Morgunblaðið - 20.02.2015, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 20.02.2015, Blaðsíða 24
24 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. FEBRÚAR 2015 Bogi Þór Arason bogi@mbl.is Hætta er á að Vladímír Pútín, forseti Rússlands, reyni að koma af stað átökum í Eystrasaltsríkjum með sömu aðferðum og hann er sakaður um að hafa beitt til að ýta undir upp- reisn í austurhéruðum Úkraínu þar sem meirihluti íbúanna hefur rúss- nesku að móðurmáli. Bresk dagblöð höfðu þetta eftir Michael Fallon, varnarmálaráðherra Bretlands, í gær. Ólíkt Úkraínu eiga Eistland, Lett- land og Litháen aðild að Atlantshafs- bandalaginu og Fallon sagði að NATO þyrfti að búa sig undir þann möguleika að ráðamennirnir í Moskvu kæmu af stað ófriði í grann- ríkjum sínum við Eystrasalt. Stjórnvöld í Kænugarði og á Vesturlöndum saka Rússa um að hafa vopnað uppreisnarmenn í austur- héruðum Úkraínu og sent þangað þúsundir hermanna. „Ég hef áhyggjur af Pútín,“ hafði The Times eftir Fallon. „Ég hef áhyggjur af þrýstingnum sem hann beitir Eystrasaltsríkin, af því hvernig hann reynir á þolrifin í NATO.“ The Daily Telegraph hafði eftir breska varnarmálaráðherranum að Pútín kynni að láta reyna á staðfestu og einingu Atlantshafsbandalagsins með því að beita sömu aðferðum í Eystrasaltsríkjunum og hann beitti í Krím og austurhéruðum Úkraínu. Pútín hefur neitað því að Rússar hafi séð uppreisnarmönnunum fyrir vopnum og hermönnum en kveðst vilja vernda réttindi þeirra íbúa sem hafa rússnesku að móðurmáli. Áður höfðu Rússar sent hersveitir í uppreisnarhéruðin Transnistríu í Moldóvu og Abkasíu og Suður- Ossetíu í Georgíu til stuðnings að- skilnaðarsinnum sem hafa rússnesku að móðurmáli. Hefur áhyggjur af ögrunum og vígvæðingu Rússa Óttast er nú að Pútín beini næst sjónum sínum að Eystrasaltslönd- unum. Alls eru um 4,9% íbúa Lithá- ens af rússnesku bergi brotin, en Rússar eru fjölmennari í Lettlandi, 27,6%, og Eistlandi, 24%. Rússar eru tæpur helmingur íbúa Riga, höfuð- borgar Lettlands, og tæp 54% íbú- anna í næststærstu borg landsins, Daugavpils. Í Eistlandi búa flestir Rússanna í stærstu byggðarlögunum og tæp 47% íbúa höfuðborgarinnar Tallinn hafa rússnesku að móðurmáli. Embættismenn Atlantshafs- bandalagsins segja að umferð rúss- neskra herflugvéla í eða við lofthelgi Eystrasaltsríkjanna hafi þrefaldast á síðasta ári. Fallon kvaðst hafa áhyggjur af auknum útgjöldum Rússa til varnar- mála. „Þeir eru að endurnýja hefð- bundinn herafla sinn, að endurnýja kjarnorkuherafla sinn og reyna á þol- rif NATO, þannig að við verðum að svara.“ Varnarmálaráðherrann skírskotaði m.a. til þess að Rússar hafa ögrað Bretum með því að senda sprengju- flugvélar að lofthelgi Bretlands yfir Ermarsundi fyrir hálfum mánuði í fyrsta skipti frá kalda stríðinu, auk þess sem þeir hafi sent marga kaf- báta í Norðursjó. Hann benti einnig á ásakanir Eista um að útsendarar rússnesku leyniþjónustunnar hefðu rænt eistneskum lögreglumanni inn- an landamæra Eistlands og flutt hann til Rússlands. Refsiaðgerðir í mörg ár? David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, ítrekaði í fyrradag ásak- anirnar um að Rússar hefðu átt upp- tök að ófriðnum í Úkraínu. „Þessir uppreisnarmenn í austanverðri Úkraínu njóta stuðnings Rússa, þeir nota rússnesk flugskeytavopn, rúss- neska skriðdreka, rússnesk stór- skotavopn, það er ekki hægt að kaupa þennan búnað á eBay … þetta kemur frá Rússlandi,“ sagði breski forsætis- ráðherrann. „Þannig að við þurfum að vera mjög föst fyrir og standa fast á refsiaðgerðum og segja við Pútín: Það sem þú ert að gera er óviðunandi og það hefur efnahagslegar afleið- ingar mörg komandi ár ef þú hættir ekki þessari hegðun.“ AFP Rússnesk vopn Uppreisnarmenn nálægt bænum Gorlívka í Austur-Úkraínu skjóta Grad-flugskeytum. Telja að Pútín ógni Eystrasaltsríkjum  Bretar óttast að Rússar beiti sömu brögðum og í Úkraínu Asovhaf Maríupol Torez Shchastya Artemívsk Debaltseve Gorlivka Pervomaísk Lúhansk 20 km RÚSSLAND Átökin í austanverðri Úkraínu Úkraínuher dró lið sitt frá Debaltseve í fyrradag eftir árás aðskilnaðarsinna Síðustu átök Donetsk Mörkin 19. september sl. Mörk yfirráðasvæðis aðskilnaðarsinna nú Svæði á valdi aðskilnaðarsinna Shyrokin Rufu vopnahléið » Stjórnvöld í Rússlandi og leiðtogar uppreisnarmanna í Austur-Úkraínu gagnrýndu í gær beiðni forseta Úkraínu um að alþjóðlegt friðargæslulið yrði sent til að framfylgja samningi um vopnahlé sem átti að taka gildi um helgina. » Öryggis- og samvinnustofn- un Evrópu segir að uppreisnar- mennirnir hafi brotið samning- inn með árás á bæinn Debaltseve í fyrradag. Stjórnvöld í Þýskalandi hafa hafnað beiðni um að lánveitingar til Grikk- lands verði framlengdar um sex mánuði þrátt fyrir að framkvæmda- stjórn Evrópusambandsins hafi tek- ið jákvætt í þá ósk grískra ráða- manna skömmu áður. Grikkir höfðu óskað eftir því að fá sex mánaða neyðarlán í stað þess að núverandi lánasamningar yrðu endurnýjaðir. Endurnýjun gildandi samninga þýddi að Grikkir yrðu að halda áfram aðhaldsaðgerðum í Grikklandi en ný ríkisstjórn lands- ins, undir forystu Alexis Tsipras for- sætisráðherra, hefur algerlega hafnað því. Að sögn BBC bendir afstaða þýskra ráða- manna til þess að ágreiningur sé um málið á milli þeirra og Evr- ópusambandsins. Ekki sé ljóst hverjir hafi betur í deilunni en lík- urnar á samkomulagi virðist hafa minnkað. Þjóðverjar hafna beiðni Grikkja um neyðarlán Alexis Tsipras VINNINGASKRÁ 42. útdráttur 19. febrúar 2015 179 11947 22248 31544 39624 50103 60095 70716 402 12419 22613 31717 40024 51012 60427 70862 912 13030 23046 31838 40366 51250 60503 71757 1142 13142 23066 31923 40550 51285 61032 71863 1181 13427 23494 32108 41234 51525 61148 72268 1248 13591 23570 32881 41253 51849 61396 72304 1365 13617 23587 33120 41654 51915 62541 72311 1863 13735 23664 33487 42187 52638 63581 72923 1964 14248 23859 33523 42290 52660 63828 73228 2321 14989 24071 33904 42500 52767 64161 73471 2813 15510 24408 34676 43008 52801 65403 73995 2990 15683 24908 34718 43291 52974 65530 74285 3033 16110 25424 34725 43838 53125 65826 74914 3164 16256 26250 34753 44094 53348 65978 75801 3579 16521 26519 35233 44353 53527 66161 76121 4338 17148 26717 35278 44402 53652 66456 76300 4425 17597 26767 36089 44635 54024 66666 77144 4819 17630 27160 36194 44656 54189 67111 77159 4909 17756 27798 36471 44967 55398 67154 77298 7219 18066 27825 36499 45430 55675 67310 77372 9691 18223 27913 37083 45456 56039 67379 77609 9855 18369 28291 37831 45828 56102 67758 77839 9889 18387 28387 37913 45934 56232 68263 78424 9938 18534 28420 37928 47120 56883 68488 79112 10207 19321 28787 37986 47183 56946 68619 79451 10585 20162 29270 38120 47189 57001 69117 79920 10657 20476 29407 38362 48053 58089 69191 11011 20542 29564 38483 48453 58580 69640 11138 20652 30160 38850 49135 58915 69666 11272 21209 30177 38872 49202 59421 69854 11311 21396 31313 39219 49380 59423 70002 11492 21715 31410 39493 49926 59987 70141 232 10808 18871 29474 37096 46713 60423 73920 1346 10838 20411 29824 38424 47133 61246 75176 2097 11192 22447 29861 39237 47680 62307 75326 5038 12112 22537 30057 39999 48046 63250 76009 5180 12867 23149 31525 40345 49482 64063 76411 5713 12975 23195 32891 40413 49941 65446 77171 5950 13353 23568 32905 40436 50147 65916 78004 7156 13963 24460 34157 41684 50453 67489 78930 7687 15899 25158 34187 41778 51942 67518 79931 8990 16462 27088 36079 43220 52761 68595 9419 16767 27358 36153 43972 53819 72044 9770 16895 27927 36293 44591 56570 72596 10753 17979 28606 36711 46707 57950 73651 Næsti útdráttur fer fram 26. feb 2015 Heimasíða: www.das.is Vinningur Kr. 10.000 Kr. 20.000 (tvöfaldur) Vinningur Kr. 20.000 Kr. 40.000 (tvöfaldur) Vinningur Kr. 100.000 Kr. 200.000 (tvöfaldur) 34807 38253 53823 78664 Vinningur Kr. 50.000 Kr. 100.000 (tvöfaldur) 4175 21432 26944 43085 49480 73792 5626 22363 27170 46408 51749 78191 9382 23626 27425 48287 67215 78258 17071 23872 38046 48410 67435 79472 Aðalv inningur Kr. 2.000.000 Kr. 4.000.000 (tvöfaldur) 1 1 3 0 2

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.