Morgunblaðið - 20.02.2015, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 20.02.2015, Blaðsíða 34
34 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. FEBRÚAR 2015 ✝ Sigríður Þór-dís Benedikts- dóttir fæddist í Hnífsdal 4. október 1928. Hún lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja 13. febrúar 2015. Foreldrar henn- ar voru Benedikt Halldórsson verka- maður, f. 19.5. 1904, d. 2.9. 1980, og Þórunn Pálína B. Guðjóns- dóttir, f. 5.10. 1900, d. 10.2. 1992. Systkini Sigríðar: Guð- björg Guðmundsdóttir, f. 23.12. 1921, d. 13.10. 2011. Halldór G. Benediktsson, f. 30.4. 1930, d. 21.1. 1967. Þóra S. Benedikts- dóttir, f. 25.10. 1931. Óskar B. Benediktsson, f. 11.2. 1935. Guð- jón K. Benediktsson, f. 31.10. 1937. Fósturbróðir Jón A. Ás- björg, f. 1955, maki Sigurður Jónsson, f. 1932. Börn hennar: Sigríður Erna Geirmundsdóttir, f. 1973, maki Torfi Már Hreins- son, f. 1983, barn þeirra Anna Lísa, f. 2013, fyrir átti hún Mar- íu Rún, f. 1995. Marvin Lee, f. 1980, börn hans eru Svanhildur f. 2005, Friðrik, f. 2005, og Guð- björg Zelda, f. 2009. 2) Þórunn, f. 1956, maki Jón R. Newman, f. 1954. Börn þeirra eru: Garðar Már Newman, f. 1973, maki Sig- rún Gróa Magnúsdóttir, f. 1976, börn þeirra: Þórunn María, f. 2002, Magnús Már, f. 2004, Jón Ingi, f. 2010, og Davíð Þór, f. 2012. Hulda María Newman, f. 1983, maki Alexander Magnús- son, f. 1989, barn þeirra Garðar Júlían, f. 2013. 3) Magnea, f. 1960, maki Jens E. Kristinsson, börn þeirra eru: Magnús Þór, f. 1980, Ingi Sigurjón, f. 1985, El- ínborg Ósk, f. 1987, maki henn- ar er Ísak Örn, f. 1988, barn þeirra er Elma, f. 2014. 4) Magn- ús, f. 1963, d. 1977. Útför Sigríðar fer fram frá Keflavíkurkirkju í dag, 20. febr- úar 2015, kl. 13. geirsson, f. 22.10. 1938. Sigríður gekk í barna- og unglinga- skóla í Hnífsdal. Síðar fór hún í Hús- mæðraskóla á Löngumýri í Skaga- firði, 1951-1952. Sigríður eign- aðist Þóri Benedikt, f. 23.6. 1946, með Haraldi Pálssyni, f. 24.4. 1927, d. 2000. Þórir er kvæntur Margréti Sigurðar- dóttir, f. 1945, sonur Ragnar Þórisson, f. 1971, kona hans er Hjördís Árnadóttir, f. 1973, og eiga þau Árna Þór, f. 2010. Sigríður giftist Garðari Magnússyni, f. 1922, d. 1985. Fyrir átti Garðar Sonju, f. 1950, maki Lúðvík Georgsson. Börn Garðars og Sigríðar eru: 1) Guð- Mér er ljúft og skylt að skrifa um móður mína, sem verður jarð- sungin í dag, föstudag, frá okkar fallegu 100 ára kirkju í Keflavík. Þessir dagar hafa einkennst af sorg og söknuði sem er ekki skrýtið þar sem hún var svo stór klettur í okkar lífi og barna- barnanna. Hún var svo mikið fyr- ir börn, þótti alltaf svo gaman að vera í barnaafmælum og fylgjast með þeim. Hún mamma var lífsglöð kona, alltaf hress og kát, var mikið fyrir að ferðast meðan hún gat og þeg- ar hún keyrði bílinn sinn héldu henni engin bönd. Það var því mikið áfall fyrir hana þegar hún þurfti að hætta að keyra. Lífið fór ekki alltaf mjúkum höndum um hana mömmu; missti Halldór bróður sinn í blóma lífs- ins og Magnús bróður minn að- eins 14 ára og var það mikill harmur fyrir okkur öll. Ég tala nú ekki um þegar pabbi dó langt fyr- ir aldur fram, aðeins 62 ára að aldri. En alltaf var nú fjör í kringum hana mömmu, hún var mjög mikil afmæliskona og var alltaf farið að undirbúa afmælið í ágúst, þótt það væri ekki stórafmæli, og auð- vitað svignuðu borðin undan kök- um. Mamma var nú heppin að kynnast Ármanni Eydal á sínum tíma, en þau höfðu bæði gaman af að ferðast um landið og jafnvel til útlanda. Blessuð sé minning hans en hann lést 2004. Mamma var á Hlévangi, sem er hjúkrunarheim- ili sem er við hliðina á hennar húsi, þannig að hún fór bara yfir á inniskónum og var komin þangað árið 2013 og hefur henni liðið mjög vel þar og mjög vel hugsað um hana og ber að þakka það. Ég má til með að minnast á það hvað barnabörnin voru henni hugleikin, hún bar hag þeirra ætíð fyrir brjósti. Og þegar hún kvaddi þau sagði hún alltaf: Guð geymi þig og signdi þau í bak og fyrir. Ég átti því láni að fagna að fara oft með henni í kirkju á sunnu- dögum en þar naut hún sín vel og kunni flestalla sálma sem sungnir voru. Þetta voru góðir tímar sem ég átti með henni mömmu, það er allt svo tómlegt núna og þegar maður ætlar að fara að beygja inn á planið hjá Hlévangi og fattar að hún er ekki þar, það grípur mann svo mikil tómleikatilfinning sem ég hef ekki upplifað áður. En nú skilur leiðir um sinn og ég mun alltaf elska þig og þakka þér fyrir allt og allt. Kveð þig með þínum orðum: Guð geymi þig. Þín dóttir, Þórunn. Áður en ég fæddist eyddi Sigga systir miklum tíma á hlýju heimili ömmu og afa sökum þess að mamma vann mikið og var ein- stæð móðir. Síðar meir fluttum við til útlanda og lengi vel bjugg- um við þar. Eftir að við komum heim er það mér og Siggu mjög minnisstætt hversu ljúft okkur þótti að heimsækja ömmu á Fax- abrautinni. Fyrir Siggu systur situr eftir hversu glaðvær hún var og hversu stutt var í hlátur- inn, og ennfremur hversu góð hún var við okkur barnabörnin. Sjálfur upplifði ég þessa góð- mennsku þó heilt haf hafi skilið okkur að því amma passaði að gleyma mér ekki þrátt fyrir að ég hafi búið erlendis. Hún var svo elskuleg að senda mér íslenskt góðgæti eins og páskaegg. Síðar meir þegar ég var unglingur ný- kominn til Íslands gat ég stólað á það að í hvert skipti sem ég kom í heimsókn til ömmu var tekið á móti mér af mikilli hlýju; á boð- stólnum voru ýmsar kræsingar sem ég þekkti lítið, en fljótlega kynntist ég þeim gómsæta mat sem hún eldaði. En fyrst og fremst hugsa ég um allar þær kökusneiðar sem voru í boði heima hjá henni, þá oftast marm- arakaka eða möndlukaka og kakó að hætti ömmu. Ég gat alltaf treyst því að ég færi saddur í burtu eftir að hafa heimsótt ömmu og voru þau ófá skiptin sem hún gaukaði aur að mér og Magnúsi frænda ofan á allt saman. Svo þótti mér yndis- legt þegar hún leyfði mér og Magga að grúska á háaloftinu, í bílskúrnum eða í skápum „gesta- herbergisins“. Heima hjá ömmu gat maður dundað sér og grúskað í fortíð ættarinnar. Minningarnar tengdar við ömmu eru margar hverjar hug- ljúfar og fyndnar eins og þegar hún læddi hrossakjötbollum að mér og Magnúsi í óþökk okkar beggja, eða þegar hún hitti Þóru í fyrsta skiptið. Í framtíðinni mun ég segja Guðbjörgu Zeldu frá þessum sögum ásamt fleirum með bros á vör. En sú minning sem er hvað sterkust er sú sem amma sagði mér sjálf þó nokkrum sinnum. Þegar ég og Sigga bjuggum á móti henni á Faxabrautinni brá okkur mikið að sjá sjúkrabíl. Síð- ar meir, sagði hún mér að afa hafi verið mikið í mun að tjá væntum- þykju sína í okkar garð á dánar- beði sínum og að hann hafi beðið hana um skila því til okkar. Nú getum við sagt ömmu að gera slíkt hið sama. Í hvert skipti sem amma kvaddi okkur bað hún Guð um að geyma okkur. Nú er komið að okkur að segja hið sama við þig, kæra amma: megi Guð geyma þig. „Yður er gefinn leyndardómur Guðs ríkis. Hinir, sem fyrir utan eru, fá allt í dæmisögum“. (Mark.: 4:10.) Marvin og Sigríður. Ég á erfitt með að trúa því að í dag sé ég að skrifa minningar- grein um bestu ömmu í heimi. Amma mín bjó svo lengi sem ég man eftir mér á Faxabraut 11. Ég veit ekki um neinn stað þar sem henni leið eins vel og á Fax- abrautinni. Mamma mín og amma voru miklar vinkonur, þeim þótti ótrú- lega vænt hvor um aðra. Ég veit að mamma og öll fjölskyldan mín saknar hennar ótrúlega mikið. Alltaf var glatt á hjalla á Fax- abrautinni þegar ég var lítil og þá stendur helst uppúr þegar við systkinin fengum að gista hjá ömmu og var toppnum náð ef Hulda frænka var líka. Amma mín var trúrækin kona sem gekk í gegnum ýmislegt á lífsleiðinni og fann hún mikinn frið í guði, alltaf var tilefni til þess að fara í messu. Við amma vorum góðar vin- konur og sér í lagi í seinni tíð. Amma mín var fyndin og skemmtileg kona, ég hitti hana aldrei eftir að ég varð eldri án þess að hlægja. Hún laðaði að sér fólk og gerði svo óspart í því að „gera djók“. Á meðan við hin velt- umst um af hlátri brosti hún út í annað, búin að ná sínu takmarki. Hún djókaði meira að segja sein- asta daginn sinn á þessu jarðríki, þegar við öll biðum í ofvæni að hún myndi lagast þá opnaði mín aðeins augun og bað um pítsu. Ekki er það oft sem að stofa full af áhyggjufullum aðstandendum skelli uppúr en henni tókst það, geri aðrir betur. Hún var ótrú- lega góð og kurteis, en skoðanir hafði hún svo sannarlega og eitt af því voru nöfn. Ég veit ekki hversu oft við fjölskyldan hennar höfum þurft að bíta okkur í hand- arbakið þegar hún byrjaði að spyrja hvað einhver héti og ef henni líkaði ekki við nafnið , sem var nú mjög oft, þá gaf hún það alveg sterklega til kynna. Hún sagði mér þegar að ég eignaðist dóttur mína að henni þætti Sig- ríður, Þórdís, Magnea, Þórunn og Guðbjörg mjög falleg nöfn, það var að sjálfsögðu einstök tilviljun. Afmælissjúk var hún þessi elska, það skipti ekki máli hversu gömul hún var afmæli skyldi það vera. Rjómatertur og pönnsur voru staðalbúnaður í þeim veislum og ég man alltaf hversu dásamlega gott kakó hún lagaði. Ég gæti skrifað heila bók um snillinginn hana ömmu mína og það sem hún hefur sagt og gert í gegn um tíðina, hún var óborg- anleg kona. Elsku hjartans amma mín það er svo ótrúlega sárt að þú sért farin. Ég hef svo margt að læra af þér og eitt af því er að hrósa. Ekki fyrir svo löngu þegar ég kíkti á ömmu þá bað hún mig að hjálpa sér að velja falleg föt, vin- kona hennar hafði látist og hún vildi vera í fallegum fötum vegna þess hversu glæsileg kona þetta hafði verið. Elsku fallega sálin mín, ég verð líka í mínum falleg- ustu fötum fyrir bestu konu í heimi. Þegar ég hugsa um þig þá brosi ég, hversu dýrmætt er það. Takk fyrir allar fallegu stundirn- ar og dásamlegu minningarnar. Þú ert komin til strákanna þinna og ég veit að þú tekur vel á móti mér þegar minn tími kemur með grænan pringles, eitt sett, app- elsín, mjúku kinnarnar og risa stórt faðmlag. Ég elska þig amma mín og eins og þú sagðir við mig í hvert sinn sem við kvöddumst, guði geymi þig elskan mín. Þangað til næst. Þín, Elínborg Ósk Jensdóttir. Amma Sigga var þekkt fyrir sitt glaða og jákvæða fas sem tók öllum opnum örmum. Hún var óspar á að láta aðra vita hversu mikið hún elskaði þá enda hafði hún hreint og fallegt hjartalag. Hún var mikill húmoristi og er ef- laust hægt að skella í eina góða bók með góðum línum frá ömmu. Amma átti að mestu leyti góða og farsæla ævi, eignaðist góða og samheldna fjölskyldu sem fylgdi henni allt til hinstu stundar. Stóru áföllin í lífinu voru fráfall Magnúsar og Garðars. Er ég viss um að það voru mjög ánægðir feðgar sem biðu hennar á góðum stað eftir langa bið. Vildi bara með nokkrum orð- um þakka ömmu fyrir allar þær stundir sem við áttum saman en þær eru óteljandi og eingöngu hlýjar og góðar minningar. Mínar fyrstu minningar um ömmu eru þegar hún var að syngja fyrir mig upp í rúmi á Faxabrautinni bæn- ina fallegu sem ég læt hér fylgja með sem kveðjuorð til þín, elsku amma. Ó, Jesús bróðir besti og barna vinur mesti, æ, breið þú blessun þína á barnæskuna mína. Mér gott barn gef að vera og góðan ávöxt bera, en forðast allt hið illa, svo ei mér náı́ að spilla. (Páll Jónsson) Garðar Már Newman. Elsku langamma, nú ert þú farin frá okkur og söknum við þín mjög mikið. Alltaf varst þú sæt og fín með lakkaðar neglur og fínt hár. Það var alltaf svo gaman að koma til þín, elsku amma, bæði á Faxabraut 11 og Hlévang. Þú tókst alltaf svo vel á móti okkur með faðmlagi og kossi, alltaf varstu með eitthvað gott fyrir okkur. Við gleymum aldrei fal- lega brosinu þínu og smitandi hlátrinum þínum. Við munum aldrei gleyma þér og við lofum að halda alltaf upp á afmælið þitt. Eins og þú sagðir alltaf við okkur þegar við fórum. Guð geymi þig, elsku besta langamma. Við elskum þig endalaust mik- ið. Þórunn María, Magnús Már, Jón Ingi og Davíð Þór. Elsku stóra systir mín, nú ert þú fallin frá og komin í Guðs ríki. Við ólumst upp saman og áttum skemmtileg bernskuár í Hnífs- dal. Ég minnist þeirra stunda með mikilli hlýju. Það var langt á milli okkar eftir að við stofnuðum fjölskyldur, þú bjóst í Keflavík og ég á Ísafirði en við héldum alltaf góðu sambandi. Á bernskuárunum bjuggum við í Skemmunum í Hnífsdal og lékum okkur mikið með krökkun- um í Heimabæ þar sem brekkan og fjaran voru aðalleiksvæðin. Þó svo að þú værir þremur árum eldri en ég vorum við eins og tví- burar og brölluðum mikið saman – vorum eins og eitt. Við fórum saman á Hús- mæðraskólann að Löngumýri í Skagafirði veturinn 1951-1952, eftir að hafa unnið okkur inn fyrir skólanum sem kaupakonur í Skálavík í Ísafjarðardjúpi sumar- ið áður. Í húsmæðaskólanum átt- um við yndislegan tíma saman og kynntumst þar stúlkum sem við höfum haldið sambandi við alla tíð. Það er ómetanlegt. Við fórum eftir húsmæðaskól- ann á vit ævintýranna til Kefla- víkur og unnum þar m.a. saman á Vatnsnesbar, ég í afgreiðslunni og þú í eldhúsinu. Við leigðum saman herbergi og vorum mjög samrýmdar. Á þessum tíma kynntist þú Garðari Magnússyni og varðst eftir í Keflavík en ég fór aftur vestur. Eftir að við stofn- uðum fjölskyldur, komuð þið oft vestur á Ísafjörð og við Jónatan og börnin heimsóttum ykkur til Keflavíkur þegar við vorum á ferð fyrir sunnan. Elsku Sigga systir mín, þú varst dugleg, blíðleg, hlý og góð kona. Þrátt fyrir áföll í lífinu stóðst þú þau af þér eins og klett- ur. Þú ert rík að eiga stóra fjöl- skyldu, sem nú mun sakna þín, en um leið mun minning um góða konu lifa. Guð blessi þig, elsku systir mín, ég þakka þér fyrir hvað þú varst góð systir og fyrir allar skemmtilegu stundirnar sem við áttum saman. Ég mun aldrei gleyma þér. Þín systir, Þóra. Nú er komið að leiðarlokum hjá Sigríði föðursystur minni. Hún var með stórt hjarta og fal- lega sál. Hún var ein af þeim sem mótuðu bernsku mína og er mér minnisstæð frá uppvaxtarárun- um. Sigríður Þórdís, eða Sigga eins og hún var alltaf kölluð, var yndisleg kona og stálminnug. Þegar við pabbi minnumst henn- ar segir hann mér meðal annars sögu af því þegar Sigga var hjá Þorsteini bróður afa í Vogum, þá sex ára gömul. Þorsteini og fjöl- skyldu hans fannst hún einstak- lega skemmtilegt og glaðlegt barn með sérlega fallegt bros. Hún kunnu heil býsn af vísum sem hún söng óspart fyrir fjöl- skylduna, þeim til mikillar ánægju. Hún sótti nám við barnaskól- ann í Hnífsdal, henni sóttist allt nám vel enda samviskusöm og dugleg. Sem unglingur vann hún mikið eins og þá tíðkaðist og var hún í kaupavinnu meðal annars hjá Jóni Jakobssyni á Miðhúsum árið 1944, fimmtán ára gömul. Faðir Siggu, afi minn, fæddist á Miðhúsum og liggja ræturnar þar. Hún tók bróður sinn, pabba minn, sex ára með sér. Þau systk- ini fóru með Fagranesinu inn í Djúp og passaði hún vel upp á litla bróður. Þá bjó þar systir afa, Þorgerður, sem pabbi hændist mjög að. Hann man eftir að hafa verið að hjálpa Þorgerði að þurrka mó sem notaður var til eldiviðar. Seinna vann Sigga einnig hjá Jóni í Skálavík í Mjóa- firði við Ísafjarðardjúp. Sigga fór í vist til Reykjavíkur 17 ára gömul og kom heim aftur ári seinna, þá barnshafandi. Hún eignaðist kærkominn son árið 1946 sem allir elskuðu á heim- ilinu. Hún vann í kaupavinnu á sumrin og í frystihúsinu á vet- urna. Þannig safnaði hún pening- um fyrir húsmæðraskólanámi sem hún fór í með Þóru systur sinni veturinn 1951-52 að Löngu- mýri í Skagafirði. Þar lærði hún nytsamleg húsmóðurstörf enda var hún frábær húsmóðir alla tíð. Árið 1953 fór Sigga suður til Keflavíkur. Hún vann á Vatns- nesbarnum þar til hún kynntist eiginmanni sínum Garðari Magn- ússyni, miklum öndvegismanni úr Höfnum á Reykjanesi. Hann hafði þá byggt með föður sínum tveggja hæða hús við Faxabraut 11 í Keflavík. Þar bjó Sigga alla tíð. Það var gott að koma í heim- sókn til Siggu frænku. Alltaf var tekið á móti okkur með kostum og kynjum, en umfram allt hlýju. Hláturmild var hún og glaðsinna og tryggur vinur fram á síðasta dag. Hún mundi flesta ef ekki alla afmælisdaga í stórfjölskyldunni. Sigga átti yndislegt heimili sem hún sá um af einstakri natni. En umfram allt var hún ástrík og yndisleg móðir. Hún ljómaði allt- af mest í kringum fólkið sitt og sú birta kom djúpt innan frá. Um- hyggjusöm og skyldurækin var hún við sitt fólk. Hún bar hag okkar og fjölskyldu sinnar ætíð fyrir brjósti. Frænka mín sóttist ekki eftir metorðum né upphefð en gladdist yfir velunnu verki. Hún varð aldrei upptekin af sjálfri sér og einmitt sú lífsafstaða gerir hana svo eftirminnilega. Hún kvaddi þennan heim 13. febrúar síðast- liðinn í faðmi þeirra sem voru henni kærastir. Nú við þáttaskil kveð ég kæra frænku með söknuði, virðingu og þökk. Í minningunni verður hún ævinlega sveipuð sólskini. Júlíana Sigurveig Guðjónsdóttir. Sigríður Þórdís Benediktsdóttir Hjartkær maðurinn minn og besti vinur, GUÐJÓN Ó. ÁSGRÍMSSON, fyrrverandi skrifstofustjóri í Ræsi, Háagerði 85, Reykjavík, lést á hjúkrunarheimilinu Mörk mánudaginn 16. febrúar. Útförin fer fram frá Kópavogskirkju föstudaginn 27. febrúar kl. 13. . Svanlaug Magnúsdóttir. Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, SVEINBJÖRN F. ÁRNASON bóndi Kálfsá í Ólafsfirði, lést á dvalarheimilinu Hornbrekku föstudaginn 13. febrúar. Útför hans fer fram frá Ólafsfjarðarkirkju laugardaginn 21. febrúar kl. 14. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Parkinsonsamtökin. . Ragna Björgvinsdóttir, Björgvin Sveinbjörnsson, Sigrún Gunnlaugsdóttir, Árni Sveinbjörnsson, Elín Björnsdóttir, Sveinbjörn Þ. Sveinbjörnsson, Stefanía Ó. Sveinbjörnsdóttir, Sigfús Guttormsson, Hallfríður Sveinbjörnsdóttir, Guðrún B. Sveinbjörnsdóttir, Stian Ersland, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.