Morgunblaðið - 20.02.2015, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 20.02.2015, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. FEBRÚAR 2015 Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is Íslenska gámafélagið er eitt þeirra fyrirtækja sem ítrekað hafa leitað réttar síns í samskiptum við Sorpu. Jón Þórir Frantzson, forstjóri fé- lagsins, segir mikla orku hafa farið í að berjast við Sorpu á markaði og tími sé kominn til að gera breyt- ingar á þessu byggðasamlagi. Þrátt fyrir baráttuna er Íslenska gáma- félagið einn stærsti viðskiptavinur Sorpu og þjónustar byggðasamlagið mjög mikið. „Okkar samstarf er á margan hátt gott en það er alltaf barningur um hugmyndafræðina og hvernig nálgast eigi hlutina. Þetta er orðið mikið bákn sem þarf að einhverju leyti að breyta, það verður bara að viðurkennast,“ segir Jón Þórir og telur vænlegast að Sorpa verði leyst upp og sveitarfélögin bjóði einfald- lega sorphirðuna út. Byggða- samlagið geti áfram séð um að reka urðunarstaðinn. Ólýðræðisleg vinnubrögð Jón Þórir bendir á að víða úti á landi hafi sveitarfélögin gefist upp á byggðasamlagsforminu og hvert og eitt þeirra farið að sjá um sorp- hirðuna og boðið hana út. Einkafyr- irtæki sjái um sorphirðu víða um land og hjá mörgum sveitarfélögum ríki mikill metnaður í þessum mála- flokki. „Við höfum gagnrýnt vinnu- brögðin hjá Sorpu og viðhorfin gagnvart umhverfismálum. Við upplifum einstrengingshátt og ólýð- ræðisleg vinnubrögð þar sem að mínum dómi er verið að taka ákvarðanir með gerræðislegum hætti, án þess að öllum reglum sé fylgt. Sorpa hefur margsinnis orðið afturreka með sín mál, það er ekki eins og þeir hafi verið að tapa einu og einu máli,“ segir Jón Þórir og er ómyrkur í máli. Ógegnsæ framkvæmd Þessa dagana hefur hann verið að skoða gögn frá Sorpu varðandi kaup á búnaði fyrir nýja gas- og jarðgerðarstöð í Álfsnesi. Hann seg- ir að í ljósi þess að um þriggja millj- arða króna framkvæmd sé að ræða sé með ólíkindum að ekki hafi farið fram útboð. „Þessi framkvæmd er svo ógegnsæ að það veit eiginlega eng- inn hvað þeir eru að fara að gera. Við fengum ekki að sjá allar tölur en eftir að hafa lesið gögnin skil ég enn síður hvernig þeim datt í hug að fara ekki í útboð. Við höfum skilað inn frekari gögnum til kærunefndar útboðsmála og ef niðurstaða hennar verður sú að Sorpa hefði átt að bjóða verkið út, þá er það enn einn áfellisdómurinn yfir starfsháttum fyrirtækisins. Mér finnst þessi vinnubrögð ekki til eftirbreytni,“ segir Jón Þórir og bætir við að til að fjármagna þessa nýju stöð í Álfsnesi hafi Sorpa ákveðið að hækka hjá sér gjaldskrána. Í samkeppni við einkaaðila Hann segir stjórnun Sorpu óskil- virka, með aðild sex sveitarfélaga þar sem ekki geti alltaf verið sam- staða um mál. Hagkvæmni í rekstri sé ekki gætt og í krafti stærðar- innar ætti hagræðingin að vera meiri en annars staðar. Jón Þórir segir kostnað við urðun víða vera mun lægri á landsbyggðinni og það geti ekki talist eðlilegt. Að mati Jóns Þóris er margt fleira gagnrýnivert við Sorpu. Fyrirtækið standi í samkeppni við einkafyrirtæki á ýmsum sviðum, m.a. í útflutningi á pappa og pappír, einu sveitarfélögin sem það geri. Á sama tíma sé Sorpa nánast ekkert í því að taka við viðkvæmasta úr- ganginum, eins og t.d. járni og spilli- efnum. Þar láti fyrirtækið einkaað- ilana um hituna. „Þeir skilgreina þetta eftir sínu höfði, það er fullt af úrgangsflokkum sem Sorpa hefur lítil afskipti af þó að fyrirtækið taki við úrganginum. Aðrir sjá um förg- un og frágang á efnunum,“ segir Jón Þórir og hafnar því alfarið að einkafyrirtæki hirði eingöngu úr- gang sem gera megi verðmæti úr. „Við erum með alla erfiðustu flokkana, sem minnst verð er í. Sorpa er til dæmis ekki með neina úrlausn í förgun á sjónvarpsskjám og fleiri raftækjum. Eina sem við höfum ekki er urðunarstaður og það gæti verið að væri hagstætt fyrir samfélagið að hafa í umsjá sveitar- félaga eða sorpsamlags.“ Sorpa verði leyst upp og sorphirða fari öll í útboð  Forstjóri Íslenska gámafélagsins gagnrýnir vinnubrögð Sorpu harðlega Morgunblaðið/Ómar Samkeppni Jón Þórir Frantzsson, forstjóri Íslenska gámafélagsins, hefur marga hildina háð við Sorpu og oftar en ekki haft sigur í baráttunni. Í samkeppni við Sorpu » Íslenska gámafélagið var stofnað árið 1999 með það að markmiði að auka samkeppni í sorphirðu. » Hjá fyrirtækinu starfa um 250 manns víða um land. Auk höfuðborgarsvæðisins er fyrir- tækið með starfsstöðvar í 13 sveitarfélögum. » Þjónustar félagið um 3.000 fyrirtæki og yfir 100 þúsund heimili í landinu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.