Morgunblaðið - 20.02.2015, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 20.02.2015, Blaðsíða 18
SVIÐSLJÓS Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Viðbrögð vegna viðtals í Morgun- blaðinu í fyrradag við Bretann Philip Eastwood um vefsíðu hans (bag- leysrunningblind.info) með upplýs- ingum um sjónvarpsþáttaröð, sem byggist á spennusögunni Running Blind eða Út í óvissuna eftir Des- mond Bagley hafa ekki látið á sér standa. Philip Eastwood hefur þegar fengið upplýsingar um sumarbú- staðinn á Þingvöllum, sem kemur við sögu í bókinni og þáttunum, og hann veit nú líka hverjum Bagley tileink- aði bókina, en í henni koma aðeins skírnarnöfnin fram. Út í óvissuna gerist á Íslandi og er komið víða við. Bókin kom út í Bret- landi 1970 og í íslenskri þýðingu 1971. Sjónvarpsþættir voru gerðir eftir bókinni og fóru tökur fram hér- lendis 1978. Sýningar á þeim hófust í Bretlandi árið eftir. Philip Eastwood hefur starfað sem sjálfboðaliði á Íslandi und- anfarin átta sumur og kynnt sér sögustaði bókarinnar. Hann segir að nýjustu upplýsingarnar þýði að hann verði hugsanlega fyrr á ferð- inni á Íslandi í ár en venjulega og gefi sér tíma til þess að ræða við fólk í Reykjavík um atriði sem tengjast bókinni og sjónvarpsþáttunum. Philip Eastwood segir að hug- myndin með vefsíðunni sé að halda til haga á einum stað öllu sem við- kemur bókinni og þáttunum. Næsta skref sé að skrifa grein með Helga Torfasyni um Torfa Ólafsson, föður hans, og hann hafi meðal annars áhuga á að ræða við Vigdísi Finn- bogadóttur, fyrrverandi forseta Ís- lands, en hún bjó í og átti íbúðina á Lynghaganum sem var notuð við tökur á þáttunum, og Ragnheiði Steindórsdóttur, sem lék eitt aðal- hlutverkið í þáttunum. „Það eru margar svona áhugaverðar teng- ingar sem mig langar til þess að kanna,“ segir hann og bætir við að hann hafi meðal annars verið í sam- bandi við Ragnheiði og Ágúst Bald- ursson, sem vann við gerð þáttanna. Dýrt efni Á vefsíðunni má meðal annars sjá auglýsingu frá 1979, þar sem boðið er upp á 14 daga ferðir í sérstökum Land-Rover jeppum, um söguslóðir bókarinnar á Íslandi. Philip East- wood segir að gaman væri að end- urtaka þessar ferðir. „Ég er tilbúinn til þess að vera einn af fararstjór- unum,“ segir hann. Sjónvarpsþættirnir hafa ekki ver- ið gefnir út á DVD-diskum. Ástæðan er sú að fyrirtækið, sem átti mynd- bandaréttinn, á hann ekki lengur og BBC hefur ekki sýnt áhuga á að gefa þá út, en þeir eru til á 16 mm filmu í filmusafni BBC. Þeir voru hins veg- ar gefnir út á VHS-spólum 1991 og á Wikipediu kemur fram að þeir hafi verið seldir milli safnara á 1.000 doll- ara eða ríflega 130 þúsund krónur miðað við gengi gærdagsins. Morgunblaðið/RAX Nesjavellir Sumarbústaðurinn, sem notaður var við tökur í myndinni, er skammt frá. Sumarhúsið fundið  Spennusagan Út í óvissuna eftir Desmond Bagley öðlast nýtt líf og nýjar upplýsingar berast rannsóknarmanni Ljósmynd/© Bengt-Ove Tideman Spennusagnahöfundur Desmond Bagley kynnti sér vel svæði þar sem sög- ur hans gerast og ferðaðist um Ísland áður en hann skrifaði Út í óvissuna. 18 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. FEBRÚAR 2015 Þú færð GO walk skó í Skór.is, Kringlunni og Smáralind | Steinar Waage, Kringlunni og Smáralind | Intersport, Reykjavík | Skóhöllinni Firði, Hafnarfirði | Versl. Nína, Akranesi | Blómsturvellir, Hellisandi | Heimahornið, Stykkishólmi | Hafnarbúðin, Ísafirði | Skóhúsið, Akureyri | Skóbúð Húsavíkur, Húsavík | Sentrum, Egilstöðum | Lónið, Höfn í Hornafirði | Skóbúð Selfoss, Selfossi | Axel Ó, Vestmanneyjum | Palóma, Grindavík Skóbúðin, Keflavík Funahöfði 1 | 110 Reykjavík | Sími 567 4840 | www.bilo.is | bilo@bilo.is FORD FOCUS C-MAX 04/2006, ekinn aðeins 51 Þ.km, sjálfskiptur. Verð 1.290.000. Raðnr.252529 SKODA SUPERB AMBITION 08/2003, ekinn 148 Þ.km, bensín, 5 gíra. Tilboðsverð 990.000. Raðnr.252669 FORD GALAXY TREND 06/2008, ekinn 91 Þ.km, sjálfskiptur, 7manna. Verð 2.490.000. Raðnr.253042 MMC PAJERO INTENSE 33“ 01/2008, ekinn 114 Þ.km, diesel, sjálfskiptur, leður, ný 33“ dekk.Verð 4.980.000. Raðnr.253239 VW TRANSPORTER KASTEN LANGUR 01/2008, ekinn 167 Þ.km, dísel, sjálfskiptur. Verð 2.350.000. Raðnr.285605 Þú finnur bílinn á bilo.is Auglýstir bílar eru á staðnum Skráðu bílinn á bilo.is „Þetta er mjög mikil viðurkenning fyrir rannsóknarhópinn okkar og það sem við stöndum fyrir og Há- skólann í Reykjavík,“ segir Inga Dóra Sigfúsdóttir, prófessor við Háskólann í Reykjavík. Hún hefur hlotið rannsóknarstyrk frá Evrópu- sambandinu upp á tvær milljónir evra, eða sem nemur rúmlega þrjú hundruð milljónum íslenskra króna, til að sinna þverfaglegum rannsóknum á áhrifum streitu á líf barna og unglinga. „Það sækja um á milli tvö og þrjú þúsund umsækj- endur og svo grisja þeir 80% af um- sóknunum. Síðan er 20% efstu boðið í viðtöl í Brussel,“ segir Inga. Hefur hún sinnt rannsóknum á högum og líðan ungs fólks undanfarin tuttugu ár. „Þetta mun skapa ótrúlega mörg og góð tækifæri fyrir þessar rannsóknir og fyrir rannsóknar- hópinn og fyrir íslenskar félags- vísindarannsóknir,“ segir Inga Dóra aðspurð um þýðingu styrksins fyrir áframhaldandi rannsóknir. „Við munum fagna þessu um helgina en síðan strax á mánudag- inn brettum við upp ermarnar.“ hjortur@mbl.is Fékk 300 milljóna rannsóknarstyrk

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.