Morgunblaðið - 20.02.2015, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 20.02.2015, Blaðsíða 23
FRÉTTIR 23Viðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. FEBRÚAR 2015 Nýtt frumvarp um skattaívilnanir til einstaklinga vegna kaupa á hlutabréfum í litlum fyrirtækjum í vexti á að vera tilbúið í mars. Á fundi Félags atvinnurekenda fyrir skömmu tiltók Bjarni Benedikts- son fjármála- og efnahagsráðherra að unnið væri að frumvarpinu í ráðuneytinu. Hann benti á að ekki væri einfalt verkefni að skilgreina hvað nýsköpunarfyrirtæki eru í þessu samhengi en að unnið væri að því að einfalda regluverkið þannig að það væru skýrir hvatar til að styðja við nýsköpun, meðal annars með skattaafslætti með þessum hætti. Í samtali við Guðrúnu Þorleifs- dóttur, lögfræðing í fjármála- og efnahagsráðuneytinu, kemur fram að vegna breytinga á regluverki ESB þurfi ekki að tilkynna frum- varpið til eftirlitsstofnunar EFTA, ESA, né að fá samþykki fyrir því eins og verið hefur. „Breytingarn- ar sem eru að verða varðandi hóp- undanþágureglurnar sem þetta fellur undir, eru að færa eftirlitið heim til aðildarlandanna sjálfra. Núna getum við því lögfest þetta og það er á okkar ábyrgð að það séu öll skilyrði uppfyllt,“ segir Guðrún. Frumvarp um ívilnanir vegna sprotafjárfestinga tilbúið í mars Morgunblaðið/Þorkell Sprotafyrirtæki Innan skamms verður tilbúið frumvarp þar sem ein- staklingar geta fengið ívilnanir ef þeir fjárfesta í litlum fyrirtækjum í vexti. Bréfsendingum sem falla undir einkarétt Íslandspósts fækkaði um 8,1% á árinu 2014, borið saman við fyrra ár. Sé litið til þróunarinnar í þessum efnum frá árinu 2007 hefur bréfsendingum fækkað um 45%, úr 50 milljón bréfum í 27,5 milljónir í fyrra. Í tilkynningu sem Íslandspóstur sendi frá sér kemur fram að ef magn sendinga hefði haldist óbreytt frá árinu 2007 og verðskrá fyrirtækisins einnig fengið að fylgja vísitölu neysluverðs hefðu tekjur þess af starfseminni verið um 1.800 milljónum hærri en raun varð á. Spár fyrirtækisins gera ráð fyrir því að enn muni draga úr bréfsend- ingum í einkarétti og gert er ráð fyrir allt að 30% samdrætti fram til ársins 2019 miðað við núverandi stöðu. Lakari af- koma vegna færri bréfa Bréfsendingar Það blæs ekki byr- lega fyrir Póstinum þessa dagana. Fasteignafélagið Reginn og Mið- engi sem er í eigu Íslands- banka hafa geng- ið til samninga á kaupum Regins á fasteignasafni síðarnefnda fé- lagsins. Um er að ræða atvinnu- húsnæði sem spannar 62.000 fermetra en 80% þess eru á höfuðborgarsvæðinu. Sem stendur eru aðeins 50% hús- næðisins í útleigu, sé miðað við út- leigjanlega fermetra. Gangi samn- ingarnir í gegn stefnir Reginn að því að hækka nýtingarhlutfallið í 80-90% á tveimur til þremur árum. Árlegar tekjur af safninu í dag nema um 440 milljónum króna en það samsvarar um 1.200 kr. á fer- metra. Tilboðið sem Reginn hefur nú þegar lagt fram felur í sér að heild- arkaupverð eignanna nemi 5,9 milljörðum króna og yrðu kaupin að fullu fjármögnuð með lántöku. Helgi Gunnarsson Reginn hyggur á stækkun

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.