Morgunblaðið - 20.02.2015, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 20.02.2015, Blaðsíða 40
40 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. FEBRÚAR 2015 Hjólbarðar Matador heilsárs- og vetrardekk Tilboð 235/65 R 17 kr. 31.280 235/60 R 18 kr. 32.215 255/55 R 18 kr. 33.915 255/50 R 19 kr. 38.845 275/40 R 20 kr. 49.900 Framleidd af Continental Matador Rubber í Slóvakíu Kaldasel ehf. dekkjaverkstæði Dalvegi 16b, 201 Kópavogur. S. 544-4333. Húsviðhald Húsaviðhald o.fl. Tek að mér ýmis verkefni Uppl. í síma 847 8704 manninn@hotmail.com                     Hljóðfæri Smáauglýsingar mbl.is alltaf - allstaðar Þegar ég hugsa um ömmu mína, hana Ingu Valfríði Einarsdóttur, eða „Snúllu“ eins og hún var alltaf kölluð, þá eru flestar minningarn- ar tengdar heimili hennar og afa í Hábergi og eins sumarbústaðn- um uppi í Miðdal og oftar en ekki Inga Valfríður Einarsdóttir ✝ Inga ValfríðurEinarsdóttir, Snúlla, fæddist 10. nóvember 1918. Hún lést 6. febrúar 2015. Snúlla var jarðsungin 17. febr- úar 2015. voru hestar í kring- um þau. Í Háberg- inu var alltaf til kex í sérstöku brauðboxi sem var í eldhúsinu sem maður laumað- ist alltaf í, með hennar leyfi að sjálf- sögðu … Þegar maður kom í heim- sókn hvort sem það var bara venjuleg heimsókn eða veisla þá heillaði brauðboxið oft meira en kræsingarnar sem voru á borðum. Sumarbústaðurinn var sælu- reitur þeirra ömmu og afa og naut hún þess að fara þangað þegar færi gafst enda stutt að fara úr borginni. Uppi í bústað hafði amma alltaf miklar gætur á því þegar hann var yfirgefinn að gervihöndin stæði alltaf aðeins uppúr teppinu á beddanum, þannig að það liti alltaf út fyrir að það væri einhver sofandi í bú- staðnum. Þetta var hennar þjófa- vörn sem greinilega hefur virkað ágætlega því ég minnist ekki inn- brota þar. Sú hefð var á að amma kom alltaf um jólin til foreldra minna og gerði hún það alveg fram undir það síðasta. Í þessum jólaboðum kom það manni oft á óvart hversu ótrúlega vel hún fylgdist með þjóðmálunum og vitnaði hún þá gjarnan í fréttir sem bara koma fram í blöðum á borð við „Séð og heyrt“ sem manni fannst nú e.t.v. ekki vera týpískt blað fyrir konu á hennar aldri að lesa. Einnig hafði hún sterkar skoðanir á mönnum og málefnum og komst oft mjög skemmtilega að orði þegar hún var að lýsa skoðunum sínum og ekki var óalgengt að eitt eða tvö blótsyrði fylgdu með til áherslu- auka. Amma var ákveðin kona og mátti sjaldnast vera að því að bíða eftir svona smáatriðum eins og að fá svar við spurningum sínum um daglegt amstur hjá manni og svaraði spurningunni bara sjálf til að flýta fyrir. Eitthvað á þessa leið gat slíkt samtal hljómað hjá henni: „Hvað segir þú gott? Segir þú ekki allt ágætt? Jú, jú, jú.“ Amma var mikil hestakona og fór á bak á blíðum sumardögum fram á háan aldur og ég geri ráð fyrir því að hún sé núna komin í reiðtúr með afa og að þau séu á sitt hvorum gráa gæðingnum. Hvíldu í friði, elsku amma Snúlla, og ég bið að heilsa afa. Erling Valur. Samferðamennirnir hverfa okkur hver á fætur öðrum, og hver þegar hans tími er kominn. Frændur, vinir, gamlir grannar. Allir verða að lúta sama lögmál- inu. Tíminn eirir engu. Nú síðast er það frændi minn og vinur, Gunnar Sigurðsson frá Ljótsstöðum í Vopnafirði, sem yf- irgefur þetta undarlega leiksvið, sem við köllum mannlíf. Við fæddumst og ólumst upp í sama dalnum heima. Nokkurn veginn „í miðjum dal“, eins og þar stendur. Aðeins sjö kílómetrar eru á milli bæjanna okkar og þrír aðrir bæir á milli, tveir vestan ár og einn austan hennar. Það kom því af sjálfu sér að kynni voru mikil, enda gott í frændsemi. Seinna komu aðrir tímar. For- eldrar mínir neyddust til að bregða búi og við fluttumst út í kauptúnið, en Gunnar kvæntist, byggði sér gott steinhús á Ljóts- stöðum, bjó þar lengi og var góð- ur bóndi, hagsýnn og duglegur. Þó kom þar um síðir að hann hætti búskap og fluttist hingað „suður“, eins og við kölluðum það jafnan. Nú gerðist hann starfs- maður Áburðarverksmiðju ríkis- ins og vann þar unz hann missti sjónina í hastarlegu vinnuslysi. Það var okkur frændum hans og vinum mikið áfall, en sjálfur tók hann þessu með því fádæma æðruleysi sem honum var gefið umfram flesta aðra menn. Nú tók við löng og erfið barátta við að endurheimta einhverja sjón á ný, og fór hann m.a. til Noregs í því skyni. Árangurinn varð sá, að hann hafði lengi dálitla sjón á hægra auganu, en enga á því vinstra. Og aðdáanlegt var að sjá hvernig honum tókst að nýta sér þessa litlu sjón sem hann hafði öðlazt. Þó héldu örlögin áfram að leika hann grátt. Næst var ráðizt á heila hans með þeim afleiðingum Gunnar Sigurðsson ✝ Gunnar Sig-urðsson fædd- ist á Ljótsstöðum í Vopnafirði 1. jan- úar 1924. Hann lést á hjúkrunarheim- ilinu Mörk 9. febr- úar 2015. Eftirlifandi eig- inkona hans er Ragnhildur Gunn- arsdóttir frá Tungu í Fáskrúðsfirði. Þau eignuðust eina dóttur, Önnu Sólveigu. Útför hans er gerð frá Lang- holtskirkju í dag, 20. febrúar 2015, og hefst athöfnin kl. 13. að mál hans skertist verulega, en skiln- ingi og viti sínu hélt hann óskertu til hinztu stundar. Það kom því nokkuð af sjálfu sér að við frændur ætt- um æ erfiðara um „tjáskipti“, eins og það er víst kallað. Hann með sitt skerta mál og ég með minn gamla vanda, slaka heyrn. En ekki dofnaði vinátta okkar við það, nema síður væri. Og nú er þessu öllu lokið. Ég þakka frænda mínum og vini langa og góða samfylgd og óska honum velfarnaðar á nýjum leið- um. Valgeir Sigurðsson. Við minnumst kærleikans, tíðra heimsókna fólksins á milli bæja. Tíðra heimsókna systranna til „bónda“ í mjaltir að morgni, HALF and HALF-bréfsins í brjóstvasanum sem geymdi allt annað en tóbak. Morgunkaffið með honum, Rænku, Önnu Sól- veigu og Rúnu. Ristað brauð með hunangi. Við minnumst bjartra daga. Við minnumst þess að ung- ar systur skildu ekki af hverju fólk flutti burt, ekki fyrr en seinna þegar við fluttum einnig burt. Heimili Gunnars og Rænku í Reykjavík var félagsmiðstöð ferðalanga. Miðpunkturinn og sameiningarafl fyrir ættingja úr báðum þessum stóru fjölskyldum frá Vopnafirði og Fáskrúðsfirði. Rúna eða Guðrún Gunnarsdóttir sem hún hét, flutti að sjálfsögðu einnig með þeim suður, en hún var föðursystir Gunnars. Gunnar hafði alltaf tekið myndir og sá áhugi jókst til muna eftir að hann flutti suður. Hann eignaðist betri græjur, framkall- aði mikið og stækkaði ljósmyndir. Það varð honum því verulegt áfall þegar hann blindaðist í vinnuslysi fyrir mörgum áratugum. Lítils- háttar sjón fékk hann aftur á köflum og hann var óþreytandi að fara um með hvíta stafinn. Við minnumst manns sem hafði ríka seiglu til að bera. Far í friði, frændi. Innilegar samúðarkveðjur sendum við Ragnhildi, Önnu Sólveigu, Gunn- ari Þór og fjölskyldu, ásamt öðr- um ættingjum og vinum Gunn- ars. Margrét, Sigurborg og Sigrún Jóhannsdætur frá Ljótsstöðum II. Að morgni 26. janúar s.l. hringdi síminn heima á Laugarbakka og mér barst sú frétt að Stefán Einar frændi og nafni frá Mýrum í Hrútafirði væri látinn, hefði látist 25. janúar en hann var í fríi á Can- arí. Ég sat sem lamaður yfir þess- ari frétt. Hvernig má þetta vera, nýorðinn 57 ára? Nafni var svo hress og kátur þegar ég hitti hann og Ásu móðursystir heima á Mýr- um tveimur dögum áður en hann fór í ferðalagið út. Það er ekki spurt um aldur þegar tíminn er kominn, sem var alltof snemmt í hans tilfelli. Stefán unni sveit sinni en nú er skarð fyrir skildi, Stefáns verður sárt saknað heima á Mýrum þar sem ætíð voru næg Stefán Einar Böðvarsson ✝ Stefán EinarBöðvarsson fæddist í Reykjavík 14. janúar 1958. Hann lést 25. jan- úar 2015. Útför hans fór fram 14. febrúar 2015. verkefni fyrir vinnu- fúsar hendur. Stefán sat í hreppsnefnd og síðar til margra ára í sveitarstjórn Húna- þings vestra eftir sameiningu hreppa og verður hans saknað af þeim vett- vangi. Ég gæti hald- ið lengi áfram að rifja upp minningar um samveru okkar heima á Mýrum og seinna á lífs- leiðinni en læt hér staðar numið. Um leið og við kveðjum frábæran frænda og vin viljum við þakka allar góðar samverustundir. Vottum Ásu, Sigga, Ollu og börnum okkar dýpstu samúð og megi góður guð vera með ykkur. Stefán Ásgeirsson, Hlíf Geirsdóttir og börn. Það voru dapurleg tíðindi sem bárust í lok janúar, að Stefán á Mýrum væri fallinn frá. Stefán var stór partur af mínu lífi. Sem strákur leit ég mikið upp til þessa stóra, klára og skemmti- lega frænda míns. Okkar á milli var mikið bróðurþel sem styrktist með árunum. Hér á bæ var Stefán ýmist kall- aður höfðingi, snillingur eða mik- ill kappi og stóð hann fyllilega undir þeirri nafngift. Hann vílaði ekkert fyrir sér. Sá ekki vanda- mál heldur lausnir og hundleiðin- leg verk gerði hann skemmtileg með góðum sögum og stundum örlitlu Kúbu-rommi. Hann var víðsýnn, fróðleiksfús og þar af leiðandi hafsjór af fróðleik enda okkar besti maður í sveitarstjórn. Hann gerði sér aldrei mannamun og hafði sérlega gaman af að kynnast fólki. Var skemmtilega ræðinn og vel að sér í flestum mál- um. Við eigum margar góðar minn- ingar um samverustundirnar við eldhúsborðið á Söndum sem verða í heiðri hafðar. Þar voru málin rædd. Þegar húsmóðirin var komin með nóg af véla- og traktorsumræðu var róið á önnur mið.Þá færðist stundum meira fjör í leikinn. Einhverju sinni hvíslaði að okkur kennari að barn- ið okkar hefði komið illa sofið í skólann og þegar gengið var eftir ástæðu þess var svarið: Ég get bara ekki sofið fyrir hávaðanum í mömmu og Stefáni frænda þegar þau eru að rífast um pólitík. Á fyrstu búskaparárum okkar hjóna fékk Stefán það í gegn eftir smáþóf að eldhúsklukkan var færð af suðurvegg yfir á austur- vegg því þar hafði hún hangið í tíð Þorvarðar. En þegar hann fullyrti að allar húsmæður ættu að gegna nafngiftinni Grákolla, þá sló nýja húsmóðirin í borðið. Hann reyndi þetta reglulega um tíma, skríkti og hló og sýnu meira eftir því sem frúin varð and- snúnari. Hann gat verið meinstr- íðinn og sá oftar en ekki kómísku hliðar mannlífsins. Stefáni fannst afar vænt um fólkið sitt. Ætíð þegar talið barst að Ásu, Ingu og Stefáni, börnum þeirra Sigga og Ollu þá ljómaði hann og væntumþykjan var greinileg. Við eigum eftir að sakna þess að sjá grænan Landrover renna í hlað. Sögustundanna þar sem oftar en ekki var grátið úr hlátri og alls þess sem Stefán lagði til okkar litla samfélags. Við treyst- um því að Stína á Bessastöðum taki á móti honum með kakói, Kúbu-rommi, hlátri og gleði. Stefán var heill og sannur, vin- ur vina sinna og drengur góður. Blessuð sé minning hans. Heimilisfólkið Söndum. Gunnlaugur F. Guð- mundsson og Guðrún Hálfdánardóttir. Einn góðra vina minna á mennta- skólaárunum átti það til að segja mér frá henni Oddnýju frænku sinni. Vitnaði hann bæði til orða hennar og sagði jafnframt frá ýmsu því sem hún og maður hennar tækju sér fyrir hendur. Gætti Oddný Elísabet Thorsteinsson ✝ Oddný ElísabetThorsteinsson fæddist 15. ágúst 1922. Hún lést 4. febrúar 2015. Útför Oddnýjar fórr fram 17. febrúar 2015. jafnan mikillar hlýju og virðingar í þeirra garð í því sem hann sagði. Þessi gamli bekkj- arfélagi minn og vinur er löngu horfinn til feðra sinna og var sárt saknað af öllum þeim er hann þekktu. Hins vegar hög- uðu örlögin því þannig til að við Oddný Thorsteinsson tengdust síðar fjölskyldubönd- um. Er ég hitti Oddnýju fyrst fannst mér eins og ég hefði ævinlega þekkt hana. Var það bæði vegna lýsingar frænda hennar en ekki síður vegna þeirrar persónu er hún bar. Stendur Oddný mér fyrir hug- skotssjónum sem ein merkasta kona sem ég hef kynnst. Á langri og annasamri ævi kom hún víða við og lagði gjörva hönd á margt. Og öll sú reynsla sem hún aflaði sér varð ekki til einskis. Henni safnaði hún í sjóð reynslu og þekkingar sem hún nýtti til að bæta umhverfi sitt og til að fegra mannlífið. Mátti meðal annars sjá þessu stað í hinu fagra heimili er þau hjónin bjuggu sér og sonum sínum og ýmsu því er hún tók þátt í á hinum ytra vettvangi. Oddný leitaði hins fagra í lífinu. Og hún gerði sér grein fyrir því að fegurðin er alls ekki eingöngu falin í hinu ytra, hana er ekki síður að finna hið innra. Gilti það jafnt um hið efnislega sem hið andlega. Því var það, að um leið og hún lét sig varða jafnt gæði og glæsi- leika hið ytra, þá leitaði hún um leið hinna andlegu gilda og þeirra verðmæta er þau fela í sér. Þessa mátti sjá stað í því að hún var einlæg trúkona sem aldrei efaðist um sannindi kristinnar trúar. Var hún alla tíð traust og óbuguð í þeirri einlægu afstöðu sinni. Með sama hætti lét hún sig varða miklu uppruna sinn og ætterni. Hún var mjög ætt- rækin og lagði mikið upp úr þeim jarðvegi er hún var upp- runnin úr og þeim rótum er í þeirri jörðu stóðu. Hún vissi að það var rétt er skáldið sagði, „rótarslitinn visnar vísir þó vermist hann á hlýjum reit“. Hún vissi úr hvaða jarð- vegi hún var sprottin. Það var henni uppspretta að sjálfs- skilningi og innsæi sem var henni drýgst veganesti í þeim vandasömu störfum er hún gegndi á lífsleiðinni. Líf hennar var viðburðaríkt og margt varð til að gefa henni gleði og ánægju á langri leið. Ekki síst voru það barnabörn- in og svo barnabarnabörnin er glöddu hana. Góður vinur er nú genginn. Ég votta sonum hennar og fjölskyldum innilega samúð mína. Guð blessi minningu Oddnýjar Thorsteinsson. Valdimar Hreiðarsson. Hinn 17. febrúar sl. fór fram útför mætrar konu, Odd- nýjar, en hún var fyrir mér í senn góð vinkona og sem móð- ir þegar á þurfti að halda. Þegar ég var unglingur og kom fyrst á heimili Oddnýjar og Péturs móðurbróður í Blönduhlíðinni þá kynntist ég strax hinu einstaka hjartalagi Oddnýjar. Hún tók mig þá þegar upp á sína arma en hún reyndist mér alltaf vel og studdi við bakið á mér á marg- víslegan hátt. Fyrir það er ég innilega þakklát. Minningin um góða manneskju lifir áfram. Ég votta fjölskyldu Oddnýj- ar mína dýpstu samúð. Katrín Stella Briem. Að skrifa minningagrein Ekkert gjald er tekið fyrir birtingu minningagreina. Þær eru einnig birtar á www.mbl.is/minningar. Skilafrestur minningagreina er á hádegi tveimur virkum dögum fyrir útfarardag, en á föstudegi vegna greina til birtingar á mánudag og þriðjudag. Fjöldi greina í blaðinu á útfarardag ræðst af stærð blaðsins hverju sinni en leitast er við að birta allar greinar svo fljótt sem auðið er. Hámarkslengd minningagreina er 3.000 tölvuslög með bilum. Lengri greinar eru vistaðar á vefnum, þar sem þær eru öllum opnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.