNDARI BARNA Í 10 ÁR 93% þolenda þekkja þann sem beitir þá kynferðislegu ofbeldi! Austurstræti 16 Sími 551 0011 apotek.is APÓTEK RESTAURANT BÝÐUR FERNANDO TROCCA VELKOMINN Argentíski gestakokkurinn Fernando Trocca er frábær fagmaður og skemmtilegur karakter. Hann hefur starfað á heitustu stöðum Argentínu, Evrópu og New York. Fernando opnaði veitingahúsið SUCRE í Buenos Aires árið 2001 og hefur síðustu þrjú ár starfað sem yfirmatreiðslumaður á Gaucho Grill. VELKOMIN Í SKEMMTILEGA UPPLIFUN ÞAR SEM ARGENTÍSKUR TANGÓMÆTIR FERSKU ÍSLENSKU HRÁEFNI MEÐ EINSTAKLEGA BRAGÐGÓÐRI ÚTKOMU. CEVICHE Rautt Ceviche með risarækju, tómötum og rauðlauk TIRADITO Laxa Tiradito Nikkei með engifer og avocado SVÍNASÍÐA Hægelduð svínasíða með nektarínumauki og laukseyði CACHI Salfisk “Cachi” með volgu epla og kartöflusalati LAMBAKÓRÓNA Lambakóróna með söltu Patagonian eggaldin, brúnuðum gulrætum og “Chimichurri”sósu og að lokum.. BALCARCE-KAKA Balcarce- kaka með Dulce de leche kremi og mjólkur-crumble 25. FEBRÚAR TIL 1. MARS 8.500 kr. Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Á annað þúsund hönnuðir, iðnmeistarar og bygginga- stjórar hafa fengið skráð gæðastjórnunarkerfi hjá Mann- virkjastofnun. Á fimmta hundrað iðnmeistarar hafa sótt námskeið um gæðakerfi hjá Iðunni fræðslusetri og marg- ir leitað aðstoðar annars staðar. Með mannvirkjalögum var gerð krafa um að iðnmeist- arar, hönnuðir og byggingastjórar væru með viðurkennd gæðastjórnunarkerfi. Tilgangurinn er að auka gæði mannvirkja og draga úr kostnaði sem leiðir af galla í hönnun eða byggingu. Mannvirkjalögin gengu í gildi 1. janúar 2011 en gildistöku ákvæða um gæðastjórnunar- kerfi var frestað til síðustu áramóta. Ræðst af verkefnastöðu Þess vegna hafa meistarar og hönnuðir verið að koma sér upp þessum kerfum á undanförnum mánuðum. Í til- viki iðnmeistaranna þurfa kerfin að fela í sér staðfestingu á hæfni iðnmeistara, skrá yfir úttektir og niðurstöður þeirra og skrá yfir athugasemdir byggingarstjóra, auk lýsingar á innra eftirliti hjá meistaranum. Samkvæmt upplýsingum Mannvirkjastofnunar hafa 480 hönnuðir skráð gæðastjórnunarkerfi, 400 iðnmeist- arar og 330 gæðastjórar. Þess ber að geta að bygginga- meistarar eru annað hvort hönnuðir eða iðnmeistarar og eru menn því tvítaldir. Iðnmeistarar og hönnuðir skipta þúsundum. Meistar- ar og hönnuðir sem skrifa upp á byggingarleyfisskyld verkefni þurfa að hafa þessi kerfi. Þeir sem ekki telja sig þurfa að skrifa upp á verkefni á næstunni geta frestað því að fara í gegn um þessa vinnu og sumir vinna hjá öðrum og þurfa ef til vill aldrei á þessu að halda. Flestir eiga sjálfir að geta komið sér upp möppu með þeim upplýsingum sem krafist er, en það er grunnur gæðastjórnunarkerfis, en einnig er hægt að leita aðstoð- ar fyrirtækja eða samtaka. Þeir sem eru að koma sér upp kerfum þurfa að fara í svokallaða skjalaskoðun hjá vottunarstofu og fá síðan skoðunarskýrslu innan árs um að kerfið virki. Þá eru þeir komnir með fullgilt gæðastjórnunarkerfi. Margir skrá gæðastjórnun  Iðnmeistarar og hönnuðir þurfa að koma upp gæðastjórn- unarkerfum samkvæmt lögum Morgunblaðið/Eggert Uppá þaki Þeir meistarar sem skrifa upp á verk þurfa kerfi. Mannvirkjalögin gengu í gildi 1. ágúst 2011. Aukablað alla þriðjudaga Ákveðið var á fundi skipulags- nefndar Rangárþings eystra í gær að fresta byggingu nýs hótels á Skógum, en mikil andstaða hefur verið á meðal íbúa svæðisins við fyrirhugaða staðsetningu hótelsins. Bókun skipulagsnefndar um frest- un og endurskoðun deiliskipulags- tillögu á hluta jarðarinnar Ytri- Skóga kvað á um að mikilvægt væri að skipulagsmál Skóga yrðu skoðuð í stærra samhengi. Tekið yrði tillit til fleiri þátta en nú er gert, til dæmis stækkunar á íbúðarsvæði og þjónustusvæðum, fyrirkomulags fráveitu á svæðinu og fleira. „Sveit- arstjórn þarf svo að samþykkja fundargerðina,“ segir Anton Kári Halldórsson, byggingarfulltrúi Rangárþings eystra. laufey@mbl.is Hóteli á Skógum frestað í skipulagsnefnd Hótel Hugmynd að útliti hótels á Skógum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.