Morgunblaðið - 20.02.2015, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 20.02.2015, Blaðsíða 44
44 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. FEBRÚAR 2015 BÆJARLIND 16 I 201 KÓPAVOGUR I SÍMI 553 7100 I LINAN.IS OPIÐ MÁN TIL FÖSTUDAGA 11 - 18 I LAUGARDAGA 11 - 16 - FLOTTU SVEFNSÓFANIR FÁST HJÁ OKKUR Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Nú skiptir það sköpum að fara gæti- lega í fjármálunum og velta hverri krónu. Vandinn er hverjum þú átt að segja frá. 20. apríl - 20. maí  Naut Einhver kýs að vera stór í sniðum varð- andi eitthvað sem tengist heimilinu. Fylgstu með athöfnum þínum af sömu gaumgæfni og þú myndir gera ef um mikilvæg viðskipti væri að ræða. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Misstu ekki sjónar á takmarkinu, þótt einhverjir smámunir séu að vefjast fyrir þér. Millilandaviðskipti ættu að ganga sérlega vel og það sama á reyndar við um ástarmálin. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Það er í mörg horn að líta hjá þér bæði í leik og starfi. Sýndu öðrum þolinmæði og tillitssemi. Mundu bara að tala skýrt svo að enginn velkist í vafa um tilgang þinn. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Þú ert í ham til þess að láta hendur standa fram úr ermum og ættir því að ráðast ótrauður á verkefnin. Notaðu tækifærið. Gríptu það eins og stjörnu sæmir. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Of miklar upplýsingar gætu flækt málin og komið í veg fyrir að þú finnir réttu lausnina. Aðeins þannig geturðu haldið þér síungri/um, hvað sem árunum líður. 23. sept. - 22. okt.  Vog Hjarta þitt sendir þér ástarbréf til að halda þér á vegi hamingjunnar. Sá hinn sami veit ekki að þú gleymir aldrei. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Þú munt hitta einhvern sem er á sömu bylgjulengd og þú sjálfur. Er ágrein- ingur uppi um aðferðir? Ekki ögra neinum. Bílastæði losna á réttum augnablikum. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Að vera öruggur og virðast vera það er jafn árangursríkt. Hægðu á þér og taktu tíma til að meta allt það marga sem er að gerast í lífi þínu. 22. des. - 19. janúar Steingeit Þú getur fundið aðferð til að njóta þeirrar sem þú dýrkar án þess að hún lami þig. Sinntu líka sjálfri/um þér. Að öðrum kosti mun einhver koma þér verulega á óvart. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Farðu þínar eigin leiðir þótt það kosti einhverja áhættu því það er kominn tími til að víkka út sjóndeildarhringinn. Reyndu svo að finna hvað veldur þessari þörf. 19. feb. - 20. mars Fiskar Þú mátt eiga von á óvæntum uppá- komum allt í kringum þig og því er gott að búa yfir eðlislægum sveigjanleika. Þú hættir aldrei að læra og umbætur eru hollar og óhjákvæmilegar. Á þriðjudag skrifaði ÓlafurStefánsson í Leirinn: „Það var hérna í gærkvöldi, í veðra- brigðum og ólátum síðþorra, að ég þóttist finna sting í hægri mjöðm og varð hugsað til kerlingarinnar í Nýársnóttinni, frekar en í Skuggasveini, sem æjaði sem mest á undan norðanáhlaupum en upp- skar aðeins hlátur hjá áhorfendum en enga samúð. Því urðu morgun- vísurnar svona: Morgunvísan mín er aum, mjög svo samanbarin. Fyrst af öllu gef því gaum hvort gigtin sé nú farin. – svo reyndist vera – Frískur, líkur fiski í á, fer ég kátur enn á stjá. Kaffi laga í „koppa“ tvo, kæfu drep á brauðið svo. Inn til frúar bakka ber, brosið ljúfa svarið er. Þannig morgunn mér er kær, mjöll þótt rjúki og drífi sær. Sigmundur Benediktsson sendi Ólafi þessa kveðju: Þó að frjósi börð og ból og birgi löndin skarir, ef í hjarta yljar sól áttu ljós sem varir. Endurskoðun þýðinga hefur ver- ið vinsælt yrkisefni, sem von er. Jón Arnljótsson kveður: Þyrfti nýjar þýðingar, þegar, á Biblíu og byrja á að breyta þar boðorðunum 10. Sem olli því að Fía á Sandi gat ekki orða bundist: „Þú meinar sirka svona: Þú skalt ekki girnast konu náunga þíns, nema enginn viti það. Þú skalt ekki stela, nema þú kunnir að fela það. Þú skalt ekki bera ljúgvitni, sem hægt er að sanna á þig. Eða í vísnaformi svona. Hvern girnist þú er gott að fela gjarna ljúga, en ekki á blað. Enginn maður ætti að stela sem ekki kann að fela það.“ Davíð Hjálmar Haraldsson spurði: Ungur, hraustur, ekkert flón; eitthvað mun á seyði. Hefur þú nú hórast, Jón? Hræðir Drottins reiði? Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Af veðrabrigðum og boðorðunum tíu Í klípu ÞAÐ SEM RÓBERTI FANNST HANN HEYRA. eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger „REKINN! ÞÝÐIR ÞAÐ AÐ ÉG FÆ EKKI LAUNAHÆKKUNINA?“ Hermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... þegar hann hleypur á eftir þér. VARIST HUNDINN N OG ÉG ÞARF AÐ VARAST ÞIG VEGNA... ÞVÍ ÉG ER KVEFAÐUR! ATSJÚ! ÉG BÝST VIÐ AÐ ALLIR ÞURFI AÐ VINNA. LÆKNIRINN MINN SAGÐI MÉR AÐ ÉG ÞYRFTI AÐ SKIPTA FRÁ SPRÚTTI OG FEITUM MAT OG BORÐA FREKAR FERSKA ÁVEXTI OG GRÆNMETI... RÆÐURÐU VIÐ ÞAÐ? JÁ, JÁ... SVO LENGI SEM ÞÚ TELUR BJÓR MEÐ SEM GRÆNMETI! ÞÚ GÆTIR REYNT AÐ PASSA MATARÆÐIÐ EÐA HREYFT ÞIG MEIRA – EN ÞÚ VÆRIR BARA AÐ FRESTA HINU ÓUMFLÝJANLEGA. Lipurðin hjá starfsmönnum N1 viðÆgisíðu hefur ávallt verið til fyrir- myndar og strákarnir á dekkjaverk- stæðinu kunna sitt fag, hvort sem um er að ræða dekkjaskipti, smáviðgerðir eða smurþjónustu. x x x Á dögunum þurfti Víkverji á smáað-stoð að halda vegna slöngu í bíln- um og bar erindið upp við piltana á stöðinni. Þeir voru ekki lengi að kippa slöngunni á réttan stað og notuðu svo tækifærið og könnuðu stöðu mála und- ir húddinu. Næg olía var á bílnum en annað kom í ljós þegar olían á sjálf- skiptingunni var könnuð. x x x Í stuttu máli var olían á þrotum og fé-lagarnir sögðu að við svo búið mætti ekki standa. Sjálfskiptingin gæti eyði- lagst með tilheyrandi kostnaði. Vík- verji bað þá um að bjarga málum, en þá sögðust þeir hvorki hafa tól né tæki til þess. Fara yrði með bílinn á sér- stakt verkstæði. x x x Víkverji var orðlaus. Hann hafði áttbílinn í nær 11 ár og alltaf staðið í þeirri trú að athugað væri með olíu á sjálfskiptingunni og skipt um hana eft- ir þörfum, þegar farið væri með bílinn í smurningu. Slík athugun var fyrst gerð í þessari heimsókn, þökk sé strákunum á N1 á Ægisíðu. x x x Víkverji pantaði þegar tíma fyrir bíl-inn hjá Bifreiðastillingunni í Kópavogi. Að vinnu lokinni var honum sagt að ekki hefði mátt tæpara standa. Eigandi fyrirtækisins sagði að því miður væri þetta mjög algengt. Bíleig- endur færu með bíla sína í smurningu og væru vissir um að tékkað væri á öllu en það væri ekki alltaf raunin. x x x Á sjálfskiptinguna á bíl Víkverjafara 9 lítrar af olíu og var nánast ekkert eftir af henni. Samviskusemi starfsmanna N1 við Ægisíðu bjargaði Víkverja frá miklu tjóni. En borgaryf- irvöld vilja ekki bensínstöð þarna og vilja sjá blokkir á lóðinni. Það getur reynst dýrt að missa stöðina og starfs- fólkið. víkverji@mbl.is Víkverji Það orð er satt, og í alla staði þess vert að við því sé tekið, að Kristur Jesús kom í heiminn til að frelsa synduga menn og er ég þar fremstur í flokki. (Fyrra Tímóteusarbréf 1:15)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.