Morgunblaðið - 20.02.2015, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 20.02.2015, Blaðsíða 43
starfað þar síðan, í 26 ár, og rekur nú verslunina ásamt eiginmanni sínum. Alvöru skíða- og ferðakona Og áhugamálin, Sigrún? „Ég veit að það er ekkert frum- legt að segja að áhugamálin snúist um ferðalög, innanlands sem utan, skíði, gönguferðir og útivist. En það er samt alveg satt. Foreldrar okkar voru mjög dugleg að ferðast með okkur systurnar og oft með ömmu í farteskinu. Ég hef komið til allra landanna á Norðurlöndum, flestra annarra Evrópuríkja, Dubai og ferðast víða um Bandaríkin og Kanada. Ég fer oft í vinnuferðir og frí til Frakklands og við höfum farið mikið á skíði til Ítalíu, Austurríkis og Sviss. En við hjónin erum líka dugleg að fara á skíði hér uppi í Bláfjöllum þegar þar er færi og í Hlíðarfjall á Akureyri. Þá hafa göngu- og útileguferðir hér innanlands verið stór hluti af lífi mínu frá því ég var barn. Ég fer enn a.m.k. tvisvar á sumri með „Vaðfuglunum“ sem er áratuga gamall ferðahópur innan föðurfjöl- skyldunnar. Þar er alltaf glatt á hjalla og við eigum okkur marga eftirlætisleynistaði uppi á öræfum. Í þessum ferðum er alltaf gengið mikið, tekið hraustlega til matar síns og sofið í tjöldum. Svo má geta þess að ég les tölu- vert og reyndar mest á þýsku, að- allega skáldsögur, ævisögur og reyfara. Ég á mér því marga þýska uppáhaldshöfunda.“ Fjölskylda Sigrún giftist 13.8. 1994 Birgi Blöndal, f. 19.10. 1962, markaðs- fræðingi og kaupmanni. Foreldrar hans: Valdís María Valdimars- dóttir, f. 26.4. 1924, fyrrv. þerna, og Birgir Guðmundsson, f. 19.5. 1922, fórst með Stuðlabergi 17.2. 1962, bryti. Systir Sigrúnar er Helga Marín, f. 12.3. 1968, heilsufræðingur, bú- sett í Reykjavík.. Foreldrar Sigrúnar eru Berg- steinn Stefánsson, f. 6.11. 1940, d. 29.4. 1996, sjónfræðingur og kaup- maður, og Edda Níels, f. 14.9. 1942, d. 4.2. 2014, félagsráðgjafi og verslunarmaður. Úr frændgarði Sigrúnar Rósu Bergsteinsdóttur Sigrún Rósa Bergsteinsdóttir Ragna Stefanía Stefánsdóttir húsfr. í Rvík Nikulás Friðriksson eftirlitsm. hjá Rafmagnsveitu Rvíkur Stefán Nikulásson viðskiptafr. í Rvík Sigrún Bergsteinsdóttir verslunark. í Rvík Bergsteinn Stefánsson sjónfræðingur og kaupm. í Garðabæ Bergsteinn Kristjánsson ritari hjá Skattstofu Rvík og rithöfundur í Rvík Steinunn Auðunsdóttir húsfr. í Rvík Einar Nikulásson forstj. í Rvík Unnur Eyfells píanóleikari Sæmundur Nikulásson rafvirki og söngvari Sigríður Bergsteinsdóttir ritari hjá MS Ásta Bergsteinsdóttir húsfr. í Rvík Magnús Sigurðsson b. á Grund í Eyjafirði Steingrímur Níelsson b. á Æsustöðum Jónína Hólmfríður Níelsdóttir píanókennari í Siglufirði Auðunn Smári Steingrímsson b. á Æsustöðum Hulda Kristinsdóttir viðskiptafræðingur í Rvík Sigurlína R. Sigtryggsdóttir húsfr. á Æsustöðum Níels Sigurðsson b. á Æsustöðum í Eyjafirði Helga Marín Níelsdóttir ljósmóðir í Rvík Edelstone Rothwell höfuðsmaður í breska hernum Edda Níels félagsráðgjafi í Garðabæ Dr. Þorsteinn Sæmundsson jarðfræðingur og fyrrv. forstöðum. Náttúrustofu Norðurlands Ragnheiður Sæmundsdóttir íþróttafræðingur Afmælisbarnið Sigrún Rósa. ÍSLENDINGAR 43 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. FEBRÚAR 2015 Brynja fæddist á Reyni í Mýr-dal 20.2. 1938. Foreldrarhennar voru Benedikt Guð- jónsson, skólastjóri í Mýrdal og kennari í Reykjavík, og Róshildur Sveinsdóttir, handavinnu- og jóga- kennari. Benedikt var af Bergsætt en Rós- hildur var systir sandgræðslustjór- anna Páls og Runólfs, föður Sveins landgræðslustjóra. Eftirlifandi eiginmaður Brynju er Erlingur Gíslason leikari og sonur þeirra er Benedikt, leikstjóri, leikari og leikskáld, en synir Erlings eru Guðjón tölvuverkfræðingur og Frið- rik, rithöfundur og tónlistarmaður. Brynja ólst upp að Reyni og í Reykjavík, lauk stúdentsprófi frá MR 1958, stundaði nám við verk- fræðideild HÍ í teknískri teikningu, lauk prófi frá Leiklistarskóla Þjóð- leikhússins 1960, stundaði nám við Látbragðslistaskóla Jacques Lecoq í París, sótti leikstjórnarnámskeið hjá British Drama Legue í London, við Berliner Ensemble og Burgtheater í Berlín, hjá Strehler og Daríó Fó á Ítalíu, í Ósló og víðar. Brynja stundaði teiknistörf hjá Húsameistara ríkisins, var flugfreyja hjá Loftleiðum sumrin 1958-63 og fastráðinn leikari og leikstjóri við Þjóðleikhúsið 1962-92, kenndi við Leiklistarskóla Þjóðleikhússins og Leiklistarskóla ríkisins og ýmsa framhaldsskóla. Hún var formaður og framkvæmdastjóri Grímu, kenndi leiklist og leiklistarsögu við MA, var leikhússtjóri LA 1977-78 og stjórnaði leiklistarstarfsemi í Skemmtihúsinu. Brynja var í hópi mikilhæfustu leikstjóra hér á landi. Hún stjórnaði á annað hundrað leikstjórnarverk- efnum og fór í ógrynni leikferða til fjölda landa. Brynja var forseti BÍL, sat í stjórn FLÍ og L.Þj. Hún þáði starfslaun listamanna og var sæmd riddara- krossi fálkaorðunnar fyrir störf að ís- lensku leikhúsi árið 2007. Árið 1994 kom út bókin Brynja og Erlingur fyrir opnum tjöldum eftir Brynju, Erling og Ingunni Þ. Magn- úsdóttur sagnfræðing. Brynja lést 21.6. 2008. Merkir Íslendingar Brynja Benediktsdóttir 90 ára Ellen M. Guðjónsson 85 ára Halldór Karl Karlsson Helga Árnadóttir Helga Gröndal Björnsson Þóra Ólöf Guðnadóttir 80 ára Katrín Stella Briem Sigurður Jónsson 75 ára Áslaug Guðmundsdóttir Gunnlaug Jakobsdóttir 70 ára Guðlaugur Friðgeir Sigmundsson Guðmundur Karl Sigurðsson Ingi Þórðarson Sigríður Lárusdóttir Sigurbjörg Þórarinsdóttir 60 ára Anna María Svavarsdóttir Friðgeir Sveinn Kristinsson Höskuldur Blöndal Kjartansson Lilja Matthíasdóttir Sigrún Jónína Magnúsdóttir Sigrún Kristín Þ. Sætran Vilica Leanca 50 ára Arna Björk Birgisdóttir Bernadette Pahang Requierme Bjarnheiður Gautadóttir Guðmundur Óskarsson Helga K. Thorarensen Jóhanna Ágústa Hrefnudóttir Kolbrún Þóra Þórðardóttir Kristján Pétur Davíðsson Kristján Viðar Haraldsson Ragnar Örn Steinarsson Skarphéðinn K. Erlingsson 40 ára Arna Pálsdóttir Álfgeir Logi Kristjánsson Eygló Viðarsdóttir Biering Geir Ómarsson Hekla Jóhannsdóttir Jakob Már Ásmundsson Jakob Símon Jakobsson Ólafur Ómarsson Ragnheiður Björnsdóttir 30 ára Ása Nishanthi Magnúsdóttir Dorota Katarzyna Swiderek Ingunn Þóra Einarsdóttir Íris Magnúsdóttir Piotr Marek Kawiak Vilhjálmur Ásmundsson Til hamingju með daginn 30 ára Þórdís ólst upp í Hafnarfirði, býr þar, stundar nám í frum- greinadeild HR og er strandvörður við Yl- ströndina í Nauthólsvík. Synir: Erik Nói, f. 2004, og Tristan Georg, f. 2008. Foreldrar: Georg Júlíus- son, f. 1956, vélstjóri hjá Ora í Kópavogi, og Rósa Kristín Gísladóttir, f. 1962, sem starfar við leikskóla. Þau eru búsett í Hafnar- firði. Þórdís Björk Georgsdóttir 30 ára Guðlaugur ólst upp á Ölvaldsstöðum, býr í Mosfellsbæ, er vélvirki, múrarameistari og er að læra flugvirkjun. Maki: Arna Þrándardóttir, f. 1985, kennari og deild- arstjóri við leikskóla. Börn: Ísólfur Fjeldsted, f. 2009, og Karitas Fjeld- sted, f. 2011. Foreldrar: Guðrún Fjeld- sted, f. 1952, og Þor- steinn Ó. Guðlaugsson, f. 1952, d. 2005. Guðlaugur F. Þorsteinsson 30 ára Sigrún ólst upp á Hvolsvelli og í Reykjavík, býr í Reykjavík, lauk MA- prófi í félagsráðgjöf við HÍ og er félagsráðgjafi hjá Reykjavíkurborg. Maki: Sindri Freyr Eiðs- son, f. 1985, starfsmaður við Landsbankann. Sonur: Baldur Steinn, f. 2010. Foreldrar: Guðrún B. Æg- isdóttir, f. 1958, og Steinn Ólafsson, f. 1950. Þau búa í Reykjavík. Sigrún Steinsdóttir Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is Börn og brúðhjón Smiðjuvegi 9, 200 Kópavogi ■ Sími 535 4300 ■ axis.is ■ Opið: mán. - fös. 9:00 - 18:00 Fataskápur Hæð 2100 mm Breidd 800 mm Dýpt 600 mm Tegund: Strúktúr eik TIL Á LAGER S KÁPATI LB OÐ Verð58.900,-m. vsk.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.