Morgunblaðið - 20.02.2015, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 20.02.2015, Blaðsíða 21
Í átta vikna ferðalagi blaðamanna Morgunblaðsins um hverfin í Reykjavík og sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu er fjallað ummannlíf og menningu, atvinnulíf og opinbera þjónustu, útivist og umhverfi og skóla og skipulag með sérstakri áherslu á það sem einkennir hvern stað. leiðandinn Nói-Síríus. Þar eru starfsmenn um 150 að tölu. Í götunni fyrir ofan þessi fyrir- tæki, við Fossháls 1, eru höfuð- stöðvar Sláturfélags Suðurlands, þar sem 270 manns starfa. Í húsinu er fjármála- og bókhaldsdeild félagsins, söludeildir, starfsmanna- og tölvu- deild og búvörudeild sem flytur inn og selur búvörur til bænda. Þarna er einnig vörumóttaka og þangað koma daglega vörur frá kjötvinnslu félags- ins á Hvolsvelli og fara síðan í dreif- ingu í verslanir um land allt. Einnig er þaðan dreift fullelduðum mat frá Hvolsvelli sem fer í skóla, leikskóla og á hjúkrunarheimili. Í sömu götu, í húsinu nr. 27-29, er Kjötsmiðjan, kjötvinnsla sem sérhæfir sig í þjón- ustu við veitingahús, hótel og ein- staklinga. Einnig er lítil kjötbúð á staðnum. Þar starfa 24 manns. Við Tunguháls 1, sem er í aust- urhluta hverfisins, er elsta heild- verslun landsins, Ó. Johnson & Kaaber, sem flytur m.a. inn vörur til matvöruverslana, stóreldhúsa, mötuneyta og sælgætisverslana. Á fjórða tug starfsmanna vinnur hjá fyrirtækinu. Við götuna eru einnig höfuðstöðvar annarrar gróinnar heildsölu, Íslensk-ameríska. Þar er og eitt dótturfyrirtækjanna, Kex- verksmiðjan Frón. Samtals vinna þarna um 80 manns. Stærsta vínbúð landsins, Heið- rún, er við Stuðlaháls 2. Á anna- tímum vinna þar um 16 manns, en að jafnaði 7. Í húsnæðinu eru einnig höfuðstöðvar ÁTVR og starfa þar 35 manns. Í dreifingarmiðstöð vínbúð- anna á Stuðlahálsi vinna um 40 manns. Gosdrykkjaframleiðandinn Vífilfell er á Stuðlahálsi 1. Starfs- menn fyrirtækisins eru samtals 230. Loks eru í Hálsahverfinu mat- vælaiðjan Katla, staðsett á Klett- hálsi 3. Samkvæmt vefsíðu fyrirtæk- isins eru starfsmenn 18. Og á Lynghálsi 2 er Garri, 50 manna vinnustaður sem sérhæfir sig í inn- flutningi og sölu á gæðamatvöru og matvælaumbúðum. Kjöt Við Fossháls er Kjötsmiðjan og þar er lítil kjötbúð á hennar vegum. Morgunblaðið/Júlíus ÁTVR Á Stuðlahálsi 2 er stærsta vínbúð landsins, Heiðrún. Kex Við Tunguháls er Kexverksmiðjan Frón sem Íslensk-ameríska rekur. Gos, bjór og safar Hjá Ölgerðinni á Grjóthálsi vinna 300 manns. „Börnin eru forvitin og vilja vita hvað er að gerast í kirkjunni en þvælast ekki fyrir þegar athafnir fara fram eða mikið er um að vera. Auðvitað kemur það fyrir að þau leita til okkar með spurningar þeg- ar þau sjá að athafnir eru að hefj- ast í kirkjunni. Þá biðjum við þau góðfúslega um að koma seinna þegar tími gefist til að fræða þau um athafnir okkar og annað starf kirkjunar. Þau sýna því ávallt skilning enda góðir nágrannar, sem eru að læra um lífið og til- veruna í skólanum og af nágrenni sínu.“ Hvíld frá daglegu amstri Kirkjur hafa lengi verið griða- staður manna, sem leita skjóls og friðar í húsi guðs. Þór segir kirkj- una opna öllum og börnin leiti oft inn í kyrrðina og róna sem kirkjan býður upp á. „Hér eru allir vel- komnir sem vilja og börnin hafa lært að hér fá þau frið til að íhuga og njóta friðarins sem kirkjan býð- ur upp á. Mörg þeirra koma því til að kveikja á kerti og hvíla sig frá amstri dagsins. Auðvitað kemur það einnig fyrir að börnin eru að leita ráða með sín vandamál, hvort sem það er eitthvað sem bjátar á heima fyrir eða í skólanum.“ Þá leita mörg barnanna skjóls í kirkjunni þegar æsingurinn á skólalóðinni verður þeim ofviða. „Heimsóknir barnanna eiga sér margar ástæður en hverjar sem þær eru þá eru allir velkomnir í kirkjuna og við reynum að aðstoða og fræða alla sem koma til okkar.“ Morgunblaðið/RAX um starfið í kirkjunni MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. FEBRÚAR 2015 Suðurlandsbraut 48 (bláu húsin í Faxafeni) - Sími 553 3450 - Vefverslun: www.spilavinir.is - sendumumallt land! afsláttur 20% af öllum afsláttur í febrúar púslu spilum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.