Morgunblaðið - 20.02.2015, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 20.02.2015, Blaðsíða 31
UMRÆÐAN 31 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. FEBRÚAR 2015 Við útvegumallar gerðirbíla frá USA og Evrópu Erum me ð fullan sa l af nýjum og nýlegum bílum Tilboðsverð á sýningarbílum frá 8.490.000 kr. Vel búnir, leður, glerþak, 8,4” snertiskjár, bluetooth, bakkmyndavél, flott hljómkerfi o.m.fl. Komdu í dag og skoðaðu þennan magnaða jeppa, við tökum gamla bílinn uppí. Það er kominn nýr meðlimur í Jeep fjölskylduna Þverholt 6 - 270 Mosfellsbæ - Sími 534 4433 - www.isband.is - Opið alla virka daga frá 10-18, laugardaga 11-15 Frumsýnum stórglæsilegan Jeep Cherokee, litli bróðir mest verðlaunaða jeppa í heimi Jeep Grand Cherokee. Alvöru jeppi, hlaðinn lúxus og tæknibúnaði t.d. leggur sjálfur í stæði, adaptive cruise control og blind spot detection. Í nýlegri bók sinni, Í krafti sannfæringar, gagnrýnir Jón Steinar Gunnlaugsson hrl. (JSG) vinnubrögð sem lengi hafa tíðkast við Hæstarétt Íslands. Hann segir hæstarétt- ardómara hafa farið út fyrir sitt verksvið og inn á svið bæði stjórnsýslu og lög- gjafar. Þeir hafi látið sín persónu- legu sjónarmið hafa áhrif á nið- urstöður dóma. Þessa alvarlegu gagnrýni frá fyrrverandi hæsta- réttardómara er ráðlegt að skoða vel og láta ekki verða þöggun að bráð. JSG telur að skort hafi á að- hald við réttinn frá lögmönnum og fjölmiðlum. Rétturinn sjálfur veigri sér við gagnrýni eða reyni að bæla hana niður. Hæstaréttardómarar úrskurða í erfiðum deilum manna og dæma um sekt eða sakleysi. Við búumst við því að dómarar réttarins séu heiðarlegir og grandvarir; þeir gæti réttlætis og sannleika. Við viljum geta treyst því að þeir fari að lögum bæði við málsmeðferð og í niðurstöðum dóma. Þetta varðar ríka hagsmuni og oft velferð fólks. Mikilvægi dóma Hæstaréttar er enn meira þar sem þeir eru end- anlegir og gefa fordæmi. Breski hæstaréttardómarinn Gordon Hewart hélt fram þeirri speki að ekki væri nóg að réttlæt- inu væri framfylgt heldur þyrfti líka að sjást að það væri gert og það án vafa. Frásögn JSG bendir til skorts á þessu við Hæstarétt. Hann segir þar vera „fjölskyldustemn- ingu“, þannig að dóm- arar forðist að verða ósammála og að gefa sérálit. Aðeins einn af hverjum þremur dóm- urum í máli kynni sér það til hlítar. Sá hafi svo forsögu og hinir gerist sammála. Dóm- arar dæmi svo á víxl hver með öðrum. Hver er þá þýðing þess að fjölskipa í réttinn, ef einn dómari ræður nið- urstöðu máls hvort sem er? Hvað varð um það að dæma samkvæmt eigin bestu vitund og samvisku? JSG telur sig hafa tapað málum í Hæstarétti sem lögmaður af því að dómari þar var honum reiður. Hann sá sig knúinn til að vara skjólstæðinga sína við því. Þetta segir okkur að staða hæstarétt- arlögmanna sé ójöfn. Sumir eigi undir högg að sækja við Hæstarétt en aðrir fái þar meðbyr; gætu jafnvel orðið stjörnulögmenn fyrir það helst að vera dómara þókn- anlegir. Ég vildi geta afgreitt orð JSG um vinnubrögð í Hæstarétti sem léttvæg, en get það því miður ekki. Sjálfum sýnist mér þar vera pottur brotinn, sbr. fáein dæmi af nokkr- um úr hæstaréttarmáli nr. 603/ 2013, sem ég hef öll málsgögn í: 1. Við dómsuppkvaðningu í und- irrétti, hinn 22. júlí 2013, skrifaði Allan Vagn Magnússon, dómstjóri Héraðsdóms Vesturlands, m.a. þetta í þingbók réttarins: „Dóms- orðið er lesið í dómþinginu í heyr- anda hljóði“…, og þetta „Af hálfu aðila er ekki sótt þing.“ Dómstjórinn viðurkenndi síðar, með bréfi sínu til nefndar um störf dómara, dagsettu 13. september 2014, að dómsuppkvaðningin fór fram með allt öðrum hætti. Þar stendur m.a.: „Í því tilviki sem hér um ræðir var dómur kveðinn upp í dómhúsi Héraðsdóms Reykjavíkur af dómsformanni einum.“ Dómstjórinn boðaði hvorki stefnanda né lögmann hans til uppkvaðningar dómsins, svo hið rétta er að hann gaf málsaðila ekki kost á að sækja dómþingið þegar hann kvað upp dóminn. Hann lét hvorki vita hvar dómur yrði kveð- inn upp né klukkan hvað það yrði gert, þrátt fyrir að hann fengi ítrekaðar beiðnir um það í tölvu- pósti bæði frá lögmanninum og stefnanda. Dómstjórinn auglýsti dómsuppkvaðninguna hvorki í dag- skrá Héraðsdóms Vesturlands né Héraðsdóms Reykjavíkur. Þá ríkti réttarhlé hjá báðum dómstólum vegna sumarfría og dagskrár þeirra voru galtómar. Hæstiréttur lét það viðgangast átölulaust að dómur undirréttar væri kveðinn upp í kyrrþey. Ófrá- víkjanleg fyrirmæli 8. gr. laga um meðferð einkamála, nr. 91/1991, segja þó að þinghöld skuli háð í heyranda hljóði. Málsaðilar eiga lögvarinn rétt til að vera við- staddir dómsuppkvaðningu og hlýða á dómsorð. Samkvæmt lögunum ber að til- kynna málsaðilum hvar og hvenær dómur verði upp kveðinn. Dóm- stjórinn gerði það ekki. Hæstirétt- ur lét það líka viðgangast, átölu- laust. Auk þess kaus Hæstiréttur að líta framhjá því að dómstjórinn kvað einn upp dóminn í undirrétti þrátt fyrir að rétturinn hefði verið fjölskipaður. Í 115. gr. laga um meðferð einkamála segir skýrt að í fjölskipuðum dómi skuli allir dóm- endur taka þátt í uppkvaðningu dóms, ella beri að endurtaka mál- flutning. 2. Þegar gagnaöflun í málinu lauk fyrir Hæstarétti skrifaði lög- maður málsaðila bréf til réttarins, dags. 15. janúar 2014, og lét vita að hann yrði fjarverandi á tíma- bilinu 14.-28. febrúar 2014. Með því taldi hann sig hafa tryggt það að geta verið viðstaddur rétt- arhaldið og flutt málið. Það var öðru nær. Hæstiréttur setti málið á dagskrá 17. febrúar 2014, einmitt þegar lögmaðurinn gat ekki verið viðstaddur. Þessi hæstaréttarlög- maður hafði unnið í málinu í þrjú ár og gjörþekkti öll málsgögnin. Það er umhugsunarefni að hæstaréttardómararnir, þeir Eirík- ur Tómasson, Helgi I. Jónsson og Þorgeir Örlygsson, hafi komið svona fram við málsaðila og lög- mann hans. Geta þeir talist hafa verið hlutlausir og hæfir til að dæma í málinu eftir þetta? Svona vinnubrögð dómara skjóta, að mínu áliti, frekari stoðum undir það sjónarmið JSG að rannsaka þurfi vinnubrögð í Hæstarétti. Gagnrýni á Hæstarétt Eftir Gunnar Hrafn Birgisson »Ég vildi geta afgreitt orð JSG um vinnu- brögð í Hæstarétti sem léttvæg, en get það því miður ekki. Gunnar Hrafn Birgisson Höfundur er áhugamaður um réttarfar. Móttaka aðsendra greina Morgunblaðið er vettvangur lifandi umræðu í landinu og birtir aðsendar grein- ar alla útgáfudaga. Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Kerfið er auðvelt í notkun og tryggir öryggi í sam- skiptum milli starfsfólks Morgunblaðsins og höfunda. Morgunblaðið birtir ekki greinar sem einnig eru sendar á aðra miðla. Að senda grein Kerfið er aðgengilegt undir Morgunblaðslógóinu efst í hægra horni forsíðu mbl.is. Þegar smellt er á lógóið birtist felligluggi þar sem liðurinn „Senda inn grein“ er valinn. Í fyrsta skipti sem innsendikerfið er notað þarf notandinn að nýskrá sig inn í kerfið. Ítarlegar leiðbeiningar fylgja hverju þrepi í skráningarferlinu. Eftir að viðkomandi hefur skráð sig sem notanda í kerfið er nóg að slá inn kennitölu notanda og lykilorð til að opna svæðið. Hægt er að senda greinar allan sólar- hringinn. Nánari upplýsingar veitir starfsfólk Morgunblaðsins alla virka daga í síma 569-1100 frá kl. 8-18.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.