Morgunblaðið - 20.02.2015, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 20.02.2015, Blaðsíða 29
UMRÆÐAN 29 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. FEBRÚAR 2015 Stjórn jafnaðar- manna í Norður- landaráði sendi í tilefni Helfarardagsins 27. janúar frá sér grein sem hét „Opið og lýð- ræðislegt samfélag fyr- ir alla“. Greinin er svo dæmi- gerð rétttrúnaðarrulla að henni bókstaflega verður að svara. Von- andi þýðir Guðbjartur fyrir þá hina sem ekki skilja. Greinin er í anda rétttrúnaðarins, svo full af orðskrúði og yfirlæti þeirra sem þykjast hafa einkarétt á tjáning- arfrelsinu. Höfundar falla í þá gildru sem þeir vara aðra við, nefnilega þá að flokka fólk í „okkur“ og „hin“, þar sem „við“ erum góð og réttlát, en „hin“ fordómafullir fávitar. Það er augljóst hvaða skoðunum þetta fólk er að traðka á þegar það hamrar enn og aftur á hægriöfgum og þjóðerniskennd. Allt sem ekki fell- ur að þeirra skoðun skal málað af- skræmdum litum og niðurlægt með áróðurssubbuskap. Við skulum skoða aðeins einstefnu- blinduna hjá þessu liði. Fyrirsögnin er eins og fram er komið „Opið og lýðræðislegt sam- félag fyrir alla“. Í prédikuninni fyrir dásemdum fjölmenningarsamfélagsins gleymist að það er nákvæmlega það sem við erum að reyna að koma til skila. Við viljum vernda okkar opna og lýðræð- islega samfélag. Nágrannaþjóðir okk- ar búa við það að hópar eru að troða upp á þá lokuðu og ólýðræðislegu samfélagi, og verður sí- fellt betur ágengt í því á meðan við fljótum sof- andi að feigðarósi. Þau segja: „Á Norð- urlöndunum og í ger- vallri Evrópu gnauða nú naprir vindar fortíðar. Hægriöfgahópar gera alvarlega atlögu að okk- ar opna og lýðræðislega samfélagi með fordóma- fullum boðskap um kyn- þáttahyggju, fjandskap við innflytjendur og mis- munun þjóðfélagshópa.“ Ekki vantar nú skrautmælgina, en hún á kannski að bæta upp fyrir að þessi málsgrein morar öll í fáránlegum rangtúlkunum og skrumskælingu. Nöprustu fortíðarvindarnir sem gnauða eru sú forneskja og kvenna- kúgun sem viðgengst meðal músl- imasamfélaganna í kringum okkur. Það eru því aðrir sem gera alvarleg- ustu atlöguna að opna og lýðræð- islega samfélaginu okkar. Að tala um fordómafullan boðskap um kynþáttahyggju er líka rangt. Þeir sem hafa áhyggjur af íslams- væðingu eru ekki allir fordómafullir, hvað þá fáfróðir þó að sumum þyki gott að nudda sér upp úr þessum orð- um. Margir hafa lagt sig talsvert eftir því að kynna sér málin, sumir kynnst þeim af eigin raun. Sífelld endurtekn- ing á „kynþáttahyggju“ gerir það orð heldur ekkert réttara, þetta hefur ekkert með kynþætti að gera. Músl- imar eru ekki kynþáttur ef þið skyld- uð ekki hafa vitað það. Það sem við er að eiga er ekki einu sinni trú eins og mönnum er svo tamt að klifa á. Við erum að tala um menningarstrúktúr sem er andstæður öllu því sem við höfum verið að byggja upp með ær- inni fyrirhöfn í langan tíma, strúktúr sem dregur enga dul á að stefnir á að draga allt sem heitir lýðræði og mannréttindi aftur í gráa forneskju og binda svo bábiljurnar í lög. Við erum sem betur fer komin lengra. Það er líka alrangt að slengja fram „fjandskap við innflytjendur“ í þessu samhengi, enda er það alhæf- ing sem stenst ekki nokkra skoðun. Að ætla okkur að vilja „mismunun þjóðfélagshópa“ er í besta falli hlægi- legt borið saman við þá ógeðfelldu mismunun sem viðgengst í hinu forn- eskjulega íslam sem nú ríður húsum. Það er alveg stórfurðulegt að fólk sem kallar sig jafnaðarmenn ber sér á brjóst og vill gjarna eigna sér ár- angur í kvenfrelsis- og mannréttinda- málum skuli vera fremst í flokki þeirra sem réttlæta og verja uppgang einhvers mesta kvenhaturs og mann- réttindasubbuskapar síðari áratuga. Ég segi: Jafnaðarmenn í Norður- landaráði, gyrðið ykkur í brók og reynið að koma jöfnuði ykkar fyrir meðal kúgaðra múslimakvenna áður en jafnaðarmennskan ykkar jafnar allt við jörðu. Opið og lýðræðislegt samfélag fyrir suma? Eftir Árna Árnason »Nöprustu fortíðar- vindarnir sem gnauða eru sú forneskja og kvennakúgun sem viðgengst meðal músl- imasamfélaganna í kringum okkur. Árni Árnason Höfundur er vélstjóri. Nokkuð hefur verið ritað um hve götur höfuðborgarinnar séu illa farnar eftir veturinn. Víða má sjá myndarlegar pottholur – allt að því gímöld – en aðrar eru lúmskari og það er ekki fyrr en maður lendir of- an í þeim að maður verður var við þær. Geta þær leikið farartæki grátt. Bíleigendum hefur gengið illa að fá bætt tjón, sem orðið hefur á dekkjum eða bifreiðum þeirra, og hafa því setið sjálfir uppi með tjón sem stundum er töluvert. Fyrir skömmu sá ég þau ummæli höfð eftir forsvarsmönnum Vega- gerðarinnar að þar sem vegfarendur hefðu ekki látið Vegagerðina vita af holunni sem þeir lentu í, þá bæri Vegagerðin, sem er veghaldari, enga bótaskyldu. Ætli forsvarsmenn Vegagerðar- innar haldi að fólk sé að keyra ofan í þessar holur að gamni sínu? Hvernig á að láta vita af holu eða skemmd í vegi sem maður veit ekki af fyrr en maður lendir ofan í henni? Maður spyr sig. Vegfarandi. Velvakandi Svarað í síma 569-1100 frá kl. 10-12 velvakandi@mbl.is Óþekk(t)ar holur Ófærur Vetur konungur hefur leikið gatnakerfi borgarinnar grátt. Kringlunni • Sími 568 7777 • heyrnarstodin.is Beltone First gengur með iPhone 5s, iPhone 5c, iPhone 5, iPad Air, iPad (4. kynslóð), iPad mini með Retina, iPad mini og iPod touch (5. kynslóð) með iOS eða nýrra stýrikerfi. Apple, iPhone, iPad og iPod touch eru vörumerki sem tilheyra Apple Inc, skráð í Bandaríkjunum og öðrum löndum. HEYRNARSTÖ‹IN Beltone First™ Snjallara heyrnartæki Nýja Beltone First™ heyrnartækið tengist þráðlaust beint í iPhone, iPad og iPod touch. Komdu í ókeypis heyrnarmælingu og fáðu heyrnartæki lánað til reynslu. Ókeypis heyrnarmælingsíðan 2004

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.