Morgunblaðið - 20.02.2015, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 20.02.2015, Blaðsíða 11
Rýnt í söguna Hópurinn fór í Vesturfarasetrið í Gimli og þótti mjög fræð- andi að skoða gömul sendibréf sem fóru á milli Kanada og Íslands. á ofanverðri 19. öld. Hann hefur ver- ið búsettur hér á landi frá árinu 2000 en árið 2003 varð hann ástfanginn af íslenskri konu sem hann kvæntist nokkru síðar og eiga þau saman tvo stráka. Hann segir það ekki vera á dagskrá að flytja aftur til Kanada, ekki í bráð að minnsta kosti. Kenndu á ensku og íslensku Eftir spjallið á kennarastofunni hófu ensku- og íslenskukennararnir, David og Sigríður Anna, að skipu- leggja áfanga um Kanada sem var kenndur bæði á ensku og íslensku. David fræddi nemendur um sögu Kanada og Sigríður Anna um ferðir Íslendinga vestur um höf á ofan- verðri 19. öld. Nemendur sem höfðu lokið þremur áföngum í íslensku og ensku gátu setið áfangann og höfðu allir nemendur náð 18 ára aldri. Í áfanganum var m.a. skáldsag- an Híbýli vindanna eftir Böðvar Guð- mundsson lesin en þar segir frá fjöl- skyldu sem fluttist til Vesturheims. Þá komu nokkrir vel valdir ein- staklingar í heimsókn og ræddu um Kanada, m.a. kom sjónvarpsmað- urinn Egill Helgason og sagði frá ferð sinni á Íslendingaslóðir í Kan- ada og Bandaríkjunum en hann gerði þættina Vesturfara sem sýndir voru á RÚV fyrir áramót. Þá kom einnig sendiherra Kanada á Íslandi í tíma og ræddi um land og þjóð. Mikil ánægja var með ferðina jafnt meðal kennara sem nemenda. „Við vorum með algjöra drauma- nemendur með okkur,“ segir David. Hann segir það hafi verið hæg heimatökin að skipuleggja ferðina því fjölskylda hans er búsett á svæð- inu og hann þekkir marga á þessum slóðum. Hópurinn gisti m.a. hjá heima- fólki sem tók á móti þeim opnum örmum. „Krakkarnir eru í góðu sam- bandi við þau og segja má að þau hafi eignast aðra fjölskyldu,“ segir David glaðlega og er ákaflega þakklátur fyrir fólkið sem tók á móti þeim og opnaði heimili sín fyrir Íslending- unum. Mikill kostnaður fylgir því að ferðast til Norður-Ameríku og ekki formlegir styrkir í boði fyrir nem- endur og kennara. Hópurinn var öfl- ugur í fjáröflun fyrir ferðina, haldin voru m.a. bingókvöld og tónleikar. Þrátt fyrir það þá þurftu þau að borga töluvert. David bendir á að styrkir mættu vera í boði til að fara í námsferðir á þessar slóðir. „Þetta var alveg frábær ferð og ég lærði mjög mikið af þessu. Það var vægast sagt mjög sérstök upp- lifun að fara til Gimli. Þetta var eig- inlega eins og að fara aftur í tímann og ganga um safn um Ísland þar sem íslenski fáninn var dreginn að húni og fullt af vörum frá Íslandi,“ segir Hlín Hrannarsdóttir, einn nemend- anna sem fóru á Íslendingaslóðir í Kanada. Hún sagðist ekki hafa vitað mjög mikið um ferðir Íslendinga til Vesturheims áður en hún sat áfang- ann en hafði þó lesið Híbýli vindanna og heillaðist af frásögninni. Einstakar móttökur „Ég valdi þennan áfanga af því að mér fannst Kanada áhugavert land og spennandi að kennt var bæði á ensku og íslensku. Ég hef líka verið í valáföngum hjá David og þeir eru skemmtilegir,“ segir Hlín. Hún hafði gert sér margt í hugarlund um áfangastaðinn áður, en heimsóknin kom henni skemmti- lega á óvart. „Það voru allir svo spenntir að sjá okkur og vildu tala við okkur sérstaklega þegar við fór- um á Ömmukaffi í Gimli.“ Þar hittu þau fjölskyldurnar sem þau bjuggu hjá um tíma úti. En alla miðvikudaga hittist hópur fólks þar reglulega sem á rætur að rekja til Íslands og talar saman íslensku. Nemendur heimsóttu safn um Vesturferðir í Gimli og var meira að segja boðið í áttræðisafmæli á elli- heimili og þar töluðu margir íslensku og sungu íslensk sönglög. Nemend- urnir voru víst duglegir að tala við eldra fólkið sem talaði íslensku en lét þó fallbeyginguna eiga sig í flestum orðum. „Þau notuðu einnig ensk orð ef þau vantaði, t.d. helicopter fyrir þyrlu,“ segir Hlín sem fannst gaman að heyra íslenskuna. Nemendurnir prófuðu að veiða fisk í gegnum ís á Winnipegvatni. Þeim þótti það fróðleg upplifun. „Ég var eiginlega mest inni í bíl og var eiginlega hálf-hrædd,“ segir Hlín. Þegar hópurinn fór að veiða var kaldasti dagur ferðarinnar. Sólríkt, mjög kalt og mikið rok og öllum var kalt inn að beini. Frostið fór í 20 gráður en þremur fiskum var þó landað. Sigríður Anna segir að líklega hafi eitt staðið upp úr. Hópurinn hitti fólk, sem á rætur að rekja til Íslands, yfir hádegisverði. Þar las ein þeirra frásögn af ferðalagi fjölskyldu sem flutti frá Íslandi til Kanada. „Frá- sögnin var átakamikil og tárin runnu niður kinnar þeirrar sem las, allir sátu hljóðir og hlustuðu á og þar fundum við hversu mögnuð tengslin eru og hversu vænt þessu fólki þykir um uppruna sinn,“ segir Sigríður Anna. Hópurinn er reynslunni ríkari eftir að hafa hleypt heimdraganum og nemendurnir mæla eindregið með því að íslensk ungmenni heimsæki frændur okkar í Kanada. Líklega verður þó ekki í boði ferð til Kanada aftur fyrr en að ári í FB. Hópurinn Sigríður A. Ólafsdóttir kennari, David Nickel kennari, Sveinbjörn S. Egilsson, Hólmfríður L. Þórhallsdóttir, Berglind A. Einarsdóttir, Stefa- nía Emilsdóttir, Axel Björnsson, Guðbrandur A. Gíslason, Hafrún Ó. Haf- steinsdóttir, Hlín Hrannarsdóttir, Eiríkur Lynch, Sunneva S. Júlíusdóttir. „Það var vægast sagt mjög sérstök upplifun að fara til Gimli. Þetta var eiginlega eins og að fara aftur í tímann og ganga um safn um Ísland“ DAGLEGT LÍF 11 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. FEBRÚAR 2015 25. febrúar til 1. mars Sushi Samba er stoltur þátttakandi í Food & Fun 2015. Gestakokkurinn í ár er matreiðslustjarnan Douglas Rodriguez, þekktur um allan heim sem guðfaðir „ný Latino“ matargerðar. Grillað súrdeigsbrauð með chimichurri Þorsk brandade með reyktri tómatsultu og hleyptu eggi Grjótakrabbamaki með trufflu ponzu, koríander og avókadó Ceviche þrenna Bleikja með tangarínu og yuzu, rauðspretta með aji amarillo og leturhumar með jalapeno og avókadó Foie gras og fíkju empanada með andarskinku og sítrónu-vinaigrette Steiktur túnfiskur á sykurreyr með moros og sofrito-salsa Uxahala krókettur með beinmerg og nauta rib-eye Og í eftirrétt… Guava og pistasíu pastel með salvíusykurpúða og pistasíuís 8.500 kr. Matseðill Sushi Samba Þingholtsstræti 5 • 101 Reykjavík Sími 568 6600 • sushisamba.is 25. FEBRÚAR TIL 1. MARS Borðapantanir í síma 568 6600 Sjáumst á Food & Fun

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.