Morgunblaðið - 20.02.2015, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 20.02.2015, Blaðsíða 22
22 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. FEBRÚAR 2015                                     !"  !#    $"$ !$# %"$  %" ## ! ! &'()* (+(     ,-&.&+/0 -'+(1(23& 45+(2/5   !#  ! #    $! !#" #%   !! "%! "%   !  !$  " $# !# %   # # "%%  !#% Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á ● Minnkandi líkur eru á að vextir verði lækkaðir á komandi ársfjórðungum að mati greiningardeildar Íslandsbanka. Í Morgunkorni bankans er því haldið fram að lesa megi út úr yfirlýsingu og fundargerð peningastefnunefndar, sem birt var í gær, nokkuð eindregna leiðsögn um að vöxtum verði haldið óbreyttum í bili. Nefndin vísi til þess að rétt sé að staldra við uns efnahags- horfur skýrist frekar, einkum varðandi launaþróun. Íslandsbanki bendir á, að í ljósi þess að ólíklegt sé að niðurstaða verði komin í meirihluta lausra kjara- samninga fyrir næstu vaxtaákvörðun 18. mars séu mestar líkur á að stýri- vöxtum verði haldið óbreyttum um sinn. Minnkandi líkur á að vextir verði lækkaðir ● Primera Air hefur gengið frá samn- ingum um flug frá Álaborg fyrir næsta vetur. Félagið mun meðal annars fljúga fyrir Thomas Cook, Tui og Apollo auk Bravo Tours, sem er í eigu Primera Travel Group og er þriðja stærsta ferðaskrif- stofa Danmerkur. Primera Air er einnig með vélar í Kaupmannahöfn og Billund og hefur flogið þaðan um árabil, en fé- lagið hefur verið með danskt flugrekstr- arleyfi frá 2009, þegar það flutti flug- rekstur sinn frá Íslandi til Danmerkur. Primera Air gerir samn- ing um flug frá Álaborg STUTTAR FRÉTTIR ... Margrét Kr. Sigurðardóttir margret@mbl.is Nú þegar tæplega helmingur félaga á aðalmarkaði Kauphallarinnar hefur birt uppgjör sín fyrir 2014 liggja þeg- ar fyrir tillögur um að 8,3 milljarðar króna verði greiddar hluthöfum í arð, samkvæmt tillögum stjórna til sam- þykktar á aðalfundum félaganna. Allt bendir því til þess að arðgreiðslur á þessu ári verði umtalsvert umfram þá 12 milljarða króna sem skráð félög greiddu út til hluthafa á síðasta ári í formi arðs. Félögin sem hafa þegar birt upp- gjör eru Icelandair, Össur, Marel, Ný- herji, TM og Vodafone/Fjarskipti. Öll félögin nema Nýherji eru með áform um arðgreiðslur en stjórn Nýherja gerir það að tillögu sinni að greiða ekki út arð til hluthafa vegna síðasta rekstrarárs. Flest félögin eru með arðgreiðslu- stefnu sem segir til um hve hátt hlut- fall arðgreiðslur eiga að vera af hagn- aði félagsins. Undantekning er arðgreiðsla TM sem er um tvöfaldur hagnaður síðasta árs. Hagnaður TM var 2,1 milljarður króna og nemur arðgreiðslutillagan 4 milljörðum króna. Stjórn Icelandair er með áform um 2,5 milljarða króna arðgreiðslu sem er 30% af hagnaði síðasta árs, stjórn Össurar leggur til andvirði 1,1 milljarðs króna sem er 14% af hagn- aði, stjórn Marels er með arðgreiðslu- tillögu að andvirði 526 milljónir króna sem er 30% af hagnaði og stjórn Voda- fone leggur til 219 milljóna króna arð sem er 20% af hagnaði ársins 2014. Fjármagn aftur á markaðinn Það er óvissa hvað verður um fjár- magnið sem greitt verður út en gera má ráð fyrir að einhver hluti þess fari aftur inn á markaðinn. Sveinn Þórar- insson, sérfræðingur í hlutabréfum hjá hagfræðideild Landsbankans, segir að það sé jákvætt að félögin greiði arð. „Það skapar meira fjár- magn fyrir fjárfesta og gæti því ratað strax aftur inn á hlutabréfamark- aðinn eða það verður notað í önnur verkefni. Tíminn leiðir það bara í ljós.“ Væntingar um arðgreiðslur Sveinn segir að markaðurinn hafi ákveðnar væntingar til arðgreiðslna félaganna. „Það er að verða ákveðin hugarfarsbreyting á markaðnum. Nú eru menn farnir að búast við þessu og gera jafnvel ráð fyrir arðgreiðslum. Það á sérstaklega við núna þegar vaxtartækifæri innlendu félaganna eru ekki svo mikil. Þetta er ólíkt því sem var þegar hlutafélögin vildu vaxa hratt og notuðu allt sitt fjármagn til uppbyggingar og fjárfestinga. Um leið og það er ekki eins mikið um fjár- festingartækifæri þá ættu arðgreiðsl- urnar að aukast.“ Sveinn bætir við að markaðsaðilar fari líklega að horfa frekar til þess að hlutafélögin séu ekki að halda of miklu ónýttu fjármagni inni í félögunum sem fær enga ávöxtun. Kaup á eigin bréfum Kaup félaganna á eigin bréfum er annað form á arðgreiðslum. Þá er um að ræða að fyrirtækið kaupir eigin bréf og dregur þar með úr magni af hlutabréfum sem eru á markaði, sem gæti leitt til gengishækkunar á verði bréfanna sem eru þá fjármunir sem er komið áfram til hluthafa. Sveinn segir að það sé orðin aðeins meiri vakning gagnvart slíkum áformum félaganna og sum þeirra séu með endurkaupa- áætlanir. „Félögin hafa gert þetta reyndar í frekar litlum mæli og eru kannski að prófa sig áfram með slíkt.“ Félögin í Kauphöllinni sem eiga eft- ir að birta uppgjör eru Eimskip, Hag- ar, HBGrandi, N1, Reginn, Sjóvá og VÍS. Sex félög greiða samtals 8,3 milljarða króna í arð Tillögur að arðgreiðslum 4. 0 0 0. 0 0 0. 0 0 0 kr . 2. 50 0. 0 0 0. 0 0 0 kr . 1. 10 0. 0 0 0. 0 0 0 kr . 21 9. 0 0 0. 0 0 0 kr . 0 kr . 52 6. 0 0 0. 0 0 0 kr . Arðgreiðslur skráðra félaga » Þegar hafa sex félög af þrettán skráðum á aðal- markað Kauphallarinnar greint frá tillögum stjórnar um arðgreiðslur í tengslum við tilkynningar um afkomu á síðasta ári. » Tillögur að arðgreiðslum sex skráðra félaga í viðbót munu liggja fyrir á næstu vik- um. » Eitt félag, Hagar, mun þó ekki birta uppgjör sitt og til- lögur stjórnar um arðgreiðslur fyrr en í maí, en rekstrarár fyrirtækisins miðast við 1. mars en ekki almanaksárið.  Útlit fyrir umtalsvert auknar arðgreiðslur þegar 7 skráð félög eiga eftir að birta Actavis plc, móðurfélag Actavis á Ís- landi, skilaði tapi á árinu 2014 sem samsvarar 7,42 dollurum á hvern hlut, samanborið við 5,27 dollara tap á árinu 2013. Í tilkynningu frá félaginu segir að tapið skýrist fyrst og fremst af hærri afskriftum og kostnaði vegna fyrirtækjakaupa en vegna þeirra hafi óhjákvæmilega fallið til virðisrýrnun og lögfræðikostnaður. Tap fyrirtæk- isins á fjórða ársfjórðungi síðasta árs var 2,76 dollarar á hlut. Á liðnu ári keypti Actavis lyfjafyr- irtækið Forest Laboratories sem jók umsvif félagsins umtalsvert. Tekju- aukning á síðasta ári nam 51% og voru heildartekjur þess 13,1 milljarð- ur dollara eða 1.720 milljarðar ís- lenskra króna. Ásamt yfirtökunni á Forest Labo- ratories hefur Actavis fest kaup á frumlyfjafyrirtækinu Allergan og er ráðgert að þau kaup gangi í gegn á vormánuðum. Þau viðskipti munu koma sameinuðu fyrirtæki í hóp 10 stærstu lyfjaframleiðenda heimsins, með yfir 30.000 starfsmenn í 100 lönd- um. Ákveðið hefur verið að hið nýja móðurfélag Actavis og Allergan taki upp síðarnefnda heitið en sú ákvörð- un er þó háð samþykki aðalfundar hins sameinaða félags. Actavis mun þó áfram vísa til þeirrar starfsemi sem heldur utan um starfsemi fyrir- tækisins á ákveðnum mörkuðum samheitalyfja. Hjá starfsstöð Actavis á Íslandi starfa um 700 manns, m.a. á sviði lyfjaþróunar, alþjóðlegra lyfjaskrán- inga, framleiðslu, gæðamála og fjár- mála. Þá starfa hjá félaginu aðilar sem sinna hérlendum markaði ein- vörðungu. Morgunblaðið/Sigurgeir S Lyfjaframleiðsla Áætlanir gera ráð fyrir betri afkomu á árinu 2015. Taprekstur hjá Actavis í fyrra  Miklar um- breytingar hjá lyfjarisanum 56 10 000 TAXI BSR Góð þjónusta yfir 90 ár

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.