Morgunblaðið - 20.02.2015, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 20.02.2015, Blaðsíða 30
30 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. FEBRÚAR 2015 Sjálfseignarstofn- unin Ljósið, sem er endurhæfingar- og stuðningsmiðstöð fyrir krabbameinsgreinda og aðstandendur, fagnar á þessu ári 10 ára afmæli sínu. Á þessum tíma hefur starfsemi Ljóssins eflst ár frá ári og dag- skráin er fjölbreyttari en nokkru sinni fyrr. Mikil áhersla er lögð á að veita hverjum og ein- um persónulega þjónustu sem sam- rýmist markmiðum hans og getu á hverjum tíma. Engum dylst mik- ilvægi endurhæfingar þegar krabbamein er annars vegar og hefur endurhæfing því verið lyk- ilverkefni Ljóssins frá stofnun. Það er öllum þungbært að grein- ast með alvarleg veikindi og áfallið reynist ekki síður minna fyrir að- standendur og vini. Við slíkar að- stæður er aðilum oftar en ekki kippt út af vinnumarkaði og veik- indin sem slík auka á andlega og líkamlega streitu og vanlíðan. Margt sem áður var sjálfsagt verð- ur erfiðara og jafnvel óframkvæm- anlegt. Það er því aðdáunarvert hversu margir taka þessu hlut- skipti sínu af einurð og festu, ákveðnir í því að ná bata. Það að greinast með krabbamein er vissu- lega erfitt verkefni. Á degi hverjum er húsnæði Ljóssins yfirfullt af fólki sem hver með sínu lagi heyr baráttu við veikindi sín. Það er gott til þess að vita hversu margir telja sig eiga erindi í Ljósið við slíkar aðstæður og undirstrikar þannig mikilvægi endurhæfingarinnar. Í dag er þverfaglegur hópur fag- aðila sem sinnir öllu því faglega starfi sem fram fer og miðar að því að byggja upp líkamlegt og andlegt þrek skjólstæðinga okkar, en þá köllum við Ljósbera. Þjónustan er einstaklingsmiðuð, þar sem hugað er að líkamlegri uppbyggingu í gegnum fjölbreytta þjónustu í lík- amsrækt, bæði í húsnæði Ljóssins og í Hreyfingu heilsulind. Lögð er mikil áhersla á andlega vellíðan þar sem sérhönnuð styrkjandi námskeið eru í boði, auk þess sem fólk getur fengið einka- viðtöl við iðjuþjálfa, sjúkraþjálfara, hjúkr- unarfræðing, sálfræð- ing og markþjálfa. Vinna í gegnum hand- verk þar sem listin eflir vellíðan og um leið lífsgæði er einnig hluti af endurhæfing- unni. Þess má geta að í Ljósinu er einnig boðið upp á fjöl- breyttan stuðning fyrir alla fjöl- skylduna. Ljósið hefur verið til húsa að Langholtsvegi 43 frá árinu 2007, fyrst sem leigutakar en húsið var síðan keypt á árinu 2011. Aðstaðan á Langholtsvegi hentar starfsem- inni einkar vel og höfum við nýlega gert talsverðar breytingar innan- og utandyra sem miða að því að bæta þjónustu okkar enn frekar. Síðar á þessu ári verður hafist handa við að byggja við húsið og bindum við miklar vonir við þær framkvæmdir, auk þess sem lang- þráðri lyftu verður komið fyrir í húsinu. Við sem stýrum Ljósinu höfum háð áralanga baráttu fyrir auknu fjármagni frá hinu opinbera og enn er nokkuð í land í þeim efnum. Með ómetanlegri aðstoð fjölmargra fyrirtækja, félaga og einstaklinga höfum við rekið félagið hallalaust frá stofnun, en mikill tími og orka fer því miður í fjáröflunarstarf sem betur væri varið í þágu okkar Ljósbera. Við bindum miklar vonir við þá vinnu sem við höfum átt með fulltrúum ríkisvaldsins og von- um að brátt rofi til í þeim málum. Í grein sem Ragnheiður Har- aldsdóttir, forstjóri Krabbameins- félagsins, skrifaði í Morgunblaðið þann 12. febrúar síðastliðinn var henni tíðrætt um endurhæfingu krabbameinssjúklinga og sagði skipulagningu hennar vera í skötu- líki. Ekki veit ég alveg hvað hún meinar með því, en hitt þótti mér verra að hvergi í grein hennar er getið um það mikilvæga endurhæf- ingarstarf sem fram fer í Ljósinu og víðar, í þágu krabbameins- greindra. Máli sínu til stuðnings vísar hún í skýrslu sem unnin var fyrir Krabbameinsfélagið og ber þess merki. Hún segir ennfremur að fenginn hafi verið reyndur hóp- ur fagfólks sem starfar að end- urhæfingu til að draga ályktanir af skýrslu þessari. Ekki veit ég hvaða sérfræðingar komu að þeirri vinnu eða hef feng- ið niðurstöður hennar í hendur, en eitt veit ég að enginn frá Ljósinu var fenginn til liðs við hópinn, á sama tíma og Ragnheiður kallar eftir samstarfi og samstöðu aðila. Í mínum huga skýtur það skökku við, þar sem Ljósið hefur veitt endurhæfingu á þessu sviði í 10 ár. Ég er þess fullviss að óvíða fyr- irfinnst starfsfólk með meiri reynslu og þekkingu á sviði end- urhæfingar krabbameinsgreindra en í Ljósinu. Við í Ljósinu, sem sinnt höfum endurhæfingu og þjónustu við krabbameinsgreinda á und- anförnum árum, teljum frekar illa að okkur vegið í skrifum forstjóra Krabbameinsfélagsins. Í skrifum hennar má lesa, að henni finnist því fé sem lagt er í málaflokkinn í dag illa varið og hljótum við að setja spurningarmerki við þá full- yrðingu. Við erum þakklát fyrir þann stuðning sem við höfum feng- ið, bæði frá opinberum aðilum og öðrum og vitnisburður þeirra sem Ljósið sækja talar sínu máli. Ég held að það sé tímabært og hvet Ragnheiði til að koma í heim- sókn til okkar í Ljósið og fá kynn- ingu á því faglega og metnaðarfulla starfi sem þar er innt af hendi allt árið um kring. Ég vil því skora á alla fagaðila, krabbameinsgreinda og aðstand- endur þeirra að kynna sér starf- semi okkar ! Endurhæfing í Ljósinu í 10 ár Eftir Tómas Hallgrímsson »Engum dylst mikil- vægi endurhæfingar þegar krabbamein er annars vegar og hefur endurhæfing því verið lykilverkefni Ljóssins frá stofnun. Tómas Hallgrímsson Höfundur er stjórnarformaður í Ljósinu. Fyrir um 70 árum á hlýviðraskeiði sem gekk þá yfir frá 1925- 1945 eyddist sporð- urinn á Langjökli sá er gekk fram eftir endilöngum Brekkna- fjöllum. Að lokum brast þunnur jökull- inn undan þunga Hagavatns, sem ligg- ur norðan við Brekknafjöll, tvisvar á 10 ára tímabili. Hagavatn minnkaði þá að minnsta kosti um 2/3 hluta. Þetta stóra flæmi sem er 5-700 hektarar hefur nú í 70 ár verið undir veðr- um og vindum sem eru mjög kald- ir á þessu svæði sem er í um 450 m yfir sjó. Hagavatnsbotn er pallflatur og þykkur ís og snjór liggur yfir svæðinu í 8-9 mánuði ár hvert. Samkvæmt reynslu heimamanna er mjög erfitt að láta grös lifa við þessar aðstæður. Hægt er að sá fræi og láta það koma upp, en engin planta lifir eftir þessa löngu og þungu ísavetra. Hér í byggð hafa menn bæði séð og reynt að ef klakabrynja liggur lengur yfir gróðri en 100 daga er kal nærri því óumflýjan- legt. Á þessum 70 árum sem liðin eru frá því að vatnsbotninn kom upp hefur því ekkert gerst og er hann allur nær ógróinn ennþá [1]. Auk þess koma á 20 ára fresti smá hlaup úr eystri Hagafellsjökli yfir þetta svæði. Eftirminnileg hlaup komu árin 1980 og 2000 og senni- lega má búast við næsta hlaupi ár- ið 2020. Þegar jökullinn hleypur fram kemur nokkurt vatnsflóð á eftir. Fer þá vatnið yfir stóran hluta af botninum og skilur eftir sig aur og sand. Í norðan áhlaup- um rýkur þessi jökul- aur yfir til vesturs. Hefur þessi aur valdið uppblæstri í Lambahrauni sem ekki var þar meðan vatnið var í fullri stærð. Tilraun var gerð eftir 1980, undirrit- aður og Greipur heit- inn Sigurðsson land- græðsluvörður sáðu tveimur röndum af melfræi, í hraunbrúnina og hina úti í vatnsbotninum. Melurinn kom upp um sumarið en í vatns- botninum lifði hann aðeins í tvö eða þrjú ár, en var eftir það horf- inn. Hann lifði hinsvegar í hraun- brúninni fyrir vestan og dafnar þar vel. Landeigendur telja að besta leiðin til uppgræðslu og landbóta á þessu svæði sé að ná vatninu í sömu stærð og það var fyrir um 100 árum. Gert er ráð fyrir að verkefnið muni hafa mjög jákvæð áhrif á at- vinnulíf og verkefnastöðu í Blá- skógabyggð. Landeigendur Úthlíð- artorfu telja að framkvæmdin hafi mjög jákvæð áhrif á framtíðar- möguleika á aukinni ferðaþjónustu á svæðinu. [1] Um 10% gróinn, samkvæmt skýrslu Gróður og fuglar við Hagavatn. Guð- mundur Guðjónsson, Kristbjörn Egilsson og Kristinn Haukur Skarphéðinsson. Unnið fyrir Orkuveitu Reykjavíkur NÍ-09010 Reykjavík, október 2009). Um Hagavatnsbotn – reynsla og saga Eftir Björn Sigurðsson Björn Sigurðsson » Landeigendur telja að besta leiðin til uppgræðslu og landbóta á þessu svæði sé að ná vatninu í sömu stærð og það var fyrir um 100 árum. Björn er bóndi í Úthlíð og fylgist vel með gróðrinum við Hagavatn. mbl.is alltaf - allstaðar Árin segja sitt1979-2014 Hjónin Ragnar Guðmundsson, matreiðslu-meistari og kona hans Bára Sigurðardóttir, stofnendur og eigendur Lauga-ás. Laugarásvegi 1 104 Reykjavík • laugaas.is Lauga-ás hefur frá 1979 boðið viðskiptavinum sýnum uppá úrval af réttum þar sem hráefni, þekking og íslenskar hefðir hafa verið hafðar að leiðarljósi. )553 1620 Verið velkominn : –– Meira fyrir lesendur PÖNTUNARFRESTUR AUGLÝSINGA: fyrir kl. 16 mánudaginn 2. mars. SÉRBLAÐ NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR: Katrín Theódórsdóttir Sími: 569 1105 kata@mbl.is Fermingarblað Morgunblaðsins kemur út föstudaginn 6. mars FERMINGAR Fermingarblaðið er eitt af vinsælustu sérblöðum Morgunblaðsins og verður blaðið í ár sérstaklega glæsilegt. Fjallað verður um allt sem tengist fermingunni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.