Morgunblaðið - 20.02.2015, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 20.02.2015, Blaðsíða 36
36 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. FEBRÚAR 2015 ✝ Adda GerðurÁrnadóttir fæddist í Reykjavík hinn 1. desember 1942. Hún lést á líknardeild Land- spítalans eftir erfið veikindi 13. febrúar 2015. Faðir Öddu var Árni Guðmundsson, bílstjóri frá Kambi í Holtum, f. 26.3. 1900, d. 18.10. 1987. Árni var starfsmaður Olíuverslunar Ís- lands og var sæmdur gullmerki félagsins. Hann var heiðursfélagi Þróttar, félags vörubílstjóra. Móðir Öddu var Valgerður Bjarnadóttir frá Hellukoti á Stokkseyri, húsmóðir og sauma- kona, f. 4.7. 1899, d. 3.9. 1973. Systkini Öddu eru: Guðrún, f. 23.8. 1924, d. 7.6. 1999, gift Alfreð Guðmundssyni, f. 7.7. 1918, d. 25.9. 1996. Guðfinna, f. 2.9. 1926, d. 12.8. 2005, gift Atla Erni Jen- sen, f. 31.3. 1925, d. 30.11. 2009. Guðmundur, f. 7.4. 1932, kvæntur Elínu Sæbjörnsdóttur, f. 17.3.1932. Ágústa Birna f. 13.7. 1941, gift Þorsteini Eggertssyni, f. 21.9. 1944. Adda giftist hinn 23.7. 1966 Berki Thoroddsen tannlækni, f. 30.1. 1942. For- eldrar Barkar voru: Birgir Thor- oddsen, skipstjóri hjá Eimskip, f. 10.10. 1911, d. 2.1. 1969 og bjuggu Adda og Börkur í Kaup- mannahöfn þar sem hún vann m.a. hjá Eimskip. Eftir heimkom- una helgaði hún sig heimili og börnum, en hóf svo nám við öld- ungadeild MH. Stúdent frá MH 1978 og handavinnukennarapróf frá KHÍ 1982. Hún lauk námi hjá Félagi íslenskra nuddara 1993 og fékk meistarabréf árið 1994. Adda lærði og stundaði nýjungar og óhefðbundnar aðferðir í nuddi, m.a. höfuðbeina- og spjald- hryggsjöfnun. Adda sinnti stjórn- ar- og nefndarstörfum í FÍN og var formaður 2001-2004. Árið 2014 var hún kosin heiðursfélagi Félags íslenskra heilsunuddara. Adda starfaði við heilsunudd og handavinnu. Höfuðbeina- og spjaldhryggsjöfnun, gagnaðist vel þegar foreldrar leituðu eftir aðstoð með óvær ungbörn eftir svefnlausar nætur. Adda hjálpaði heldri borgurum á Seltjarnarnesi við handavinnu árin 1982-1986. Adda prjónaði, málaði, skraut- skrifaði og óf. Hún vann við jurta- litun, hannaði nytjahluti úr ull, leðri og skinni og gerði gesta- bækur og möppur úr fiskroði. Hæstiréttur leitaði til Öddu til að hanna möppur úr fiskroði fyrir kjörbréf og skjöl vegna embætt- istöku forseta Íslands. Jafnframt sótti hún og hélt handverks- námskeið m.a. fyrir Hlutverka- setrið og tók þátt í sýningum hjá Handverki og hönnun, í Norræna húsinu og Árbæjarsafninu. Þar hlaut hún viðurkenningu fyrir frábært handbragð. Adda Gerður verður jarð- sungin frá Fríkirkjunni í Reykja- vík í dag, 20. febrúar 2015, kl. 11. Hrefna Gísladóttir Thoroddsen, hús- freyja í Reykjavík, f. 4.6. 1918, d. 13.5. 2000. Börn Öddu og Barkar eru: Birgir verkfræðingur, f. 10.8. 1967. Kvæntur Helgu Jónsdóttur, f. 18.12. 1967. Búsett í Stavanger. Börn þeirra eru Björk, f. 27.2. 1996, og Arn- ar, f. 2.5. 2000. Valgerður líffræð- ingur, f. 19.6. 1971. Gift Leif Holm-Andersen, f. 12.5. 1967. Bú- sett í Flórída. Sonur þeirra er Magnús Andreas, f. 8.5. 2011. Hrefna viðskiptafræðingur, f. 11.11. 1977. Gift Geir Ómarssyni, f. 20.2. 1975. Dætur þeirra eru Arna, f. 7.8. 2004, og Freyja, f. 11.5. 2007. Harpa viðskiptafræð- ingur, f. 5.7. 1979. Maki Pétur Hafsteinsson, f. 15.2.1979. Synir þeirra eru Hilmir, f. 16.1. 2006, og Emil, f. 17.6. 2009. Adda lauk prófi frá Kvenna- skólanum árið 1960. Hún gerðist AFS-skiptinemi í Bandaríkjunum og lauk prófi frá Mankato High School í Minnesota árið 1961. Ár- ið 1962 hélt hún til Noregs og lauk prófi frá handavinnudeild Möre Folkehögskole 1963. Eftir Noregsdvölina starfaði Adda hjá Landsbanka Íslands og svo hjá Flugleiðum. Árin 1966-1969 Elsku tengdamamma. Það er erfitt að hugsa til þess að fallega brosið þitt og þinn breiði faðmur taki ekki á móti okkur þegar við eigum eftir að koma á Fálkagötuna. Ég hefði ekki getað verið lánsamari með tengdaforeldra og fyrir mér hafið þið Börkur verið mér eins og for- eldrar, enda vorum við Birgir að- eins 16 ára þegar við byrjuðum að vera saman. Fyrir mér varst þú meira en tengdamóðir. Ég leit alltaf á þig sem mína aðra móður og verð ævinlega þakklát fyrir að hafa átt þig að. Þú ert sú jákvæð- asta og ein yfirvegaðasta mann- eskja sem ég hef nokkru sinni kynnst og það var alltaf gott að leita til þín og vera í kringum þig enda áttum við margt sameigin- legt. Mér er mjög minnisstætt þeg- ar ég var í barneignarleyfi með Arnar, að þá eyddum við ófáum stundum hjá þér þar sem við horfðum á Bold and the beautiful og Nágranna, prjónuðum og spjölluðum um margt sem við átt- um sameiginlegt eins og nudd, heilsu og ýmislegt tengt því. Það voru líka ófá samtölin á nudd- bekknum þar sem við fórum dýpra í málin og þú náðir að hjálpa mér að vinna úr mörgum af mínum flækjum. Margar af bestu minningunum eru frá ferðum þar sem öll fjöl- skyldan hefur verið saman eins og þegar þið heimsóttuð okkur í Ari- zona og Kaliforníu ásamt nokkr- um ferðum til Flórída. En upp úr stendur ferðin fyrir rúmum tveimur árum síðan þar sem við komum þér á óvart í Kaupmanna- höfn og fögnuðum með þér 70 ára afmæli þínu ásamt ferðinni sem við fjölskyldan fórum með ykkur Berki í til Spánar í haust og þið voruð hjá okkur í Noregi í nokkra daga á eftir. Það er ómetanlegt fyrir okkur fjölskylduna þar sem við höfum verið búsett í Noregi síðustu ár og ekki átt eins margar samverustundir með ykkur og við hefðum viljað. Minningin um fallega, skemmtilega og hjartahlýja móð- ur stendur upp úr en ég veit að þér líður vel með öllum englunum þínum núna. Þín tengdadóttir, Helga Jónsdóttir. Elsku besta amma mín. Mig langar til að skrifa um nokkrar af þeim góðu minningum sem ég á um þig. Áður en við fjölskyldan fluttum út til Noregs var ég alltaf hjá ykk- ur í heimsókn og gisti hjá ykkur, oft margar helgar í röð. Afi keypti alltaf ís handa mér sem ég fékk á kvöldin og um morguninn þegar ég vaknaði var hann alltaf búin að fara út í bakarí. Það fyrsta sem ég gerði á morgnanna var að horfa með þér á þína uppáhaldsþætti, Bold and the Beautiful og Neighbours. Einn morguninn fór ég líka með þér eldsnemma í sund og fékk að heilsa upp á alla vini þína í lauginni. Þú kenndir mér líka að prjóna og sauma. Þú kenndir mér svo vel að ég hlaut handavinnuverðlaun á útskriftinni úr Mýrarhúsaskóla. Þegar ég var komin í Való saumuðum við sam- an kjól á mig fyrir síðasta ballið mitt. Ég er svo þakklát fyrir allt sem þú hefur kennt mér og gert fyrir mig, og saumavélina sem þú gafst mér í fermingagjöf. Ég mun alltaf hugsa um þig þegar ég nota hana. Eftir að ég flutti til Noregs fékk ég ekki að sjá þig jafn oft, og það var stundum erfitt. Það hefur alltaf verið svo gaman að koma til landsins og fá að hitta þig. Þú hef- ur líka verið dugleg að ferðast og koma í heimsókn til okkar, og far- ið með okkur í ferðalög. Ég gleymi aldrei hversu hissa þú varst þegar við fjölskyldan plön- uðum óvissuferð á 70 ára afmæl- isdaginn þinn til Kaupmannahafn- ar. Það var æðisleg og ógleymanleg helgi. Mér fannst líka æðislega gaman að þið afi komuð með okkur fjölskyldunni til Spánar í haust. Þú varst svo dugleg og það var svo gaman að spjalla við þig á meðan ég keyrði þig um í hjólastólnum. Mér fannst alltaf svo sætt hvað þér fannst gaman að því að ég var líka að fara sem skiptinemi til Bandaríkjanna, alveg eins og þú. Áður en ég fór, vorum við alltaf að tala um þetta, og þú sagðir mér frá þínu ári í Minnesota. Þér fannst svo gaman að deila þínum sögum og það var svo gaman að heyra þær. Ég hugsaði mikið til þín á meðan ég var skiptinemi, og sagði vinum mínum og öðru fólki sem ég kynntist, að amma mín hefði líka farið sem skiptinemi til Bandaríkjanna. Allan þann tíma sem ég hef bú- ið í Noregi hef ég saknað þín, en ég finn nú að söknuðurinn er mun sterkari og meiri. Mér finnst svo erfitt að þú sért farin frá mér. Ég mun sakna þín svo sárt. Ég er svo þakklát fyrir allar fallegu minn- ingarnar okkar saman, og þeim mun ég aldrei gleyma. Við töluð- um saman í símann í síðustu viku, og þú varst að tala um óvissuferð- ina sem þú varst að fara í. Ég veit að þú ert á góðum stað núna og að Guð muni fylgja þér alla leið í óvissuferðinni þinni. Ég elska þig, elsku amma mín, og mun alltaf gera. Ég hlakka til að hitta þig aftur einn daginn, og fara með þér í óvissuferð. Þitt barnabarn, Björk Thoroddsen. Fallin er frá elskuleg systir mín yngst okkar fimm systkina. Eldri systur tvær eru einnig látnar. Adda Gerður hefur nú í hálft ann- að ár barist við illvígan sjúkdóm. Þetta hefur verið erfiður tími fyrir fjölskyldu og vini en Adda var ávallt bjartsýn og sýndi hún ótrú- legan vilja, hún ætlaði ekki að gef- ast upp. Mér er efst í huga nú þegar ég skrifa þessar fátæklegu línur að þakka öllu því góða fólki sem létti Öddu lífið þennan erfiða tíma; starfsfólki á stofnunum, heima- hjúkrun og svo auðvitað fjöl- skyldu og vinum. Eldri systir Ágústa Birna á að öllum öðrum ólöstuðum sérstakar þakkir skild- ar. Aðeins eitt og hálft ár var þeirra á milli og ég man í gamla daga var vart minnst á Öddu að nafn Gústu fylgdi ekki með. Minningarnar sækja á, við vor- um fimm systkinin og ólumst upp af ástríkum foreldrum sem höfðu mikinn metnað við uppeldi barna sinna, óskuðu þeim þeirrar menntunar sem þau fóru á mis við á sínum uppvaxtarárum. Adda var yngst og sótti hún sér mennt- un víða bæði hér og erlendis. Oft var það að systur mínar öfunduðu mig vegna þeirrar stöðu minnar að ég var strákur, ég mátti t.d. vera lengur úti á kvöldin og nota bílinn. Það vakti því undrun þegar pabbi, eldheitur sósíalisti, sam- þykkti að Adda færi til Ameríku sem AFS-nemi. Fór hún til Man- kató, Minnesota. Eignaðist Adda þar aðra fjöl- skyldu sem enn er í góðu sam- bandi við okkar fjölskyldu. Minn- ist ég sérstaklega hve vel hún bjó sig undir ferðina vestur, tók hún með sér mikið safn litskyggna af landinu okkar, myndir sem ég hafði tekið á ferðum mínum um landið. Sýndi hún þetta á kynn- ingarfundum vestra við góðar undirtektir. Var hún stolt af land- inu sínu og góður fulltrúi þess. Þessi ferð var mjög þroskandi og þarna eignaðist hún fjölda vina frá hinum ýmsu löndum. Hélt hún ótrúlega vel utan um þessa vini sína. Foreldrum okkar fannst dvöl hennar löng eins og eftir- farandi vísa úr ljóðabréfi frá föður okkar til Öddu ber með sér. Við hlökkum til í sumar að sjá þig aftur Adda því öllum finnst að dvölin þín sé orðin meira en nóg og þú verðir búin að fá þig fullvel sadda af fótbolta og ræðuhöldum vestur í Mankató. Adda var mjög hæfileikarík og fór henni allt vel úr hendi, góð mamma, amma og eiginkona. Listfengi hennar sést víða í verk- um hennar, vefnaði, saumaskap, málun og ekki hvað síst í skraut- skrift og í vinnu með fiskroð. Bjó hún til hina fegurstu gripi úr því. Adda Gerður var mjög andlega sinnuð og áreiðanlega vel und- irbúin fyrir för sína til ljóssins heima. Skilur hún eftir sig ljúfar minningar og er sárt saknað. Ég og fjölskylda mín vottum Berki og fjölskyldu hans okkar dýpstu samúð. Guð blessi minn- ingu Öddu Gerðar. Guðmundur Árnason. Kær og mæt kona, Adda Gerð- ur, er fallin frá. Kynni okkar hóf- ust fyrir rúmum 30 árum þegar við Guðmundur ásamt börnunum okkar fluttum á Sæbraut 3, Sel- tjarnarnesi. Nokkru vestar, á Sæ- braut 13, bjuggu Adda og Börkur með sína stóru fjölskyldu. Gagn- kvæmur vinskapur skapaðist á milli heimilanna í gegnum vináttu yngstu stelpnanna okkar. „Sæ- brautarsysturnar“, sex að tölu, frá Sæbraut númer 3, 9 og 13 voru allar á svipuðum aldri og bundust órjúfandi vinaböndum. Frá fyrstu stundu urðu þær samstiga, bæði í skóla, leik og frístundum. Stund- um var öllum stelpunum troðið inn í stóra jeppann hans Guð- mundar og brunað norður til Hindisvíkur. Sveitadvöl fékkst fyrir systra- hópinn tvö sumur í röð þar sem þær gösluðust um innan um hesta, kálfa og heimalninga. Sam- an fóru þær á hestanámskeið og stunduðu fimleika að ógleymdum skíðanámskeiðum sem við Adda sendum þær á. Með samlokur og heitt kakó var haldið af stað í Blá- fjöll eða Skálafell. Við nutum úti- verunnar og horfðum á dæturnar í skíðabrekkunum verða styrkari og betri með hverjum deginum. Við Adda ákváðum að verða ekki eftirbátar dætranna og skráðum okkur í skíðakennslu í Skálafelli 45 og 46 ára gamlar. Við vorum látnar byrja afar rólega á jafnsléttu þar sem barnatoglyftan var. Ungur skíðakennari, fullur bjartsýni, tók að sér kennsluna. Eftir margar tilraunir tókst okkur að standa uppréttar á skíðunum. Erfiðast var að hemja okkur í smáhalla því þá gátum við ekki stoppað okkur. Eftir miklar vangaveltur kennarans ákvað hann að láta á það reyna hvort við kæmumst mögulega upp í skíða- brekkuna, þar sem hann ætlaði að taka á móti okkur. Við vorum komnar með númer á bak og brjóst, eins og sannir keppendur! Okkur var uppálagt að taka „hægu“ lyftuna upp. Við vorum hvor annarri mikill styrkur. Adda fór á undan – og alla leið upp á topp en ég hneig niður í miðri brekkunni. Skíðakennarinn reyndi á fullu að passa okkur báð- ar og vera á tveimur stöðum í einu. Þar sem ég sat eins og klessa horfði ég með skelfingu niður brekkuna og skimaði upp fjallið eftir Öddu. Skyndilega birt- ist Adda svífandi, skíðandi á mikl- um hraða í átt til mín. Reyndar hélt skíðakennarinn utan um Öddu og stýrði henni niður á jafn- sléttu. Skömmu síðar sótti hann mig og skíðaði einnig með mig niður. Skíðakennarinn horfði dá- lítið flóttalegur á okkur, hóstaði kurteislega og kvaddi án margra orða. Við skildum hann vel. Okkur var sama, það var svo gott að gráta af hlátri. Við áttum eftir að fara margar skíðaferðirnar saman eftir þessa frumraun. Adda var listræn og leitaði eftir því sem var gefandi og uppbyggj- andi í lífinu. Hún hafði afskaplega góða nærveru og öllum leið vel í návist hennar. Ég þakka Öddu allar góðu stundirnar – frá gömlu dögunum. Elsku Börkur, Birgir, Vala, Hrefna, Harpa og fjölskylda. Samúðar- og vinakveðjur, Guðrún Sverrisdóttir, Ragnheiður, Erna, Sólveig og Rúna Guðmundsdætur. Eitt sinn skal hver deyja. Stundum virðist sem okkur sé út- deilt ákveðnu númeri og við síðan kölluð inn, eitt af öðru. Enginn veit þó hvenær kallið kemur. Eftir því sem aldur færist yfir og við fylgjumst með samferðafólki hverfa á braut virðist þetta æ skýrara. Adda Gerður, þessi hrausta og atorkusama kona fékk kallið fyrir hálfu öðru ári til að berjast við óvæginn sjúkdóm. Baráttan hefur verið hörð en dugnaður og bjartsýni Öddu aðdáunarverð. Sífellt að leggja drög að því sem gera skyldi þegar hún yrði hressari. Nú er því lokið, en hvatningin til allra sem til hennar þekktu einstök. Vináttu Öddu Gerðar hef ég notið í rúm 30 ár, en við kynntumst í handa- vinnudeild Kennaraskólans. Árin á eftir unnum við mikið saman að handverki, bæði við kennslu og útfærslu á eigin hugmyndum í prjóni og saumi. Adda var ótrú- lega útsjónarsöm, hugmyndarík og jafnan með lausnir á taktein- um. Gæsku Öddu voru engin tak- mörk sett og hún var einfaldlega einhver besta og hreinlyndasta manneskja sem ég hef kynnst, enda vinsæl og vinmörg. Missir aðstandenda og allra sem áttu hana að vini er mikill. Ég er þakk- lát fyrir vináttu og samfylgdina við Öddu. Góða ferð inn í ljósið. Berki, fjölskyldu og vandamönn- um votta ég mína dýpstu samúð. Ingibjörg Sigurðardóttir. Þótt dauðinn sé staðreynd vek- ur koma hans ætíð sorg og sökn- uð. Við stöndum ráðþrota gagn- vart hinu óræða afli og leitum huggunar í minningum um hinn látna. Fráfall Öddu vinkonu okkar er engin undantekning þessa. Hrifin burt frá fjölskyldu og ástvinum sínum en það er huggun harmi gegn að allar minningar um þessa góð konu eru svo fallegar og bros- legar að hvergi ber skugga á. Adda var listfeng og hug- myndarík. Málaði fallegar mynd- ir, var duglega að fara á námskeið og afla sér þekkingar á hinum ýmsu sviðum. Hún hafði mjög fal- lega rithönd og vann mikið úr fiskroði og leðri. Hún var mikil prjónakona og hannaði margar fallegar flíkur. Hlutir hennar vöktu athygli og var hún m.a. fengin til að hanna möppur sem notaðar voru þegar forsetaeiður- inn var endurnýjaður. Hún var skapandi í verkum sínum og fór ekki hefðbundnar leiðir. Henni féll sjaldan verk úr hendi. Adda hafði þrátt fyrir annríki á stóru heimili og fjölþætt áhuga- mál alltaf tíma fyrir þá sem leit- uðu til hennar. Andleg fræði voru henni hug- leikin og reyndust henni, fjöl- skyldu og vinum styrkur í hennar erfiðu veikindum. Alltaf sama glaðlega viðmótið á hverju sem gekk. Þegar Adda hætti að geta unn- ið með höndunum vegna veikind- anna þá lét hún setja hugsanir sínar á spjöld sem voru útbúin eins og spilastokkur og nefndi Lífsins saft. Þema kortanna eru jákvæðar staðhæfingar og geta hjálpað manni að skoða sjálfan sig betur. Þessi lífsspeki hennar á eft- ir að fylgja okkur vinkonunum um ókomin ár. Margs er að minnast frá liðnum árum. Á unglingsárunum var Adda Gerður Árnadóttir HINSTA KVEÐJA Við getum ei breytt því sem frelsarinn hefur að segja. Um hver fær að lifa og hver á svo næstur að deyja. Þau örlög sem við höfum hlotið, það verður að skilja. Svo auðmjúk og hljóð við lútum að frelsarans vilja Þó sorgin sé sár, og erfitt er við hana að una, við verðum að skilja, og alltaf við verðum að muna, að Guð hann er góður, og veit hvað er best fyrir sína. Því treysti ég nú, að hann geymi vel sálina þína. (Bryndís Halldóra Jónsdóttir) Bryndís Hannah. Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegrar systur okkar, mágkonu og frænku, ÞÓRDÍSAR K. GUÐMUNDSDÓTTUR. . Inga K. Guðmundsdóttir, Bjarni Guðmundsson, Pálmar Guðmundsson, E. Rannveig Gunnlaugsdóttir, systkinabörn og aðrir aðstandendur. Alúðar þakkir færum við þeim sem sýndu okkur hlýhug og samúð við andlát og útför ástkærrar eiginkonu, móður, tengdamóður, ömmu og langömmu, SIGRÚNAR THEÓDÓRSDÓTTUR, Hraunvangi 1, Hafnarfirði. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki á B2 á Hrafnistu Hafnarfirði fyrir einstaka umönnun á liðnum árum. . Birgir H. Erlendsson, Arndís Birgisdóttir, Kristján Haraldsson, Erlendur Þ. Birgisson, Hallur Birgisson, Kristín Dóra Karlsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.