Morgunblaðið - 20.02.2015, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 20.02.2015, Blaðsíða 20
REYKJAVÍK ÁRBÆR H EI MS ÓKN Á HÖFUÐBO R G A R S V Æ Ð IÐ 2015 Árbær er eitt af fjölmennustu hverfum Reykjavíkurborgar. Þar búa um 10.800 manns. Það er nefnt í höfuðið á býli sem þar stóð áður. Hverfið samanstendur af Ártúns- holti, Bæjum, Hálsum, Selási og Norðlingaholti. Í hverfinu er stórt atvinnusvæði þar sem mörg af stærstu fyrirtækjum landsins eru með aðsetur. Þar er einnig Árbæj- arsafn þar sem eru varðveitt mörg söguleg hús í Reykjavík. Eitt af einkennum hverfisins er mikil nánd við náttúruna. Við hverfið er ein helsta útivistarperla borgarinnar, Elliðaárdalurinn. Dal- urinn er afar vinsæll meðal hverf- isbúa til íþróttaiðkunar og útivist- ar. Ein fjölsóttasta sundlaug landsins, Árbæjarlaug, er í hjarta hverfisins. Hverfið státar einnig af metnaðarfullu starfi í átta leik- skólum, fjórum grunnskólum og fjórum frístundaheimilum, tveimur öflugum félagsmiðstöðvum, Árbæj- arsafni og íþróttafélaginu Fylki. Þá er öflugt safnaðarstarf í Árbæjar- kirkju. Í hverfinu er skátahreyf- ingin með höfuðstöðvar og þar eru helstu sölustaðir notaðra bíla. Í nágrenni helstu útivistarperlunnar Guðmundur Magnússon gudmundur@mbl.is Mörg hundruð manns vinna að fram- leiðslu, sölu og dreifingu matvæla og drykkjarvöru af ýmsu tagi í Hálsa- hverfinu, sem er einn hluti Árbæjar- hverfis. Þar eru mörg af stærstu fyr- irtækjum landsins staðsett. Ætli menn að slá upp veislu er sjálfgefið hvert leiðin liggur. Hálsahverfi afmarkast af Vesturlandsvegi norðanmegin, Höfðabakka vestanmegin, Rofabæ sunnanmegin og Suðurlandsvegi austanmegin. Hér verða nefnd nokk- ur stórfyrirtæki á sviði matvæla- framleiðslu sem þarna eru. Við Bitruháls 1 er Mjólkur- samsalan, helsta stórveldi landsins á sviði mjólkurframleiðslu. Þar starfa um 200 manns. Í húsinu nr. 2 við sömu götu eru Sælkerabúðin. sem selur osta, kjöt og ýmiss konar álegg. og Kjötvinnslan Esja, 25 manna vinnustaður. Rétt hjá, á Grjóthálsi 7-11, er Ölgerðin Egill Skallagrímsson, eitt elsta fyrirtæki landsins, til húsa. Þar vinna um 300 manns við framleiðslu, sölu og dreifingu á söfum, gosi og bjór. Þarna er einnig afkastamikið vöruhús. Unnið er allan sólarhring- inn á staðnum. Steinsnar frá Ölgerð- inni, á Hesthálsi 2-4, er annað gamalgróið fyrirtæki, sælgætisfram- Veislan í hverfinu  Í Hálsahverfi í Árbæ eru nokkur stærstu fyrirtæki landsins  Mörg hundruð manns vinna við framleiðslu og sölu matvæla Mjólkursamsalan Bitruhálsi 1 Sláturfélag Suðurlands Fosshálsi 1 Kjötsmiðjan Fosshálsi 27 Ölgerðin Egill Skallagrímsson Grjóthálsi 7-11 Nói-Síríus Hesthálsi 2-4 Vífilfell Stuðlahálsi 1 Vínbúðin Heiðrún Stuðlahálsi 2 Ó. Johnson & Kaaber Tunguhálsi 1 Kexverksmiðjan Frón Tunguhálsi 11 Íslensk-Ameríska Tunguhálsi 11 Matvælafyrirtæki í Hálsahverfi Katla Kletthálsi 2 Garri Lyngháls 2 Vilhjálmur A. Kjartansson vilhjalmur@mbl.is Mikill kærleikur ríkir á milli ná- grannanna við Rofabæinn en þar stendur Árbæjarkirkja við hlið Ár- bæjarskóla. Skólabörnin eru að sjálfsögðu ávallt velkomin í kirkj- una, að sögn séra Þórs Hauks- sonar, sóknarprests Árbæjar- kirkju, en hann segir forvitnina fyrst leiða börnin að kirkjunni en kyrrðin og andrúmsloftið taki svo við. „Okkur þykir afskaplega vænt um það hvað börnin eru dugleg að heimsækja okkur og eru forvitin um starfið í kirkjunni. Bæði koma þau með kennurum sínum til að fræðast um starf kirkjunar en líka upp á sitt einsdæmi og þá helst þegar eitthvað er um að vera í kirkjunni. Þá spyrja þau okkur af hverju stundum er flaggað í hálfa stöng og eru forvitin um athafnir í kirkjunni, hvort sem það eru ferm- ingar, skírnir eða brúðkaup.“ Ánægja, ekki truflun Nálægð kirkjunnar og skólans er alls engin truflun, að sögn Þórs, en ætla mætti að mikill ágangur skólabarna gæti truflað athafnir. Skólabörnin forvitin u  Gott samband skóla og kirkju í Árbænum Morgunblaðið/RAX Presturinn Séra Þór Hauksson er sóknarprestur Árbæjarkirkju. Skóli og kirkja Stutt er á milli skjólans og kirkjunnar. Oft koma nemendur í heimsókn. Vistfugl alinn við kjör aðstæður aukið rými ogútisvæði. Hrein afurð íslensk framleiðsla óerfðabreytt fóður. T A K T IK /4 3 3 1 /f e b 1 5 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. FEBRÚAR 2015

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.