Morgunblaðið - 20.02.2015, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 20.02.2015, Blaðsíða 42
42 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. FEBRÚAR 2015 Gautur Garðar Gunnlaugs-son er menntaður tón-menntakennari og hefur unnið í Tónastöðinni síðan 1995, eða í 20 ár. „Stærsta breytingin á þessum tíma er að stafræna tæknin er að verða einfaldari og orðið algengt að menn taki upp tónlist heima hjá sér. Netið hefur líka breytt miklu og aðgangur að efni orðinn auðveldari. Því hefur sala á nótum minnkað en það er enn talsverður erill í kringum þær því þetta er eina alvöru nótnabúðin og það verður að passa upp á að lagerinn sé góður. Fólk kemur hingað og grúskar í þeim, alveg eins og fólk gerir í bókabúðum. Svo halda akústík- hljóðfærin alltaf sínum sess, fólk kaupir sér ennþá píanó og gít- ara.“ Gautur er í Kammerkór Sel- tjarnarness og hefur verið í hon- um í tvö ár, en hann hefur sungið í kórum síðan hann var sextán ára, þ.á m. í Dómkórnum í tíu ár. Næsta verkefni kórsins er að taka þátt í hressilegri tónleikaveislu í Seltjarnarneskirkju 28. febrúar kl. 17. „Þarna hittast Kammerkór Seltjarnarneskirkju, Kór Neskirkju, Söngfjelagið, Dómkórinn og Söngsveitin Fílharmónía og flutt verða verk frá barokktímanum til dagsins í dag, íslensk verk í bland við verk frá Eistlandi, Svíþjóð, Japan og Bandaríkjunum. Hver kór syngur sér og síðan syngja allir fimm kórarnir saman í lokin. Auk tónlistarinnar er ég með mikinn áhuga á matargerð og því lenda viðskiptavinirnir oft í að þurfa að ræða við mig um ýmis matartengd atriði. Svo er ég farinn að lesa miklu meira en ég gerði hér áður fyrr, setti mér um áramót fyrir nokkru um að gera lestur að lífsstíl og var að enda við að klára Hundrað ára einsemd.“ Eiginkona Gauts er Sigríður Ása Sigurðardóttir tónmenntakenn- ari og börn þeirra eru Gunnhildur Mist 16 ára, Rannveig Gréta 10 ára og Anna Margrét Þrastardóttir 24 ára sem er fósturdóttir Gauts. Gautur á tvíburabróður, Jóhann Bjarka, sem fagnar því einn- ig sínu 45. aldursári í dag. „Í tilefni dagsins ætla ég að skella mér á Café Rosenberg í kvöld en þar á að flytja Hvíta albúmið í heild sinni en ég er mikill Bítla- aðdáandi.“ Gautur Gunnlaugsson er 45 ára í dag Trommarinn 2014 Feðginin Gautur og og Rannveig Gréta á trommu- og slagverkssýningu, en hún er að læra á trommur. Ætlar á Bítla- tónleika í kvöld Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson,Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Reykjavík Aron Heiðar fæddist 12. mars 2014. Hann vó 3.350 g og var 50 cm langur. Foreldrar hans eru Steinunn Ólafsdóttir og Björn Svavar Jónsson. Nýir borgarar Reykjanesbæ Ingimar Hrafn Grétars- son fæddist 3. mars 2014 kl. 9.05. Hann vó 3.795 g og var 52 cm langur. Foreldrar hans eru Ása Björg Ingimarsdóttir og Grétar Þór Þorsteinsson. S igrún Rósa fæddist í Reykjavík 20.2. 1965: „Það var nú hún amma mín, Helga Marín Níels- dóttir, sem tók á móti mér en hún var þjóðþekkt ljós- móðir og dugnaðarforkur, var m.a. einn af stofnendum Fæðingarheim- ilisins við Eiríksgötu. Fyrstu árin mín áttum við heima í Hvassaleitinu en síðan fluttum við í Garðabæinn árið 1974. Það var nú bara þorp í sveit á þessum árum og því mikil paradís fyrir okkur krakkana sem gátum hlaupið þar og leikið okkur um holt og móa. Foreldrar mínir áttu og ráku gleraugnaverslunina Linsuna og ég var ekki nema níu ára þegar ég byrjaði að sendast þar og þrífa glugga. Þetta var mikið ábyrgðar- starf sem ég tók mjög alvarlega. Ég vann öll sumur í Linsunni að einu sumri undanskildu þegar ákveðið var að senda mig í sveit, ásamt frænku minni, en þá vorum við 13 ára. Við fórum til hinna landsþekktu bræðra, Filippusar og Eyjólfs á Núpsstað í Skaftárhreppi. Þar var ekkert heitt vatn en bæjarlækur- inn notaður til baðferða. Við vorum látnar smala á jeppa og ekkert ver- ið að hafa áhyggjur af því að við værum nokkuð langt frá bílprófs- aldrinum. Á æskuárunum fór ég svo í úti- legur upp á hálendið á hverju sumri, ásamt föðurfjölskyldu minni. Það leið varla sú helgi yfir sumartímann að ekki væri farið á fjöll með „Vaðfuglunum“ en það kallar þessi ferðahópur sig.“ Sigrún var í Flataskóla og Garðaskóla, stundaði nám við Fjöl- brautaskóla Garðabæjar og var í fyrsta nemendahópnum sem út- skrifaðist þaðan af málabraut árið 1983. Hún stundaði nám í þýsku við HÍ og 1985 flutti hún til Bam- berg í Þýskalandi og stundaði nám í þýskum bókmenntum og málvís- indum við Universitat Bamberg til 1989. Að loknum námsárunum í Þýskalandi ákvað Sigrún að vinna tímabundið í Linsunni en hefur Sigrún Rósa Bergsteinsdóttir, kaupkona í Linsunni – 50 ára Skál fyrir íslenskri náttúru! Vaðfuglarnir á ferð á Fellsströnd. Birgir við borðsendann og Sigrún næst til vinstri. Ílengdist óvart í fyrir- tæki foreldra sinna Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum. Börn og brúðhjón Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is Áratuga reynsla og framúrskarandi þjónusta Stórhöfða 37 | 110 Reykjavík | Sími 586 1900 | framrudur@simnet.is | bilrudur.is Opið: 8 :00 - 18 :00 mánud .– fimm tud., 8:00 - 1 7:00 fö stud, bílalakk frá þýska fyrirtækinu Ekki bara fyrir fagmenn líka fyrir þig Eigum einnig sprautukönnur, réttingahamra, einnota hanska og pensla. HÁGÆÐA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.